Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby siggi punk » Tue Sep 28, 2010 9:50 am

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... ngishusid/

„Við erum um það bil þrjátíu sem stöndum að þessu. Markmiðið er fyrst og fremst að senda skilaboð til stjórnvalda með táknrænum hætti,“ segir Steinn Immanúel Sörensson skartgripasmiður en hann er annar skipuleggjenda fyrirhugaðra mótmæla við Alþingishúsið aðfaranótt föstudags.

Ætlunin er að fjöldi fólks leggist til svefns í svefnpokum en ljóst má vera að kalt er orðið í veðri á þessum tíma sólarhrings í októberbyrjun.

„Heimilin í landinu eru í miklum vanda. Við erum tveir sem fengum hugmyndina að þessu. Við erum enn á því að reyna skuli að koma skilaboðum friðsamlega til stjórnvalda, þótt það virðist ganga erfiðlega oft á tíðum.
Má af þessu skilja að þið séuð ósátt við aðgerðir stjórnvalda?

„Já. Mér finnst hún algerlega hafa svikið kosningaloforð sín. Hún lofaði að vernda heimilin þegar hún tók við völdum. Ég tel að það eigi að fara í flata leiðréttingu á húsnæðislánum. Mér finnst einnig að það ætti að banna nauðungarsölur.“

- Hefur hópurinn, eða samtökin, nafn?

„Hann heitir nú ekkert sérstakt. Þetta er hópur fólks sem er mikið í samskiptum á Fésbókinni. Við höfum kynnst í gegnum mótmæli.“

- Þú ert skráður til heimilis í Reykjanesbæ. Er þetta fólk eingöngu af Suðurnesjum?

„Nei. Þetta er fólk úr Reykjavík, Hafnarfirði og allsstaðar að. Við ætlum að mæta um miðnætti.“

- Hyggst hópurinn bíða þangað til þingmenn mæta í þinghúsið að morgni föstudags [er haustþing kemur saman eftir stutt hlé]?

„Það verður að ráðast. Við verðum væntanlega rekin í burtu ef við verðum fram eftir. Það má reikna með því.“

- Eruð þið að reyna að koma af stað nýrri Búsáhaldabyltingu?

„Því miður er ég hræddur um að ný friðsöm byltingi sé varla möguleg. Ég held að það verði allt brjálað ef nauðungarsölurnar fara af stað,“ segir Steinn
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby Torturekiller » Tue Sep 28, 2010 12:39 pm

Fyrst var lamið á potta, nú á að sofa. sjii..
Image

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby TheTrueGengurAVatni » Tue Sep 28, 2010 5:14 pm

Fyrst var lamið á potta, nú á að sofa. sjii..
Já, ég meina... Er ekki jólatré þarna eða eitthvað?
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby Torturekiller » Tue Sep 28, 2010 5:25 pm

Segðu þú mér, eða eitthvað. Held að löggurnar mæti þangað með kylfur...
Image

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby TheTrueGengurAVatni » Tue Sep 28, 2010 5:29 pm

Já, það verður tekið hart á þessari svefnpokabyltingu!
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

User avatar
pjakkur
1. stigs nörd
Posts: 1789
Joined: Mon Jun 13, 2005 1:17 am
Location: bara heima

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby pjakkur » Thu Sep 30, 2010 2:28 pm

djöffull væri fyndið að henda gasbombu á svefnbyltingu, HAH! :scratchchin
www.myspace.com/muckiceland
[img]http://snubnosedmonkey.wildlifedirect.org/files/2007/10/snubnose-1.jpg[/img]

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby TheTrueGengurAVatni » Thu Sep 30, 2010 6:38 pm

djöffull væri fyndið að henda gasbombu á svefnbyltingu, HAH! :scratchchin
Hvernig þá?
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby Bubble boy » Thu Sep 30, 2010 11:55 pm

djöffull væri fyndið að henda gasbombu á svefnbyltingu, HAH! :scratchchin
uhhhhhhhhhhh.....
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
1349
Töflunotandi
Posts: 394
Joined: Mon Jun 25, 2007 11:36 pm

Re: Hyggjast sofa við alþingi í nótt

Postby 1349 » Fri Oct 01, 2010 5:09 am

Ekkert smá mikið af ölvuðu fólki þarna , en væntanlega af illri nauðsyn. Ekki beint kósý að sofa í þessum kulda allsgáður.


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron