Tölvufyrirtækin og stóri bróðir

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Tölvufyrirtækin og stóri bróðir

Postby siggi punk » Tue Sep 28, 2010 9:46 am

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1350506

Eftir Guy Sorman: "Kapítalismi er alltaf kaup kaups: við þurfum að sætta okkur við ósiðlega hegðun gróðafyrirtækja sem skaffa okkur nytsamleg ný verkfæri."


París | Netnotendur um allan heim eru haldnir rómantískri tálsýn um netheima. Í huga flestra okkar vefrápara veitir netið falska tilfinningu algers frelsis, valds og nafnleyndar.

Af og til skjóta vitaskuld um kollinum óumbeðnar tilkynningar og auglýsingar, sem fyrir dularfulla tilviljun tengjast okkar persónulegustu venjum. Þær minna okkur á að við netnotendur erum vissulega undir stöðugu rauneftirliti. Þegar þeir, sem eru að fylgjast með, eru aðeins knúnir af viðskiptalegum hvötum virðist slíkur ruslpóstur aðeins vera minniháttar brot. Í Kína og Rússlandi eru hins vegar ekki óumbeðnir prangarar í eftirlitinu heldur lögreglan.

Microsoft leiðitamt Rússum
Rússneskir mannréttindafrömuðir og umhverfissamtökin Umhverfisbylgjan Baikal hefðu því ekki átt að láta sér koma á óvart þegar lögreglumenn af holdi og blóði – ekki netveirur – gerðu tölvur þeirra upptækar ásamt skránum, sem á þeim voru geymdar. Á tímum Sovétríkjanna hefði KGB kært þessa andófsmenn, sem eru á móti Pútín, fyrir andlega vanheilsu. En þar sem nú á að hafa risið „nýtt Rússland“ eru andófsmennirnir á netinu sakaðir um brot á hugverkarétti.

Þeir notuðu, sjáið til, tölvur með búnaði frá Microsoft og gátu ekki sýnt fram á að honum hefði ekki verið stolið. Með því að gera tölvurnar upptækar gat rússneska lögreglan að sögn staðfest hvort hugbúnaðurinn frá Microsoft, sem var verið að nota, hefði verið settur upp með löglegum hætti.

Á yfirborðinu virðast Microsoft og lögregla Vladimírs Pútíns forsætisráðherra vera skrítnir rekkjunautar. En er það svo? Vottaðir fulltrúar Microsoft lýstu yfir því að þeir myndu ekki setja sig upp á móti lögregluaðgerðum Rússa vegna þess að fyrirtækið frá Seattle yrði að hlýða rússneskum lögum. Svo loðna yfirlýsingu má túlka sem annaðhvort virkan stuðning við rússnesku lögregluna eða viljalaust samstarf. Þess utan hefur Microsoft í fyrri málum aðstoðað rússnesku lögregluna við að rannsaka samtök sem eru óháð ríkisvaldinu.

Ljóst er að þeir, sem berjast fyrir mannréttindum í Rússlandi, geta ekki og ættu ekki að treysta á Microsoft sem bandamann í tilraunum sínum til að byggja upp opnara samfélag. En hegðun Microsoft, sem er loðin þegar best lætur, er hluti af mynstri. Satt að segja er framganga netfyrirtækja í alræðisríkjum bæði samkvæm sjálfri sér og ljót.

Yahoo var frumkvöðullinn og lagði línurnar í virkri samvinnu net- og hátæknifyrirtækja við pólitíska kúgun. Árið 2005 lét Yahoo kínversku lögregluna fá tölvukóða andófsblaðamannsins Shi Tao. Shi Tao hafði sent skilboð þar sem hann dásamaði lýræðið og ritskoðarar tóku eftir því. Lögreglan notaði vísbendinguna frá Yahoo og handtók hann. Shi er enn í dag í fangelsi.

Á þeim tíma lýstu stjórnendur Yahoo í Bandaríkjunum yfir því líkt og Microsoft í Rússlandi að þeir yrðu að fylgja kínverskum lögum. Shi Tao hefur án efa glaðst þegar hann frétti það í fangaklefann að Kína væri réttarríki, ekki kommúnistaríki þar sem flokkurinn réði öllu. Shi Tao berst nefnilega fyrir réttarríkinu.

Google virtist, að minnsta kosti um tíma, fylgja annarri stefnu í viðskiptum sínum í Kína og lúta hinu margyfirlýsta siðaboði „ekki gera illt“ („Don't be evil“). Fyrirtækið úr Sílikondal flutti starfsemi sína frá kínverska meginlandinu til Hong Kong, þar sem enn er nokkurt frelsi, árið 2009. Á leitarvélinni í Hong Kong gátu kínverskir netverjar lesið um Taívan, fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar 1989 eða Dalai Lama. Á Google.cn komu þessar upplýsingar einfaldlega ekki fram frekar en leitarniðurstöður margra annarra bannaðra hugtaka.

Með þessum leik virtist Google sameina yfirlýsta frelsisheimspeki sína viðskiptasiðferði sínu. En sú sameining stóð ekki lengi: Google hafði sætt sig við ritskoðun frá því að fyrirtækið byrjaði að reyna að komast inn á kínverska markaðinn 2006. Eftir sex mánuði í Hong Kong tóku peningarnir völdin: Google endurvakti þjónustu sína í Kína og ritskoðunin var sú sama og áður. Þegar upp var staðið tapaði Google virðingu sinni, ekki kínverski kommúnistaflokkurinn.

Gróðavon ýtir siðferði til hliðar
Yahoo, Google og Microsoft hafa því farið sláandi líka leið: aðgangur að arðvænlegum mörkuðum ýtti siðferðiskvíðanum til hliðar. Fyrirtækin bjóða upp á tæki, sem pólitískt eru hlutlaus. Andófsmenn reyna að nota þau til að efla lýðræði. Lögreglan notar þau til að halda andófsmönnum niðri. Microsoft, Yahoo og Google græða peninga hvort heldur sem er – rétt eins og segjum IBM, sem á fjórða áratug liðinnar aldar seldi nasistastjórninni reiknivélar sínar: nasistarnir notuðu þessar vélar til að stofnanavæða morðin á fórnarlömbum sínum.

Ættum við að hneykslast á því að netfyrirtæki setji gróða framar siðferði? Þau eru þegar öllu er á botninn hvolft venjuleg fyrirtæki í leit að hagnaði rétt eins og IBM á Hitlerstímanum. Netfyrirtæki gætu umfram önnur falið hinn raunverulega tilgang sinn á bak við sýndarslagorð með lýðræðislegum hljómi, en þegar upp er staðið eru þau eins og hver önnur auglýsing. Í auglýsingum og kynningum fer orðavalið eftir væntingum viðskiptavina, ekki hugsjónum stjórnendanna því að yfirleitt hafa þeir engar.

Kapítalismi er alltaf kaup kaups: við þurfum að sætta okkur við ósiðlega hegðun gróðafyrirtækja sem skaffa okkur nytsamleg ný verkfæri. Þessi verkfæri geta nýst Írönum, sem berjast gegn einræði, eða tíbeskum andófsmönnum, sem eru að reyna að bjarga menningu sinni. Þau má einnig nota til að reikna út fjölda gyðinga, sem hefur verið útrýmt, stinga kínverskum andófsmanni í fangelsi eða leysa upp mannréttindasamtök í Rússlandi.

Microsoft í Rússlandi eða Google í Kína kenna okkur að kapítalismi er ekki siðlegur: hann er bara skilvirkur. Frumkvöðlar eru ágjarnir samkvæmt skilgreiningu: ef þeir væru það ekki myndu þeir fara á hausinn. Opið samfélag verður aldrei búið til eða haldið við af réttsýnum frumkvöðlum eða verður hliðarafurð pólitískrar verkfræði. Frelsi verður eins og alltaf háð framtaki árvökulla, frjálsra karla og kvenna.

Höfundur er franskur heimspekingur og verkfræðingur og höfundur Hagfræðin lýgur ekki. © Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Ljósberinn
1. stigs nörd
Posts: 1343
Joined: Tue Aug 19, 2003 2:52 pm
Location: Honor to those who in the life they lead / define and guard a Thermopylae

Re: Tölvufyrirtækin og stóri bróðir

Postby Ljósberinn » Tue Sep 28, 2010 5:23 pm

:meditate
[i][size=117]All those moments will be lost in time, like tears in the rain...[/i][/size]


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron