Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby Vést1 » Mon Sep 17, 2012 11:28 pm

Það var viðeigandi á sínum tíma að ráða skurðlækni til þess að skera niður á Landspítalanum. Nú hefur velferðarráðherra ákveðið upp á sitt einsdæmi að hækka laun Björns Zoega um 20%, eða upp í 2,3 milljónir á mánuði til þess að Björn segi ekki upp og flytji til Svíþjóðar. Látum það vera að enginn forstöðumaður ríkisstofnana eigi að hafa hærri laun er forsætisráðherra -- en maður skyldi ætla að velferðarráðherra með sómakennd mundi ekki hækka svona laun forstjórans eins, og ætlast á sama tíma til þess að spítalinn haldi að öðru leyti áfram að herða sultarólina. Formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er misboðið, eins og flestum sem tjá sig um þetta. Hvaða aðra kosti átti Guðbjartur í stöðunni? Ef Björn flytti til Svíþjóðar -- hvað þá? Getur enginn komið í staðinn fyrir hann? Er hann hæfasti maður á Íslandi til að gegna þessari stöðu? Er virkilega enginn hæfur til að vinna þessa vinnu, og fús til þess fyrir, segjum, milljón á mánuði?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby Vést1 » Fri Sep 21, 2012 12:10 am

Ráðherra tekur hækkunina til baka og játar því að þetta hafi verið mistök. Þá er spurningin -- ætli Björn hverfi þá á braut og leiti þangað sem grasið er grænna? Og hvað mun það kosta þjóðarbúið?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby Orri » Fri Sep 21, 2012 6:43 pm

Ég myndi alveg íhuga að flytja til Íslands frá Svíþjóð ef ég fengi svipaða vinnu og svipuð laun, jafngóðar almenningssamgöngur (helst neðanjarðarlest sem fer frá heimili mínu í vinnuna á fjórum mínútum eins og ég hef í Stokkhólmi), og það væri jafn þægilegt að versla á netinu og fá sent heim til sín. Ég myndi líka vilja fá námslánin mín felld niður (mér myndi líða eins og tapara á Íslandi ef ég væri í hópi þeirra sem fengu engar skuldir felldar niður).
Ég myndi helst vilja fá jafngott veður og í Svíþjóð en ég skal semja um að um að veðrið megi vera eins og það er fyrst það eru betri hamborgarar, betri pitsur og KFC á Íslandi.

Íslenska ríkið ætti að semja við fólk eins og mig að flytja aftur til Íslands. Ég hef góða menntun sem er sífellt verið að segja að sé skortur á á Íslandi og sé forsenda fyrir hagvexti og skattarnir sem ég borga núna í Svíþjóð myndu nægja til að borga laun tveggja leikskólakennara á Íslandi.
Það er til mikils að vinna fyrir Ísland.
010100111001

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby haffeh » Mon Oct 01, 2012 11:49 am

Þetta mál hefur sennilegast verið fabrikerað til að afskrifa Gutta í formannskjöri Samfylkingar.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby Vést1 » Mon Oct 01, 2012 12:45 pm

Þetta mál hefur sennilegast verið fabrikerað til að afskrifa Gutta í formannskjöri Samfylkingar.
Svona eins og þegar Björn Bjarnason var fenginn til að bjóða sig fram borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna hér um árið? :lol
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby haffeh » Tue Oct 02, 2012 11:59 am

Hver veit? Ef það var málið, þá hefur það verið brilliant. Arfleið Björns er vörðuð allskonar ósigrum. Ekki fór hann með höfuðið hátt út úr stjórnmálum. Eplið sem féll ansi langt frá eikinni.

Varðandi spítalamálið - þá er það samt einkennilegt að Björn Zoëga hafi ekki þegið boðið frá Svíþjóð eftir allt saman...
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Loksins fær einhver launahækkun á Landspítalanum

Postby Vést1 » Wed Oct 03, 2012 2:58 pm

Hann gæti endað með því. :scratchchin
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron