Alþýðufylkingin er að safna liði með það fyrir augum að geta boðið fram til Alþingis. Næg eru verkefnin og er áhugasamt fólk hér með hvatt til að hafa samband: althydufylkingin@gmail.com og láta vita ef það vill vera með.
StofnyfirlýsingFréttatilkynning
12. janúar 2013 voru stofnuð ný stjórnamálasamtök í Reykjavík undirnafninu Alþýðufylkingin. Alþýðufylkingin ætlar sér fulla þátttöku í íslenskum stjórnmálum á landsvísu og hvetur alþýðufólk til virkrar þátttöku. Á fundinum var samþykkt stofnsamþykkt og ályktun. Þá voru samþykkt lög samtakanna og drög að stefnuskrá sem lögð verður fyrir framhaldsstofnfund í febrúar. [...] Áfundinum var kjörin þriggja manna bráðabirgðastjórn en á framhaldsstofnfundi verður kosin forysta í samræmi við lög samtakanna. Opnuð hefur verið bráðabirgðasíða á netinu http://althydufylkingin.blogspot.com/ og hægt er að hafa samband við samtökin gegnum netfangið althydufylkingin@gmail.com. Í bráðabirgðastjórn Alþýðufylkingarinnar voru kjörnir Þorvaldur Þorvaldsson, Vésteinn Valgarðsson og Einar Andrésson.
F.h. bráðabirgðastjórnar Alþýðufylkingarinnar
Þorvaldur Þorvaldsson
Sími 8959564
Ályktun stofnfundar
Drög að stefnuskrá
Lög Alþýðufylkingarinnar