Er Ísland alræðisríki?

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Ljósberinn
1. stigs nörd
Posts: 1343
Joined: Tue Aug 19, 2003 2:52 pm
Location: Honor to those who in the life they lead / define and guard a Thermopylae

Er Ísland alræðisríki?

Postby Ljósberinn » Fri Sep 03, 2010 12:34 pm

http://blog.eyjan.is/iris/2010/08/30/er ... aedisriki/
Er Ísland alræðisríki?

Spurningin virðist fjarstæðukennd.

Ég hef alltaf ímyndað mér að alræðisríki væru eins og Þýskaland Hitlers eða Sovétríki Stalíns, en sennilega er áhrifamesta alræðisstjórnin sú sem enginn (utan hennar, a.m.k.) myndi þekkja sem slíka. Eins og froskurinn frægi í súpupottinum myndum við ekki taka eftir hvernig landsföðurleg valdsstétt smám saman tryði á réttindum okkar – í okkar „eigin þágu“ að sjálfsögðu – fyrr en það væri orðið of seint.

Á yfirborðinu virðist Ísland hafa á sér villta-vestursbrag. Við stærum okkur af því að vera „sjálfstætt fólk“ sem trúir, eins og Halldór Laxness ritaði, að „Íslendingar eru gömul sjálfstæðis- og frelsisþjóð…þessi frelsisþrá, hún liggur í blóðinu…Ísland er upphaflega byggt af frjálsbornum höfðingjum sem vildu heldur lifa og deyja út af fyrir sig en þjóna erlendum konungi.“

En þetta einkenni okkar virðist vera í útrýmingarhættu. Ekki vegna umsóknar að ESB, eins og margir álíta. Nei, þessi uppgjöf einstaklingsréttinda hefur lengi verið í gerjun og við erum sjálf algjörlega ábyrg fyrir uppskriftinni.

Alræði er stjórnkerfi þar sem ríkið viðurkennir engin höft á eigin valdi og reglugerir öll svið opinbers og einkalífs: “…litlum kjarna manna með sterkan leiðtoga í broddi fylkingar er ætlað að stjórna…réttu leiðtogarnir…hafa vit fyrir þegnunum og skynja hvað fólkinu er fyrir bestu.”[1] J.L. Talmon notaði hugtakið „alræðislýðræði“ til að lýsa stjórnkerfi þar sem löglega kosnir fulltrúar halda saman þjóð þegna sem þrátt fyrir kosningarétt hafa lítil sem engin áhrif á ákvarðanatökur stjórnvalda

Íslandi hefur frá upphafi verið stjórnað af fámennum valdaklíkum, sem tekið hafa allar mikilvægar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar. Völd Kolkrabbans fræga hafa dvínað, en bankarnir, fjármálageirinn og stjórnmálaflokkarnir halda áfram að þjóna sjálfkjörinni yfirstétt.

Á undanförnum áratugum höfum við horft upp á ríkisstjórnir færa fámennum (og óhæfum) forréttindahópi auðlindir okkar og stofnanir á silfurbakka. Stjórnvöld hafa ákveðið að við skyldum nota gífurlegar orkuauðlindir okkar til að knýja álver – okkur kemur ekki við hvaða verði þessi auður okkar er seldur. Umdeildar breytingar á vatnalögum myndu stórauka réttindi landeigenda á kostnað almennings.

Allt þetta gerir Ísland hugsanlega að þjófræði, en ef til vill ekki alræði. Í raun virðist sem við höfum meiri einstaklingsréttindi en nokkru sinni fyrr. Samkynhneigðir hafa rétt til að ganga í hjónaband, þrátt fyrir andstöðu þjóðkirkjunnar. Landið gæti orðið griðastaður frjálsar fjölmiðlunar ef löggjöf þess efnis nær fram að ganga. Okkur er frjálst að koma og fara að vild, ríkið hlerar ekki samskipti okkar og svo mætti lengi telja.

Þegnarnir hafa hins engin áhrif á ákvarðanatökuferli framkvæmdavaldsins. Þó þjóðin hafi leyst út bankana eftir hrunið hefur hún ekkert um stjórnun þeirra að segja. Þó bankarnir hafi afskrifað lán upp á þúsundir milljarða fáum hvorki við né þingmenn okkar marktækar upplýsingar um hverjir hafi notið þessarar gjafmildi þjóðarinnar.

Meðlimir fjármálakartelsins sem leiddi þjóðina í glötun sitja enn í stjórnum stærstu fyrirtækja og stofnana. Stjórnmála- og embættismenn sem sátu yfir spillingunni og vanhæfninni eru enn í áhrifastöðum. Fjölmiðlarnir, klappstýrur auðvaldsherranna, eru á sama stað og áður.

Restin af þjóðinni – sem var svo auðtrúa að gleypa við fréttaflutningi þeirra af íslenskum yfirburðum – sekkur hins vegar æ dýpra undir járnhælinn. Nýlega var okkur sagt að enn einu sinni væri hið dýrmæta, úttútna bankakerfi þjóðarinnar í hættu vegna Hæstaréttardómanna sem ógiltu gengistryggðu lánin. Stjórnvöld ákváðu því að hinir (ókjörnu) regluverks- og eftirlitsaðilar– sem í sínum stórbrotna atgervisskorti yfirsást það hlutverk sitt að stöðva þessi ólöglegu lán til að byrja með – hafi einhvern veginn rétt til þess að ákvarða lánakjörin í þessum einkaréttarlegu samningum.

Ef ríkið getur endurskrifað þessa samninga (í „almannaþágu,“ að sjálfsögðu), hvers vegna þá ekki aðra samninga? Ef verslun er í fjárhagsvanda vegna þess að kaupmaðurinn reiknaði ekki nógu háa álagningu til að skila hagnaði, mun ríkið þá neyða viðskiptavini verslunarinnar til að borga afturvirkt verð sem einhver embættismaður ákveður að kaupmaðurinn hefði átt að krefjast fyrir vörur sínar? Ef verksmiðja sér fram á gjaldþrot vegna kostnaðar við lagfæringu gallaðrar vöru mun ríkið ákveða að upphaflegt verð vörunnar hafi verið of lágt og senda öllum kaupendum reikning fyrir viðbótargreiðslu?

Ein af hetjum nýfrjálshyggjunnar, F.A. Hayek, ritar í Leiðin til ánauðar að miðstjórn efnahagsmála muni óhjákvæmilega leiða til alræðis því markmið ríkisins krefjist skjótra og afgerandi aðgerða. Í lýðræði sé þetta ferli of hægfara svo vald ríkisins til gerræðislegrar ákvarðanatöku muni aukast. Þrátt fyrir að aðalhlutverk ríkisins ætti að takmarkast við að tryggja lög og reglu– og í lagasafni Alþingis eru engin lög sem tryggja að bankar eigi alltaf að hagnast á lánastarfsemi eða sem heimila ríkinu að endurskrifa einkaréttarsamninga– er það takmarkaða hlutverk á skjön við þá trú stjórnvalda að gjaldþrot banka muni valda efnahagskerfi landsins óbætanlegu tjóni.

Það er ekki eins og ekki séu til aðrar lausnir á þessu vandamáli. Stefna má lögmanni fyrir tjón (sbr. 25. gr. l. 77/1998) sem hlýst af því að hann af vanrækslu leggur blessun sína yfir ólögmætan samning (ástæðan fyrir tilvist starfsábyrgðartryggingar). Ef unnt er að neyða lántakendur til að greiða, afturvirkt, hærri vexti, hvers vegna þá ekki að draga þá aðila innan bankanna til ábyrgðar sem kokkuðu upp þessa lánastarfsemi og seldu viðskiptavinum og láta þá endurgreiða gjöld, kostnað og bónusa sem þeir fengu fyrir vikið?

Íslensk stjórnvöld trúa því að rekstrarerfiðleikar bankanna muni valda heimsenda (þau virðast einnig á þeirri skoðun að bankar, ólíkt öðrum fyrirtækjum á hinum frjálsa markaði sem hafa tækifæri til að hagnast, eigi að hafa gulltryggðan rétt til að tapa aldrei peningum). Undir eðlilegum kringumstæðum ætti hrun kapítalismans að hafa leitt af sér stofnun nýrra banka undir stjórn hæfra stjórnenda með viðunandi móralska áttavita, en óbilandi stuðningur ríkisins við þessar misheppnuðu stofnanir – þrátt fyrir langvarandi vanhæfni og siðleysi stjórnenda þeirra, lögmanna og annarra vitorðsaðila – hefur í raun lamað alla samkeppni og nýsköpun.

Þetta er einmitt hættan í alræðislýðræði. Embættismenn ríkisins, sem trúa að þeir einir búi yfir hinum fullkomna pólitíska sannleika, sem allar skynsamlegar mannverur ættu að vera sammála um, álíta það skyldu sína að grípa til hvaða aðgerða sem þeir álíta nauðsynlegar til að ná markmiðum sínum. Þó sennilega séu flestir Íslendingar sammála yfirlýsingu AGS þess efnis að íslenska bankakerfið sé enn allt of stórt, virðist það vera aðalmarkmið fjármálastofnana ríkisins að tryggja óskoruð yfirráð bankanna yfir íslensku þjóðfélagi.

„Maður er þó ævinlega sjálfstæður maður heima í kotinu sínu“ segir Bjartur í Sumarhúsum. „Hvort sem maður lifir eða drepst, þá kemur það öngvum við utan manni sjálfum…í því álít ég að sjálfstæðið sé fólgið.“ Bankarnir eiga veð í heimilum okkar flestra og nota vald sitt til að tryggja að verð þeirra haldist himinhátt svo öruggt sé að við munum aldrei eignast þau. Við vinnum eins og skepnur til að borga óforsvaranlega háar verðtryggðar (sem tíðkast hvergi á byggðu bóli nema hér) lánaafborganir, við verjum frítíma okkar í að glápa á fjölmiðla bankakartelsins og kjósum bólfélaga bankanna á þing.

Jú, við höfum frjálsar kosningar, en eins og Herbert Marcuse benti á, „Frjálsar kosningar húsbóndanna útrýma hvorki þeim né þrælunum.“ Jú, við höfum tjáningarfrelsi, en það er temprað af hvísli um að eins gott sé að þú gætir að „hvað þú segir,“ eða þú færð ekki vinnuna eða lánið eða styrkinn, gleymdu því að komast í áhrifastöður. Jú, við höfum réttindi og frelsi, meðan þau ekki standa í vegi markmiðanna að ofan.

Ekki er útilokað að Búsáhaldabyltingin og sveitastjórnarkosningarnar hafi verið vísbendingar um nýja tíma, en áframhaldandi vinsældir hrunsflokkanna – eins og áframhaldandi vinsældir Stalíns í Rússlandi – benda til þess að mörgum finnist afsal einstaklingsábyrgðar (og frelsis) gegn sýndaröryggi föðurlegrar valdsherrastéttar vera viðunandi skipti.
[Ég á engar athugasemdir þarna, hef ekki mikið verið fyrir bloggin, né að kommenta á þau.]

http://en.wikipedia.org/wiki/Inverted_totalitarianism
:meditate
[i][size=117]All those moments will be lost in time, like tears in the rain...[/i][/size]

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Er Ísland alræðisríki?

Postby Atli Jarl » Fri Sep 03, 2010 12:37 pm

TL;DR
HELL IS MY NAME

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Re: Er Ísland alræðisríki?

Postby Hamfari » Fri Sep 03, 2010 12:59 pm

Hún kemur alveg með réttmæta gagnrýni en að líkja stöðunni við alræði er út í hött. Þetta er og hefur verið fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir skíta af og til uppá bak.
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Er Ísland alræðisríki?

Postby siggi punk » Sat Sep 04, 2010 1:27 am

Ég hef aðeins á tilfinningunni að þessi litli menningarhópur sem byggir þessa eyju sé aðeins að tapa sínu pólitíska sakleysi -þ.e. að missa barnatrúna á að yfirvaldið vilji þeim vel.

Fleiri sjá að allir pólitíkur hegða sér af valdafíkn þegar komnir til valda. Sjá spillingu hjá fyrirtækjum sem eiga að heita í eigu og þjónustu almennings og sjá að fyrrverandi biskup var nauðgari (meira að segja barnanauðgari) og þagað var yfir því meðal opinberra fulltrúa guðs á jörðu.

Þessi áttun er að skapa ringulreið þar sem fæstir hafa hugmyndir hvað er hægt að gera í staðinn fyrir fulltrúalýðræði og opinberar stofnanir til að halda félagslegri þjónustu gangandi. Mér finnst það gullfallegt þegar ég horfi á það sem hluta af þróun.


Þessi áttun er líka ein af ástæðunum fyrir að fleiri eru hættir að líta á okkur anarkistana sem vanvita.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron