Drusluganga

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
listadrasl
2. stigs nörd
Posts: 2914
Joined: Tue Apr 29, 2003 2:22 pm
Location: ó þú yndislega borg

Drusluganga

Postby listadrasl » Fri Jul 22, 2011 1:50 pm

Næstkomandi laugardag kl. 14 verða haldnar Druslugöngur í fyrsta sinn á Íslandi. Í Reykjavík verður gengið frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg. Farið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti.
Svo verður skemmtidagskrá á Ingólfstorgi kl. 15 tengd Druslugöngu sem ég sá upplýsingar um í augýsingu frá Reykjavíkurborg í dag..

Ég hvet fólk til að taka þátt í þessu, og gera það á eigin forsendum. En þó þeim forsendum að tala fyrir málstað fórnarlamba nauðgana. Ekki lýða það að talað sé niður til kvenna í þjóðfélaginu. Að taka ábyrgð á gjörðum sínum sjálf. Og já þetta er málefni sem varðar alla. Ef þú telur að þetta sé málefni sem varði bara konur og þær verði að berjast fyrir sínu ertu fífl. Svo er annað mál hvort fólki finnst druslugangan sniðug en ef þetta skiptir þig máli þá er þetta góður vettvangur til að vekja athygli á þessu og gera það á þinn hátt.

User avatar
listadrasl
2. stigs nörd
Posts: 2914
Joined: Tue Apr 29, 2003 2:22 pm
Location: ó þú yndislega borg

Re: Drusluganga

Postby listadrasl » Sun Jul 24, 2011 12:02 am

Flott af flottu fólki í þessari göngu, margir með skilti örfáir hressir að syngja. Skítsæmileg skemmtiatriði. Ömurlegar auglýsing fyrir söngleik. Ein flott ræða/slam flutt af þvílíkum tilþrifum, verst að þá voru margir farnir af því þeim langiði ekki á Hárið. En í heildina bara nokkuð gott miðað við Ísland.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Sun Jul 24, 2011 1:28 pm

Þetta verður vonandi öflugara næsta ár en ég var mjög ánægð með þetta allt saman. Mér fannst þátttaka karlmanna í þessari göngu líka til fyrirmyndar. Mér þótti einstaklega kómískt að fylgjast með unglisdrengjum sem höfðu plantað sér við gangstéttarnar sötrandi Slots. Þvílíkur vonbrigðissvipur sem helltist yfir greyin þegar þeir áttuðu sig á þetta var pólitísk kröfuganga með fólki á öllum aldri en ekki glápfestival til að æfa rúnkminnið.

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Re: Drusluganga

Postby Stjáni klikk » Thu Jul 28, 2011 4:44 pm

Mér þótti einstaklega kómískt að fylgjast með unglisdrengjum sem höfðu plantað sér við gangstéttarnar sötrandi Slots. Þvílíkur vonbrigðissvipur sem helltist yfir greyin þegar þeir áttuðu sig á þetta var pólitísk kröfuganga með fólki á öllum aldri en ekki glápfestival til að æfa rúnkminnið.
Gott á þá, klárlega toppurinn á bjánaskap...


Annars fannst mér þetta vel heppnað, mun fleiri mættu en ég hafði þorað að vona. Tónlistaratriðið babúska skemmdi helling fyrir samt, fólk fór að tínast burt og guð minn góður hvað þetta var leiðinlegt...

Ræðurnar voru fínar, komu réttum skilaboðum til skila. Hinsvegar nefndi enginn transgender fólk frekar en vanalega.
105 youth crew

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Drusluganga

Postby Birta » Thu Jul 28, 2011 5:21 pm

Mér þótti einstaklega kómískt að fylgjast með unglisdrengjum sem höfðu plantað sér við gangstéttarnar sötrandi Slots. Þvílíkur vonbrigðissvipur sem helltist yfir greyin þegar þeir áttuðu sig á þetta var pólitísk kröfuganga með fólki á öllum aldri en ekki glápfestival til að æfa rúnkminnið.
Gott á þá, klárlega toppurinn á bjánaskap...


Annars fannst mér þetta vel heppnað, mun fleiri mættu en ég hafði þorað að vona. Tónlistaratriðið babúska skemmdi helling fyrir samt, fólk fór að tínast burt og guð minn góður hvað þetta var leiðinlegt...

Ræðurnar voru fínar, komu réttum skilaboðum til skila. Hinsvegar nefndi enginn transgender fólk frekar en vanalega.
Í hvaða samhengi þá?

Druslugangan er farin til að eyða þeim leiðinlegu mýtum að konur séu að biðja um að láta nauðga sér ef þær eru svona eða hinsegin klæddar. Skil ekki alveg hvað það kemur transgender fólki við? :egveitekki
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Re: Drusluganga

Postby Stjáni klikk » Fri Jul 29, 2011 1:06 pm

Mér þótti einstaklega kómískt að fylgjast með unglisdrengjum sem höfðu plantað sér við gangstéttarnar sötrandi Slots. Þvílíkur vonbrigðissvipur sem helltist yfir greyin þegar þeir áttuðu sig á þetta var pólitísk kröfuganga með fólki á öllum aldri en ekki glápfestival til að æfa rúnkminnið.
Gott á þá, klárlega toppurinn á bjánaskap...


Annars fannst mér þetta vel heppnað, mun fleiri mættu en ég hafði þorað að vona. Tónlistaratriðið babúska skemmdi helling fyrir samt, fólk fór að tínast burt og guð minn góður hvað þetta var leiðinlegt...

Ræðurnar voru fínar, komu réttum skilaboðum til skila. Hinsvegar nefndi enginn transgender fólk frekar en vanalega.
Í hvaða samhengi þá?

Druslugangan er farin til að eyða þeim leiðinlegu mýtum að konur séu að biðja um að láta nauðga sér ef þær eru svona eða hinsegin klæddar. Skil ekki alveg hvað það kemur transgender fólki við? :egveitekki
Það er bara með þetta eins og allt annað, þarna er þjóðfélagshópur sem er aldrei nefndur neins staðar, liggur við.
Konur eru ekki öll fórnarlömb nauðgana, einhverjum körlum er nauðgað og einnig transgender fólki. Transgender fólk á t.d. á hættu að vera nauðgað bara fyrir að vera transgender. Umræðan er bara þannig á Íslandi að það er bara talað um konur af því það er þægilegra og einfaldara. Það er þægilegra heldur en að þurfa að segja "fólk með leggöng". Þessi barátta er komin mun lengra erlendis, t.d. í fóstureyðingamálum, þar sem oft er talað um "fólk með leg" en ekki bara "konur". Það er jú einu sinni þannig að þótt margir haldi það þá er fólk ekki bara einfaldlega karlar eða konur.

Mér finnst þetta að spyrja hvað nauðganir komi transgender fólki við mjög fordómafull afstaða, líkt og þegar sumir karlar segja, "hvað koma nauðganir körlum við?" Þetta er mál sem kemur öllum við, ef við ætlum að búa í siðuðu samfélagi.
105 youth crew

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Drusluganga

Postby Birta » Fri Jul 29, 2011 2:10 pm


Í hvaða samhengi þá?

Druslugangan er farin til að eyða þeim leiðinlegu mýtum að konur séu að biðja um að láta nauðga sér ef þær eru svona eða hinsegin klæddar. Skil ekki alveg hvað það kemur transgender fólki við? :egveitekki
Það er bara með þetta eins og allt annað, þarna er þjóðfélagshópur sem er aldrei nefndur neins staðar, liggur við.
Konur eru ekki öll fórnarlömb nauðgana, einhverjum körlum er nauðgað og einnig transgender fólki. Transgender fólk á t.d. á hættu að vera nauðgað bara fyrir að vera transgender. Umræðan er bara þannig á Íslandi að það er bara talað um konur af því það er þægilegra og einfaldara. Það er þægilegra heldur en að þurfa að segja "fólk með leggöng". Þessi barátta er komin mun lengra erlendis, t.d. í fóstureyðingamálum, þar sem oft er talað um "fólk með leg" en ekki bara "konur". Það er jú einu sinni þannig að þótt margir haldi það þá er fólk ekki bara einfaldlega karlar eða konur.

Mér finnst þetta að spyrja hvað nauðganir komi transgender fólki við mjög fordómafull afstaða, líkt og þegar sumir karlar segja, "hvað koma nauðganir körlum við?" Þetta er mál sem kemur öllum við, ef við ætlum að búa í siðuðu samfélagi.
Satt satt og satt. Ég er sammála öllu sem þú segir. Engu að síður þá er gangan farin, eins og ég sagði, til að reyna að eyða þeirri mýtu að klæðaburður komi nauðgun eitthvað við. Það á auðvitað bæði við um karla og konur (og transgender og börn og dýr og allt annað). Ástæðan fyrir því að gangan var farin í fyrsta skipti var vegna ummæla lögreglumanns í garð fórnarlamba nauðgana (konur þurfa að passa að klæða sig ekki eins og druslur, þá væri minna um nauðganir). Þetta gerði konur í Toronto alveg snar og þær mótmæltu ummælunum með því að fara í göngu. Það var upphaf göngunnar.

Klæðaburður hefur aldrei verið í umræðunni þegar rætt er um nauðganir karla. "hann var í þröngum buxum, hann var að biðja um að láta nauðga sér". Þetta hef ég aldrei heyrt nefnt. Hins vegar heyrir maður oft "var hún ekki bara í of flegnu eða eitthvað?" eða "hún klæðir sig svo oft eins og drusla, hún biður alveg um að láta nauðga sér".

Í mínum huga eru transgender fólk annað hvort karlar eða konur. Punktur. Ég hef ekkert á móti transgender fólki, ég sagði það aldrei, mér fannst þetta bara skrítinn punktur hjá þér því í mínum huga snýst þessi ganga fyrst og fremst um að eyða mýtunni um að klæðaburður bjóði upp á nauðgun. Hvort sem kynfæri fórnarlambsins liggi úti eða inni eða hvort það sé með brjóst eða whatever, þá býður klæðaburður aldrei upp á nauðgun.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Fri Jul 29, 2011 10:16 pm

Stjáni, ég skil þig svo vel. En þetta kemur kannski ekkert á óvart þar sem transgender fólk er yfirleitt útundan í flestum samfélagsumræðum. NEI átakið finnst mér t.d. hafa verið ferlega einhæft.

Vissulega verður fólk fyrir kynferðisofbeldi fyrir það eitt að vera transgender og eins mikið og ég fyrirlít það sjónarmið að mannréttindi transfólks komi 'okkur' ekkert við, þá finnst mér druslugangan samt vera sér kapítuli út af fyrir sig í allri þessari þögguðu óreiðu sem nauðgunarumræðan er. Boðskapur druslugöngunnar er beindur að konum (eða þeim hópi sem ídentiferar sig sem kvk) og er ætlað að ráðast gegn þeim mýtum sem einstaklingur verður fyrir sem kvenkyns þolandi nauðgunnar eða annarra kynferðisafbrota. Í mínum huga er druslugangan að ráðast gegn mjög afmörkuðum málaflokki sem tengist svo sterkt þeim rótgrónu og baneitruðu staðalímyndum sem fylgja því að vera kona og alast upp sem kona í hefðbundnu vestrænu samfélagi (ef ekki öllum samfélögum). Sú merking sem lögð er í það að vera kona á samfélagsvísu finnst mér skipta höfuðmáli hér. Ekki allir með leg velja að ídentifera sig sem konur eða jafnvel tengja sig við stereótýpuna 'kona' á einn eða neinn hátt.
Ég er sammála þér að það þarf að skapa vettvang fyrir málefni transfólks í mainstreaminu... en kannski ekki með druslugöngunni.

Og Kurdor, mér finnst ekkert sjálfsagðara en að að taka tillit til transfólks og hætta að gera stöðugt ráð fyrir því að allir tilheyri sömu tvíundinni. Gerðu þér grein fyrir því að þú hefur forréttindi með því að tilheyra meirihlutahóp (https://sindeloke.wordpress.com/2010/01/13/37/).

User avatar
Lex Luthor
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 1703
Joined: Fri Mar 30, 2007 4:55 pm
Location: Á hjóli

Re: Drusluganga

Postby Lex Luthor » Fri Jul 29, 2011 10:19 pm

Stjáni, ég skil þig svo vel. En þetta kemur kannski ekkert á óvart þar sem transgender fólk er yfirleitt útundan í flestum samfélagsumræðum. NEI átakið finnst mér t.d. hafa verið ferlega einhæft.

Vissulega verður fólk fyrir kynferðisofbeldi fyrir það eitt að vera transgender og eins mikið og ég fyrirlít það sjónarmið að mannréttindi transfólks komi 'okkur' ekkert við, þá finnst mér druslugangan samt vera sér kapítuli út af fyrir sig í allri þessari þögguðu óreiðu sem nauðgunarumræðan er. Boðskapur druslugöngunnar er beindur að konum (eða þeim hópi sem ídentiferar sig sem kvk) og er ætlað að ráðast gegn þeim mýtum sem einstaklingur verður fyrir sem kvenkyns þolandi nauðgunnar eða annarra kynferðisafbrota. Í mínum huga er druslugangan að ráðast gegn mjög afmörkuðum málaflokki sem tengist svo sterkt þeim rótgrónu og baneitruðu staðalímyndum sem fylgja því að vera kona og alast upp sem kona í hefðbundnu vestrænu samfélagi (ef ekki öllum samfélögum). Sú merking sem lögð er í það að vera kona á samfélagsvísu finnst mér skipta höfuðmáli hér. Ekki allir með leg velja að ídentifera sig sem konur eða jafnvel tengja sig við stereótýpuna 'kona' á einn eða neinn hátt.
Ég er sammála þér að það þarf að skapa vettvang fyrir málefni transfólks í mainstreaminu... en kannski ekki með druslugöngunni.

Og Kurdor, mér finnst ekkert sjálfsagðara en að að taka tillit til transfólks og hætta að gera stöðugt ráð fyrir því að allir tilheyri sömu tvíundinni. Gerðu þér grein fyrir því að þú hefur forréttindi með því að tilheyra meirihlutahóp (https://sindeloke.wordpress.com/2010/01/13/37/).
:thumbsup :thumbsup :thumbsup
Ian Mackaye is my savior, not jesus

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Re: Drusluganga

Postby Stjáni klikk » Sat Jul 30, 2011 1:04 am

Stjáni, þú hlýtur að vera að fokking djóka. Viltu í alvörunni að alls staðar sé talað um fólk með leg í stað þess að talað sé um konur? Og að transgender fólk sé talið upp í hverri einustu umræðu sem snýr að konum, körlum eða fólki almennt?
Það er jú einu sinni þannig að þótt margir haldi það þá er fólk ekki bara einfaldlega karlar eða konur.
Uh, .

Mesta pólitískt rétta gubb sem ég hef lesið í langan tíma.

Druslugangan - til stuðnings konum, körlum, börnum, transfólki og norðlenskum kindum!

Þessar kindur á Norðurlandi, maður...sprangandi um allsberar svoleiðis biðjandi um að láta nauðga sér.
Fyrirgefðu Haukur að ég vilji að allir fái að vera með! Guð forði okkur frá því að ég vilji líka að transgender fólki verði ekki nauðgað...
Transgender fólk á virkilega erfitt uppdráttar. Hvar eru réttindin þegar kemur að mannanöfnum, almenningsklósettum, sundferðum og svo framvegis? Transgender fólk er nánast sjálfkrafa niðurlægt af samfélaginu og verður fyrir miklu ofbeldi (líkamlegu og andlegu) bara fyrir að vera transgender. Sjálfsmorðstíðni er oftar en ekki mun hærri hjá þessum hópi fólks því við hin gerum tilveruna frekar ömurlega fyrir það. Við gætum amk sýnt smá viðleitni til að viðurkenna tilvist þessa fólks, svona milli þess sem við útilokum það frá allri umræðu.

Svona í alvöru talað, hvað er eiginlega að? Skiptir það virkilega meira máli að þú hafir það þægilegra við það að tala en að mannréttindi fólks séu virt?

Ég bara frábið mér þennan málflutning. Guð minn góður...

Skil vel það sem Birta segir, ég veit vel að umræðan hefur snúist um konur (og auðvitað réttilega) en ég reyni bara að nota hvaða vettvang sem finnst til að vekja athygli á þessu. Og nei, transgender fólk er ekki einfaldlega karlar eða konur eins og við skilgreinum okkur flest. Sumir einstaklingar upplifa sig ekki sem einfaldlega annaðhvort karl eða konu. Ég ætla allavega ekki að fara að fullyrða að sjálfsmynd hvers einasta transgender einstaklings sé þannig. Sumir veit ég að vilja kalla sig genderqueer eða intersex, fólk er ekki bara svart og hvítt. Það þarf t.d. ekki að leita lengra en í kynlitningana til að sjá að kynin eru flóknari en bara XX og XY.
105 youth crew

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Drusluganga

Postby TheTrueGengurAVatni » Sat Jul 30, 2011 10:04 am

Mér finnst óþarfi að auka á þetta tiltekna málefni með einhverju sem kemur því í raun ekki við. Þessi kröfuganga er farin til þess að mótmæla ákveðnum ummælum og hugsunarhætti. Ekkert meira.
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

User avatar
Hjörtur
Bulletproof tiger
Posts: 4051
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:52 pm
Location: Vesturbær

Re: Drusluganga

Postby Hjörtur » Wed Aug 10, 2011 4:05 pm

:spennandi
I WIN TEH INTERNETZ!!!1

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Drusluganga

Postby Mr. Joshua » Tue Aug 16, 2011 5:40 pm

Hinsvegar nefndi enginn transgender fólk frekar en vanalega.
ekki að ég sé eitthvað á móti kynskiptingum en mér finnst það bara furðulegt þú fyrirgefur..

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Wed Aug 17, 2011 10:56 am

Mig langar bara að benda á að transfólk á Íslandi er ekki hlynnt orðinu 'kynskiptingur'. Það sýnir álíka virðingu og að kalla blökkufólk negra. Bara svona áður en einhver fer að fleygja þessu orði fram af einhverri alvöru í kjötheimum. :slaufa

User avatar
Mr. Joshua
4. stigs nörd
Posts: 4516
Joined: Sat May 08, 2004 10:29 pm

Re: Drusluganga

Postby Mr. Joshua » Wed Aug 17, 2011 4:29 pm

hvrnig segir maður transgender á íslensku'?

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Wed Aug 17, 2011 10:21 pm

Mig langar bara að benda á að transfólk á Íslandi er ekki hlynnt orðinu 'kynskiptingur'. Það sýnir álíka virðingu og að kalla blökkufólk negra. Bara svona áður en einhver fer að fleygja þessu orði fram af einhverri alvöru í kjötheimum. :slaufa
Negri er íslenzka heitið yfir þennan kynstofn manna, kynskiptingur er íslenzka heitið yfir þá sem skipta um kyn (durr), ef þetta fólk fer í fýlu út af tungumáli okkar, þá er bara einfaldlega eitthvað að því í hausnum.

Hlusta ekki á þetta djöfulsins kjaftæði. :blot :blot :blot
HELL IS MY NAME

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Drusluganga

Postby Darkmundur Fenrir » Thu Aug 18, 2011 8:29 am

Mig langar bara að benda á að transfólk á Íslandi er ekki hlynnt orðinu 'kynskiptingur'. Það sýnir álíka virðingu og að kalla blökkufólk negra. Bara svona áður en einhver fer að fleygja þessu orði fram af einhverri alvöru í kjötheimum. :slaufa
Negri er íslenzka heitið yfir þennan kynstofn manna, kynskiptingur er íslenzka heitið yfir þá sem skipta um kyn (durr), ef þetta fólk fer í fýlu út af tungumáli okkar, þá er bara einfaldlega eitthvað að því í hausnum.

Hlusta ekki á þetta djöfulsins kjaftæði. :blot :blot :blot
Kynleiðréttingur/kynleiðréttinga? Nei, ég er með Atla í liði.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Thu Aug 18, 2011 10:46 am

Transfólk á Íslandi hefur aldrei kallað sig neitt annað en transfólk. Það vill halda því þannig.
Mér þykir leiðinlegt að "sérþarfir" transfólks og tilraunir þeirra til að öðlast viðurkenningu á Íslandi sé að gera líf ykkar svona hrikalega erfitt.

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Thu Aug 18, 2011 11:03 am

Ég er ekkert að gera lítið úr þessu fólki og viðurkenning og virðing á þeirra "sérþörfum" er ekkert minni en á hverjum öðrum þjóðfélagshópum og þetta issue gerir líf mitt svo sannarlega ekki erfitt.

En mér finnst bara helvíti hart þegar hópar af þessu tagi fara að fettast út asnaleg smáatriði eins og hvað kalla skal fólk úr þeirra röðum. Það er ekki eins og orðið kynskiptingur sé niðrandi né heldur rangnefni og orðið transfólk er ljótt tökuorð og á sér enga stoð í íslenzkri tungu. Ef þetta er stærsta vandamál þessa hóps, þá er ekki mikið sem amar að hjá þeim.
HELL IS MY NAME

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Drusluganga

Postby Orri » Thu Aug 18, 2011 12:05 pm

Það er ekki eins og orðið kynskiptingur sé niðrandi né heldur rangnefni og orðið transfólk er ljótt...
eins og ég skil þá þá upplifa þau sig að þau hafi alltaf verið sama kyn. Þau eru ekki að skipta um kyn heldur að gera leiðréttingu á líkamanum þannig að hann samræmit við kynið sem þau hafa alltaf verið. Þessvegna finnst þeim kynskiptingur vera rangnefni því að þau líta ekki svo á að þau séu að skipta um kyn.

Annars á ég ótrúlega erfitt með að skilja hvernig það getur skipt fólk svona ótrúlega miklu máli hvort það sé með typpi eða píku.

Mér finnst transfólk hræðilegra ljótt orð en ég get svo sem alveg notað það til að gera fólki til geðs...
010100111001

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Drusluganga

Postby HreSS » Thu Aug 18, 2011 12:13 pm

Þá er það samt að skipta líkamlega um kyn þrátt fyrir að hafa alltaf upplifað sig sem gaur eða gella.

Therefore, kynskiptingur it is.
http://www.last.fm/user/Spreggur

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Drusluganga

Postby TheTrueGengurAVatni » Thu Aug 18, 2011 7:20 pm

"Kynleiðréttingur"

Að vera kynleiðréttur.
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Thu Aug 18, 2011 9:42 pm

Það er ekki allt transfólk sem "skiptir" um kyn. Margir neita einfaldlega að skilgreina sig sem annaðhvort karl eða konu og vilja einfaldlega bara vera trans.
Mörgu transfólki þykir orðið kynskiptingur vera niðrandi vegna sögulegs samhengis. Það var lengi vel (og er jafnvel enn) notað sem níðyrði. Það þykir einfaldlega úrelt og vekur upp mjög neikvæða tilfinningar úr baráttusögu transfólks.

Mér finnst transfólk kannski ekkert heppilegasta orð í heimi. En 'kynskiptingur' hljómar eins og vættur úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.

User avatar
skinkuorgel
8. stigs nörd
Posts: 8848
Joined: Wed Jul 17, 2002 5:39 pm

Re: Drusluganga

Postby skinkuorgel » Fri Aug 19, 2011 1:06 am

hvrnig segir maður transgender á íslensku'?
Transfólk, transmenn, transkonur...en þetta fólk (Ó NEI HANN SAGÐI "ÞETTA FÓLK" DJÖFULL ER HANN FORDÓMAFULLUR!!) skiptir svo sem ört um nöfnin sem það vill láta kalla sig.
„Ég stofnaði þennan reikning upphaflega í Útvegsbankanum, og Útvegsbankinn skal hann heita!“ :gamligaml

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Drusluganga

Postby Vést1 » Sat Sep 10, 2011 11:08 am

Negri er íslenzka heitið yfir þennan kynstofn manna, kynskiptingur er íslenzka heitið yfir þá sem skipta um kyn (durr), ef þetta fólk fer í fýlu út af tungumáli okkar, þá er bara einfaldlega eitthvað að því í hausnum.
Það er ekki eins og orðið kynskiptingur sé niðrandi né heldur rangnefni og orðið transfólk er ljótt tökuorð og á sér enga stoð í íslenzkri tungu.
Orðið "kynskiptingur" er ekki rangnefni ef það er verið að skipta um kyn. Það getur hins vegar verið rangnefni. Fólki finnst það ekki vera að skipta um kyn ef það fer bara að hegða sér eins og því hefur alltaf liðið undir niðri, hvort sem því fylgir skurðaðgerð eða ekki. Auk þess eru kynlitningarnir óbreyttir, þannig að genetískt er kynið óbreytt.

Svo vil ég líka benda þér á að "negri" er tökuorð rétt eins og "transi". Íslensku orðin eru "svertingi", "blökkumaður" eða "blámaður". Og talandi um réttnefni og rangnefni, hvernig finnst þér orðið "djöfladýrkandi" sem þýðing á "satanisti"?

Íslensk tunga er hvorki stöðnuð né stirðnuð, heldur í stöðugri mótun.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Sat Sep 10, 2011 12:36 pm

Og talandi um réttnefni og rangnefni, hvernig finnst þér orðið "djöfladýrkandi" sem þýðing á "satanisti"?
Það er til hvort tveggja, margt fólk gerir bara engan greinarmun á þessu.
HELL IS MY NAME

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Drusluganga

Postby Vést1 » Sat Sep 10, 2011 1:28 pm

Og talandi um réttnefni og rangnefni, hvernig finnst þér orðið "djöfladýrkandi" sem þýðing á "satanisti"?
Það er til hvort tveggja, margt fólk gerir bara engan greinarmun á þessu.
En, að öllu gamni slepptu, mundir þú sjálfur gangast við því að vera djöfladýrkandi?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Sat Sep 10, 2011 1:33 pm

Og talandi um réttnefni og rangnefni, hvernig finnst þér orðið "djöfladýrkandi" sem þýðing á "satanisti"?
Það er til hvort tveggja, margt fólk gerir bara engan greinarmun á þessu.
En, að öllu gamni slepptu, mundir þú sjálfur gangast við því að vera djöfladýrkandi?
Nei, því ég er það ekki, en ég fer ekki að væla og stofna átján vefsíður út af hvaða orð annað fólk brúkar um þessa hluti. Þetta er heldur ekki á nokkurn hátt sambærilegt við umræðuna um kynskiptinga/leiðréttinga.
HELL IS MY NAME

User avatar
WorldDownfall
Töflunotandi
Posts: 272
Joined: Thu Jul 17, 2008 8:38 pm
Location: Egilsstaðir

Re: Drusluganga

Postby WorldDownfall » Tue Sep 13, 2011 1:30 am

Ein vangavelta.
Transfólki virðist vera mjög í mun að vera ekki "kynskiptingar" heldur "kynleiðrétt fólk".
En, ef það er búið að leiðrétta kyn sitt (mér er sléttsama hvort það er með aðgerð eða eingöngu klæðaburði&háttum), af hverju í ósköpunum vill það endilega halda þessu ljóta og leiðinleg orði til streitu; transmaður/kona?
Hvers vegna í ósköpunum nota þau ekki bara kona yfir transkonu og karl yfir transkarl?
Ég er alveg sátt við að kalla Völu Grand eða hvern sem er konu, mér finnst óþjált og leiðinlegt að kalla hana transkonu eða konusemerbúinaðlátaleiðréttakynsitt.

Önnur vangavelta..
Er líka slæmt að kalla klæðskipting klæðskipting? Er klæðskiptingur þá klæðleiðréttingur?
Carve me up, slice me apart
Suck my guts and lick my heart
Chop me up, I like to be hurt
Drink my marrow and blood for dessert

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Drusluganga

Postby Orri » Tue Sep 13, 2011 3:51 pm

Ein vangavelta.
Transfólki virðist vera mjög í mun að vera ekki "kynskiptingar" heldur "kynleiðrétt fólk".
En, ef það er búið að leiðrétta kyn sitt (mér er sléttsama hvort það er með aðgerð eða eingöngu klæðaburði&háttum), af hverju í ósköpunum vill það endilega halda þessu ljóta og leiðinleg orði til streitu; transmaður/kona?
Hvers vegna í ósköpunum nota þau ekki bara kona yfir transkonu og karl yfir transkarl?
Ég er alveg sátt við að kalla Völu Grand eða hvern sem er konu, mér finnst óþjált og leiðinlegt að kalla hana transkonu eða konusemerbúinaðlátaleiðréttakynsitt.

Önnur vangavelta..
Er líka slæmt að kalla klæðskipting klæðskipting? Er klæðskiptingur þá klæðleiðréttingur?
Eins og ég skil það þá er transkarl og transkona (samkvæmt óskaorðaforða þessa fólks) einhver sem hefur ekki lokið öllu kynleiðréttingar ferlinu.
Eftir að ferlinu er lokið er viðkomandi síðan karl eða kona.
010100111001

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Tue Sep 13, 2011 5:01 pm

Eins og ég skil það þá er transkarl og transkona (samkvæmt óskaorðaforða þessa fólks) einhver sem hefur ekki lokið öllu kynleiðréttingar ferlinu.
Eftir að ferlinu er lokið er viðkomandi síðan karl eða kona.
Ah, og þá á fortíðinni bara að vera sópað undir teppi semsagt? Finnst einhverjum það réttlátt gagnvart verðandi bólfélögum og/eða mökum þessa fólks?

Ég væri t.d. alls ekki sáttur við að komast að því að eiginkona mín til 10 ára hefði verið með sveitt, lafandi slátur áður en ég kvæntist henni, og einu gildir um það hvort mér stæði á sama um það eftir að það kæmi í ljós eður ei.

Þetta er EKKI eitthvað sem kynskiptingar geta heimilað sér að fela fyrir mökum sínum, sama hvað þeir væla.
HELL IS MY NAME

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Drusluganga

Postby Orri » Tue Sep 13, 2011 8:49 pm

Fólk getur nú verið ýmislegt, hætt því og orðið eitthvað annað.

Á var til dæmis einu sinni námsmaður.
Núna er ég ekki lengur námsmaður heldur er ég orðinn launþegi og skattborgari.

Ég gæti alveg reynt að fela fortíð mína sem námsmaður fyrir nýju fólki sem ég kynnist, en ég geri það yfirleitt ekki.
Ég er ágætlega sáttur við fortíð mína (fyrir utan hvað ég hef stundum verið ógeðslega mikil fáviti (og er enn)) sem og aðrir sem eru mér nánir.


Ég myndi ekki vilja lífsförunaut sem hefði að baki fortíð sem karlmaður (eða kona í karllíkama til að hafa þetta pc), vændiskona, morðingi og margt fleira, en hver og einn getur gert upp við sig hvað hann er tilbúinn að sætta sig við í fortíð annara.
Fólk getur líka gert upp við sig hvað það velur að fela fyrir sínum nánustu og hverskonar sambönd þeir vilja byggja upp við annnað fólk.
010100111001

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Tue Sep 13, 2011 11:21 pm

Varðandi pælinguna um klæðleiðréttinguna, þá hafa klæðskiptingar engan áhuga á að skipta um kyn. Karlmaður sem klæðir sig eins og kona hefur enga löngun til þess að vera kona. Engan veginn. Þ.a.l. er einstaklingur ekki að leiðrétta kyn sitt í gegnum klæðnað. Frægast klæðskiptingurinn á hérlendis er líklega Tora Victoria.

User avatar
WorldDownfall
Töflunotandi
Posts: 272
Joined: Thu Jul 17, 2008 8:38 pm
Location: Egilsstaðir

Re: Drusluganga

Postby WorldDownfall » Wed Sep 14, 2011 11:20 am

Þ.a.l. er einstaklingur ekki að leiðrétta kyn sitt í gegnum klæðnað.
Ég veit. En er hann að leiðrétta klæðaburð sinn (og er þar af leiðandi klæðleiðréttingur?)?
Þetta er ekki ætlað sem fordómafull kaldhæðni, heldur bara almenn vangavelta.
Þetta er EKKI eitthvað sem kynskiptingar geta heimilað sér að fela fyrir mökum sínum, sama hvað þeir væla.
Víst geta þeir það. Alveg eins og að ég get falið fyrir maka mínum að ég hafi verið sjóðandi krakkhaus hér í denn. Hvort makinn er sáttur við það þegar/ef hann kemst að því er algjörlega hans mál.
Carve me up, slice me apart
Suck my guts and lick my heart
Chop me up, I like to be hurt
Drink my marrow and blood for dessert

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Drusluganga

Postby Atli Jarl » Wed Sep 14, 2011 3:27 pm

Þetta er EKKI eitthvað sem kynskiptingar geta heimilað sér að fela fyrir mökum sínum, sama hvað þeir væla.
Víst geta þeir það. Alveg eins og að ég get falið fyrir maka mínum að ég hafi verið sjóðandi krakkhaus hér í denn. Hvort makinn er sáttur við það þegar/ef hann kemst að því er algjörlega hans mál.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að þetta sé að einhverju leiti sambærilegt?
HELL IS MY NAME

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Drusluganga

Postby Karitas » Wed Sep 14, 2011 7:32 pm

Ég veit. En er hann að leiðrétta klæðaburð sinn (og er þar af leiðandi klæðleiðréttingur?)?
Þetta er ekki ætlað sem fordómafull kaldhæðni, heldur bara almenn vangavelta.
Leiðrétta klæðaburð? Er hann þá rangur til að byrja með? Ég er kvenkyns. Stundum klæðist ég kjól og nota varalit. Stundum klæðist ég fötum sem talin eru mjög maskúlín og oft hreinlega fötum sem ætluð eru karlmönnum. Stundum finnst mér það henta vel að líta út eins og strákur. Er ég þá að leiðrétta einhverja innri þörf fyrir að vera karlmaður? Væri "réttur" klæðnaður minn korselett og pífupils?
Ég held að pælingin um klæðleiðréttingu gangi bara upp ef þú trúir því að fötin séu framlenging á kyni okkar og að við ídentíferum okkur á svarthvítan hátt sem annaðhvort femínín eða maskúlín. Ég vil meina að tilveran sé aðeins flóknari en; konuföt/karlaföt. Það er viðtekið að konur sæki sér styrk með því að klæða sig maskúlín. Aðeins þær sem ganga alla leið myndu skilgreinast sem klæðskiptingar. Af hverju ættu karlmenn ekki að geta fundið eitthvað í kvenmannsfötum sem veitir þeim styrk?

User avatar
WorldDownfall
Töflunotandi
Posts: 272
Joined: Thu Jul 17, 2008 8:38 pm
Location: Egilsstaðir

Re: Drusluganga

Postby WorldDownfall » Thu Sep 15, 2011 12:09 am

Þetta er EKKI eitthvað sem kynskiptingar geta heimilað sér að fela fyrir mökum sínum, sama hvað þeir væla.
Víst geta þeir það. Alveg eins og að ég get falið fyrir maka mínum að ég hafi verið sjóðandi krakkhaus hér í denn. Hvort makinn er sáttur við það þegar/ef hann kemst að því er algjörlega hans mál.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að þetta sé að einhverju leiti sambærilegt?
Í rauninni geri ég það alls ekki, þetta var slæmt dæmi. En það sem ég á við er það að mér sem manneskju ber ekki að deila neinum persónulegum upplýsingum um sjálfa mig með maka mínum nema ég kjósi það sjálf. Semsagt, makinn hlýtur að elska manneskjuna en ekki þá staðreynd að manneskjan er kona/karl. Ef ég elska manninn minn þá ætti það ekki að hafa nokkur áhrif á mig hvort hann var einu sinni með píku. Það er hans að velja hvort hann vill segja mér frá því eða ekki. Ef hann segir mér frá því er það mitt að ákveða hvort það hefur áhrif á okkar samband eða ekki. Fatt jú mí?
Aðeins þær sem ganga alla leið myndu skilgreinast sem klæðskiptingar.
Og það er nákvæmlega um þær sem ég er að tala. En jæja, ég nenni ekki að koma með mótrök. Eins og ég segi, þetta var bara almenn vangavelta.
Carve me up, slice me apart
Suck my guts and lick my heart
Chop me up, I like to be hurt
Drink my marrow and blood for dessert

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Drusluganga

Postby Birta » Fri Sep 16, 2011 12:52 pm


Hvernig í ósköpunum færðu það út að þetta sé að einhverju leiti sambærilegt?
Í rauninni geri ég það alls ekki, þetta var slæmt dæmi. En það sem ég á við er það að mér sem manneskju ber ekki að deila neinum persónulegum upplýsingum um sjálfa mig með maka mínum nema ég kjósi það sjálf. Semsagt, makinn hlýtur að elska manneskjuna en ekki þá staðreynd að manneskjan er kona/karl. Ef ég elska manninn minn þá ætti það ekki að hafa nokkur áhrif á mig hvort hann var einu sinni með píku. Það er hans að velja hvort hann vill segja mér frá því eða ekki. Ef hann segir mér frá því er það mitt að ákveða hvort það hefur áhrif á okkar samband eða ekki. Fatt jú mí?
Þetta fer auðvitað eftir fólki. Það sem sumum finnst ásættanlegt og allt í lagi varðandi fortíð maka síns finnst öðrum ekki. Því finnst mér það eiginlega vera skylda fólks að koma út úr skápnum með sem flest áður en það ákveður að binda sambandið í hjónaband. Ég yrði eeeeeekki sátt ef ég myndi komast að því að maðurinn minn hefði verið kona áður en ég kynntist honum. Mér þætti ég svikin. Þetta er of stór partur af fortíð fólks til að halda því leyndu fyrir ástvinum sínum, að mínu mati.
...og auðvitað er þá betra fyrir kynleiðréttingarmanneskjuna að koma hreint fram við maka sinn til að sjá hvort makinn sé nógu skilningsríkur. Það er betra fyrir báða aðila.

My two cents.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 147 guests

cron