40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby siggi punk » Mon Aug 23, 2010 5:14 pm

Af Smugunni: http://www.smugan.is/frettir/nr/3769

Fjörutíu ár verða liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu 25. ágúst
næstkomandi. Hátíðarhöld verða í Mývatnssveit til að minnast þessara
tímamóta í umhverfisvernd. Þau hefjast með athöfn í Helgey við
Miðkvísl kl. 18.00 á miðvikudaginn. Þar verður afhjúpaður minnisvarði
um stíflurofið, einn sprengjumanna ávarpar samkomuna og kirkjukór
sveitarinnar syngur.

Allir sem hafa áhuga á náttúruvernd og láta sig verndun Mývatns og
Laxár varða eru boðnir velkomnir en til að komast að Miðkvísl
er ekið af Mývatnssveitarvegi nyrðri rétt ofan Geirastaða.

Laxárdeilan markaði þáttaskil í átökum um sjónarmið náttúruverndar og virkjana hér á landi. Deilan stóð frá 1968 til 1974 og snerist um hvort varðveita skyldi Mývatns- og Laxársvæðið eða eyða því í núverandi mynd í þágu raforkuframleiðslu. Framkvæmdaaðilar létu að lokum í minni pokann, fallið var frá áformum um Gljúfurversvirkjun og Alþingi setti 1974 lög um verndun Laxár og Mývatns. Lífríki svæðisins er einstætt á heimsvísu og nú undir ákvæðum Ramsarsáttmálans um alþjóðlega vernd votlendis. Laxá er ein fallegasta og vinsælasta silungs- og laxveiðiá Íslands.

Framkvæmdir við Gljúfurversvirkjun hófust vorið 1970. Í fjórum áföngum var m.a. gert ráð fyrir 57 metra hárri stíflu efst í gljúfrunum við Brúar. Lónið hefði náð meira en fram í miðjan Laxárdal og gert allar jarðir þar óbyggilegar. Einnig var gert ráð fyrir fimmta áfanga, Suðurárveitu, samkvæmt áætlun Orkustofnunar. Þá yrði stíflan hækkuð og lónið stækkað með því að veita Suðurá í Svartárvatn og Svartá þaðan í Kráká sem fellur í Laxá rétt neðan við Mývatn. Í heild gerði þessi áætlun ráð fyrir því að Laxá og fyrrnefnd fallvötn auk Skjálfandafljóts yrðu nýtt þremur virkjunum: Laxárvirkjun neðri við Brúar, Laxárvirkjun efri nýtti vatn frá Mývatni niður í Laxárdal og Krákárvirkjun, sem yrði neðanjarðar suður af bænum Gautlöndum myndi nýta vatn úr stóru uppistöðulóni norðvestur af Sellandafjalli. Skjálfandafljóti yrði veitt með skurði í Svartárvatn og þaðan um Suðurárveitu í Kráká og áfram í Laxá. Lífríki Mývatns og Laxár í núverandi mynd hefði eyðilagst ef þessi áform hefðu orðið að veruleika.

Fréttnæmasti og afdrifaríkasti atburður Laxárdeilunnar var sprenging Miðkvíslarstíflu 25. ágúst 1970. Til verksins voru menn kvaddir eftir jarðarför á Skútustöðum í Mývatnssveit fyrr þennan dag. Leynt urðu áformin að fara því auðvelt hefði verið að hindra aðkomu að stíflunni ef eitthvað hefði spurst út. Því var þess gætt að enginn sem sem aðhylltist sjónarmið virkjunarmanna fengi veður af því hvað til stæði. Við sprengjurofið beittu menn handverkfærum, tveimur dráttarvélum og dýnamíti. Þátttakendur hafa lýst atburðinum sem tilfinningaþrunginni stund, einkum þegar stíflan brast og áin rann frjáls fram. Með rofi stíflunnar tókst mönnum með táknrænum hætti að vekja verulega athygli á málstað sínum, bæði innanlands og utan.

Réttarhöld yfir sprengjumönnum stóðu vikum saman. Ekki er nákvæmlega vitað nú hve margir voru við Miðkvísl þetta kvöld en 65 voru ákærðir fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu. Í þann hóp vantar marga m.a. alla þá yngstu. Undir yfirlýsingu þar sem menn lýstu verkinu á hendur sér rituðu 88. Þar að auki skrifuðu 113 undir yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu veitt liðsinni sitt í orði eða verki. Ekki var upplýst hverjir hefðu verið forsprakkar við stíflurofið, stýrt dráttarvélum eða beitt sprengiefni. Dómar voru vægir. Á neðra dómsstigi þótti rétt með skírskotun til málsatvika að refsing yrði látin niður falla en í Hæstarétti hljóðaði dómurinn upp á skilorðsbundna sekt.

Sigurður Gizurarson, lögmaður þeirra sem ákærðir voru telur að sprenging Miðkvíslarstíflu hafi verið merkilegasta og öflugasta athöfn í sögu náttúruverndar hér á landi. Hún hafi verið hin táknrænu tímamót, þegar halla tók undan fæti fyrir stjórn Laxárvirkjunar í deilunni við Þingeyinga um Gljúfurversvirkjun.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

Linus
Töflunotandi
Posts: 766
Joined: Thu Jun 22, 2006 9:20 am

Re: 40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby Linus » Tue Aug 24, 2010 6:59 pm

Vá frábært að fá söguna á hreint. Leiðinlegt að hafa misst af hátíðarhöldunum.
Michael Horse

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: 40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby Varg » Tue Aug 24, 2010 11:35 pm

Vá frábært að fá söguna á hreint. Leiðinlegt að hafa misst af hátíðarhöldunum.
þetta er nú ekki fyrr en á morgunn

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: 40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby TheTrueGengurAVatni » Wed Aug 25, 2010 12:34 pm

Vá frábært að fá söguna á hreint. Leiðinlegt að hafa misst af hátíðarhöldunum.
þetta er nú ekki fyrr en á morgunn
algjör óþarfi að pæla í smáatriðunum þegar maður er með allt á hreinu. tær snilld!
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

Linus
Töflunotandi
Posts: 766
Joined: Thu Jun 22, 2006 9:20 am

Re: 40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby Linus » Wed Aug 25, 2010 3:26 pm

Heyrðu já. Það er ennþá ágúst. Þegar ég las þetta fyrst var ég með það á tilfinningunni að komin væri september.
Michael Horse

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: 40 ár frá sprengingu Laxárstíflu

Postby Varg » Thu Aug 26, 2010 12:38 pm

http://www.smugan.is/forsidugreinar/nr/3797
það var einginn smá mæting á þetta


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron