Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Postby Vést1 » Fri Aug 31, 2012 12:29 am

Ég, Vésteinn Valgarðsson, hef sagt skilið við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og hætti um leið í stjórn VG í Reykjavík og öllum öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Ástæðan er megn óánægja með störf og stefnu flokksins í ríkisstjórn, ásamt því að ég tel fullreynt að gera þær breytingar sem nauðsynlegar væru til að ég gæti átt samleið með flokknum.

Stjórnarsáttmálinn vissi á illt frá upphafi, þar sem flokksforystan lét undan í öllum aðalatriðum og fékk lítið í staðinn, og það við aðstæður sem fáir aðrir en smáborgaralegir tækifærissinnar í vinstrigæru hefðu getað gert. Fyrir tækifærissinna eru völd ekki verkfæri til að ná pólitísku markmiði, heldur eru völdin markmiðið sjálft. Sleikjuskapur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sæmir ekki vinstrisinnaðri ríkisstjórn fullvalda ríkis, en er eðlileg hegðun fyrir smáborgaralega sýndarvinstristjórn sem er hvort sem er tilbúin til að selja fullveldið fyrir baunadisk. Úrræðaleysi í skuldamálum heimilanna sýnir glöggt að fjármálaauðvaldið hefur hér tögl og hagldir. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var líka löðrungur sem erfitt verður að gleyma.

Ég segi skilið við VG vegna þess að ég er sósíalisti og VG er því miður ekki sósíalískur flokkur, heldur kratískur. Íslenskir kratar hafa undanfarin ár haft fordæmalaust tækifæri til að sýna hvað í þeim býr – eða, réttara sagt, að í þeim býr hvorki vilji né geta til að ganga gegn auðvaldsskipulaginu.

Ísland sárvantar sósíalískan flokk. Hann mun aldrei fæðast upp úr vopnahlésályktunum eða skilyrðislausri samstöðu með krötum og tækifærissinnum. Hið nýja verkefni er því að safna liði og stofna þennan flokk.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
listadrasl
2. stigs nörd
Posts: 2914
Joined: Tue Apr 29, 2003 2:22 pm
Location: ó þú yndislega borg

Re: Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Postby listadrasl » Fri Aug 31, 2012 3:02 am

Velkominn til byggða Vésteinn!

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Postby haffeh » Sat Sep 15, 2012 8:11 pm

Flott hjá þér að standa við þín prinsipp Vésteinn. Hvenær sjáum við þig svo á feisbúkk þar sem umræðan fer fram?


Annars mættir líka gagnrýna ASÍ fyrir næstum sömu hlutina.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Postby Vést1 » Sun Sep 16, 2012 9:29 am

Flott hjá þér að standa við þín prinsipp Vésteinn. Hvenær sjáum við þig svo á feisbúkk þar sem umræðan fer fram?


Annars mættir líka gagnrýna ASÍ fyrir næstum sömu hlutina.
Facebook verður að bíða, ég hef ekki tíma til að bæta því við mig. En það er dagsatt að ASÍ á inni fyrir alveg hreint rosalegri gagnrýni. Ég orti vísu í fyrra eða hittifyrra þegar Gylfi Arnbjörnsson var eitthvað að glenna sig í fjölmiðlum og hóta öllu illu ef blablabla, og vísan er svona:

Ástandið er dapurt, dimmt
og dægrin ekki fögur,
bítur seint þó gelti grimmt
Gylfi Arnbjörnsmögur.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Ég kveð VG, vinstriflokkur óskast

Postby Vést1 » Tue Oct 02, 2012 1:11 am

Þórarinn Hjartarson skrifar sína meiningu á því hvernig nýr vinstriflokkur eigi og eigi ekki að vera. Ég tek undir það sem hann skrifar -- að minnsta kosti að mestu leyti: Stéttabaráttuflokkar og blóðsuguflokkar.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron