Næsta fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn nímenningunum verður
miðvikudaginn 15. september kl. 08:30. Um er að ræða uppkvaðninu á
úrskurði Péturs Guðgeirssonar, dómara í málinu, vegna kröfu fjögurra
sakborninga um að Lára V. Júlíusdóttir, settur saksóknari víki sæti. Í
síðustu fyrirtöku þann 8. september tókust þau Lára... og Ragnar
Aðalsteinsson, verjandi sakborninganna fjögurra, á um meinta vanhæfni
Láru, meðal annars vegna starfstengsla hennar og óformlegra samskipta við
brotaþolann Alþingi.
Fyrirtakan tekur einungis um 20 mínútur en það breytir ekki nauðsyn
þess að fólk mæti til að sýna nímenningunum stuðning. Nú styttist í
aðalmeðferð málsins og því mjög mikilvægt að ákæruvaldið, dómsvaldið og
ekki síst fjölmiðlar, átti sig á þeim stuðningi sem nímenningarnir hafa.
Lækjartorg, miðvikudaginn 15. september kl. 08:30.
Munið heimasíðuna: www.rvk9.org