Stutt samantekt Magma ránsins

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Stutt samantekt Magma ránsins

Postby siggi punk » Fri Oct 22, 2010 12:11 am

Stal þessari samantekt úr athugasemdakerfi eyjunnar. Hún er eftir Jón Þórisson:

Magma keypti nýverið 30 ára nýtingarrétt á jarðavarmaorku í Nevada í Bandaríkjunum. Svo virðist sem Magma borgi þar helmingi hærra verð pr. megawatt en hér.
Nýtingarsamingurinn í Nevada er til 30 ára en hér fær Magma samning til 65 ára með mögulegri framlengingu í önnur 65 ára. Það eru 130 ár!!

Með kaupunum á HS Orku færi Magma í hendurnar fyrirtæki sem rekið er með hagnaði og á 20 milljónir dollara í varasjóði. Nevada er fyrirtæki sem byggja þurfti frá grunni og hafði engan hagnað eða varasjóð.

Fjármögnun Magma er með þeim hætti að uþb 70 % kaupverðsins er fjármagnaður með innlendu kúluláni, hluti kaupverðsins er greiddur með bréfum í fyrirtækinu sjálfu og hluti er greiddur með aflandskrónum.

Lánið til Magma er á 1,5 % vöxtum. Sjálfur veitir Ross Beaty lán til Magma á 8% vöxtum. Í Icesave samningunum var okkur sagt að útilokað væri að fá lán á lægri vöxtum en 5.5% - á lánum sem þó voru með ríkisábyrgð. Er þetta ekki of gott til að vera satt? Fyrir Magma, ekki fyrir Ísland?

Lánið til Magma er með veði í bréfunum sjálfum.

Upplýsa þarf hvaða skuldbindingar HS Orka mun taka yfir samkvæmt kaupsamningi og hvort ábyrgðum sem nú hvíla á OR eða öðrum opinberum aðilum verður aflétt ef af kaupunum verður. Hversu miklar eru þessar ábyrgðir og hvernig verður þeim aflétt?

Ef Magma verður gjaldþrota þurfum við, að því er virðist, að sækja rétt okkar, ekki til Magma í Kanada, heldur dótturfyrirtækisins í Svíþjóð sem á engar aðrar eignir.

Höfum við ekki séð þetta allt áður? Í boði sama fólksins og lagði á borð fyrir bankaveisluna?


Það er hrunbragur á sölunni á HS Orku. Það er veislugleði í loftinu. Nú skal grætt. Nú skal grætt á Íslandi. Maður þekkir ljónið á hramminum. Hin tæra snilld birtist ávallt með sama hætti þegar selja skal lykileignir þjóðarinnar:

1. Kaupverðið lánað innanlands
2. Með veði í bréfunum sjálfum
3. Með engum eða óverulegum vöxtum
4. Öðrum kaupendum hafnað án viðræðna
5. Kaupandinn hefur enga þekkingu á rekstrinum sem hann er að kaupa
6. Kaupandinn getur ekki fengið lán í banka og þess vegna verður seljandinn að lána honum
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
ragginar
Töflunotandi
Posts: 728
Joined: Thu Mar 03, 2005 12:58 pm
Location: Kópavogsbryggja

Re: Stutt samantekt Magma ránsins

Postby ragginar » Sun Oct 24, 2010 1:22 pm

Mér líður bara illa af því að lesa þetta.
Alveg að springa.


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron