Sýrland og Íran, peð í tafli um heimsyfirráð

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Sýrland og Íran, peð í tafli um heimsyfirráð

Postby Vést1 » Tue Nov 06, 2012 2:11 am

Sýrland og Íran eru peð í tafli um heimsyfirráð
Þórarinn Hjartarson | Fimmtudagur 1. nóvember 2012 | Engar aths

1. Brennuvargar þinga um brunavarnir
Enn og aftur gerist það: Blóðug uppreisn studd af vestrænum stórveldum er notuð af þeim sjálfum sem tilefni til íhlutunar í viðkomandi land. Mikil diplómatísk herferð er nú farin gegn Sýrlandi, afar lík þeirri sem var undanfari árásarinnar á Líbíu í fyrra. Þann 30. júní var ráðstefna í Genf og önnur í París 6. júlí til að beita Sýrlandsstjórn þrýstingi. Frú Clinton beindi spjótum að Rússum og Kínverjum fyrir að vinna gegn herferðinni og hótaði að „þeir muni gjalda fyrir þetta“. Fremstir í flokki á fundum þessum voru fulltrúar þeirra ríkja (einkum vesturvelda og arabískra stuðningsríkja þeirra) sem stutt hafa vopnaða uppreisn í Sýrlandi á annað ár með því m.a. að veita straumi vopna og erlendra leiguhermanna inn í landið. Allan þann tíma hafa vestrænir leiðtogar boðað nauðsyn valdaskipta í Sýrlandi. Að vanda er öllu snúið á haus: fundir til undirbúnings innrás eru kallaðir „friðarráðstefnur“. (heimild)

Boðskapurinn endurómar hér heima: „Rússland og Kína standa í vegi fyrir valdaskiptum í Sýrlandi“ (Ólafur Þ. Stephensen, leiðari Fréttablaðsins 7. júlí).

Aðförin að Sýrlandi fylgir margendurteknu munstri, allt frá falli Múrsins. Sería stríða er háð í Miðausturlöndum og aðliggjandi svæðum (Írak, Bosnía, Kosovo, Afganistan/Pakistan, aftur Írak og Líbía). Fórnarlömbin eru ríki sem á einhvern hátt trufla hnattvæðingarprógramm USA og Vesturveldanna. Árásaraðilinn er í öllum tilfellum Vesturveldin, NATO-veldin. Stórveldi hanna atburðarás í smáríkjum. Atlagan er gerð í skrefum. Fyrst er fórnarlambið (fórnarlandið) útnefnt, svo skapa árásaraðilarnir sér skálkaskjól og tilefni til íhlutunar gegnum herferð fjölmiðla og vestrænt sinnaðra „mannréttindasamtaka“ (innan fórnarlandsins og alþjóðlega), gjarnan er alið á trúar- eða þjóðernasundrungu. Tilgangurinn er annars vegar að grafa undan stjórnvöldum fórnarlandsins, skapa þar upplausn, og hins vegar að skapa herskáa stemmningu í þeim löndum sem standa að herferðinni. Markmiðið er dipómatísk og viðskiptaleg einangrun landsins og ef þetta nægir ekki til að steypa stjórnvöldum er gerð „mannúðarinnrás“.
Lesið afganginn af grein Þórains Hjartarsonar: Sýrland og Íran eru peð í tafli um heimsyfirráð á Egginni
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

witch
3. stigs nörd
Posts: 3116
Joined: Fri Sep 26, 2003 6:23 pm

Re: Sýrland og Íran, peð í tafli um heimsyfirráð

Postby witch » Sun Nov 11, 2012 11:57 pm

Image

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sýrland og Íran, peð í tafli um heimsyfirráð

Postby Atli Jarl » Tue Nov 13, 2012 10:00 pm

Image
:lol2 :lol2 :lol2

Image
HELL IS MY NAME


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: Bing [Bot] and 3 guests

cron