Niðurskurður til tónlistarskólanna

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
haukur hannes
Töflunotandi
Posts: 135
Joined: Tue Sep 25, 2007 9:24 am
Location: Rvk

Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby haukur hannes » Thu Feb 03, 2011 9:56 am

Ég held að það sé ekki vitlaust að fá smá umræðu hingað, töflungar eru oft svo skemmtilegir með orðin

Eins og flestir ættu nú að kannast við þá hefur verið mikil umræða um tillögur borgarráðs að niðurskurði til tónlistarskólanna í Reykjavík, og í tilefni þess voru tónlistarmenn, tónlistarnemendur, tónlistarkennarar og velunnarar tónlistarskólanna boðaðir til mótmæla þriðjudaginn 1. febrúar undir yfirskriftinni
"Samstaða um framhald Tónlistarskólanna".

Hér er stutt myndbrot af þessum mótmælum
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... jon_gnarr/

Hér eftir er textinn sem fylgdi boðinu:
Þið hafið vonandi flest fylgst með ógnvænlegum pistlum á Pressunni síðastliðnar vikur. Lítið hefur birst í öðrum fjölmiðlum um þetta vandamál sem blasir við framtíð tónlistar á Íslandi. Tenglar á greinarnar má sjá hér að neðan.

Eigum við bara að sitja þegandi og hljóðalaust og láta þetta yfir okkur ganga?

Við erum að tala um störf margra tónlistarmanna! Við erum að tala um framtíð tónlistarkennslu á Íslandi! Hversu margir tónlistarskólar munu lifa þenna niðurskurð af? Hvers eiga nemendur sem eru eldri en 16 ára að gjalda? Hvar er réttlætið í þessu öllu saman?

Er ekki spurning um að koma saman og láta heyra í sér? Getum við endalaust setið hvert í sínu horni þegjandi og hljóðalaust og leyft hverjum sem vill vaða yfir okkur? Myndu aðrar stéttir og stofnanir gera slíkt hið sama?

Yfir 30% skerðing á fjárveitingum mun gjörsamlega gera útaf við marga ef ekki flesta tónlistarkóla borgarinnar. Og hvar endar þetta? Dreifist þetta sem illkynja mein um landsbyggðina?

Að lokum skulum við muna það og gera okkur grein fyrir að velta menningarstarfsemi gefur meira í ríkiskassann en fiskveiðar og landbúnaður til samans og 60% af veltu málmiðju!

VIÐ SKULUM EKKI GLEYMA MIKILVÆGI TÓNLISTAR!!!
... og í kjölfarið fylgdi listi yfir greinar sem vert er að skoða í tengslum við þetta mál
Grein um veltu menningar árið 2009:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/ ... di_2009_2/

Viðtal við Björn Th. Árnason formann FÍH:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... arpressuna


Pistill Rúnars Þórissonar:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... arskolanna

Pistill Gunnar Guðbjörnssonar um niðurskurð:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... -a-hausinn

Viðtal við Júlíus Vífíl Mbl:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... rskolanna/

Viðtal við Júlíus Vífil:
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... amhaldsnam

Pistill Sigurgeirs Sigmunds um lélega umfjöllun fjölmiðla á málum tónlistarmanna:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... &offset=20
... sjálfur vil ég bæta við nokkrum ágætum sem ég hef rekist á:
Grein Víkings Heiðars Ólafssonar, "Til hvers er barist?": (mjög góð)
http://www.visir.is/til-hvers-er-barist ... 1326849619

Sóley Þrastardóttir um tónlistina sem "hobbý" í augum óupplýstra (mín orð):
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... dins-folks

Viðbrögð Úlfs Eldjárn við bréfi Oddnýjar Sturludóttur í Fréttablaðinu (2. Febrúar, síða 13)
http://www.pressan.is/Menningarpressan/ ... ttabladinu
Mín staða í þessu er mjög skýr, þar sem ég er bæði tónlistarkennari og tónlistarnemandi en hvað finnst ykkur?
"You see, the basis of all reasoning is the mind's awareness of itself. What we think, the external objects we perceive, are all like actors that come on and off stage. But our consciousness, the stage itself, is always present to us"
- Kyle Broflovski

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby haffeh » Thu Feb 03, 2011 5:33 pm

Eina sem ég hef að segja við þetta er greinin hans Víkings Heiðars Ólafssonar þar sem hann ber saman bækur ÍTR við Tónlistarskóla. Ef mér skjátlast ekki, þá falla félagsmiðstöðvar og sundlaugar undir ÍTR? Er þetta ekki orðinn þá skondinn samanburður?
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Atli Jarl » Thu Feb 03, 2011 5:43 pm

Image

Blablabla. Tómlistarskólar-gluggaþvottur-kvltness. Notið pjéngana í eitthvað gagnlegt.
HELL IS MY NAME

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Dagur » Thu Feb 03, 2011 9:57 pm

Verð eiginlega að vera sammála Atla Jarli.
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

User avatar
Hilmar
Töflunotandi
Posts: 604
Joined: Mon May 14, 2007 12:57 am

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Hilmar » Fri Feb 04, 2011 11:24 am

Blablabla. Tómlistarskólar-gluggaþvottur-kvltness. Notið pjéngana í eitthvað gagnlegt.
Hvað i andskotanum þýðir þetta? Tónlistarnám ekki gagnlegt? Fáránlega skemmtilegt og nýtist þér í margt, hvort sem þú ert að bera þig eftir ferli í kringum tónlist, eða að spila tónlist einungis til að skemmta þér. Ætti að vera sjálfsagður hlutur í velmegunarsamfélagi að hafa tónlistarnám í boði fyrir ekki bara einhvern útvalinn aldurshóp.

Pant ekki rökræða við þig annars.

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Atli Jarl » Fri Feb 04, 2011 11:35 am

Pant ekki rökræða við þig annars.
Ok.
HELL IS MY NAME

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Orri » Fri Feb 04, 2011 9:52 pm

Mér finnst tónlistarmenntun að vissu leyti vera lúxus og forréttindi frekar en nauðsyn eða sjálfsögð mannréttindi eins og grunnmenntun.

Sama má alveg segja um marga aðra menntun. (t.d. að fara í háskólanám og læra eitthvað bara fyrir sjálfan sig sem er ólíklegt að maður muni starfa við eða að nýtist manni eða öðrum).

Tónlistarmenntun er líka starfsmenntun fyrir suma. Mörg af þeim störfum eru líka lúxus (t.d. tónlistarkennsla og ríkisstirktur tónlistarfluttningur sem er náttúrulega líka lúxus). Sum tónlistarmannastörf búa þó til peninga og iðnað og afleidd störf og skatttekjur en það þarf oft ekkert tónlistarmenntun fyrir slík störf.

Ég var í tónlistarskóla í þónokkur ár og mér finnst frábært að hafa fengið tækifæri til þess, en núna þarf að skera niður og ef það hefði jafn nauðsynlega að skera niður þá hefði ég alveg viljað sleppa því að fara í tónlistarskóla til þess að veikir geti fengið heilbrigðisþjónustu við hæfi eða eitthvað annað sem mér finnst að megi haft hærri forgang en að ég geti farið í tónlistarskóla.


Það þarf að skera niður. Það er ömurlegt. Sama hvar er skorið niður, það bitnar alltaf á einhverjum og það er alltaf einhver sem er á móti því. Mér finnst niðurskurður í tónlistarnámi vera vænlegri kostur en margt annað.
Eina sem ég hef að segja við þetta er greinin hans Víkings Heiðars Ólafssonar þar sem hann ber saman bækur ÍTR við Tónlistarskóla. Ef mér skjátlast ekki, þá falla félagsmiðstöðvar og sundlaugar undir ÍTR? Er þetta ekki orðinn þá skondinn samanburður?
Í greininni er hann að tala um íþróttastarfsemi en ekki félagsmiðstöðvar og sundlaugar þó að þær falli eflaust undir ÍTR.
Eða ertu að gefa í skyn að þú haldir eða grunar í þessu myndriti, þar sem hann ber saman útgjöld vegna tónlistarskóla annarsvegar og æfingargjöld og húsaleigu ÍTR hinsvegar, að þar sé talin með húsaleiga vegna sundlauga og félagsmiðstöðva?
Það er svo sem tilgáta sem á fullan rétt á sér, því ekki er tekið fram hvað nákvæmlega er talið með í þessum tölum, né hvernig eða hvaðan þær eru fengnar.
010100111001

User avatar
Grindfreak
10. stigs nörd
Posts: 10191
Joined: Mon Jun 30, 2003 11:43 pm
Location: Tónlist

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Grindfreak » Sat Feb 05, 2011 1:49 am

Það þarf að skera niður. Það er ömurlegt. Sama hvar er skorið niður, það bitnar alltaf á einhverjum og það er alltaf einhver sem er á móti því. Mér finnst niðurskurður í tónlistarnámi vera vænlegri kostur en margt annað.
Þetta þykir mér vera algjört lykilatriði.

Ef að fólk ætlar að kvarta og kveina til að byrja með væri vænlegri kostur að koma með hugmyndir um það hvernig væri hægt að komast hjá þessu og hvar væri betra að skera niður frekar, frekar en að mótmæla til að mótmæla
og púa á vitlaust fólk.
"You see control can never be a means to any practical end.... It can never be a means to anything but more control.... Like junk...."
--William S. Burroughs. Naked Lunch.

User avatar
Aumingi
7. stigs nörd
Posts: 7780
Joined: Wed Jul 17, 2002 4:23 pm
Contact:

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Aumingi » Sat Feb 05, 2011 3:07 pm

Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Mér finnst auðvitað ömurlegt að listir fá frekar skell heldur en íþróttir og umræðan sem á sér stað víða á netinu varðandi það finnst mér eiga fullkomnlega rétt á sér. Sérstaklega í ljósi þess að listir komi líklega með meiri pening inn í landið heldur en íþróttir og ég held að íþróttir hafi ekki það forvarnargildi sem menn vilja meina. Borgarstjórn hefur látið það flakka að ástæða fyrir auknum styrkjum til íþróttafélaga séu fimm ára gamlir samningar um byggingu íþróttatengdra mannvirkja sem þurfi að standa við (er ég nokkuð að rugla hérna?) en það virðist ekkert hafa breytt umræðunni. Það finnst mér undarlegt.
Fannar

Paradísarborgarplötur: http://www.pbppunk.com

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Atli Jarl » Sat Feb 05, 2011 3:10 pm

Tek undir þetta með Aumingjanum, jafnt skal yfir báða þessa málaflokka ganga, annað er bara kjánalegt og til þess fallið að skapa enn meiri óánægju út af þessu.
HELL IS MY NAME

User avatar
haukur hannes
Töflunotandi
Posts: 135
Joined: Tue Sep 25, 2007 9:24 am
Location: Rvk

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby haukur hannes » Sat Feb 05, 2011 5:03 pm

Ég veit ekki hvað mér finnst um þetta. Mér finnst auðvitað ömurlegt að listir fá frekar skell heldur en íþróttir og umræðan sem á sér stað víða á netinu varðandi það finnst mér eiga fullkomnlega rétt á sér. Sérstaklega í ljósi þess að listir komi líklega með meiri pening inn í landið heldur en íþróttir og ég held að íþróttir hafi ekki það forvarnargildi sem menn vilja meina. Borgarstjórn hefur látið það flakka að ástæða fyrir auknum styrkjum til íþróttafélaga séu fimm ára gamlir samningar um byggingu íþróttatengdra mannvirkja sem þurfi að standa við (er ég nokkuð að rugla hérna?) en það virðist ekkert hafa breytt umræðunni. Það finnst mér undarlegt.
Hvar er "like" takkinn þegar maður þarf á honum að halda?
:thumbsup
"You see, the basis of all reasoning is the mind's awareness of itself. What we think, the external objects we perceive, are all like actors that come on and off stage. But our consciousness, the stage itself, is always present to us"
- Kyle Broflovski

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby haffeh » Sat Feb 05, 2011 5:13 pm

Orri: Ég heyrði það, að hann hafi borið saman útgjaldaliði ÍTR við Tónlistina.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Galgopi
1. stigs nörd
Posts: 1013
Joined: Fri Mar 21, 2008 6:24 pm
Location: Skápurinn undir stiganum.

Re: Niðurskurður til tónlistarskólanna

Postby Galgopi » Tue Feb 08, 2011 11:02 pm

Það sem var að samanburði Víkings Heiðars var tvennt. Annars vegar það að inni í tölum um styrki til íþróttafélaga til húsaleigu er stærsti hlutinn í raun tilfærsla fjármuna hjá borginni úr einum vasa í annan þar sem að félögin borga grunnskólum og íþróttahúsum í eigu borgarinnar leigu.

Hins vegar var það, sem hefur verið minnst á hér áður, að með því að taka til með fjárframlög vegna skulda sem eru tilkomnar vegna Egilshallar sem borgin í raun neyddist til að taka yfir og annara eldri skuldbindinga er látið eins og fjárframlög til íþróttamála séu að hækka. En raunin er sú eins og þeir sem koma nálægt þessum málum vita að þar er í raun vera að skera niður eins og á öðrum stöðum.

Íþróttahreyfingin gæti ákveðið að setja fram tölur sem sýndu framlög per notenda. Þar er hún örugglega lægri. Þar hafa menn hins vegar (hingað til allavega) tekið þá afstöðu að stilla ekki sínum málaflokki gegn öðrum. Það hefði mér þótt betra að tónlistarfólk hefði ákveðið líka, nógu mikla samúð hef ég með þeim.
The duke had a mind that ticked like a clock and, like a clock, it regularly went cuckoo.
-Terry Pratchett


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: Bing [Bot] and 4 guests

cron