Heimsveldi Villimennskunar

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Fri Sep 23, 2011 2:08 pm

http://www.dv.is/frettir/2011/9/22/troy ... fi-i-nott/

Image

Að við lifum á 21. öldinni og dauðarefsingar séu enþá líðandi. Að mínu mati jafn brenglað og þrælahald.
Eru þetta orsökin á að banna kennslu þróunnarkenningarinnar?
Villimennska.

Liffstar
Töflunotandi
Posts: 298
Joined: Fri Dec 05, 2008 6:22 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Liffstar » Fri Sep 23, 2011 2:32 pm

Ertu að segja að dauðarefsingin sé ástæðan fyrir því að þróunnarkenningin sé ekki kennd/bönnuð?
http://www.soundcloud.com/fokkingdrasl

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Fri Sep 23, 2011 3:22 pm

nei ég er bara að gefa það skyn að það gæti verið orsök þessarar villimennsku að láta dauðarefsingar viðgangast á 21 öldinni.

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby HreSS » Fri Sep 23, 2011 4:27 pm

edit
http://www.last.fm/user/Spreggur

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Fri Sep 23, 2011 6:04 pm

edit

Liffstar
Töflunotandi
Posts: 298
Joined: Fri Dec 05, 2008 6:22 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Liffstar » Fri Sep 23, 2011 10:45 pm

nei ég er bara að gefa það skyn að það gæti verið orsök þessarar villimennsku að láta dauðarefsingar viðgangast á 21 öldinni.
Hvernig færðu það eiginlega út?
http://www.soundcloud.com/fokkingdrasl

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Darkmundur Fenrir » Sat Sep 24, 2011 12:16 am

Ósammála OP. Ég er fylgjandi dauðarefsingu að því gefnu að sekt sé algerlega sönnuð.

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Torturekiller » Sat Sep 24, 2011 4:20 pm

Folk sem drepur, pyntar eda naudgar ser til skemmtunar a vaegast sagt skilid daudarefsingu. Slik refsing gefur gott fordaemi og er holl fyrir samfelagid.
Image

witch
3. stigs nörd
Posts: 3116
Joined: Fri Sep 26, 2003 6:23 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby witch » Sat Sep 24, 2011 5:49 pm

Frábær fullyrðing bizzaro Betrand Russell, í fyrsta lagi tekst þér að leggja til hliðar þá staðreynd að bakvið voðaverk er ástæðan eiginlega aldrei svart og hvít - tilvist sögubókarlegar illsku í manninum sem á heima í þeim bókum. Síðan gefurðu þér að gjaldið fyrir þessa glæpi sé dauði sem á vera einhverskonar félagsleg lexía; lex talionis - sem er algerlega úr skjön við þau nútíma gildi sem eru einmitt grunnurinn fyrir því samfélagi sem veitir þér m.a frelsið til að slá inn með þumlunum innleggið fyrir ofan.

Liffstar
Töflunotandi
Posts: 298
Joined: Fri Dec 05, 2008 6:22 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Liffstar » Sat Sep 24, 2011 7:50 pm

Ósammála OP. Ég er fylgjandi dauðarefsingu að því gefnu að sekt sé algerlega sönnuð.
Og hvernig væri hún algerlega sönnuð? Er það jafnvel mögulegt?
http://www.soundcloud.com/fokkingdrasl

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Darkmundur Fenrir » Sun Sep 25, 2011 11:22 am

Ósammála OP. Ég er fylgjandi dauðarefsingu að því gefnu að sekt sé algerlega sönnuð.
Og hvernig væri hún algerlega sönnuð? Er það jafnvel mögulegt?
Tökum dæmi: Maður er ákærður fyrir að nauðga börnum. Hann er með myndbönd og/eða ljósmyndir af því í tölvunni sinni. Sektin er augljós.

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Sun Sep 25, 2011 4:15 pm

Mér finnst ógeðfelt að taka annað mannslíf. sérstaklega þegar það er dæmt með dómúrskurði...

User avatar
Kokkaljós
2. stigs nörd
Posts: 2586
Joined: Sat Feb 25, 2006 4:32 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Kokkaljós » Sun Sep 25, 2011 9:29 pm

Það er samt mun meiri refsing fyrir glæpamenn að dúsa í fangelsi allt sitt líf, auk þess sem það kostar meira að aflífa fanga en að halda þeim lifandi í fangelsum, ef miða má við ameríska kerfið.

http://www.msnbc.msn.com/id/29552692/ns ... tion-cost/

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Torturekiller » Mon Sep 26, 2011 1:46 pm

Ameriska kerfid ja en thad tharf ekki ad kosta neitt ad aflifa fanga.
Image

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Karitas » Tue Sep 27, 2011 10:55 am

Það að dauðrefsingar setji öðrum fordæmi er einfaldlega rangt. Dauðarefsingar hafa engin áhrif á morðtíðni.

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Torturekiller » Tue Sep 27, 2011 1:55 pm

Ja okei, fyrst thu sannar og ordar thad svona vel
Image

Liffstar
Töflunotandi
Posts: 298
Joined: Fri Dec 05, 2008 6:22 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Liffstar » Tue Sep 27, 2011 5:00 pm

Þótt hún myndi sanna það myndiru ekki hlusta á það.
http://www.soundcloud.com/fokkingdrasl

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Karitas » Tue Sep 27, 2011 11:49 pm

Þú getur sjálfur farið og kíkt á tölfræðina. Flestar rannsóknir innan afbrotafræði styðja þessu pælingu. Það að harðari refsingar kalli á hlýðnara samfélag þykir almennt mjög úrelt pæling í dag. Bækurnar mínar eru í kössum og ég nenni ekki að gúggla.

User avatar
Bono
5. stigs nörd
Posts: 5640
Joined: Sun Nov 06, 2005 12:56 am

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Bono » Wed Sep 28, 2011 12:29 am

Thad sem mer finnst verst vid daudarefsingar er sóunin a mikilvægum upplysingum sem gætu gagnast afbrotafrædinni og almennt rannsóknum sem snúa ad mannlegu edli.

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Berserkur » Thu Sep 29, 2011 1:50 pm

Eru þetta orsökin á að banna kennslu þróunnarkenningarinnar?
Hvers konar óskiljanlega orðasalat er þetta? Reyndu að útskýra betur.

Heimsveldi illskunnar? Það ætti kannski að minnast á það dauðarefsing er ekki við lýði í öllum fylkjum Bandaríkjanna.

Sjálfur get ég fallist á dauðarefsingu í ákveðnum öfgakenndum tilvikum. Efast einhver til dæmis um sekt eða einbeittan ásetning Anders Breivik? Nýlega var dæmt í hryllilegu fjölskyldumorði í Connecticut. Gjörningsmaðurinn sagðist eiga skilið að deyja eftir dómsuppkvaðningu. http://en.wikipedia.org/wiki/Cheshire,_ ... on_murders
En auðvitað er spurningin hvar eigi að draga línuna.

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Thu Sep 29, 2011 4:49 pm

þegi þú.

ég er bara benda á það að í flestum þessum ríkjum (biblíubeltinu) líðast dauðarefsingar.
Í þessum ríkjum er fólk öfgakristið upp til hópa og hafa verið hörð mótmæli við kennslu þróunnarkenningunnar því hún stangast á við hin eilífa sannleik guðs.

í flestum þeim ríkjum ef ekki öllum sem tilheyra ekki biblíubeltinu líðast ekki dauðarefsingar

þessvegna í mínu sakleysi kom ég á þessu skemmtilega orðasambandi.

þú mátt vera hundur og fýla dauðarefsingar mín vegna.

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Berserkur » Fri Sep 30, 2011 1:25 pm

Slakaðu á.
í flestum þeim ríkjum ef ekki öllum sem tilheyra ekki biblíubeltinu líðast ekki dauðarefsingar
Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér.
Ríki sem leyfa dauðarefsingar:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Death ... -10-03.svg
Biblíubeltið:
Image
Í þessum ríkjum er fólk öfgakristið upp til hópa og hafa verið hörð mótmæli við kennslu þróunnarkenningunnar því hún stangast á við hin eilífa sannleik guðs.
Bókstafstrú gæti ýtt undir stuðning við dauðarefsingar. En þetta er ekki svo einfalt. Sumir trúræknir styðja ekki dauðarefsingu og sumir sem eru trúlausir eða trúaðir að nafninu til styðja dauðarefsingu út frá öðrum forsendum en trú. Meirihluti fólks styður almennt dauðarefsingar í Bandaríkjunum. Ég get ekki trúað því að allt það fólk sé öfgatrúmenn. Hvernig bætir/breytir kennsla á þróunarkenningunni siðferði er spurning sem vert er að spyrja.

Ég er almennt ekki hrifinn af dauðarefsingu en þú getur snúið út úr eða mistúlkað að vild.

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Heimsveldi Villimennskunar

Postby Mr. Joshua » Sat Oct 01, 2011 7:03 pm

Vá þessi listi er sláandi. Ég get samt ekki séð annað sakvæmt þessu korti að öll ríki biblíubeltsins stundi dauðarefsingar.
En samkvæmt þessu eru alflest Bandaríkin bara fuckt up já.


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 129 guests

cron