HM 2010 í Suður Afríku

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Wed Jun 23, 2010 4:44 pm

Ánægður með þessi úrslit. Loksins notar Capello Defoe með Rooney. Heskey taktíkin var frekar vonlaus. Englendingar voru mikið betri í leiknum og það var frábært að sjá baráttuna í liðinu.

Miðað við það sem ég sá af USA-Alsír er ég virkilega feginn að USA komust áfram. USA eru í fyrsta sæti riðilsins og England í öðru. Það náttúrulega ruglar öllu, núna eru Englendingar þeim megin þar sem Argentína og Mexíkó eru. USA tjilla með Úrúgvæ og Suður Kóreu.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Wed Jun 23, 2010 4:45 pm

Sáttur við úrslit!

Allar líkur á að við séum að fara að sjá England - Þýskaland í 16 liða.....össössöss! Það verður rösalegt!
HELL IS MY NAME

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Wed Jun 23, 2010 5:20 pm

Ég vona frekar að Þjóðverjar mæti Englendingum frekar en Serbar, tel þau líklegustu liðin til að komast upp úr D riðli. Þó skal ekki afskrifa vöðvabuffin frá Ghana.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Dagur » Wed Jun 23, 2010 6:22 pm

En djöfulsins fokking helvítis kanamelluandskotar komnir áfram. :blot :blot :blot :blot :blot :blot :blot :blot :blot
x2 :skamm :bad-words:
Bandaríkjamenn eiga ekki heima í fótbolta :kafna
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Wed Jun 23, 2010 8:31 pm

Sáttur við úrslit!

Allar líkur á að við séum að fara að sjá England - Þýskaland í 16 liða.....össössöss! Það verður rösalegt!
oooog það stóð! Fokk, þessi leikur verður epízkur!

Ekki nóg með það, heldur stefnir í það, ef Argentína sigrar Mexíkó, sem yfirgnæfandi líkur eru á, að í 8 liða úrslitum verði þá Argentína - Þýskaland/England. Það er engir smáræðisleikir þarna megin í útsláttarkeppninni og ljóst að stór lið eiga eftir að hverfa þar út áður en að undanúrslitum kemur.

Gaman að Ástralir skyldu sigra Serbana, en Ghana er lang-lang-sterkasta Afríkuliðið og verðskulduðu að komast áfram. Þrælsterkt og skemmtilegt lið, en þeir þurfa aðeins að taka til í sókninni sinni, frekar mikið um klúður þar.
HELL IS MY NAME

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Wed Jun 23, 2010 9:12 pm

Greinilegt að Serbarnir hafi klúðrað sínum málum á móralnum. Fínt að Ghana komst samt áfram, það gefur Afríku von. Ghana vs USA verður skemmtilegur leikur. Vil sjá þó meira af Adiyiah hjá Ghana, hann fékk heilar 70 sekúndur hjá Ghana áðan.

England á móti Þýskalandi. Ég ætla að gerast svo djarfur og spá Englendingum sigri í þeim leik. Liðið virðist vera styrkjast andlega, enda spiluðu þeir frábæran bolta í dag. Eru einnig lausir við meiðsli fyrir utan Ledley King. Á hinn bóginn misstu Þjóðverjar Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil í meiðsli í leiknum í dag, óvíst hversu alvarleg þau eru, en tognunin aftan í læri hjá Schweinsteiger lofar alls ekki góðu. Þessir tveir hafa spilað hvað best fyrir Þjóðverja.

Síðan eru það Danmörk á móti Japan á morgun. Úrslitaleikur þar. Hugsa að hann endi í jafntefli og Japanir fari áfram. Er nokkuð hissa á miðvarðaparinu Tulio Tanaka og Nagasawa, þeir ættu að höndla Nicklas Bendtner.

Paragvæjar vinna Nýsjálendingana og ég held að Ítalir hafi það gegn Slóvökum. Slóvakar hafa ollið mér vonbrigðum. Bjóst við meiru frá þeim.


Paraguay - Japan
Holland - Ítalía í 16 liða. Risarnir mætast strax.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Wed Jun 23, 2010 9:15 pm

Á hinn bóginn misstu Þjóðverjar Bastian Schweinsteiger og Mesut Özil í meiðsli í leiknum í dag, óvíst hversu alvarleg þau eru, en tognunin aftan í læri hjá Schweinsteiger lofar alls ekki góðu. Þessir tveir hafa spilað hvað best fyrir Þjóðverja.
Schweinsteiger og Lahm gersamlega áttu leikinn í dag, þvílíkir leikmenn. Er búinn að panta þá í Man Utd takk.
HELL IS MY NAME

User avatar
Horfinn maður
Töflunotandi
Posts: 199
Joined: Wed Mar 11, 2009 1:27 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Horfinn maður » Wed Jun 23, 2010 11:07 pm

Mínir menn ástralar dottnir út, bara ef þeir hefðu bara ekki skotið svona á sig gegn þjóðverjum og náð að lauma einu gegn ghana, þar sem mér fannst þeir ættu meira í leiknum. Glaður samt að serbar duttu út, fannst bara ekkert skemmtilegt lið um að ræða og einhvern veginn frekar miklir aular.
Ég elska Hunda

User avatar
warhead
7. stigs nörd
Posts: 7846
Joined: Sun Jan 09, 2005 1:27 pm
Location: 105

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby warhead » Thu Jun 24, 2010 12:24 am

Sjitt hvað USA-Alsír var spennandi leikur, ég var ein stór taugahrúga á 90. mínutu en síðan kom Donovan til bjargar. held að ég hafi aldrei fagnað marki svona ákaft áður. Bandaríkin verðskulduðu að komast áfram....og ekki skemmir fyrir að sleppa við ze Germans í næstu umferð.

Edit: horfði einhver annar á leikinn? Dempsey var að fara á kostum, þvílíkur dugnaður í gæjanum....og reyndar í öllu bandaríska liðinu. Miðjan var gríðarlega öflug. Það eina sem mætti setja út á var einbeitingaleysi og samskiptaskortur (að mér sýndist) í vörninni og í teig andstæðingana; tveir Bandaríkjamenn að fara upp í sama skallabolta eða reyna að skjota á sama tima, sbr. ofurklúðrið hjá Altidore.
MANSLAUGHTER

Time does nothing but work against me. I wake alone and walk alone between the walls that insecurity has built around me. Forced into circuits, into circles, into cycles. I find all my refuge in corners. It's the only place where things meet.

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Hamfari » Thu Jun 24, 2010 12:37 am

Já ég hélt með USA, ánægður að sjá þá áfram(líka út af óþolandi dómaramistökum). Ég var farinn að formæla þeim samt um tíma fyrir að klúðra færum fyrr í leiknum og fannst þeir eiga bara skilið að falla út fyrir epízkt klúður. Horfði til skiptis á England leikinn og USA leikinn, einn í tölvu og hinn á rúv. :cute einn svartur gaur(eða báðir, ég ruglaði þeim saman) hjá þeim fannst mér ekki standa sig nógu vel, staðsetti sig oft illa og var ekki nógu hreyfanlegur t.d. og svo þetta dauðafæri.

Heilige Scheisse! Þýskaland -England :O

Við skulum minnast samt orða Gary Linekers eftir undanúrslitin ´90
Football is a simple game; 22 men chase a ball for 90 minutes and at the end, the Germans win. :brosandiogsvalur


Erum við svo að tala um hið sögulega matchup Argentína - Þýskaland :scratchchin :brosandiogsvalur
Möguleiki á stórleiknum Holland Ítalía í 16 liða einnig.

Ég er að fíla hvað riðlarnir ráðast mikið í seinustu umferð :)
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Thu Jun 24, 2010 12:56 am

Erum við svo að tala um hið sögulega matchup Argentína - Þýskaland
Við skulum nú ekki afskrifa þá enzku fyrirfram, en hvort heldur sem það verður, þá er Argentína - England ekki síður sögulegt, ef við minnumst þess að núverandi þjálfari Argentínu sveiflar hinni alræmdu hendi Gvuðs á leikvöllum Heimsmeistarakeppninar í ár.
HELL IS MY NAME

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Hamfari » Thu Jun 24, 2010 3:42 pm

Nei, ég afskrifa ekki enska, geta vissulega unnið Þýskaland. Ekki vinna þeir keppnina samt. Alltaf ofmetnir.

Vittek og Slóvenskó eru að vinna Ítalíu! Heimsmeistarana! Senda þá út úr keppninni! :O
edit: Ítalir minnka muninn og svo er annað mark dæmt af þeim sem var líklega löglegt...
og slóvenskó skora... 3-1! Ömurleg varnarvinna aldrei þessu vant hjá ítalíanó... og Ítalía skorar frábært mark... 3-2
En Ítalir úr keppni! Paragvæ vinnur riðilinn og Slóvakía nr.2
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
DESTRUCTOR
Now in color
Posts: 11270
Joined: Fri Jul 19, 2002 2:30 pm
Location: Árbær

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby DESTRUCTOR » Thu Jun 24, 2010 4:04 pm

Tvö lögleg mörk dæmd af. :ouch
Image

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Thu Jun 24, 2010 4:08 pm

Æðislegt að vera laus við pastaæturnar! :) :) :)

....sérstaklega af því að nú þurfa Hollendingar ekki að spila við þá í 16-liða úrslitum :cute


Þetta eru kannski ekki það ótrúlegasta við þennan riðil, heldur frekar það að Ný Sjálendingar fara taplausir heim :lol
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Thu Jun 24, 2010 5:01 pm

Munaði litlu hjá Ítölum þarna í endann. Þeir þurftu bara að hafa Pirlo í liðinu sínu til að geta _eitthvað_
Um leið og hann kom inná batnaði leikurinn en það var víst ekki nóg. Skelfilega lélegir framherjar hjá ítalíu samt. Iaquinta, Quaglirella, Di Natale og Gilardino voru alveg skelfilega lélegir í þessu móti.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Thu Jun 24, 2010 5:04 pm

:hurra :hurra :hurra :hurra :hurra
HELL IS MY NAME

allis
Töflubarn
Posts: 26
Joined: Tue Dec 02, 2008 1:44 pm
Location: Garðabær
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby allis » Thu Jun 24, 2010 6:24 pm

Image

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Thu Jun 24, 2010 9:04 pm

ORANJE!!

Fínn leikur og afslappaður hjá mínum mönnum, tryggðu sigurinn með glæsibrag og aðalmálið nátturulega að Robben sé búinn að gefa kost á sér. Stangarskotið hans sýnir vel hversu skeinuhættur hann er. Kamerún áttu skemmtilega takta í leiknum en vörn Hollendinga er gríðarlega góð og hefur verið það alla keppnina. Óheppni hjá Van Der Vaart að gefa þetta víti, en þetta var ekkert annað en víti. Súrt að Huntelaar var snuðaður um klárt víti hinum megin á vellinum, en annars var þetta drengilegur og góður leikur.
HELL IS MY NAME

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Thu Jun 24, 2010 10:06 pm

Ótrúlegt að Japanir skyldu setja 3 gegn dönum. Danmörk státa líklega af lélegri sóknarmönnum en Ítalir. Jon Dahl Tomasson klúðraði vítinu, skoraði þó úr frákastinu og meiddi sig í leiðinni. Japanir með geggjuð mörk úr föstum leikatriðum. Djöfull er Keizuke Honda að koma vel útúr þessu móti. Hann er alveg primo!
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Berserkur » Fri Jun 25, 2010 12:59 am

Æ.. ég sé ekkert sérstaklega eftir Ítölum. Þekkti svona 3 leikmenn og þeir hafa ekki náð að heilla mig...

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Hamfari » Fri Jun 25, 2010 2:23 am

Bæði liðin úr 2006 úrslitunum farin :bow

Danir eru bara ekki með jafn gott lið og þeir hafa verið með áður. Gaman að fá Japani áfram þó maður viti ekki mikið um þá.
Af hverju hoppaði ekki annars Daninn í varnarveggnum upp í seinni aukaspyrnumarkinu :crazy

Hollendingar eru góðir, gætu komist í úrslit eða undanúrslit en það er e-ð sem segir mér að þeir verði ekki heimsmeistarar... voru t.d. mikil vonbrigði á EM ´08 þegar þeir töpuðu f. Rússum og ég gat svo svarið að ég hélt að tími Hollendinga væri kominn þá og enginn gæti stöðvað þá.
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

Daði
2. stigs nörd
Posts: 2853
Joined: Sun Jul 08, 2007 10:56 am
Location: Vesturbærinn

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Daði » Fri Jun 25, 2010 7:27 am

Hérna er það sem Shaquille O'Neal hafði að segja um leik USA - Alsír.
congrats 2 landon donovan 4 scorin game winning goal. grt job but u ain't scoring on me in shaq vs! good luck nxt round go usa
[img]http://threadpit.com/photos/all_styles/210.gif[/img]

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Fri Jun 25, 2010 11:09 am

Bestu leikmenn mótsins hingað til, að mínu mati:

1. Landon Donovan
2. Keizuke Honda
3. Lionel Messi
4. Vincent Enyeama
5. Bastian Schweinsteiger
6. Wesley Sneijder
7. Diego Forlan
8. John Mensah
9. John Terry
10. Maicon
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
axel
2. stigs nörd
Posts: 2108
Joined: Tue Aug 03, 2004 9:29 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby axel » Fri Jun 25, 2010 11:51 am

mesut özil er einnig búinn að vera frábær... hann og schweinsteiger hafa verið mikilvægustu leikmenn liðsins
www.myspace.com/celestinemusic
www.myspace.com/molestinrecords

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Fri Jun 25, 2010 12:17 pm

ah, gleymdi Özil, annars hefði hann verið þarna inná á kostnað Maicon
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Hernammi » Fri Jun 25, 2010 3:01 pm

Þessi mexíkóski dómari er fokking brandari! :skamm :thumbsdown
Helgi
Image

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Villain » Fri Jun 25, 2010 3:46 pm

Bestu leikmenn mótsins hingað til, að mínu mati:

1. Landon Donovan
2. Keizuke Honda
3. Lionel Messi
4. Vincent Enyeama
5. Bastian Schweinsteiger
6. Wesley Sneijder
7. Diego Forlan
8. John Mensah
9. John Terry
10. Maicon
Það vantar Chile menn á þennan lista þinn.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Villain » Fri Jun 25, 2010 4:01 pm

Guð minn almáttugur hvað Brasilía vs Portúgal er leiðinegur leikur. Djööfull er fúlt að Portúgal séu að fara áfram á þessari spilamennsku.
Sammála. Djöfull er þetta leiðinlegt lið. Hefði viljað sjá Fílabeinsströndina áfram á kostnað Portúgala.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Ernirinn » Fri Jun 25, 2010 4:15 pm

Guð minn almáttugur hvað Brasilía vs Portúgal er leiðinegur leikur. Djööfull er fúlt að Portúgal séu að fara áfram á þessari spilamennsku.
Sammála. Djöfull er þetta leiðinlegt lið. Hefði viljað sjá Fílabeinsströndina áfram á kostnað Portúgala.
Mér þótti þeir ekkert spila neitt skemmtilegri bolta. Spiluðu uppá jafntefli í báðum fyrstu leikjunum.

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Fri Jun 25, 2010 5:25 pm

Mér finnst það eiginlega sorglegt að Fílbeinstrendingar fengu svona sterkan riðil, annað mótið í röð. Þetta er klárlega sterkasta afríkuliðið á pappírnum. Held að Sven Göran hafi ekki verið nógu djarfur í leiknum í dag gegn Kóreu uppá sóknina að gera. Þetta lið hefði annars staðið sig betur en Kamerún, Alsír og Suður Afríka sem voru í öðrum "léttari" riðlum.

Brasilía og Portúgal eru skítalið. Ég vil þau BURRRRRRTT eins og Hörður Torfa segir það.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Fri Jun 25, 2010 5:53 pm

Mér finnst það eiginlega sorglegt að Fílbeinstrendingar fengu svona sterkan riðil, annað mótið í röð. Þetta er klárlega sterkasta afríkuliðið á pappírnum. Held að Sven Göran hafi ekki verið nógu djarfur í leiknum í dag gegn Kóreu uppá sóknina að gera. Þetta lið hefði annars staðið sig betur en Kamerún, Alsír og Suður Afríka sem voru í öðrum "léttari" riðlum.

Brasilía og Portúgal eru skítalið. Ég vil þau BURRRRRRTT eins og Hörður Torfa segir það.
Bull og vitleysa, Ghana hafa sýnt það í keppninni að þeir eru langsterkasta og skemmtilegasta Afríkuliðið og eru verðskuldað komnir áfram. Fíflabeinsströndin voru bara ekkert spes, frekar en S-Afríka og Nígería er á hólminn var komið.

En, þessi Portúgal - Brasilía leikur er án nokkurs vafa leiðinlegasti leikur keppninnar so far. Þoli ekki þessi lið. Hlakka gríðarlega til Spánn - Chile og vona hreinlega að Chile bursti þá, því þeir eru klárlega með skemmtilegri liðum keppninnar. Sviss þarf heldur ekki að vinna Honduras með miklum mun til að Spanjólar fái reisupassann ef Chilemenn taka þá í bakaríið. Þetta verður forvitnilegt.
HELL IS MY NAME

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Fri Jun 25, 2010 6:07 pm

Bestu leikmenn mótsins hingað til, að mínu mati:

1. Wesley Snejder
2. Keizuke Honda
3. Mark Van Bommel
4. Philipp Lahm
5. Bastian Schweinsteiger
6. Maarten Stekelenburg
7. Diego Forlan
8. Robert Vittek
9. Gonzalo Higuain
10. Alexis Sanchez
HELL IS MY NAME

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Villain » Fri Jun 25, 2010 7:23 pm

Torres virðist ekki enn kominn í gang. Villa er hins vegar sjóðbullandi heitur. Óverðskuldað rautt spjald og dómarinn of spjaldaglaður í byrjun. Chilemenn allt of duglegir að fara í tæklingar. Ég vona að bæði þessara liða fari áfram og eins og ef leikirnir enda eins og staðan er í hálfleik, þá verður það raunin. Svo henda Chilemenn Brössunum út.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Fri Jun 25, 2010 8:39 pm

Atli Jarl: Já Ghana hafa sýnt mátt og megin í þessu. Hinsvegar finnst mér þeir óttalega slappir framá við. Al l-star lið afríku væri gróft metið, með markvörð nígeríu, vörnina hjá Ghana (hugsanlega með kolo touré), blandaða miðju og sóknina frá Fílabeinsströndinni.

Annars var þetta skemmtilegur leikur hjá Chile og Spáni. Alexis Sanchez er greinilega leikmaður sem maður þarf að fylgjast með. Djöfull tók hann spanjólana ítrekað 1 gegn 2 eða 3! Annars geta spanjólarnir fokkað sér fyrir mér, enda þoli ég ekki liðið og ég hata Sergio Busquets. Kudos til Chile að spila 3-4-3 kerfi. Burt með Brazilíu, Spán og Portúgal. Fari þessi lið fjandans til.


16 liðaúrslitin - mín spá, bold lið vinna:

Úrúgvæ - Suður Kórea
USA - Ghana
Þýskaland - England
Argentína - Mexíkó
Holland - Slóvakía
Brasilía - Chile
Paraguay - Japan
Spánn - Portúgal


Vona þó eiginlega að Ghana nái langt og Chile líka, er bara ekki vongóður að Chile geti unnið Brasilíu með 3 leikmenn í banni. Spánn - Portúgal getur farið á hvorn veginn sem er, en ég held að spánverjar skíti á sig. Alonso og Torres tæpir.

p.s. ég innilega HATA reitaboltann hjá Spánverjum þegar þeir eru yfir. Gjörsamlega óþvvooooolandi!

comon England!!
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Fri Jun 25, 2010 9:09 pm

Svo henda Chilemenn Brössunum út.
Wörd! Það væri dásamlegt.

Djöfull er Sanchez góður, klárlega meðal 10 bestu í keppninni.

Mín spá í 16 liðin:

Uruguay - Suður Kórea
USA - Ghana
Þýskaland - England
Argentína - Mexíkó
Holland - Slóvakía
Brasilía - Chile
Paraguay - Japan
Spánn - Portúgal
Last edited by Atli Jarl on Fri Jun 25, 2010 9:13 pm, edited 1 time in total.
HELL IS MY NAME

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Jun 25, 2010 9:12 pm

Er að pæla í að fá mér svona krús eftir leiki kvöldsins......

Image


Spái 16-liða svona:

Úrugvæ vinnur Suður Kóreu
Þýskaland vinnur England
Argentína vinnur Mexíkó
Ghana vinnur Bandaríkin
Holland vinnur Slóvakíu
Paragvæ vinnur Japan
Brasilía vinnur Chile
Spánn vinnur Portúgal
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Berserkur » Fri Jun 25, 2010 9:16 pm

Chile voru fremur máttlausir gegn Spánverjum, sköpuðu lítið og héldu boltanum ekki nógu vel. Held með Spáni en leikurinn við Portúgal er tvísýnn.

Úrúgvæ - Suður Kórea
USA - Ghana
Þýskaland - England
Argentína - Mexíkó
Holland - Slóvakía
Brasilía - Chile
Paraguay - Japan
Spánn - Portúgal

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Ernirinn » Fri Jun 25, 2010 9:23 pm

Mitt framlag:

Uruguay - Suður Kórea
USA - Ghana
Þýskaland - England
Argentína - Mexíkó
Holland - Slóvakía
Brasilía - Chile
Paraguay - Japan
Spánn - Portúgal

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Fri Jun 25, 2010 11:07 pm

Svona raðast bracketið upp:

http://www.fifa.com/worldcup/matches/kostage.html

Mér finnst það alveg stórkostlegt að annaðhvort, Ghana, Úrúgvæ, USA eða Suður Kórea eiga fara í top 4.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Trv Pvnx
8. stigs nörd
Posts: 8275
Joined: Sat Jul 27, 2002 7:09 pm
Location: London

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Trv Pvnx » Sat Jun 26, 2010 1:40 am

svo lengi sem England og USA tapa tha er mer alveg sama hver vinnur. Fin lid i 16 lida urslitum.


xKollix
GRYFJUSLAGSMÁL!!!

[url=http://www.lifeslowsdown.tumblr.com]blaður[/url]

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Sat Jun 26, 2010 4:01 pm

Sanngjarn sigur hjá Uruguay, þrælskemmtilegur leikur að mestu og sigurmarkið hjá Suárez eitt af flottari mörkum keppninnar.

Komaso GHANA!!
HELL IS MY NAME

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Villain » Sat Jun 26, 2010 4:34 pm

http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6084774/
Þetta þykir mér ógeðslega fyndið.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Ernirinn » Sat Jun 26, 2010 6:19 pm

http://www.101greatgoals.com/videodisplay/6084774/
Þetta þykir mér ógeðslega fyndið.
hahahaha brilliant.

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Sat Jun 26, 2010 9:19 pm

Uruguay - Suður Kórea
USA - Ghana
2 for 2. Þið sem ekki trúðuð á Ghana, ulláyggur. :ullari

USA kann ekki krassbyddnu og það sást vel í þessum leik. Ghana mikið sterkari, skipulagðari og réttilega liðið sem átti að fara áfram. En þeir munu ekki eiga séns í Uruguay, það eru hreinar línur.
HELL IS MY NAME

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Sat Jun 26, 2010 9:24 pm

Ghana áfram í 8 liða úrslit - USA ekki alveg komnir með kandídats lið í að fara lengra, en þeir voru næstum því búnir að púlla comback-kidz einu sinni enn á mótinu. Það verður gaman að sjá hvernig Úruk-hai tekst að brjóta þessa vörn Ghanamanna á bak aftur.

Priceless móment í fyrsta markinu þegar það var sýnt upp í stúku - Mick Jagger, ekki sáttur með markvörsluna hjá Howard :lol
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
Trv Pvnx
8. stigs nörd
Posts: 8275
Joined: Sat Jul 27, 2002 7:09 pm
Location: London

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Trv Pvnx » Sun Jun 27, 2010 3:20 am

fint ad fa hamborgarana ut. Ghana spiludu vel og markid hja Gyan var gullfallegt.


xKollix
GRYFJUSLAGSMÁL!!!

[url=http://www.lifeslowsdown.tumblr.com]blaður[/url]

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Sun Jun 27, 2010 1:21 pm

Rosalega ánægður með að fá Ghana áfram. Ég var orðinn frekar leiður yfir gengi afrískra liða í þessari keppni en Ghana er að bjarga þessu fyrir horn. Þeir eiga líka ágætan möguleika á að fara í undanúrslitin. Úrúgvæ hafa reyndar alltaf verið "mínir menn" í Suður-Ameríku en ég vona innilega að Ghana slái þá út.

Hvernig ætli þetta lið væri ef Essien hefði ekki meiðst? :scratchchinAnnars verður leikurinn á eftir sá rosalegasti síðan Monty og Rommel tókust á um El-Alamein.

Lampard/Gerrard/Terry/Rooney/Cole

Schweinsteiger/Klose/Lahm/Mertesacker/Özil


........þetta verður hesta!
Last edited by Tryggvi Þórhallsson on Sun Jun 27, 2010 1:34 pm, edited 1 time in total.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Sun Jun 27, 2010 1:29 pm

Jæja nú verður áhugavert að sjá hvernig þýsku varnarmönnunum gengur að verjast hraðanum hjá þeim ensku. Svínahirðirinn er í byrjunarliðinu, en spurning hvort hann sé alveg búinn að ná sér af meiðslunum sem hann fékk í síðasta leik. Ég held að þjóðverjar séu með allover betra lið - en ef tjallarnir detta loksins í gang og fara að spila með hjartanu þá eiga þeir góðan möguleika.

BBC voru að sýna snilldar klippu af Capello og Stuart Pearce frá því í síðasta leik. Capello fórnar höndum og gefur Pearce olnbogaskot í hvert sinn sem hann er óánægður með eitthvað (oft) og það endar á því að Pearce stendur upp og fer. Capello bendir honum ákveðið að koma og setjast og hvíslar síðan glottandi einhverju að honum. Það er eins og hann sé að spyrja "fórstu af því að það voru svo mikil læti í mér?", Stuart virðist svara játandi og þá ýtir Capeollo við honum og skipar honum að hundskast í burtu :lol
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Sun Jun 27, 2010 1:53 pm

ÁFRAM ENGLAND!!

KOMASO! :hurra
HELL IS MY NAME

User avatar
Balance
5. stigs nörd
Posts: 5492
Joined: Tue May 09, 2006 2:12 pm
Location: Vesturbær

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Balance » Sun Jun 27, 2010 2:49 pm

Drama!

User avatar
warhead
7. stigs nörd
Posts: 7846
Joined: Sun Jan 09, 2005 1:27 pm
Location: 105

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby warhead » Sun Jun 27, 2010 2:49 pm

þvílíkur leikur!!!! :crazy
MANSLAUGHTER

Time does nothing but work against me. I wake alone and walk alone between the walls that insecurity has built around me. Forced into circuits, into circles, into cycles. I find all my refuge in corners. It's the only place where things meet.

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Sun Jun 27, 2010 2:55 pm

Vá hvað miðverðirnir hjá Englandi voru sofandi í fyrsta markinu! Svona álíka sofandi og línuvörðurinn var í markinu hjá Lampard!

Geðveikur leikur - ef England tapar honum þá verður þessi dómari líklega stunginn! :bla
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 2:57 pm

Tjallarnir taka þetta!
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Sun Jun 27, 2010 2:57 pm

Þetta er ruuuglað. Hvernig fór dómarateimið að því að sjá þetta ekki?? sheez.
Hreint með ólíkindum!! :blot :blot :blot

Hvenær ætla FIFA að drullast til að taka af skarið og koma í veg fyrir að þessar hundgömlu dómaradruslur geti ákveðið úrslit leikja með röngum ákvörðunum! Þetta er óþolandi!
HELL IS MY NAME

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Sun Jun 27, 2010 3:16 pm

Hvenær ætla FIFA að drullast til að taka af skarið og koma í veg fyrir að þessar hundgömlu dómaradruslur geti ákveðið úrslit leikja með röngum ákvörðunum! Þetta er óþolandi!
Þegar helvítið hann Blatter hrökklast loksins fá völdum býst ég við...
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 4:01 pm

Úff, núna er hægt að tala um hvað ef, hvað ef ...

Hvað ef staðan hefði orðið 2-2 eins og hún hefði réttilega átt að vera? Ætli þjóðverjarnir fái ekki smá uppreisn æru eftir '66 leikinn. Hinsvegar voru Þjóðverjar vægast sagt frábærir í þessum leik og sundurspiluðu enska liðið hægri vinstri á köflum, héldu boltanum vel og voru all around góðir.

Annars fannst mér Gareth Barry vera alveg afburða lélegur í þessum leik, spurning hvort það hafi verið taktískt. Liðin sem eru að spila best í mótinu eru að spila með 2 holding miðjumenn Brasilía með Melo og Gilberto Silva, Holland með De Jong og Van Bommel, Þjóðverjar með Schweinsteiger og Khedira, Argentína mögulega með Mascherano og Verón.

Helvítis, núna þarf ég að finna mér annað lið til að halda með. Holland eða Argentína for sure!
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Sun Jun 27, 2010 4:30 pm

Stefnir í massívan leik í 8 liða úrslitum ef Argentína kemst áfram í kvöld (sem ég geri ráð fyrir að verði tilfellið). Einn skemmtilegasti leikurinn á HM 2006 var Þýskaland vs Argentína. Reyndar var Mexico vs Þýskaland á HM '98 líka frábær.

Þjóðverjarnir voru gríðarlega sterkir í dag - sást vel hvað enska liðið er ennþá í raun skör lægra en bestu liðin í heiminum. Ráðaleysið í Capello er samt að koma mér á óvart á þessu móti. Í stöðunni 4-1 setur hann Heskey inn á (sem er búinn að skora 7 mörk í 700 leikjum fyrir England og því ekki beint líklegur til að þenja netmöskvana í dag) og síðan kemur SWF inn á 85. min. Hverju átti það að breyta?
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 4:34 pm

Faktískt séð hefði Capello átt að henda Defoe út fyrir Carrick til að fá meiri stöðugleika á miðjuna. En þar sem Carrick skeit á sig í undanleikjunum virtist Capello ekki bera traust til hans. En þetta er slæmt fyrir Capello, maður hefði búist við því að hann myndi valda yfir þetta, með sitt trackrecord úr deildum og undankeppninni.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Sun Jun 27, 2010 4:53 pm

Lúserar Englendingar. Algjörir djöfulsins lúserar.
Nú þarf maður að treysta á að Maradona og co slái þýskarana út.
Allt er betra en íhaldið

gudny jarl

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby gudny jarl » Sun Jun 27, 2010 5:21 pm

Tad var geggjad ad horfa a leikinn i deutschland. Reyndar er faranlega heitt, liklega vel yfir 30 stigin i glampandi sol.
Geggjud stemmning herna nuna, er ad spa hvort ad eg kikji aftur yfir a laugardaginn. Sidan er portugal - spann a thridjudagnn, tad eru um 65.000 portugalar i luxembourg thannig ad tad verdur allt bilad ef their vinna.

User avatar
Balance
5. stigs nörd
Posts: 5492
Joined: Tue May 09, 2006 2:12 pm
Location: Vesturbær

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Balance » Sun Jun 27, 2010 8:06 pm

Argentína - Mexíkó

Sick leikur. Enn og aftur línudómari að fara á kostum. :lol2

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 9:06 pm

Argentína - Þýzkaland á laugardaginn næsta ..össh

Argentínumenn góðir, þrátt fyrir að skora ólöglegt mark, þá var liðið mikið betra.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 9:28 pm

Eins mikið og ég elska Maradona og stemmninguna í kringum Argentínska liðið, þá finnst mér Gabriel Heinze vera retard og fáviti í þúsundföldu veldi. Ekki nóg með hvað hann liggur í grasinu og leikur eftir mestu megni, þá virðist hann vera heldur hvumpinn:
Hef tekið þá ákvörðun að halda með Hollandi, Argentínu og Ghana, eftir að mín lið England og Fílabeinsströndin eru dottin úr keppni. Lýsi mikilli andúð yfir Portúgal, Spánverjum og Brasilíu. Þýskaland væri massíft respect fyrir flott lið og leik.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Kobbi Maiden » Sun Jun 27, 2010 9:40 pm

Skil ekki þennan áhuga og mulning Íslendinga undir þetta enska landslið! Ok,ok...þetta var það fyrsta sem ísslíngar sáu í beinni á 9. áratugnum og allt það..þökk sé Bjarna Fel! En komm on...enskur fótbolti er ekki til lengur. Þetta er bara hrúga af úgglendingum að leika sér á Englandi. Sorgleg þróun. Og þessir fáu Englendingar sem komast að í ensku liðunum eru andskotans fávitar sem hafa ekki nokkurn skapaðan hlut milli eyrnanna

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Sun Jun 27, 2010 10:55 pm

Skil ekki þennan áhuga og mulning Íslendinga undir þetta íslenzka landslið! Ok,ok...þetta var það fyrsta sem ísslíngar sáu í beinni á 9. áratugnum og allt það..þökk sé Bjarna Fel! En komm on...íslenzkur handbolti er ekki til lengur. Þetta er bara hrúga af Íslendingum að leika sér í útlandinu. Sorgleg þróun. Og þessir fáu Íslendingar sem komast að í útlenzku liðunum eru andskotans fávitar sem hafa ekki nokkurn skapaðan hlut milli eyrnanna.
HELL IS MY NAME

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Sun Jun 27, 2010 11:53 pm

Kobbi: Ekki alveg sammála þér þar. Stór hluti enska liðsins hafa verið reglulegir gestir í meistaradeildinni. 5 leikmenn úr byrjunarliðinu í kvöld hjá Englandi hafa leikið síðustu árin í úrslitaleik meistaradeildarinnar, amk síðan 2007. Jafnvel 2005, nema núna í ár.

Enska liðið átti fullt erindi inn á HM, sérstaklega í ljósi þess að þeir völtuðu yfir undankeppnina, en því miður gekk þetta ekki upp hjá þeim í þetta skiptið. Lið sem átti klárlega meira inni.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Ernirinn » Sun Jun 27, 2010 11:55 pm

Eins mikið og ég elska Maradona og stemmninguna í kringum Argentínska liðið, þá finnst mér Gabriel Heinze vera retard og fáviti í þúsundföldu veldi. Ekki nóg með hvað hann liggur í grasinu og leikur eftir mestu megni, þá virðist hann vera heldur hvumpinn:

*video*
Alveg sammála, viðbjóðslegur leikmaður.

User avatar
Nökkvi
3. stigs nörd
Posts: 3180
Joined: Sun Sep 04, 2005 1:34 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Nökkvi » Sun Jun 27, 2010 11:59 pm

Vó.

Vissi ekki af þessum práð, búinn að fylgjast grimmt með HM en öll mín lið dottin út meira og minna.

Spái Hollendingum og Argentínumönnum langt.

Sáttur með Ítalíu, England og Grikkland. Ömurleg lið.
...bububub

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Jun 28, 2010 12:58 am

Ég hallast líka að því að Brassarnir vinni þetta. Þeir hafa ekki verið eins flashy og ekki eins mikið talað um þá og t.d. Argentínumennina. Málið er bara að það er svo rosaleg sigurhefð í Brasilíu og þetta lið þeirra er alveg frábært. Skrítið að landslið Brasilíumanna sé vanmetið :scratchchin

Þeir eru sennilega með besta markvörð heims, Julio Cesar.

Vörnin er sennilega sú besta á mótinu (ásamt Hollendingum kannski). Juan, Lucio, Maicon, Daniel Alves o.sv.frv. .....alveg rosalegur mannskapur þar á ferð.

Á miðjunni eru þeir með einn af mest skapandi leikmönnum heims, Kaka, auk margra annarra stórkostlegra leikmanna. Þá helst Elano sem er búinn að vera frábær á mótinu. Gilberto Silva er ennþá mjög traustur og Felipe Melo er frábær einnig.

Margir hafa sagt að þá vanti einhvern svona Romario/Ronaldo týpu frammi en ég er bara algjörlega ósammála því.
Robinho er búinn að vera heldur betur á skotskónum síðustu tvö ár með landsliðinu. Luis Fabiano er einn heitasti strikerinn á Spáni. Grafite er svo einn helsti markaskorarinn í Bundesligunni. Brössunum vantar alls ekki striker.

Brassarnir toppuðu nokkuð auðveldlega "dauðariðilinn" og ég spái því að þeir fari alla leið.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Trv Pvnx
8. stigs nörd
Posts: 8275
Joined: Sat Jul 27, 2002 7:09 pm
Location: London

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Trv Pvnx » Mon Jun 28, 2010 4:52 am

svo lengi sem England og USA tapa tha er mer alveg sama hver vinnur. Fin lid i 16 lida urslitum.


xKollix

aaaah sweet.


Thad er lika otrulegt hvad Rooney er buinn ad vera slappur a thessu moti. Okei, hann er ekki ad fa mikinn studning og thad er faranlegt ad aetlast til ad hann beri thetta midlungs lid alla leid en madur er nanast ekki buinn ad sja neitt fra honum. Her eru ahugaverdar upplysingar:

Just how bad was Rooney?
Here are some stats (courtesy of Optajoe)
-Rooney has failed to score in his last nine games for England, his longest barren run for the national team.
-Rooney has lost the ball by being tackled in possession 32 times, more often than any other player at the 2010 World Cup.
-Rooney completed only 55 per cent of his passes for England against Germany - the lowest rate in the game.
This wasn't just a star player failing to live up to his billing. This was one of the best players in the world playing like one of the worst.


http://uk.eurosport.yahoo.com/football/ ... icle/3473/


Frabaer stemning i kringum Argentinu... er eiginlega ad vona ad their fari alla leid.


xKollix
GRYFJUSLAGSMÁL!!!

[url=http://www.lifeslowsdown.tumblr.com]blaður[/url]

User avatar
Eyky
3. stigs nörd
Posts: 3361
Joined: Thu Oct 09, 2003 3:40 pm

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Eyky » Mon Jun 28, 2010 6:43 am

Jæja mínir menn úr leik. En þeir fóru út með látum. Fengu á sig eitt ólöglegt mark, eitt _aula_ mark og eitt glæææææsilegt mark. Þessir blessuðu íþróttafréttamenn fóru samt meira í taugarnar á mér heldur en aðstoðardómarinn. Óþolandi að hlusta á þá tönglast á því að Mexíkó ætti ekki séns því þeir væru ekki með jafn góða einstaklinga. Ef fótbolti virkaði þannig þá væri Real Madrid með allar dollur öll tímabil. Held það viti og skilij það samt flestir sem hafa einhverntíman horft á fótbolta að liðsheild, baráttu/leik gleði og skipulag getur rúllað upp hvaða stjörnuliði sem er.

Væri ofboðslega mikið til í að sjá Uruguay - Argentína í 4 liða úrslitum.

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby HelvitisMaddi » Mon Jun 28, 2010 11:41 am

Mér fannst Mexico vera mjög góðir í gær - sóttu og voru alveg vel inni í leiknum þegar þeir fengu fyrsta markið á sig (enn ein óþolandi dómaramistökin á þessu móti). Argentína vörðust bara mjög vel og þetta var sanngjarn sigur, þó þeir hafi verið vissulega heppnir með fyrstu tvö mörkin.

Ég horfði á BBC útsendinguna á báðum leikjunum í gær - sjitt hvað þeir rökkuðu Capello niður. Alan Shearer vill meina að leikmennirnir vilji ekki hafa Capello áfram, sagði að þeir væru ekki að spila eins og þeir hefðu trú á þjálfaranum. Í ensku pressunni í dag er þjálfarinn líka gagnrýndur harðlega fyrir úrelta taktík og að hafa ekki náð að þjappa hópnum saman. Spurning líka hversu góð Sergeant Hartman taktíkin hjá Capello er til að ná upp góðri stemmingu í liðinu. Allir skíthræddir við hann :bla
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Hamfari » Mon Jun 28, 2010 11:59 am

Capello hagaði sér eins og Mussolini á bekknum skv. myndum sem sýndar voru í HM þættinum í gær, alltof mikill stálkall eða e-ð, má fara í burtu. Enska landsliðið er vonbrigði, rústuðu riðlinum sínum í undankeppninni en geta lítið í HM sjálfu, en það er raunsætt, enska liðið er alltaf ofmetið og England hefur aldrei verið stórveldi í fótbolta.


FIFA verður að taka upp vídjóupptökudóma í framtíðinni í stórkeppnum, annars eyðilegst íþróttin. Þetta verður þá bara happdrætti.
Reyndar skipti markið ekki málið í Þýskalandsleiknum. Mörk breyta leikjum segja menn, það fer reyndar eftir stöðunni. Í stöðunni 2-2 hefðu Englendingar líka þurft að sækja til að vinna rétt eins og þeir þurftu marki undir, þeir hefðu því opnað svæði aftarlega og Þýskararnir hefðu náð sömu skyndisóknum.
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Jun 28, 2010 12:59 pm

....en við vitum ekki hvort að þýskararnir hefðu panikkað og brotnað niður.
Englendingar gætu hafa verið bitrir og einbeitingarlausir eftir að hafa verið rændir marki. Það er ekki hægt að segja bara að Þjóðverjar hefðu hvort eð er unnið. Við vitum ekkert um hvernig leikurinn hefði spilast hefði markið fengið að standa.
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Mon Jun 28, 2010 1:39 pm

Það er alveg augljóst, hefði staðan verið 2-2 í leiknum, þá hefðu Englendingarnir ekki verið jafn aggressífir fram á við í hornspyrnum og svona. Gleymum því ekki að bæði seinni mörkin komu eftir skyndisóknir eftir föst leikatriði. Ashley Cole var einn í vörn í 3. markinu og Gareth Barry skeit á sig við að elta Özil, þar sem Özil komst einn í gegn.

Capello var tekinn inn í starfið á þeim forsendum að hafa járnaga í liðinu, ólíkt fyrirrennara hans Steve McClaren sem gjörsamlega skeit upp á bak og missti búningsklefann. Mér finnst þó að hann ætti að halda áfram. Að vissu leiti náði Joachim Löw að útstratta Capello með því að láta Klose draga Terry út úr stöðu, enda er Terry slappur í því að elta til baka. Þegar maður hugsar til baka hefði verið sniðugra að hafa 2 djúpa miðjumenn (t.d. barry/carrick/huddlestone), 3 sókndjarfa miðjumenn (gerrard, lampard, milner, j.cole) og 1 striker (rooney).

England er alls ekki ofmetið lið. Það spilaði langt undir getu á þessu móti. Statsarnir hjá Rooney sýna það best. Helsta vandamál Englendinga á þessu móti hvað þeir voru óöryggir á boltann og spiluðu oftar en ekki vonlausa long-pass spilið. Lampard og Gerrard eiga alveg að geta púllað þetta.

Eyky: Úrúgvæar geta ekki mætt Argentínu nema bæði lið ná í úrslitaleik. Þau eru sitthvoru megin í bracketinu. Sést á síðu FIFA. Úrúgvæar fara í gegnum Brasilíu/Chile eða Holland/Slóvak ef þeir vinna Ghana. Argentína þurfa að fara í gegnum Spán/Portúgal eða Japan/Paragvæ til að komast í úrslit.

Varðandi Brasilíu, þá eru þeir með feykigoðan mannskap. En gleymum því ekki að þeim vantar vinstri bakvörð (og hefur síðan Roberto Carlos hvarf). Michel Bastos sem leikur í þeirri stöðu er vinstri kantmaður hjá Lyon. Það er veikleiki í vörn Brasilíu. Juilo Cesar er traustur og góður markvörður, en að telja hann sem besta markvörð í heimi er tæp pæling. Bæði Gianluigi Buffon og Iker Casillas hafa þótt vera betri. Ég myndi þó telja Cesar á pari við Petr Cech, Pepe Reina og Edwin Van Der Sar. Hingað til hafa Brasilíumenn ekki spilað við nein topplið. Portúgal leikurinn er varla marktækur þar sem bæði lið spiluðu upp á jafntefli. Það mun fyrst reyna á Brasilíu þegar þeir mæta Hollendingum, þó svo það megi ekki afskrifa hið sókndjarfa Chile lið (sem þó verða með 3 leikmenn í banni).

Væri gaman að sjá Brasilíu mæta Argentínu eða Þýskalandi í úrslitaleik. Annars held ég að Brassar vinni ekki, en vinna þó líklega næstu keppni, þar sem liðið verður á heimavelli þá.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Jun 28, 2010 2:04 pm

Ekki gleyma því að Brasilíumenn toppuðu undankeppnisriðilinn. Ennþá eru öll Suður-Ameríkuliðin með í keppninni sem sýnir hversu sterkur sá riðill var. Brassarnir tóku Argentínu t.d. 1-3 í á útivelli.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Atli Jarl » Mon Jun 28, 2010 4:45 pm

Holland & Argentína munu mætast í úrslitaleik keppninnar, ég er sannfærður um það.

Gott að sjá Robben byrja í dag, enda borgaði það sig strax á 18. mínútu þegar kallinn skilaði glæsimarki af sér úr svipuðu færi og Huntelaar kláraði í síðasta leik. Robben er baneitraður á kantinum. Vörn og miðja Hollendinga er sú langbesta í keppninni, á því er enginn vafi.

Hlakka gríðarlega til leiksins á eftir, en ég ætla svo innilega að vona að sprækir Chilemenn sigri Brassana.
HELL IS MY NAME

User avatar
Nökkvi
3. stigs nörd
Posts: 3180
Joined: Sun Sep 04, 2005 1:34 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Nökkvi » Mon Jun 28, 2010 5:41 pm

Sammála.

GO CHILE.
...bububub

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Mon Jun 28, 2010 7:33 pm

helvítis brazzarnir komnir í 2-0 ...

annars verðskuldað hjá Hollendingum. Vona að þeir flengi Brazza
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Jun 28, 2010 8:02 pm

Ég held því miður að það sé enginn að fara að flengja þetta lið. Eru að leika sér að Chile núna, 3-0.

Skrítið að þegar maður sér HOL-BRA á föstudaginn sé maður að fara að sjá tvær sterkustu varnirnar mætast :lol

Hollendingar fóru nokkuð létt með Slóvakana í dag. 2-1 gaf engan veginn rétta mynd af leiknum. Hollendingar búnir að fá á sig 2 mörk á mótinu, bæði mörk úr vítaspyrnum :cute
Ánægður með að Robben sé kominn í gang.
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Mon Jun 28, 2010 8:08 pm

Verður samt að segjast að Hollenska vörnin fékk eiginlega ekkert challenge í riðlakeppninni. Danir voru með hrikalega slaka sóknarmenn, Japanir voru í vörn allan tímann og Kamerún gátu ekki jacko. Slóvakar teljast seint sem eitthvað alvöru sóknarlið. En ég vona innilega að vörnin haldi gegn Brasilíu.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Jun 28, 2010 8:17 pm

Tja, Vittek er nú annar markahæstu manna á mótinu eins og er og Slóvakar náðu nú að skora þrjú gegn Ítölum. Það er nú eitthvað.

Nota bene þá fengu Hollendingar aðeins 2 mörk á sig í allri undankeppninni. Annað víti.

Sá eini sem hefur skorað mark (sem er ekki víti) gegn Hollendingum á HM er Kristján Örn Sigurðsson, Akureyringur :lol
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Mon Jun 28, 2010 8:26 pm

En þar var nákvæmælega sama dæmið upp á teningnum, Noregur var í öðru sæti, skotland þriðja og makedónía 4. Punkturinn er að Hollenska liðið hefur ekki fengið neitt challenge frá liðum í topp 10 á heimslista FIFA. Kamerúnar efstir í 19. sæti af þeim liðum sem Hollendingar hafa átt kappi við. Af því hef ég nú töluverðar áhyggjur

topp 10 á fifa eru spánn, portúgal, brasilía, holland, ítalía, þýskaland, argentína, england, frakkland og króatía
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Mon Jun 28, 2010 8:49 pm

En sjiii ... Tryggvi Þ er með alla leikina sína rétta hingað til, ef Spánverjar og Paragvæjar vinna, þá er hann með allt rétt.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Trv Pvnx
8. stigs nörd
Posts: 8275
Joined: Sat Jul 27, 2002 7:09 pm
Location: London

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Trv Pvnx » Mon Jun 28, 2010 8:50 pm

eg hef mjog litla tru a thvi ad Holland taki thetta Brasiliu lid... vornin er fin en eins og hefur verid bent a, hefur ekki thurft ad taka a honum stora sinum i haa herrans tid. Auk thess thykir mer soknarleikurinn hja Hollandi ekki vera upp a marga fiska. Their hressast vid thegar Robben er kominn i gir og Sneijder fylgir vel med en Van Persie er eins og algjor auli tharna fremst... ju reyndar er Kuyt buinn ad vera finn tho svo ad hann hlaupi miklu meira en hann aorki.
Holland eru med gott lid en mer finnst eins og thad vanti upp a til ad their seu frabaert lid.


xKollix
GRYFJUSLAGSMÁL!!!

[url=http://www.lifeslowsdown.tumblr.com]blaður[/url]

User avatar
Galgopi
1. stigs nörd
Posts: 1013
Joined: Fri Mar 21, 2008 6:24 pm
Location: Skápurinn undir stiganum.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Galgopi » Mon Jun 28, 2010 8:55 pm

Hollendingarnir hefðu fengið á sig fleiri mörk í dag á móti betra sóknarliði, tvö ef ekki þrjú færi sem Slóvakar fóru hrikalega illa með í stöðunni 1-0. Að sama skapi þá hefðu gáfaðri varnarmenn ekki hleypt Robben trekk í trekk inn að miðju eins og gerðist t.d. í fyrsta markinu.

Þetta gæti alveg orðið flottur leikur en ég held að Brassarnir séu númeri of stórir fyrir Hollendingana.

Varðandi Portúgal-Spán á morgun þá ætla ég nú bara að gerast svo grófur að spá Portúgal áfram. Mér hefur, öfugt við hina svokölluðu sérfræðinga, ekki fundist Spánverjar neitt rosalegir á þessu móti hingað til og held að Portúgalirnir geti alveg tekið þá ef þeir eiga góðan leik.
The duke had a mind that ticked like a clock and, like a clock, it regularly went cuckoo.
-Terry Pratchett

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Dagur » Tue Jun 29, 2010 12:10 am

Hef aðeins verið að spá hvort enska deildin sé bara of krefjandi til þess að leikmenn geti skellt sér á HM/EM eftir heilt tímabil þar. Enska landsliðið, þar sem allir leikmenn spila á Englandi, skeit á sig og ekki nema einn leikmaður sem þið hafið nefnt sem bestu tíu leikmenn spilar á Englandi þar sem besta deild í heimi á að vera. Bara pæling.
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Tue Jun 29, 2010 12:47 am

Dagur: Þetta er góður punktur sem er búið að benda á. Topp 4 liðin etja kappi í 4 til 5 keppnum að meðaltali. Mest þykir mér nú league cup vera gjörsamlega gagnslaus keppni, þegar FA er hvort eð er til staðar. Í öllum öðrum deildum er einungis ein bikarkeppni, amk í hinum stóru deildunum. Það væri fínt að losna við þá keppni og fá ef til vill vetrarfrí inn á milli.

Annars eru þeir tveir á listanum mínum. John Mensah spilar með Sunderland :)
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Tue Jun 29, 2010 1:30 am

Vandræðagangur enska landsliðsins er miklu eldri en enska úrvalsdeildin, þannig að mér finnst hæpið að kenna henni um. Þeir eiga þennan eina hm titil sinn (sem þeir þreytast ekki á að gorta sig af) og það var á heimavelli og umdeilt mark í úrslitaleiknum. Þeir komust jú í undanúrslit á hm ´90 og mögulega einn undanúrslitaleik að auki. Á em hafa þeir aldrei komist í úrslitaleikinn, tvisvar í undanúrslit minnir mig. Þetta er ekki sérstaklega góður árangur hjá þjóð sem ól af sér knattspyrnuna og á eina af þremur stærstu deildarkeppnum heims.

Það þarf að kafa dýpra í ensku þjóðarsálina til að finna ástæðuna fyrir þessu slappa gengi. Agaleysi, of miklar væntingar, þjálfunaraðferðir, þrýstingur fjölmiðla.......örugglega margt sem spilar inn í. Englendingum hefur líka yfirleitt vantað eitthvað hvað varðar leikmenn. Núna vantar þeim augljóslega betri framherja (utan Rooney) og markverði. Lengi vantaði þeim góðan vinstri winger (Nick Barmby var þarna í landsliðinu for crying out loud).

Spánverjar eru önnur þjóð sem hefur aldrei staðið undir væntingum á hm (á reyndar tvo EM titla í vasanum).
Hollendingar hafa líka oft valdið vonbrigðum en það er líka mun minni þjóð en hinar tvær fyrrnefndu og með smærri deildarkeppni.

Á meðan hafa t.d. Þjóðverjar og Ítalir raðað inn titlunum. Hver ætli ástæðan sé?? :scratchchin


Athyglisverðast við þetta er að meðan ensku félagsliðin gjörsamlega own-uðu Evrópu, þ.e. late 70´s og early 80´s gat enska landsliðið einmitt ekki neitt. Þá voru ensku félagsliðin að mestu skipu Englendingum (eða Bretum). Enska landsliðið batnaði svo mjög þegar deildarkeppnin þeirra var í vissri tilvistarkreppu. Að sama skapi hafa Þjóðverjar sennilega aldrei verið jafn góðir og einmitt þegar þeirra félagslið voru sem best early-mid 70´s.

Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mentalítet.
Margir hafa sagt að Rooney eigi að vera skaphundurinn sem drífi liðið áfram. Það er bara ekki rétt. Hann er bara fýlupoki.
Englendingum vantar einhverja svona týpu:

Image

Besti leikmaður enska landsliðsins síðan ´66! Djöfulsins snillingur!
Allt er betra en íhaldið

User avatar
birkirFMC
28. stigs nörd
Posts: 28411
Joined: Fri Jul 19, 2002 10:25 am
Location: Halifax, Nova Scotia

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby birkirFMC » Tue Jun 29, 2010 2:59 am

Góðlátlegt grín gert af grenjuskjóðurnar á skjánum

http://g.ca.sports.yahoo.com/soccer/wor ... sow,251460
A.K.A. Svartbakinsky og Let_It_All_Go
"I won't change my true self just so that we can be friends"
*..the harder one tries to look punk, the more they're compensating for the total failure as one.*
Image
http://www.halifaxcollect.blogspot.com
http://kaninka.net/birkirfjalar
http://www.dordingull.com/gagnaugad

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Tue Jun 29, 2010 3:10 am

Tjah, má ekki doldið deila um HM '86 þegar Maradona og hönd gvuðsa unnu Englendinga í 8 liða úrslitum? :)

Þar fyrir utan hefur liðið alltaf dottið oft út í vítaspyrnukeppnum, amk man ég eftir '06 '04 (portúgal) '98 (argentínu) '90 (v-þýskalandi)

Liðið tapaði 2-1 fyrir Brasilíu 2002. Datt út í riðlum EU-2000 fyrir Rúmeníu og voru ömurlegir EU 1988. Voru ekki með á HM 1994 og EM 2008.

Rétt með að vantaði vinstri vængmann alveg allt 90's (Synd að Giggs skyldi velja Wales yfir England!), liðið hefur líklega aldrei sportað 2 afburða framherjum á hverju móti, þar fyrir utan vantaði í þetta lið manninn sem vinnur skítverkin á miðjunni. Mér finnst það vera mikilvægasta hlutverkið. Owen Hargreaves sá síðast almennilega um þetta hlutverk. Hvorki Carrick né Barry hafa skilað því sómasamlega af sér, Barry var tæpur útaf meiðslum og Carrick drullað upp á bak í æfingaleikjum. Í þessu hlutverki þyrfti Darren Fletcher að vera, en eins og allir vita, þá er hann Skoti. Það var svo mikið pláss fyrir framan vörnina núna, og þjóðverjar nýttu sér það óspart með því að draga Terry og Upson langt útúr stöðum. Mögulega taktískt klúður, eða Barry var í ruglinu...

Flest liðin á HM núna eru með 2 leikmenn í svona hlutverkum, eins og ég nefndi hér að ofan (melo/silva, van bommel/de jong, khedira/schweinsteiger osfrv). Markvarðamálið mun leysast þegar Joe Hart verður #1. Afburðarmarkmaður sem hefði átt að vera #1 hjá þeim nuna.


EU 2000 liðið hjá Englandi var einn brandari: http://www.englandfootballonline.com/Cm ... Squad.html
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Ernirinn » Tue Jun 29, 2010 3:48 am

EU 2000 liðið hjá Englandi var einn brandari: http://www.englandfootballonline.com/Cm ... Squad.html
Verð nú að vera ósammála þér með þetta, mér þykir þetta nefnilega alveg frekar sterkt lið. Góðan markvörð sem er örugglega sá besti sem England hefur átt. Flotta vörn fyrir utan vinstri bakvörðinn, sterka miðju, frábæran hægri kantmann, engan vinstri kantmann að vísu. :lol 3 sterka framherja, Shearer, Owen og Fowler.

Þetta lið með alvöru mann í brúnni hefði alveg getað gert stóra hluti á þessu EM.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Tue Jun 29, 2010 9:36 am

Shilton > Seaman.......................annars var Seaman mjög góður markvörður, margfalt betri en ruslið sem þeir eiga núna


Með ´86 þá var Argentína með klassa betra lið heldur en England. Reyndar með klassa betra lið en flest önnur. Hendi guðs hefur örugglega lítið með munin á þessum liðum að gera.
Síðan með vítaspyrnukeppnirnar. Er ekki einmitt eitthvað að enska mentalítetinu fyrst þeir tapa alltaf í vító? Nú hafa þeir alltaf haft ágætis skyttur innanborðs.
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Tue Jun 29, 2010 11:51 am

Ég er nú reyndar ósammála því að Argentína voru með eitthvað frábært lið á HM í Mexíkó. Meira að segja Eric Cantona hafði látið þau orð falla að Maradona hafi verið betri en Pele vegna þess að hann spilaði með, strangt til tekið, lélegum (eða amk lélegri) leikmönnum.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Tue Jun 29, 2010 1:06 pm

Burruchaga, Passarella, Valdano, Ruggeri............þetta var geðveikt lið!

Ég hef aldrei skilið af hverju Pele er líkt saman við Maradona. Margir aðrir leikmenn betri en Pele..........og Eric Cantona er hlandfata sem veit varla hvað kemur uppúr honum (sbr. Mávaruglið)! :ullari
Þegar Maradona kemur inn í argentínska landsliðið, þá eru þeir heimsmeistarar fyrir
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Tryggvi Þórhallsson » Tue Jun 29, 2010 2:35 pm

Ég er bara feginn ef Hjörvar er ekki að lýsa.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Mr.Orange » Tue Jun 29, 2010 3:23 pm

þessi Þorkell er samt allra manna verstur
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Galgopi
1. stigs nörd
Posts: 1013
Joined: Fri Mar 21, 2008 6:24 pm
Location: Skápurinn undir stiganum.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Galgopi » Tue Jun 29, 2010 5:47 pm

Sú pæling að það sé eitthvað meira krefjandi að spila í ensku deildinni en öðrum gengur ekki upp. Fyrir það fyrsta er það eina sem bætist við af keppnum deildarbikarinn sem gaurarnir sem spila með landsliðinu sleppa nú meira og minna við. Aðalatriðið er samt það að leikmenn eins og Tevez, Mascherano og Kuyt spiluðu jafn marga ef ekki fleiri leiki á síðastliðnu tímabili en margir af þessum þreyttu ensku gaurum en eru samt í fínu stuði. Tevez hefur til að mynda líklega bara hlaupið heim á hótel eftir seinasta leik miðað við orkuna sem manni sýndist hann hafa.

Flak skrifaði:
Synd að Giggs skyldi velja Wales yfir England!
Giggs valdi Wales ekkert fram yfir England. Hann átti þess einfaldlega ekki kost að spila fyrir enska landsliðið. Það ruglar marga að hann spilað með (og var reyndar fyrirliði hjá) England Schoolboys liðinu en ástæðan fyrir því að hann mátti spila með þeim er sú að það fór eftir staðsetningu skóla viðkomandi leikmanns en ekki upprunalandi. Hann hefur hins vegar sagt að jafnvel þó að hann hefði mátt velja þá hefði hann valið Wales.

Annars held ég að það megi útskýra gengi enska liðsins fyrst og fremst með þremur ástæðum:

1. Ástand lykilmanna. Ferdinand var meiddur og King tæpur sem setti vörnina úr lagi, Hargreaves meiddur og Barry langt í frá í góðu formi (skulum við vona hans vegna, hann hlýtur að vera betri en þetta) og Rooney augljóslega langt frá sínu besta formi líkamlega.

2. Þjálfurum og leikmönnum tekst ekki að berja sig saman í lið og koma sér niður á einhverja ákveðna leikaðferð sem hentar. Leikmenn sem brillera með félagsliðum virðast algjörlega úti á túni með landsliðinu, óöruggir á sinni stöðu og bara hálf hræddir stundum.

3. Einstakir leikmenn eru bara alls ekki jafn góðir og menn virðast halda: Engin virkilega góður markmaður. Besti hægri bakvörðurinn hefur ekki þroskast eins mikið sem varnarmaður og menn bjuggust við. Þegar hvorki Ferdinand eða King eru með þá er óöryggi á miðvörðunum því Terry er orðin það hægur og ruglaður í ríminu að hann þarf virkilega góðan leikmann með sér. Engin holding midfielder nema Hargreaves sem hefur ekki spilað nema tæplega 180 mínútur á tveimur árum. Tveir bestu miðjumennirnir virðast ekki meika það að spila saman inni á miðjunni og annar af þeim (Gerrard) hefur ekki verið svipur hjá sjón í fleiri mánuði. Hægri kantmenn eru óþroskaðir og vinstri kantmenn eru varla til staðar í dag þó að Johnson sé efnilegur. Rooney er eini topp sóknarmaðurinn en hann var varla með á mótinu.

Berum þetta saman við þýska liðið sem menn sögðu fyrir leikinn að innihéldi slappari einstaklinga en enska liðið. Þeir eru með betri markmann, öruggari miðjumenn eins og er, besta hægri bakvörð í heimi og tvo leikmenn sem geta vel leyst vinstri bak, tvo holding miðjumenn sem báðir eru frábærir jafnvel þó að Scwheinsteiger sé ekki vanur að spila mikið í þessari stöðu. Özil, Müller og Podolski eru svo ekkert síðri en Gerrard, Lampard og hver það er sem hefur verið að taka hægri kanntinn hjá Englandi, kannski helst Lampard sem er ber af úr þessum hóp þó að hann sé látin spila öðruvísi með landsliði en félagsliði. Özil stefnir samt í að ná honum fljótlega. Ólíkt Englendingum eiga Þjóðverjar svo fleiri en einn góðan sóknarmann.

Það er, eins og Tryggvi Tóta hefur bent á, mýta að England sé eitthvað stórlið.
The duke had a mind that ticked like a clock and, like a clock, it regularly went cuckoo.
-Terry Pratchett

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby haffeh » Tue Jun 29, 2010 6:17 pm

Það er nú ýmislegt sem er hægt að setja út á þennan pistil hjá þér Galgopi. Tevez, Mascherano og Kuyt spiluðu ekki fleiri leiki en leikmenn Man U og Chelsea myndi ég halda. Liverpool datt mjög snemma út í bikarkeppnum og þraukaði fram í hva.. 8 eða 4 liða úrslit í UEFA eftir að hafa dottið út í riðlakeppni CL. Man City komust skammt í EU og ekki svo langt í bikarkeppnum.

Síðan er það frekar mikið bull að segja að England séu ekki stórlið. Heimlistaskorið (að vera í topp 10) ásamt árangri í undankeppni er vel hægt að útlista liðið sem stórlið eftir skilgreiningu. Rétt sem þú segir með vörnina.

Hinsvegar er það bara kjaftæði að segja að Lampard og Gerrard geti ekki spilað saman, það er strangt til tekið ofureinföldun á málum. Þjóðverjar eru ekkert með besta hægri bakvörðir, mitt mat er að Maicon sé sá lang besti í þeirri stöðu. Á móti kemur getur maður vel sagt að Englendingar séu með einn (ef ekki) besta vinstri bakvörðinn.

Podolski og Klose eru leikmenn sem blómstra með landsliðinu en sökka með félagsliðum. Hinsvegar með þýska liðið eru ungir leikmenn að axla ábyrgð og koma sterkir inn eins og Khedira, Özil og Muller. Aðal málið er að Englendingum skortir alvöru bolabít á miðjunni sem vinnur bolta hægri vinstri og er með góða sendingahæfni.En að leiknum í dag - leiðinlegt að Japan datt út.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Galgopi
1. stigs nörd
Posts: 1013
Joined: Fri Mar 21, 2008 6:24 pm
Location: Skápurinn undir stiganum.

Re: HM 2010 í Suður Afríku

Postby Galgopi » Tue Jun 29, 2010 6:45 pm

Rooney telst nú varla með því að hann er að koma úr meiðslum og sama gildir um A. Cole þannig að ég skal ekki benda á hvað þeir eru búnir að spila marga leiki miðað við aðra. Terry spilaði 46 leiki, Lampard 50. Kyut spilaði 53 leiki, Tevez 40, Mascherano 45 og Nigel de Jong svo við bætum einum við 42.

Þannig að þetta er ekki svo mikill munur og þegar við færum okkur í þá leikmenn enska liðsins sem ekki spila með Man Utd eða Chelsea þá eru þeir ekki að spila neitt meira en önnur lið. Það voru rúmlega 170 leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni sem hófu leik á þessu móti, það er bara steypa að það séu eitthvað frekar þreytueinkenni hjá þeim en þeim sem spila í öðrum deildum.

Hvað varðar stórlið þá fer það soldið bara eftir skilgreiningu. Enska liðið hefur unnið einn stóran titil árið 1966 og hefur ekki komist í úrslitaleik á stórmóti fyrr né síðar. Þeir klikka á því að komast á stórmót oftar en aðrar þjóðir sem við teljum sem slíkar. Þessi heimslisti er síðan umdeilanlegur, ég er t.d. viss um að flestir séu sammála um að Portúgal sé ekki þriðja besta lið í heimi, Króatar ekki það 10. besta og hvað þá að Egyptar séu 12. besta liðið. Þegar ég hugsa um stórlið þá á ég við lið eins og Brasilíu, Þýskaland, Argentínu og kannski að einhverju leyti Spán. Lið sem alltaf komast í lokakeppnir og komast langoftast langt.

Lampard og Gerrard geta illa spilað saman, það er staðreynd sem allavega þrír seinustu landsliðsþjálfarar Englendinga hafa gert sér grein fyrir. Þeir ættu auðvitað alveg að geta spilað saman en raunin hefur bara verið önnur.

Ég skal hins vegar játa það að í dag er Maicon líklega betri en Lahm, en mér finnst ekki muna það miklu á þeim. A. Cole er svo vissulega einn besti vinstri bakvörðurinn en hann átti samt sem áður hræðilegan dag á móti Þjóðverjum.

Og ég er líka sammála þér með miðjuna. Einn eða tveir góðir varnarsinnaðir miðjumenn virðist vera orðið möst í landsliðsboltanum í dag og það myndi leysa að miklu leyti varnarvandamál Englendinga líka. Markvarðarstaðan er hins vegar líka höfuðverkur hjá þeim.
The duke had a mind that ticked like a clock and, like a clock, it regularly went cuckoo.
-Terry Pratchett


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron