Óskiljanlegt

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Óskiljanlegt

Postby Bubble boy » Mon Aug 22, 2011 2:42 pm

„Ég er í fínu formi,“ segir leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir. Leikkonurnar Nína Dögg, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Selma Björnsdóttir undirbúa sig nú fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 20. ágúst. Þær ætla að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Unicef. Áheitin sem þær, og allir sem hlaupa fyrir Unicef, safna renna til neyðarsöfnunarinnar í Austur-Afríku. „Ég ætla að styrkja gott málefni. Það þarf eitthvað að gerast í þessum heimi,“ segir Nína Dögg. „Það er náttúrulega fáránlegt að það séu sveltandi börn í Afríku á meðan maður lifir í vellystingum hérna heima. Óskiljanlegt.“
Las þetta í Fréttablaðinu um daginn og þetta hefur dálítið setið í mér. Ég fæ bara pínu viðbjóð af þessari uppgerð, að þykjast hafa einhverja samúð með umheiminum, svona út af því að það er móðins.
Er þetta svona óskiljanlegt?
Ég áttaði mig smám saman á því að ég hef enga lyst á því að fylgja eigin sannfæringu, því ég hallast alltaf meira að því að haga lífi mínu eftir þægindum fremur en hugsjónum. Ég tek sjálfan mig fram yfir aðra. Ef samviskan fer svo að naga mig þá get ég alltaf borgað eitthvað smátterí í einhver góðgerðarsamtök.

Ef það væri almennt einhver vilji til að láta eitthvað „gerast í þessum heimi“ þá myndi fólk ábyggilega gera mun meira en að fara út að skokka.

Það eina sem er óskiljanlegt er hvernig hægt er að vera svona heimskuleg.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
listadrasl
2. stigs nörd
Posts: 2914
Joined: Tue Apr 29, 2003 2:22 pm
Location: ó þú yndislega borg

Re: Óskiljanlegt

Postby listadrasl » Mon Aug 22, 2011 11:48 pm

Já ef þetta er henni óskiljanlegt þá sannar það að, hún hefur ekki minnsta áhuga að hugsa út fyrir sinn samfélagskassa. Í þessu tilviki ætti það sem að vera svo auðvelt. Halló, það er þurrkur þarna sem er að drepa allt lifandi. En hér er bara kapphlaup sem kæfir allt skapandi þar með talið hugsun.

http://youtu.be/V8is7ywWoikd
Give a little money play your rock and roll.

En hugsaðu þér samt hvað þetta er gott fyrir Íslandsbanka og líka gott fyrir samfélagið okkar að fá traust á bönkunum.

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Óskiljanlegt

Postby Bubble boy » Tue Aug 23, 2011 9:41 pm

Við þráum að láta blekkjast.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Snoolli
18. stigs nörd
Posts: 18439
Joined: Wed Feb 26, 2003 9:34 am

Re: Óskiljanlegt

Postby Snoolli » Wed Aug 24, 2011 9:56 pm

Íslendingum sama? Nei, nú dámar mér.
mouths, gods and hands all trapped in static. a routine of none..

Linus
Töflunotandi
Posts: 766
Joined: Thu Jun 22, 2006 9:20 am

Re: Óskiljanlegt

Postby Linus » Sat Sep 24, 2011 6:14 pm

Og svo er líka fáránlegt að halda að lausnin sé að safna bara peningum. Hvað gerist þegar fólk á landsvæði þar sem endalaus þurkur er, fær tímabundið matarsendingar? Það lifir af aðeins lengur, sem leiðir af sér fólksfjölgun, og svo er vandamálið orðið stærra þar sem að landsvæðið er ekki fært um að sjá fyrir þeim sem eru þar. Hvernig ætlar fólk að þykjast taka þátt í að stuðla að breytingum þegar það veit bara að "það þarf eitthvað að gerast í þessum heimi".

Ég held að lausnin felist hinsvegar í því að annarsvegar endurdreifa valdi og eignum og aðgang að auðlindum og hinsvegar að opna landamæri svo að fólk sé fært um að flytja brott frá jörð sem ekki er gjöful eða aðgengileg. Einhverskonar sameignarstefna semsagt og opin landamæri.

Að senda peninga er syndaraflausn rétt eins og kolefnisjöfnun. Þú þarft ekkert að rýna í málið, greina stöðu þína sem hvít manneskja eða taka ábyrgð á hvaða árhif "hjálpin" þín hefur í raun og veru.
Michael Horse

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Óskiljanlegt

Postby Bubble boy » Sun Sep 25, 2011 6:26 pm

Það þarf eitthvað að gerast í þessum heimi!!!
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

Liffstar
Töflunotandi
Posts: 298
Joined: Fri Dec 05, 2008 6:22 am

Re: Óskiljanlegt

Postby Liffstar » Sun Sep 25, 2011 8:43 pm

2012 maður. You wait and you see.
http://www.soundcloud.com/fokkingdrasl


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron