Kosningar í vor - Hvað og hvar

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Kosningar í vor - Hvað og hvar

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Feb 22, 2010 4:01 pm

Ég veit að það er dónaskapur að spyrja fólk hvað það ætli að kjósa en ég er nú dóni. Þannig að ég spyr ykkur:

A: Hvaða sveitarfélagi kjósið þið í?

B: Hvaða flokk/lista ætliði að kjósa í vor? (eða skila auðu/ógildu/ekki mæta á kjörstað)


Ég:

A: Hafnarfirði

B: Hef ekki gert upp við mig. Annað hvort Samfó eða VG, líklegra að ég kjósi VG. Er ekki ánægður með núverandi bæjarstjórn. Kýs að sjálfsögðu ekki íhaldið. Að kjósa Framsókn hér í bæ væri eins og að skila auðu, þar sem þeir mælast varla.
Allt er betra en íhaldið

Daði
2. stigs nörd
Posts: 2853
Joined: Sun Jul 08, 2007 10:56 am
Location: Vesturbærinn

Postby Daði » Mon Feb 22, 2010 4:21 pm

A: Reykjavíkurkjördæmi suður.

B: Sjálfstæðisflokkinn.

Vil líka benda fólki á þetta ef það er ekki klárt á hvar það er á kjörskrá:
http://www.kosning.is/kjosendur/fletta-i-kjorskra
[img]http://threadpit.com/photos/all_styles/210.gif[/img]

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Mon Feb 22, 2010 4:52 pm

A: Kópavogur

B: Mjög óviss. Það verður þó klárlega ekki Samfylkingin. Líklegast B eða D en framboðslistar líta ekkert sérstakelga vel út.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Feb 22, 2010 5:00 pm

Daði: Þetta eru sveitarstjórnarkosningar. Ekkert suður og norður.
Líklegast B eða D en framboðslistar líta ekkert sérstakelga vel út.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Gunnar I. geti unnið með hinum eftir yfirlýsingarnar í morgun.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
LazerbeamJesuz
Töflunotandi
Posts: 730
Joined: Tue Jun 28, 2005 4:24 am

Postby LazerbeamJesuz » Mon Feb 22, 2010 5:01 pm

A: Kópavogur


B: Sjálfstæðisflokkur.
plell

User avatar
Bara og aðeins fyrir þig
1. stigs nörd
Posts: 1950
Joined: Tue Aug 05, 2008 5:43 pm

Postby Bara og aðeins fyrir þig » Mon Feb 22, 2010 5:26 pm

A: Reykjavík

B: Sálfstæðisflokkurinn eða auðu. á eftir að ákveða.
Travelling trough time
space and time
:fridur

Smurf it to me big papa.

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Mon Feb 22, 2010 5:29 pm

RVK
Samfó
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Postby dísa » Mon Feb 22, 2010 5:45 pm

A. Reykjavík.

B. Skila auðu eða VG.
Save me from ordinary, save me from myself

User avatar
skinkuorgel
8. stigs nörd
Posts: 8848
Joined: Wed Jul 17, 2002 5:39 pm

Postby skinkuorgel » Mon Feb 22, 2010 6:09 pm

Garðabær

Ekki hugmynd :normal
www.myspace.com/mordingjarnir

User avatar
Gengur a vatni
alveg eins og jesú
Posts: 10955
Joined: Thu Feb 13, 2003 10:32 am
Location: 101
Contact:

Postby Gengur a vatni » Mon Feb 22, 2010 6:39 pm

Reykjavík

Ekki hugmynd :normal
www.currents-online.com
Currents - Postholf 666 - 121 Reykjavik

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Mon Feb 22, 2010 6:51 pm

Reykjavík, autt eða besti flokkurinn.
I wish I wish I was a fish

User avatar
AmmaRolli
2. stigs nörd
Posts: 2271
Joined: Sat Jul 15, 2006 12:14 pm
Location: Þar sem þú ert þar mun ég vera

Postby AmmaRolli » Mon Feb 22, 2010 7:08 pm

Reykjavík
Ekki viss... samfylkingin eða besti flokkurinn.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Mon Feb 22, 2010 7:32 pm

A: Seltjarnarnes

B: :vitlaus
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Feb 22, 2010 8:23 pm

Reykjavík.
Reikna með að kjósa VG.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 9:22 am

Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
Image

User avatar
Perkins
2. stigs nörd
Posts: 2681
Joined: Fri Oct 12, 2007 5:54 pm

Postby Perkins » Tue Feb 23, 2010 9:48 am

Hafnarfjörður
Ekki hugmynd :normal

User avatar
Draugurinn
Bjáni
Posts: 11805
Joined: Tue Jul 30, 2002 3:00 pm
Location: 10437

Postby Draugurinn » Tue Feb 23, 2010 9:49 am

Mosó

veitekki
http://draugurinn.ismycode.name

[b]„Þetta var heimskulegt af mér. Ég er tannlaus. Hvað var ég að hugsa?“[/b]

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Tue Feb 23, 2010 1:00 pm

veitekki
þú getur selt upp í kjörseðilsumslagið og orðið hinn alræmdi kjörklefagubbari.

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Tue Feb 23, 2010 1:42 pm

Það verður sennilega autt í Rvk frá mér. Ef ég verð últramegafleppzaður á því á kjördag greiði ég kannski Besta flokknum atkvæði
105 youth crew

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Tue Feb 23, 2010 2:15 pm

Reykjavík

líklegast Samfylkingin
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

User avatar
Hvíti Djöfullinn
4. stigs nörd
Posts: 4442
Joined: Wed Sep 17, 2003 9:57 pm
Location: Undir brú

Postby Hvíti Djöfullinn » Tue Feb 23, 2010 5:52 pm

Kópavogur

Atkvæði mitt er til sölu
[IMG]http://img.photobucket.com/albums/v412/nox_horde/lol/STD-kvlt.gif[/IMG]
This is what happens when you kvlt with strangers

Bölverkur
Töflunotandi
Posts: 222
Joined: Thu Dec 20, 2007 3:54 pm

Postby Bölverkur » Tue Feb 23, 2010 6:20 pm

Reykjavík

Alveg eins og seinast þegar ég gekk til kosninga, ætla ég að stela atkvæðinu mínu. Ég er nefnilega að safna.

User avatar
DESTRUCTOR
Now in color
Posts: 11270
Joined: Fri Jul 19, 2002 2:30 pm
Location: Árbær

Postby DESTRUCTOR » Tue Feb 23, 2010 6:52 pm

Reykjavík

Sjálfsstæðisflokkurinn
Image

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Postby Atli Jarl » Tue Feb 23, 2010 6:53 pm

Reykjavík

Eitthvað sem er minnst heimskulegt af því sem er í boði og sem allra lengst frá VG.
HELL IS MY NAME

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 7:24 pm

Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
mjög líklega vegna almennrar heimsku

User avatar
DESTRUCTOR
Now in color
Posts: 11270
Joined: Fri Jul 19, 2002 2:30 pm
Location: Árbær

Postby DESTRUCTOR » Tue Feb 23, 2010 7:29 pm

Býð í ykkur í spurningakeppni eða IQ test anyday hrokafullu kommatittirnir mínir.
Last edited by DESTRUCTOR on Tue Feb 23, 2010 7:31 pm, edited 1 time in total.
Image

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 7:31 pm

Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
mjög líklega vegna almennrar heimsku
Einmitt, hafa engin rök.
Image

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 7:32 pm

Býð í ykkur í spurningakeppni eða IQ test anyday hrokafullu kommatittirnir mínir.
eheheh, eins og það geri mann að betri manni
Image

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Postby Atli Jarl » Tue Feb 23, 2010 7:33 pm

Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
mjög líklega vegna almennrar heimsku
Einmitt, hafa engin rök.
Ég hef heldur ekki séð nein rök frá ykkur af hverju fólk á ekki að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn. Nennið þið að upplýsa okkur hin af hverju ekki á að kjósa hann frekar en eitthvað annað sem í boði er?
HELL IS MY NAME

User avatar
DESTRUCTOR
Now in color
Posts: 11270
Joined: Fri Jul 19, 2002 2:30 pm
Location: Árbær

Postby DESTRUCTOR » Tue Feb 23, 2010 7:33 pm

Þú þekkir mig nú vel Egill, þú veist alveg að ég er langt frá því að vera vitlaus. En þetta er málefni sem við getum rætt yfir bjórglasi við gott tækifæri.
Image

User avatar
Casketcrusher
1. stigs nörd
Posts: 1425
Joined: Mon Mar 22, 2004 12:20 am
Location: brjálaður

Postby Casketcrusher » Tue Feb 23, 2010 7:38 pm

Reykjavík

Sjálfstæðisflokkinn

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 7:48 pm

mér finnst t.d. alveg frábært hvað sjálfstæðismenn reyna að spila sig sem góðu gæjana núna bara vegna þess að þeir eru í stjórnarandstöðu, rakkandi niður stjórnina í fjölmiðlum á meðan hún er að reyna að standa sig sem best í því að þrífa skítinn upp eftir þá.

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Postby Atli Jarl » Tue Feb 23, 2010 7:50 pm

mér finnst t.d. alveg frábært hvað sjálfstæðismenn reyna að spila sig sem góðu gæjana núna bara vegna þess að þeir eru í stjórnarandstöðu, rakkandi niður stjórnina í fjölmiðlum á meðan hún er að reyna að standa sig sem best í því að þrífa skítinn upp eftir þá.
Já, þessi stórfenglega stórn okkar á nefnilega bara hrós skilið? :crazy

Þetta er allt saman rusl, en ég ætla að skoða stefnumál og frambjóðendur rækilega áður en ég tek ákvörðun.
HELL IS MY NAME

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 7:54 pm

mjög líklega vegna almennrar heimsku
Einmitt, hafa engin rök.
Ég hef heldur ekki séð nein rök frá ykkur af hverju fólk á ekki að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn. Nennið þið að upplýsa okkur hin af hverju ekki á að kjósa hann frekar en eitthvað annað sem í boði er?
ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Tue Feb 23, 2010 7:56 pm

Reykjavík

SjálfstæðisflokkinnBasic.

ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Lengi getur vont versnað kallinn minn.
Last edited by Imprimeur on Tue Feb 23, 2010 7:58 pm, edited 2 times in total.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Tue Feb 23, 2010 7:56 pm

Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
mjög líklega vegna almennrar heimsku
Einmitt, hafa engin rök.
Málefnalegu gaurarnir. Já, ég ætla að kjósa það sama og þið.

:killyou
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Postby Atli Jarl » Tue Feb 23, 2010 7:57 pm

ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Það réttlætir ekkert að annar hópur fávita sé kjörinn í stjórn.

Hefur þú eitthvað kynnt þér það sem er í framboði í þessum kosningum?
HELL IS MY NAME

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 7:58 pm

Þú þekkir mig nú vel Egill, þú veist alveg að ég er langt frá því að vera vitlaus. En þetta er málefni sem við getum rætt yfir bjórglasi við gott tækifæri.
Já. Næstu helgi eða þar næstu. Ég er með truflaðar hugmyndir og spurningar hérna bíðandi.
Image

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 8:01 pm

mjög líklega vegna almennrar heimsku
Einmitt, hafa engin rök.
Málefnalegu gaurarnir. Já, ég ætla að kjósa það sama og þið.

:killyou
Ég spurði, þetta var eina svarið á tímabili sem ég fekk. Flokkakerfið, kjörseðillinn, allt, er úrelt, þangað til ég sannfærist upp á nýtt.
Image

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 8:06 pm

ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Það réttlætir ekkert að annar hópur fávita sé kjörinn í stjórn.

Hefur þú eitthvað kynnt þér það sem er í framboði í þessum kosningum?
þetta er vissulega rétt, er ekkert að segja að flokkarnir í stjórn séu eitthvað mikið skárri en mér finnst nú samt frekar óhugnalegt að strengjabrúður mannana sem að komu landinu í þetta ástand fái að valsa rakleiðis aftur í stjórn.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Tue Feb 23, 2010 8:13 pm

Einmitt, hafa engin rök.
Málefnalegu gaurarnir. Já, ég ætla að kjósa það sama og þið.

:killyou
Ég spurði, þetta var eina svarið á tímabili sem ég fekk. Flokkakerfið, kjörseðillinn, allt, er úrelt, þangað til ég sannfærist upp á nýtt.
Þar sem að ég bý í smábænum Seltjarnarnesi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd frá upphafi alheimsins og bærinn hefur verið virkilega vel rekinn og uppbygging góð hingað til, bæjarfélagið er sennilega það best stadda á landinu eins og er, þá sé ég ekki nokkurn annan kost í stöðunni en að kjósa þennan flokk.

Hvað kollega þeirra í öðrum bæjarfélögum og á landsvísu varðar, þá veit ég minna um það. Fólk verður að gera þetta upp við sig sjálft og ef það er sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki hinna flokkanna þá er það fínt mál. Ég sé ekki hvaða rétt þið hafið til að kalla þá heimska sem telja það vera besta kostinn í stöðunni.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Tue Feb 23, 2010 8:15 pm

ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Það réttlætir ekkert að annar hópur fávita sé kjörinn í stjórn.

Hefur þú eitthvað kynnt þér það sem er í framboði í þessum kosningum?
þetta er vissulega rétt, er ekkert að segja að flokkarnir í stjórn séu eitthvað mikið skárri en mér finnst nú samt frekar óhugnalegt að strengjabrúður mannana sem að komu landinu í þetta ástand fái að valsa rakleiðis aftur í stjórn.
Það er verið að tala um bæjar og borgarstjórnarkosningar. Þú ert væntanlega að tala um Alþingi. Þar eru strengjabrúður útrásarvíkinganna í stjórn, Samfylkingin.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Postby Torturekiller » Tue Feb 23, 2010 8:22 pm

Málefnalegu gaurarnir. Já, ég ætla að kjósa það sama og þið.

:killyou
Ég spurði, þetta var eina svarið á tímabili sem ég fekk. Flokkakerfið, kjörseðillinn, allt, er úrelt, þangað til ég sannfærist upp á nýtt.
Þar sem að ég bý í smábænum Seltjarnarnesi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd frá upphafi alheimsins og bærinn hefur verið virkilega vel rekinn og uppbygging góð hingað til, bæjarfélagið er sennilega það best stadda á landinu eins og er, þá sé ég ekki nokkurn annan kost í stöðunni en að kjósa þennan flokk.

Hvað kollega þeirra í öðrum bæjarfélögum og á landsvísu varðar, þá veit ég minna um það. Fólk verður að gera þetta upp við sig sjálft og ef það er sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki hinna flokkanna þá er það fínt mál. Ég sé ekki hvaða rétt þið hafið til að kalla þá heimska sem telja það vera besta kostinn í stöðunni.
Wotan fekk þig, eina Sjálfstæðismanninn hérna á Töflunni, til að mala útúr þér Sjálftæðisflokks-skoðunum þínum, sem eru í sjálfsum sér góðar. Jæja búið að kreista sannleikanum úr EINUM, það tók á andskotinn hafi það :lol
Image

Daði
2. stigs nörd
Posts: 2853
Joined: Sun Jul 08, 2007 10:56 am
Location: Vesturbærinn

Postby Daði » Tue Feb 23, 2010 8:31 pm

Einmitt, hafa engin rök.
Ég hef heldur ekki séð nein rök frá ykkur af hverju fólk á ekki að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn. Nennið þið að upplýsa okkur hin af hverju ekki á að kjósa hann frekar en eitthvað annað sem í boði er?
ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Ég myndi kynna þér söguna lengra aftur en til 2007 áður en þú ferð að gubba svona fullyrðingu útúr þér.
[img]http://threadpit.com/photos/all_styles/210.gif[/img]

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Tue Feb 23, 2010 8:33 pm

Ég spurði, þetta var eina svarið á tímabili sem ég fekk. Flokkakerfið, kjörseðillinn, allt, er úrelt, þangað til ég sannfærist upp á nýtt.
Þar sem að ég bý í smábænum Seltjarnarnesi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd frá upphafi alheimsins og bærinn hefur verið virkilega vel rekinn og uppbygging góð hingað til, bæjarfélagið er sennilega það best stadda á landinu eins og er, þá sé ég ekki nokkurn annan kost í stöðunni en að kjósa þennan flokk.

Hvað kollega þeirra í öðrum bæjarfélögum og á landsvísu varðar, þá veit ég minna um það. Fólk verður að gera þetta upp við sig sjálft og ef það er sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins en ekki hinna flokkanna þá er það fínt mál. Ég sé ekki hvaða rétt þið hafið til að kalla þá heimska sem telja það vera besta kostinn í stöðunni.
Wotan fekk þig, eina Sjálfstæðismanninn hérna á Töflunni, til að mala útúr þér Sjálftæðisflokks-skoðunum þínum, sem eru í sjálfsum sér góðar. Jæja búið að kreista sannleikanum úr EINUM, það tók á andskotinn hafi það :lol
Þú spurðir var það ekki? Hví gefur þú Wotan kreditið?

Ég á ekki í neinum erfiðleikum með að rökstyðja val mitt í þessum sveitastjórnakosningum. Það væri ekki eins auðvelt dæmi í dag í Alþingiskosningum, en það er líka allt annað mál.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 8:35 pm

Þar eru strengjabrúður útrásarvíkinganna í stjórn, Samfylkingin.
það er smá sannleiksdropi í þessu hjá þér, viðurkenni það fúslega en allavega...

A: Reykjavík

B: VG eða skila auðu.
Last edited by Niðursetningur on Tue Feb 23, 2010 8:58 pm, edited 1 time in total.

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Tue Feb 23, 2010 8:43 pm

Ég hef heldur ekki séð nein rök frá ykkur af hverju fólk á ekki að kjósa Sjálfsstæðisflokkinn. Nennið þið að upplýsa okkur hin af hverju ekki á að kjósa hann frekar en eitthvað annað sem í boði er?
ef að núverandi ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu góð skýring fyrir því af hverju fólk á ekki að vera að hleypa þessum djöfulsins níðingum aftur í stjórn þá er fólk eitthvað voðalega illa upplýst.
Ég myndi kynna þér söguna lengra aftur en til 2007 áður en þú ferð að gubba svona fullyrðingu útúr þér.
Ég er ekkert að segja að sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf verið lélegur flokkur, mér finnst bara skrýtið að fólk vilji eitthvað með þá hafa í augnablikinu.

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Tue Feb 23, 2010 10:18 pm

Ég er ekkert að segja að sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf verið lélegur flokkur, mér finnst bara skrýtið að fólk vilji eitthvað með þá hafa í augnablikinu.
Mér finnst það einmitt ekkert svo skrítið. Hvað varðar landspólitíkina, þá sjáum við greinilega að núverandi ríkistjórn veldur ekki starfinu sem hún tók að sér. Fjármálaráðherrann er alveg steinhissa á því að skatttekjurnar eru ekki að taka við sér þrátt fyrir hækkaða skatta, en nefnir þó að jákvæðir hlutir séu að gerast ... eins BLÓMASALA Á KONUDAGINN VAR BETRI Í ÁR EN Í FYRRA.

Síðan þegar Björgólfsfeðgar biðja svo um afskriftir af Landsbankanum, þá sagði hann að það skyldi sko sannarlega reyna á allar kröfur til að innheimta þá skuld áður en það er farið að huga að afskriftum. Það kæmi ekki til greina að afskrifa neitt fyrirfram. Síðan þegar hann var spurður útí afskriftir sem Baugsfeðgar fá í gegnum Haga, 365, Teymi og ofl. Þá segir hann slík mál ekki koma sér neitt við og að hann eigi ekki blanda sér í þau mál. Sama dæmið er upp á teningnum varðandi Ólaf í Samskip.

Enn meira um vanhæfni ríkistjórnarinnar á bloggi Silfur Egils:
Forsetinn og stjórnarandstaðan hafa að nokkru leyti tekið völdin í landinu. Það er ekki ofmælt að hér sé pólitísk kreppa sem jafnvel má líka nefna stjórnarfarskreppu.

Ríkisstjórnin er í gíslingu Icesave málsins. Hún þarf að spyrja stjórnarandstöðuna um leyfi fyrir hverju sem hún aðhefst í málinu. Forsetinn þarf líka að fylgjast með; engin lög um Icesave fara í gegn án þess að hann samþykki.

Órólega deildin í Vinstri grænum er stundum í stjórn og stundum í stjórnarandstöðu. Einn stjórnarliða er líka formaður Heimssýnar, hann beitir sér fyrir því að aðildarumsókn um Evrópusambandið verði dregin til baka, aðeins nokkrum vikum áður en framkvæmdastjórn ESB samþykkir hana.

http://silfuregils.eyjan.is/
En að umræðuefninu aftur, afhverju að kjósa Sjálfstæðisflokkinn:

Ég hef búið í Kópavogi síðan 1986. Ég man alveg eftir því þegar ég var krakki, t.d. að Gerðarsafn var ókláruð bygging, sem stóð auð í mjög langan tíma og allar götur í vesturbæ Kópavogs voru álíka grófar hraunið í Hafnarfirði, allt undir stjórn vinstri manna. Sjálfstæðismenn tóku við stjórn árið 1990 ásamt Framsókn, undir forystu Gunnars Birgissonar og Sigurðs Geirdals. Frá 1990 til 2010 hefur verið gríðarleg uppbygging í Kópavogi sem hefur varla farið framhjá neinum. Göturnar voru teknar í gegn, nokkrum menningarhúsum var plantað hjá Gerðarsafni eftir að það var klárað. Bærinn fór úr því að vera 15.000 manna bær í 30.000 manna bæ. Skv, því sem ég hef heyrt eru tómar íbúðir eitthvað um 200 talsins, minnir mig og það stendur til að fylla þær á þessu ári. Auk þess hefur mest öll félagsleg aðstaða í bænum stórbatnað á þessum árum, sjáum bara til að mynda aðstöðuna hjá Breiðablik, Smárinn, Fífan, íþróttaakademían og loksins yfirbyggð stúka á Kópavogsvelli. Þrátt fyrir það standa fjármál bæjarins nokkuð vel. Eitt af fáum dæmum til að nefna og maður getur sagt, hey ... good job.

Hinsvegar hafa leiðindamál dúkkað upp eins og þetta spillingarmál þar sem Gunnar Birgis var að henda fé í verkefni sem fyrirtæki dóttur hans sá um, auk þess vék hann frá sæti á meðan rannsókn stendur yfir aðgerður varðandi lífeyrissjóði bæjarins en þar voru aðilar að þeirra sök að bjarga fjármunum - sérstakur saksóknari mun annað hvort ýta því útaf borðinu eða koma með ákærur. Það fyrra er þó mun líklegra. Auk þess voru fregnir að einhver verkfræðingur fékk fúlgur fjár fyrir einhverja vafasama eftirlitsvinnu. Þetta er talsvert neikvæð umfjöllun, enda tilefni til, og hefur skyggt á þann árangur sem Kópavogsbær hefur áorkað síðustu 20 árin. Hinsvegar voru áætlanir að fara í miklar framkvæmdir, búa til ný íbúðarhúsnæði, með því sniði að þær séu minni en markaðurinn býður uppá og þar með ódýrari fyrir fólk, t.d. 40-60m2 íbúðir sem ætti að rísa á Kársensi. Auk þess var það hugmynd að setja göngubrú frá Kársnesi yfir að Öskjuhlíð, sem stórbætir samgöngur þeirra sem kjósa sér að vera án bíla og jafnvel í Háskólanum í Reykjavík.

En þar sem Gunnar B var tekinn í bakaríið í prófkjörinu um síðustu helgi, með vafasömum hætti, þá set ég nú samt spurningarmerki við sjálfstæðismenn þar sem Ármann Kr. (gaurinn sem leiðir listann) er einn mesti "rubber stamp" pólitíkus á Íslandi. Fólk man varla eftir því að hann var á þingi og þessi maður virðist ekki hafa skoðun á neinu. Þessvegna hef ég ekki enn ákveðið mig hvort ég negli inn D eða B. Það kemur í ljós á kjördag.

Ég vona að þetta hafi verið ágætis rökstuðningur fyrir því afhverju maður ætti að kjósa D núna, þar sem maður þarf að meta kosti og galla og setja hlutina í samhengi, láta rökhyggjuna ráða en ekki tilfinningarnar.


En af gefnu tilefni vil ég benda þeim sem búa í Reykjavík á það, að sleppa að kjósa D í Reykjavík. Allt borgarráðið í Reykjavík á svoleiðis skilið að fá spark í rassgatið. Ég held án gríns, að Besti flokkurinn sé illskásti kosturinn.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Tue Feb 23, 2010 11:20 pm

Ef ég byggi í Kópavogi myndi ég ekki kjósa þá sem settu allar þessar helvítis fjandans hraðahindranir niður. Fokk.

Sama æðið er komið til Reykjavíkur. Nóg er að kvarta yfir smá hraðakstri og þá er dúndrað niður hraðahindrunum og beygjum og sveigjum.

Mér fannst Davíð Oddson lýsa þessu ágætlega þegar hann var í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið:
Ég fann óþægilega fyrir öllum hraðahindrununum sem ég hafði samþykkt þegar ég var borgarstjóri.
Ég kýs D-ið af því að ég treysti því að frjálshyggjuarmurinn þar (ef hann er þá til) fari að lækka útsvarið því svar hinna flokkanna er bara að hækka allt sem hægt er að hækka. Treysti því að Hanna Birna haldi áfram að taka til í rekstrinum og það mætti alveg cutta á Tónlistarhúsið í bili.

Svo virðast allir flokkar bara ekki kunna basic skipulagningu. Maður skammast sín fyrir að vera Reykvíkingur oft á tíðum þegar maður ferðast til annarra borga erlendis. Hryllilegt hvað búið er að gera margt slæmt í skipulagsvinnu hérna í Reykjavík.

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Postby Dagur » Tue Feb 23, 2010 11:55 pm

Akureyri

Hreinlega veit það ekki. Líst bara alls ekki vel á neinn flokk hingaðtil. Eins og er þá er atvkæðið mitt autt ég mun samt vera opinn fyrir öllum breytingum þar á bæ og er tilbúinn að skoða alla kosti.
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

User avatar
Niðursetningur
Töflunotandi
Posts: 516
Joined: Sat Jul 25, 2009 7:10 pm
Location: tussa

Postby Niðursetningur » Wed Feb 24, 2010 1:22 am

En af gefnu tilefni vil ég benda þeim sem búa í Reykjavík á það, að sleppa að kjósa D í Reykjavík. Allt borgarráðið í Reykjavík á svoleiðis skilið að fá spark í rassgatið. Ég held án gríns, að Besti flokkurinn sé illskásti kosturinn
já þetta er svo satt hjá þér, ég er ekki frá því að hann jón gnarr myndi standa sig mikið betur en margir af þessum blöðruheilum.

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Wed Feb 24, 2010 1:53 am

Er eitthvað sérstakt fyrir utan REI málið sem D hefur gert slælega í Reykjavík? Skilst manni nú að ýmis mál séu í góðum farvegi, leikskólar, sorphirða... Mér þykir annars borgarmálin ruglingsleg og leiðinleg og kann ekki að aðgreina þau almennilega frá landsmálunum.

Ég gæti hugsanlega kosið S. Ekki skil ég hvers vegna frambjóðendur ættu að tengjast/ taka á sig ábyrgð á einhverju sem einstakur flokkur eða einhverjir innan hans á stóðu fyrir í landmálum. Kannski komu þeir ekki málinu við eða voru ekki endilega sammála. Spurning um persónukjör.

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Wed Feb 24, 2010 2:52 am

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...
Jú það átti að setja lög á þá...oh wait.

Illskan á milli XD og útrásarvíkinganna gengur einmitt út á að XD voru ekki nógu elskulegir við hina frábæru feðga og ríkisbubba alla. Vissulega voru sumir vitleysingjar sem féllu í gryfjuna en sem betur fer reyndi einhver að standa í viðskiptasnillingunum.
Last edited by Imprimeur on Wed Feb 24, 2010 3:17 am, edited 1 time in total.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Wed Feb 24, 2010 3:12 am

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...
Hvað ertu að bulla? Jú víst.

Lestu það sem fram fer hér að ofan, hugsaðu svo í nokkrar mínútur. Lestu þetta svo aftur yfir og sjáðu hvort þú hafir svo misskilið eitthvað.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Postby Darkmundur Fenrir » Wed Feb 24, 2010 8:52 am

Ég bý í Reykjavík og ætla að kjósa Besta Flokkinn.

User avatar
Galgopi
1. stigs nörd
Posts: 1013
Joined: Fri Mar 21, 2008 6:24 pm
Location: Skápurinn undir stiganum.

Postby Galgopi » Wed Feb 24, 2010 9:54 am

Flak:
. Fólk man varla eftir því að hann var á þingi og þessi maður virðist ekki hafa skoðun á neinu.
Hann gerði svona álíka mikið á þingi og Gunnar Birgis á sínum tíma ef út í það er farið. Ármann hefur alveg skoðanir, ég held að vandamálið sé bara að Gunnar var svo dómínerandi í Kópavogi að allir í kringum hann féllu svolítið í skuggann. Hann sjálfur var á endanum orðin svo vanur þessu að hann þurfti sprengitöflur þegar Ármann allt í einu bauð sig fram á móti honum.

Ég allavega treysti listanum betur með Ármann í oddvitasætinu en Gunnar, sem ég held að hafi lokið erindi sínu í stjórnmálum. Hann gerði margt gott en missti sig á endanum í nepótisma og hroka.

Ég s.s. bý í Kópavogi og ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
The duke had a mind that ticked like a clock and, like a clock, it regularly went cuckoo.
-Terry Pratchett

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Wed Feb 24, 2010 10:18 am

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...
Hvað ertu að bulla? Jú víst.

Lestu það sem fram fer hér að ofan, hugsaðu svo í nokkrar mínútur. Lestu þetta svo aftur yfir og sjáðu hvort þú hafir svo misskilið eitthvað.
Hmm.. sé ekkert þar sem þú bendlar þína kæru við outragevikings.

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...
Jú það átti að setja lög á þá...oh wait.

Illskan á milli XD og útrásarvíkinganna gengur einmitt út á að XD voru ekki nógu elskulegir við hina frábæru feðga og ríkisbubba alla. Vissulega voru sumir vitleysingjar sem féllu í gryfjuna en sem betur fer reyndi einhver að standa í viðskiptasnillingunum.
Ekki veit ég hvað þinn skilningur gengur út á. Hver stóð í snillingunum( nema kannski fyrr um seinan)?

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Wed Feb 24, 2010 10:26 am

Jæja, hér einhvers staðar kom fram að rekstur sveitarfélaga þar sem sjallarnir fara með völdin sé almennt góður.

Í þessu samhengi verður að hafa nokkur atriði í huga:
hvernig byggð er í sveitarfélaginu (einbýli, blokkir, félagslegar íbúðir osfrv).
hvernig vinnu er að fá í sveitarfélaginu.
hvernig er haldið utan almenningssamgöngur eða eru þær yfir höfuð til staðar.
Þetta og mikið mikið fleiri hlutir ráða því hversu mikill kostnaður sveitarfélaga verður.

Í nokkrum sveitarfélögum á sv-horninu er það t.d. þannig að það er gríðarleg mismunun í gangi á íbúum, fólk þarf að flytja á milli sveitarfélaga af því það hefur ekki fengið þá þjónustu sem það þurfti - já ég þekki nokkur dæmi um það.

Ég hef þetta þá ekki lengra í bili.
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Feb 24, 2010 10:44 am

Menn verða nú líka að átta sig á því að bæjir eins og Seltjarnarnes og Garðabær eru svefnbæjir. Þar er lítil atvinnustarfsemi og að miklu leyti vel efnað fólk sem býr þar. Á Seltjarnarnesi er ekki einu sinni framhaldsskóli. Það er ekki hægt að bera þessa bæji saman við t.d. Reykjavík, Reykjanesbæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Akureyri o.sv.frv. þar sem skuldir eru gríðarlegar.

Ég bjó einu sinni á Seltjarnarnesi, hvaða bavíani sem er gæti rekið þann bæ vasareikni og stílabók. Þetta er svona svipað og á Tjörnesi.
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Feb 24, 2010 10:51 am

Flak:
. Fólk man varla eftir því að hann var á þingi og þessi maður virðist ekki hafa skoðun á neinu.
Hann gerði svona álíka mikið á þingi og Gunnar Birgis á sínum tíma ef út í það er farið. Ármann hefur alveg skoðanir, ég held að vandamálið sé bara að Gunnar var svo dómínerandi í Kópavogi að allir í kringum hann féllu svolítið í skuggann. Hann sjálfur var á endanum orðin svo vanur þessu að hann þurfti sprengitöflur þegar Ármann allt í einu bauð sig fram á móti honum.

Ég allavega treysti listanum betur með Ármann í oddvitasætinu en Gunnar, sem ég held að hafi lokið erindi sínu í stjórnmálum. Hann gerði margt gott en missti sig á endanum í nepótisma og hroka.

Ég s.s. bý í Kópavogi og ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Já þetta er rétt hjá þér. Þetta var líka do-or-die move fyrir Ármann, því hann hefði fallið í gleymskunnar dá hefði hann ekki farið gegn Gunnari. Það mætti segja að Gunnar Birgis tók Zinedine Zidane á pólitíska ferilinn sinn.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Wed Feb 24, 2010 11:05 am

Kannski off-topic en þetta finnst mér verða að koma fram.

Það er eitt stórsniðugt fyrirbæri sem er rekið á höfuðborgarsvæðinu (og víðar). Það er ferðaþjónusta fatlaðra.
Í Kópavogi og Seltjarnarnesi er það þannig að notandinn fær ákveðið margar ferðir á mánuði og borgar fyrir það tiltekna upphæð pr. ferð. Þetta er í reglum settum af bæjaryfirvöldum.
Þessi fjöldi ferða sem þú átt rétt á pr. mánuð dugar rétt svo fyrir ferðir í og frá skóla og vinnu.
Halló!!! hverskonar þjónusta er þetta. Ef einhver getur ekki labbað eða ekki keyrt bíl sjálfur getur hann bara verið heima hjá sér. Hann getur alveg borgað fyrir auka ferðir, en nei nei höldum honum bara samt heima.

Kannski er ég að taka full djúpt í árinni en ef sveitarfélagi er ekki sama um alla íbúa að þá á þetta ekki að vera svona. Mannréttindabrot? ég skal ekki segja.
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

User avatar
BombthrowingCollectivist
Töflunotandi
Posts: 191
Joined: Mon May 18, 2009 9:13 pm

Postby BombthrowingCollectivist » Wed Feb 24, 2010 12:07 pm

Hfj.

Skila auðu

"Ef kosningar breyttu einhverju væru þeir löngu búnir að gera þær ólöglegar"
-Emma Goldman

User avatar
Draugurinn
Bjáni
Posts: 11805
Joined: Tue Jul 30, 2002 3:00 pm
Location: 10437

Postby Draugurinn » Wed Feb 24, 2010 12:28 pm

ætli ég muni ekki kjósa þá sem eru með mesta áherslu á að bæta almenningssamgöngur, og hverjir eru með bestu hugmyndirnar til að skapa atvinnu.

ég er að vinna hjá ÍTR og mér var sagt að ég fengi að öllum líkindum ekki vinnu hjá þeim í sumar, þannig að ég biðla til þeirra sem kjósa í RVK, að kjósa þá sem leggja mesta áherslu á það að bæta ummönnunarstörf og slíkt
http://draugurinn.ismycode.name

[b]„Þetta var heimskulegt af mér. Ég er tannlaus. Hvað var ég að hugsa?“[/b]

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Re: ...

Postby daron » Wed Feb 24, 2010 12:43 pm

Menn verða nú líka að átta sig á því að bæjir eins og Seltjarnarnes og Garðabær eru svefnbæjir. Þar er lítil atvinnustarfsemi og að miklu leyti vel efnað fólk sem býr þar.
Rétt, litlir bæjir byggðir utan um ríkt fólk, það er ekki "gert ráð fyrir" að aðrir búi þar, ekki er þjónustan fyrir þá fyrir hendi frá bænum.

Tölur um fjölda félagslegra íbúða í rvk, garðabæ og seltjarnarnesi.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0369.html

Auðvitað er sveitarfélag í þessari stöðu vel rekið, annað væri bara fáránlegt.
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Feb 24, 2010 1:41 pm

Afhverju er verið að bera sig saman við Garðabæ og Seltjarnarnes? Afhvejru ekki Kópavog, Hafnarfjörð og Akureyri til að hafa örlítil meiri líkindi útfrá mannfjölda?
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Wed Feb 24, 2010 2:00 pm

Afhverju er verið að bera sig saman við Garðabæ og Seltjarnarnes? Afhvejru ekki Kópavog, Hafnarfjörð og Akureyri til að hafa örlítil meiri líkindi útfrá mannfjölda?
Ég skil hvað þú átt við. Ég vildi fyrir mitt leyti sýna fram á "afleiðingar" ákveðinnar stjórnunartaktíkur þessara bæjarfélaga, ef við getum sagt sem svo. Þarna eru menn á góðri leið með að útrýma félagslega kerfinu.

Það er nú einu sinni þannig að aðaltekjulind sveitarfélaga er útsvar, þ.á.m skattar. Ríkara fólk borgar hærri skatta (í kr. en ekki %) = Meiri tekjur fyrir sveitarfélagið.

Í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri er þetta erfiðara vegna meiri fólksfjölda og blandaðri byggðar. Þar er "eðlilegri" þverskurður af samfélaginu sem við búum í.
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Wed Feb 24, 2010 2:39 pm

P.s. Villain, XD hafði náttúrulega ekkert að gera með útrásarvíkinga...
Hvað ertu að bulla? Jú víst.

Lestu það sem fram fer hér að ofan, hugsaðu svo í nokkrar mínútur. Lestu þetta svo aftur yfir og sjáðu hvort þú hafir svo misskilið eitthvað.
Hmm.. sé ekkert þar sem þú bendlar þína kæru við outragevikings.
Ég er hvergi að neita því. Wotan sagði að það ætti ekki að hleypa strengjarbrúðum auðmanna í stjórn og ég svaraði því að þeir væru nú þegar í stjórn.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: ...

Postby Villain » Wed Feb 24, 2010 2:41 pm

Ég bjó einu sinni á Seltjarnarnesi, hvaða bavíani sem er gæti rekið þann bæ vasareikni og stílabók. Þetta er svona svipað og á Álftanesi.
Ég breytti aðeins og þá áttaru þig á því að ekki hver sem er getur rekið lítið og vel statt bæjarfélag vel.

Og þá er líka um að gera að spyrja sig: Hvers vegna er Seltjarnarnes eins vel statt eins og raun ber vitni?
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Feb 24, 2010 2:49 pm

Álftanes hefur sprottið upp eins og gorkúla og er anómalía. Fjölgunin í sveitarfélaginu er á síðustu 10 árum 75%. Það er það langlanglang mesta á öllu landinu.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Feb 24, 2010 5:15 pm

Ef ég byggi í Kópavogi myndi ég ekki kjósa þá sem settu allar þessar helvítis fjandans hraðahindranir niður. Fokk.
Lengi lifi hraðakstur með tilheyrandi slysum og tjónum!
Ég kýs D-ið af því að ég treysti því að frjálshyggjuarmurinn þar (ef hann er þá til) fari að lækka útsvarið því svar hinna flokkanna er bara að hækka allt sem hægt er að hækka.
Borgin fullnýtir ekki tekjustofna sína á sama tíma og það er fólk á götunni. Finnst þér það eðlilegt?
Svo virðast allir flokkar bara ekki kunna basic skipulagningu. Maður skammast sín fyrir að vera Reykvíkingur oft á tíðum þegar maður ferðast til annarra borga erlendis. Hryllilegt hvað búið er að gera margt slæmt í skipulagsvinnu hérna í Reykjavík.
Já, og hvaða flokkur hefur ráðið borginni næstum því óslitið frá því hann var stofnaður? Frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins?
Sá sem nennir að upplýsa fáfróðan mann hvers vegna í helvíti fólk vil kjósa sjálfstæðisflokkinn endilega gjörið svo vel að gera svo.
mjög líklega vegna almennrar heimsku
Frekar vegna almennrar gleymsku. Fólk er búið að gleyma REI-málinu, biðlistum á leikskólum, spillingu hjá næstum allra sem hafa setið í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn nýlega, misnotkun á veikum manni þegar 100 daga meirihlutinn var þvingaður frá o.s.frv. Fagur ferill. Það er að segja, í augum andfélagslegra niðurrifsseggja.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Wed Feb 24, 2010 5:36 pm

Lengi lifi hraðakstur með tilheyrandi slysum og tjónum!
Það sagði ég ekki.
Borgin fullnýtir ekki tekjustofna sína á sama tíma og það er fólk á götunni. Finnst þér það eðlilegt?
Það er engin skylda að "fullnýta tekjustofna sína". Frekar vil ég að fólkið í Reykjavík fái hærri ráðstöfunartekjur á tímum samdráttar heldur en að borgin hirði það og fari í tónlistarhúsbyggingar.

Já, og hvaða flokkur hefur ráðið borginni næstum því óslitið frá því hann var stofnaður? Frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins?
Frjálshyggja í borgarstjórn er undarleg. Hún er hentar betur í landsmál heldur en borgarmál.

Ég er að skammast út í alla. XD og R-listann fyrir sinn þátt í skipulagsklúðri borgarinnar. Það hefði t.d. verið fínt að hafa mislæg gatnamót hjá Kringlumýrarbraut og Miklubraut sem R-listinn sló útaf borðinu hvað eftir annað.

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Wed Feb 24, 2010 6:18 pm

Borgin fullnýtir ekki tekjustofna sína á sama tíma og það er fólk á götunni. Finnst þér það eðlilegt?

Nefndu eina borg þar sem enginn er á götunni. Hvers vegna ættum við svo að borga húsnæði fyrir Jóa og Guggu fíkniefnaneytendur? Ef þég er svona skelfilega annt um þetta fólk farði þá út og bjóddu þeim heim til þín frekar en að væla í öllum útsvarsgreiðendum.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Wed Feb 24, 2010 6:24 pm

Kostar svakalegan pening að hýsa þetta ólánslið, spyr fjármálaóvitinn ég? Varla er þetta mikil prósenta af þjóðinni. Hversu mikið ætli það sé af útsvari borgarinnar og hvað væri hægt að gera annað fyrir þá upphæð í borgaralegu samhengi?

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Wed Feb 24, 2010 6:27 pm

Eg held að það séu bara hrikalegustu róna / dópista dæmin sem eru heimilislaus. Og þá eru gistiskýli fyirr það lið.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Feb 26, 2010 12:40 am

Svarið er að það eru tugir manns í ræsinu. Ég veit ekki fjöldann, efast um að nokkur viti hann og hann fer í öllu falli eftir skilgreiningu. Fólk sem er í ræsinu hefur orðið undir í lífinu, en það hefur samt mannréttindi. Samfélaginu ber skylda til að fólk geti lifað þótt það spjari sig ekki sjálft. Á meðan það er til fólk sem á ekki heimili, þá á ekki að skera niður í velferðarþjónustunni heldur styrkja hana.
Lengi lifi hraðakstur með tilheyrandi slysum og tjónum!
Það sagði ég ekki.
Það eru afleiðingarnar af því að fjarlægja hraðahindranir, þannig að það er víst það sem þú segir ef þú vilt fjarlægja þær.
Borgin fullnýtir ekki tekjustofna sína á sama tíma og það er fólk á götunni. Finnst þér það eðlilegt?
Það er engin skylda að "fullnýta tekjustofna sína". Frekar vil ég að fólkið í Reykjavík fái hærri ráðstöfunartekjur á tímum samdráttar heldur en að borgin hirði það og fari í tónlistarhúsbyggingar.
En að borgin hirði það og noti í bitlinga handa gæðingum Sjálfsætðisflokksins, eins og er óspart gert?
En að borgin hirði það og það fari í að bjarga lífum þeirra sem standa verst í samfélaginu?
Já, og hvaða flokkur hefur ráðið borginni næstum því óslitið frá því hann var stofnaður? Frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins?
Frjálshyggja í borgarstjórn er undarleg. Hún er hentar betur í landsmál heldur en borgarmál.
Nei, frjálshyggja hentar alls staðar eins, eins og afæta og innanmein í samfélaginu, sem lætur það úldna og kvarnast niður.
Ég er að skammast út í alla. XD og R-listann fyrir sinn þátt í skipulagsklúðri borgarinnar. Það hefði t.d. verið fínt að hafa mislæg gatnamót hjá Kringlumýrarbraut og Miklubraut sem R-listinn sló útaf borðinu hvað eftir annað.
Mislæg Miklu/Kringlu-gatnamót kosta, gróft áætlað, það sama og kostar að reka Strætó í þrjú ár -- gjaldfrjálst. Má ég þá heldur biðja um það!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Fri Feb 26, 2010 1:31 pm

Það eru afleiðingarnar af því að fjarlægja hraðahindranir, þannig að það er víst það sem þú segir ef þú vilt fjarlægja þær.
Setjum þá hraðahindranir á Miklubraut til að stöðva helvítis hraðaksturinn. Það er í lagi að hafa hraðahindranir en ekki 12 stykki á svona hálfum kílómetra eins og sumir snillingar hafa plantað niður. Ég vil meina að framleiðendur dempara í bíla hafi pólitíkusana í vasanum hvað þetta varðar.
En að borgin hirði það og noti í bitlinga handa gæðingum Sjálfsætðisflokksins, eins og er óspart gert?

Nei, það vil ég ekki.
En að borgin hirði það og það fari í að bjarga lífum þeirra sem standa verst í samfélaginu?
Það er alveg hægt að reka Reykjavík án þess að hafa útsvarið í botni. Innan "reka Reykjavík" er þá félagslegu þættirnir. Það hjálpar líka fátækum fjölskyldum að greiða minna í skatta eins og þú vonandi veist.
Nei, frjálshyggja hentar alls staðar eins, eins og afæta og innanmein í samfélaginu, sem lætur það úldna og kvarnast niður.
:)
Mislæg Miklu/Kringlu-gatnamót kosta, gróft áætlað, það sama og kostar að reka Strætó í þrjú ár -- gjaldfrjálst. Má ég þá heldur biðja um það!
Það á bara að vera búið að setja þessi gatnamót sem R-listinn sópaði af borðinu. Strætó umræðan er svo efni í annan þráð, eins og við vitum.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Feb 26, 2010 2:11 pm

Impi í nauðvörn! :lol

Vésteinn: Eins og sagt var í Mortal kombat........finish him!
Allt er betra en íhaldið

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Fri Feb 26, 2010 4:35 pm

Það eru afleiðingarnar af því að fjarlægja hraðahindranir, þannig að það er víst það sem þú segir ef þú vilt fjarlægja þær.
Setjum þá hraðahindranir á Miklubraut til að stöðva helvítis hraðaksturinn. Það er í lagi að hafa hraðahindranir en ekki 12 stykki á svona hálfum kílómetra eins og sumir snillingar hafa plantað niður. Ég vil meina að framleiðendur dempara í bíla hafi pólitíkusana í vasanum hvað þetta varðar.


Nú þarf ég aðeins að stoppa þig af. Þessar hraðahindarnir sem þú átt við eru væntanlega þær sem eru á Digranesvegi annars vegar og Álfhólfsvegi hinsvegar. Ástæðan fyrir þeim er ekki að demparaframleiðendur hafi þá í vasanum, enda er það mjög fáránleg pæling, heldur er ástæðan fyrir því að við hvora götu eru tveir skólar. Kópavogsskóli og MK annars vegar, Hjallaskóli og Digranesskóli hinsvegar. Þessir skólar, ólíkt öðrum skólum í Kópavogi liggja að við gamlar aðalgötur bæjarins á meðan hinum er plantað þægilega þar sem streymandi umferð liggur ekki við lóðar skólans.

En að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt fyrir þá sem þurfa að þola þetta. Félagi minn þurfti á hverjum degi að keyra yfir 16 hraðahindranir á leið sinni í MK, í öll þau fjögur ár sem hann var þar við nám. :)

Annars er alveg löngu tími til kominn að setja mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut einmitt vegna þess að þarna eru slysin hvað tíðust og umferðin þyngst.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Fri Feb 26, 2010 5:26 pm

Nú þarf ég aðeins að stoppa þig af. Þessar hraðahindarnir sem þú átt við eru væntanlega þær sem eru á Digranesvegi annars vegar og Álfhólfsvegi hinsvegar. Ástæðan fyrir þeim er ekki að demparaframleiðendur hafi þá í vasanum, enda er það mjög fáránleg pæling, heldur er ástæðan fyrir því að við hvora götu eru tveir skólar. Kópavogsskóli og MK annars vegar, Hjallaskóli og Digranesskóli hinsvegar. Þessir skólar, ólíkt öðrum skólum í Kópavogi liggja að við gamlar aðalgötur bæjarins á meðan hinum er plantað þægilega þar sem streymandi umferð liggur ekki við lóðar skólans.

En að sjálfsögðu er þetta leiðinlegt fyrir þá sem þurfa að þola þetta. Félagi minn þurfti á hverjum degi að keyra yfir 16 hraðahindranir á leið sinni í MK, í öll þau fjögur ár sem hann var þar við nám. :)

Annars er alveg löngu tími til kominn að setja mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut einmitt vegna þess að þarna eru slysin hvað tíðust og umferðin þyngst.
Þetta með demparaframleiðendurna var nú ekki alvara...


Þarf virkilega 16 hraðahindranir? Það er bara mín pæling. Annars er mér sama, ég er ekki farinn að grenja ennþá amk. (Og af hverju er plantað skólum við aðalgötur bæjarins?)


Annars vil ég frekar að skattarnir okkar fari í að gera þessi hörmulegu gatnamót mislæg heldur en að splæsa í strætó fyrir alla. Ein rökin með splæsa í strætó hugmyndinni var að umferð yrði minni og öruggari. Það er einmitt það sem gerist við mislæg gatnamót þarna. Minni umferð, minni mengun, færri slys. Og allir bílnotendur, m.a. strætónotendur njóta góðs af.

Annars eru borgarmálin yfirleitt súr.
Impi í nauðvörn! :lol

Vésteinn: Eins og sagt var í Mortal kombat........finish him!
Þorirðu ekki sjálfur?
Nei, frjálshyggja hentar alls staðar eins, eins og afæta og innanmein í samfélaginu, sem lætur það úldna og kvarnast niður.
Já fjandans frelsið er ömurlegt. Það var nú frjálshyggjan sem leiddi almúgann frá oki auðvaldsvina þinna á 18. öld og fékk einstaklingnum frelsi frá einræðinu. Það að ég og þú getum spjallað um lífið og skítinn á netinu er frjálshyggja annað en sumstaðar í heiminum.
Það að ég geti keypt mér tölvu sem mér líkar við er frjálshyggja.
Það að ég geti kosið þig í kosningum er frjálshyggja.
Það að ég geti farið á Wacken hvenær sem ég vil er frjálshyggja.
Það að ég geti keyrt til Akureyrar er frjálshyggja.
Það að ég vilji ekki versla við Bónusfeðga er frjálshyggja.
Það að ég geti tjáð mig um ýmis málefni er frjálshyggja.
Það að ég geti farið með mál fyrir hlutlausa dómstóla er frjálshyggja.
Það að ég gæti stofnað félag metalhausa er frjálshyggja.
Það að ég geti búið hvar sem ég vil er frjálshyggja.
Það að ég geti hannað einhvern hlut og boðið til sölu er frjálshyggja.


Þú hefur aldrei séð hreina efnahagslega frjálshyggju nein staðar þannig að þú getur ekki dæmt ástandið sem "frjálshyggju" út frá einhverjum allt öðrum forsendum sem þú gefur þér við núverandi ástand.

Þetta er eins og ég myndi halda því fram að skíturinn sem við værum í væri sósíalisma að kenna. Værirðu sammála því? Nei.

Það að ég vilji ekki að þú og vinstri vinir þínir segið mér hvernig ég á að hugsa, kaupa ákveðna hluti, ekki kaupa ákveðna hluti sem ykkur finnst "slæmir", ferðast á ákveðinn máta eða banna mér að fara á ákveðna staði því ykkur líkar illa við þá, taka meirihlutann af kaupinu mínu til að dreifa til annarra eftir ykkar vilja og koma almennt í veg fyrir að ég geri hluti sem ykkur líkar ekki við, fordæmi ég.

Mér finnst frelsið skárra.
Last edited by Imprimeur on Fri Feb 26, 2010 6:55 pm, edited 3 times in total.

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: ...

Postby Villain » Fri Feb 26, 2010 5:40 pm

Impi í nauðvörn! :lol

Vésteinn: Eins og sagt var í Mortal kombat........finish him!
:klappa
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Fri Feb 26, 2010 6:15 pm

Þarf virkilega 16 hraðahindranir? Það er bara mín pæling. Annars er mér sama, ég er ekki farinn að grenja ennþá amk. (Og af hverju er plantað skólum við aðalgötur bæjarins?)


Annars vil ég frekar að skattarnir okkar fari í að gera þessi hörmulegu gatnamót mislæg heldur en að splæsa í strætó fyrir alla. Ein rökin með splæsa í strætó hugmyndinni var að umferð yrði minni og öruggari. Það er einmitt það sem gerist við mislæg gatnamót þarna. Minni umferð, minni mengun, færri slys. Og allir bílnotendur, m.a. strætónotendur njóta góðs af.

Annars eru borgarmálin yfirleitt súr.
Göturnar eru bara eftir gamla skipulagið, þar sem þær lágu þvert yfir hæðina og einmitt á hæðinni eru skólarnir mest miðsvæðis.

Annars sammála þér með mislægu gatnamótin og rununa með frjálshyggjuna.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Postby dísa » Fri Feb 26, 2010 6:34 pm

Eg held að það séu bara hrikalegustu róna / dópista dæmin sem eru heimilislaus. Og þá eru gistiskýli fyirr það lið.
Þetta er einfaldlega ekki satt. Auðvitað er eitthvað um það að fólk sem er í mikilli neyslu lendi á götunni en hérna á Íslandi er þetta oftast fólk sem á við alvarleg geðræn vandamál að stríða, hvort sem því fylgir vímuefnaneysla eða ekki. Eins og heilbrigðiskerfið okkar er háþróað á mörgum sviðum er nákvæmlega ekkert í boði fyrir fólk með geðsjúkdóma fyrir utan vistun á geðdeild - en hvað á fólk að gera þegar það er útskrifað? Það er enginn sem sér til þess að fólk taki lyfin sín, mæti í meðferðir eða endurhæfingu eða sé virkt á einhvern hátt. Þar sem fólk með alvarlega geðsjúkdóma gerir sér í mörgum tilfellum ekki grein fyrir því að það sé veikt getur verið afar erfitt að hjálpa því, og slíkt á því ekki að leggja á fjölskyldu eða aðstandendur sem hafa enga sérfræðiþekkingu til grundvallar því að geta annast um geðsjúkan einstakling. Engu að síður eru það yfirleitt aðstandendur sem enda á því að þurfa að annast einstaklinginn, en í þeim tilfellum þar sem engir aðstandendur eru annað hvort ekki til staðar eða ekki í neinni aðstöðu til þess að aðstoða þarf ekki gáfumenni til þess að segja til um hvernig sagan endar.

Í mörgum ef ekki langflestum tilfellum eru þeir sem eru hvað lengst leiddir í áfengis- og fíkniefnaneyslu einnig með undirliggjandi geðsjúkdóma, enda er neysla á fíkniefnum mjög algeng leið til þess að reyna að deyfa einkennin - "self-medication". Finnst þér í alvörunni að þetta fólk geti bara sjálfu sér um kennt að vera veikt og við eigum frekar að henda peningum í gatnakerfið eða tónlistarhús eða byggingu á fleiri íbúðum þegar það eru þúsundir tómra húsa á höfuðborgarsvæðinu heldur en að hjálpa því? Það myndi ég segja að væri hrein og bein mannvonska og ekkert annað.
Save me from ordinary, save me from myself

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Fri Feb 26, 2010 6:38 pm

Það var nú frjálshyggjan sem leiddi almúgann frá oki auðvaldsvina þinna
Vést1 = Auðvald?

:lol2

Annars þá er staðsetning margra hraðahindrana mjög furðuleg. Fyrir 2-3 árum voru settar hraðahindranir í Hraunbænum, enda mjög löng gata í íbúðarhverfi sem hinir og þessir töffarar voru að nota í drag race en þeir ákváðu bara að hætta þegar þeir voru búnir með 50% af götunni og menn eru ennþá í þessum blessaða kappakstri.
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

Jon Karl
Byrjandi á töflunni
Posts: 69
Joined: Tue Jan 09, 2007 5:50 pm

Postby Jon Karl » Fri Feb 26, 2010 9:16 pm

Veit ekki hvort ég kýs. Mér hefur samt fundist betra þegar VG er í stjórn í Reykjavík því þeir láta mann í friði þegar maður er að nördast eitthvað án þess að biðja um leyfi (kvikmyndasýningar, tónleikar etc.). Auðveldara að fá að leigja húsnæði og slíkt. Allir flokkar eru saurugir, bara mismikill fnykur. Það hafa undandtekningarlaust verið hægrimenn sem hafa verið staðnir að verki við að njósna um aðra Íslendinga fyrir almannafé.

Annars; þið sem kjósið sjálfstæðisflokkinn og skilgreinið ykkur sem hægrimenn (líka þið sem eruð gríðarlega gáfuð og bjóða fólk í "IQ keppni"), eruð þið alveg viss um að þið vitið hvað hægristefna er?

t.d.

In politics, right-wing, rightist and the Right are generally used to describe support for a stratified society to promote or preserve social order or traditional values.[1][2][3][4][5] The terms Right and Left were coined during the French Revolution, referring to seating arrangements in parliament; those who sat on the right supported preserving the institutions of the Ancien Régime (the monarchy, the aristocracy and the established church).[6][7][8][9]

The concept of a political Right became more prominent after the second restoration of the French monarchy in 1815 with the Ultra-royalists. Today the term the Right is primarily used to refer to political groups that have a historical connection with the traditional Right, including conservatives, reactionaries, monarchists, aristocrats and theocrats. The term is also used to describe those who support free market capitalism, and some forms of nationalism.

User avatar
Arnar Forseti
Hinn eini sanni rótari
Posts: 2777
Joined: Wed Jul 17, 2002 9:21 am
Location: reykjavík

Postby Arnar Forseti » Sat Feb 27, 2010 12:06 pm

Það að ég vilji ekki versla við Bónusfeðga er frjálshyggja.
Nei er það ekki flokkshollusta? :scratchchin

User avatar
Gelatin
2. stigs nörd
Posts: 2412
Joined: Wed Jul 17, 2002 4:46 pm

Postby Gelatin » Sat Feb 27, 2010 2:10 pm

Nefndu eina borg þar sem enginn er á götunni. Hvers vegna ættum við svo að borga húsnæði fyrir Jóa og Guggu fíkniefnaneytendur? Ef þég er svona skelfilega annt um þetta fólk farði þá út og bjóddu þeim heim til þín frekar en að væla í öllum útsvarsgreiðendum.
Ég er búinn að vera clean í fimm mánuði maður!!

Snorri
Töflunotandi
Posts: 210
Joined: Thu Mar 22, 2007 1:08 pm

Postby Snorri » Sat Feb 27, 2010 2:13 pm

Hvers vegna ættum við svo að borga húsnæði fyrir Jóa og Guggu fíkniefnaneytendur?
Vegna þess að þau eru manneskjur og hafa sama rétt til lífs og hverjar aðrar manneskjur.
“On the one hand we want to live communism - On the other, spread anarchy!”

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Feb 27, 2010 2:39 pm

Svarið er að það eru tugir manns í ræsinu. Ég veit ekki fjöldann, efast um að nokkur viti hann og hann fer í öllu falli eftir skilgreiningu. Fólk sem er í ræsinu hefur orðið undir í lífinu, en það hefur samt mannréttindi. Samfélaginu ber skylda til að fólk geti lifað þótt það spjari sig ekki sjálft. Á meðan það er til fólk sem á ekki heimili, þá á ekki að skera niður í velferðarþjónustunni heldur styrkja hana.
Það eru gistiskýli fyrir þetta fólk. Hvað viltu meira? byggja helvitis hús í breiðholtinu fyrir alla sprautufíkla landsins?

Borgaðu það bara sjálfur.
I wish I wish I was a fish

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Feb 27, 2010 2:46 pm

Eg held að það séu bara hrikalegustu róna / dópista dæmin sem eru heimilislaus. Og þá eru gistiskýli fyirr það lið.
Þetta er einfaldlega ekki satt. Auðvitað er eitthvað um það að fólk sem er í mikilli neyslu lendi á götunni en hérna á Íslandi er þetta oftast fólk sem á við alvarleg geðræn vandamál að stríða, hvort sem því fylgir vímuefnaneysla eða ekki. Eins og heilbrigðiskerfið okkar er háþróað á mörgum sviðum er nákvæmlega ekkert í boði fyrir fólk með geðsjúkdóma fyrir utan vistun á geðdeild - en hvað á fólk að gera þegar það er útskrifað? Það er enginn sem sér til þess að fólk taki lyfin sín, mæti í meðferðir eða endurhæfingu eða sé virkt á einhvern hátt. Þar sem fólk með alvarlega geðsjúkdóma gerir sér í mörgum tilfellum ekki grein fyrir því að það sé veikt getur verið afar erfitt að hjálpa því, og slíkt á því ekki að leggja á fjölskyldu eða aðstandendur sem hafa enga sérfræðiþekkingu til grundvallar því að geta annast um geðsjúkan einstakling. Engu að síður eru það yfirleitt aðstandendur sem enda á því að þurfa að annast einstaklinginn, en í þeim tilfellum þar sem engir aðstandendur eru annað hvort ekki til staðar eða ekki í neinni aðstöðu til þess að aðstoða þarf ekki gáfumenni til þess að segja til um hvernig sagan endar.

Í mörgum ef ekki langflestum tilfellum eru þeir sem eru hvað lengst leiddir í áfengis- og fíkniefnaneyslu einnig með undirliggjandi geðsjúkdóma, enda er neysla á fíkniefnum mjög algeng leið til þess að reyna að deyfa einkennin - "self-medication". Finnst þér í alvörunni að þetta fólk geti bara sjálfu sér um kennt að vera veikt og við eigum frekar að henda peningum í gatnakerfið eða tónlistarhús eða byggingu á fleiri íbúðum þegar það eru þúsundir tómra húsa á höfuðborgarsvæðinu heldur en að hjálpa því? Það myndi ég segja að væri hrein og bein mannvonska og ekkert annað.
Nei mér finnst ekki að geðsjúkir eigi að vera heimilislausir. Eru ekki til gistiskýli fyrir þetta fólk? Jú, svarið er Jú þau eru til. Hvað er vandamálið?
I wish I wish I was a fish

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Feb 27, 2010 2:49 pm

Hvers vegna ættum við svo að borga húsnæði fyrir Jóa og Guggu fíkniefnaneytendur?
Vegna þess að þau eru manneskjur og hafa sama rétt til lífs og hverjar aðrar manneskjur.
Kjaftæði.

Ef þér þykir vænt um Jóa og Guggu þá getur þú bara keypt handa þeim íbúð sjálfur. Heimilislausir eiturlyfjafíklar taka ekki þátt í samfélaginu, borga ekki skatta né útsvar. Hversvegna átt þú að fá eitthvað ef þú leggur ekkert til samfélagsins?
I wish I wish I was a fish

Snorri
Töflunotandi
Posts: 210
Joined: Thu Mar 22, 2007 1:08 pm

Postby Snorri » Sat Feb 27, 2010 3:15 pm

Hvers vegna ættum við svo að borga húsnæði fyrir Jóa og Guggu fíkniefnaneytendur?
Vegna þess að þau eru manneskjur og hafa sama rétt til lífs og hverjar aðrar manneskjur.
Kjaftæði.

Ef þér þykir vænt um Jóa og Guggu þá getur þú bara keypt handa þeim íbúð sjálfur. Heimilislausir eiturlyfjafíklar taka ekki þátt í samfélaginu, borga ekki skatta né útsvar. Hversvegna átt þú að fá eitthvað ef þú leggur ekkert til samfélagsins?
Mér þykir ekki persónulega vænt um Jóa og Guggu, ekki frekar en þig, en öll eruð þið manneskjur og þurfið að uppfylla grunnþarfir ykkar til þess að geta sinnt öðrum þörfum og löngunum.

Þessi setning þínum að heimilislausir vímuefnafíklar taki ekki þátt í samfélaginu, borgi ekki skatt, og eigi þar af leiðandi ekki að fá neitt frá samfélagi, er svo ótrúlega vanhugsuð að það hálfa væri nóg.

Tökum sem dæmi þekktan vímuefnafíkil, Sævar Siselski. Ætlar þú að fara að sakast út í hann fyrir að leggja ekkert til samfélagsins eftir kerfisbundna eyðileggingu íslenskra yfirvalda á manninum?
“On the one hand we want to live communism - On the other, spread anarchy!”

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Feb 27, 2010 3:35 pm

Vegna þess að þau eru manneskjur og hafa sama rétt til lífs og hverjar aðrar manneskjur.
Kjaftæði.

Ef þér þykir vænt um Jóa og Guggu þá getur þú bara keypt handa þeim íbúð sjálfur. Heimilislausir eiturlyfjafíklar taka ekki þátt í samfélaginu, borga ekki skatta né útsvar. Hversvegna átt þú að fá eitthvað ef þú leggur ekkert til samfélagsins?
Mér þykir ekki persónulega vænt um Jóa og Guggu, ekki frekar en þig, en öll eruð þið manneskjur og þurfið að uppfylla grunnþarfir ykkar til þess að geta sinnt öðrum þörfum og löngunum.

Þessi setning þínum að heimilislausir vímuefnafíklar taki ekki þátt í samfélaginu, borgi ekki skatt, og eigi þar af leiðandi ekki að fá neitt frá samfélagi, er svo ótrúlega vanhugsuð að það hálfa væri nóg.

Tökum sem dæmi þekktan vímuefnafíkil, Sævar Siselski. Ætlar þú að fara að sakast út í hann fyrir að leggja ekkert til samfélagsins eftir kerfisbundna eyðileggingu íslenskra yfirvalda á manninum?
bíddu nú við, er Sævar ekki svolítið undantekningatilfelli? Varla eru allir fíklar borgarinnar búnir að dúsa að ósekju í einangrun mánuðum saman eða hvað?

Ég er ekki að sakast út í neinn. Ég er bara að benda á að ég legg meira til samfélagsins en dópistar og á því að fá meira til baka en þeir. Ekki er borgin að splæsa húsnæði á mig í dag.


En það er rétt ég get ekkert fullyrt um skattamál dópista, ég hef ekki hugmynd um þau mál.
I wish I wish I was a fish

Jon Karl
Byrjandi á töflunni
Posts: 69
Joined: Tue Jan 09, 2007 5:50 pm

Postby Jon Karl » Sat Feb 27, 2010 10:48 pm

Viðurstyggileg umræða. Í fyrsta lagi er ógæfufólk að finna í öllum borgum og bæjum. Það geta allir lent í þessarri stöðu. Margir þeir sem þú kallar aumingja og dópista eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða og þurfa nauðsynlega hjálp. Enginn óskar þess að vera í þeirri stöðu sem þetta fólk er í. Þeim fækkar ekki þó að við komum fram við það eins og skít og þeim fjölgar ekki þó að þeim sé rétt hjálparhönd. Við sem getum rétt fram hjálparhönd getum auðvitað valið, eins og þú virðist gera, að hunsa fólkið og skilja það eftir í ræsinu. En þá erum við skíthælar. Það er auðvitað hægt að "leysa" þetta "vandamál" eins og fasistarnir gerðu á fjórða og fimmta áratugnum, held að á milli þessarra valmöguleika sé meira stigsmunur en eðlismunur. En við getum líka látið eins og manneskjur.

Þetta þarf ekkert að vera skipulagt af hinu opinberlega. T.d. er einn möguleikinn hér:

http://www.eggin.is/index.php?option=co ... 0&Itemid=9

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Feb 27, 2010 11:04 pm

Ef þessu var beint til mín þá var ég að tala um dópista sem dópista. Þeri sem eru að dópa hljóta jú að vera dópistar?

Ég rétti fíklum hjáparhönd með mánaðarlegum verðlaunum í formi skatta.
En frekar kýs ég reyndar að setja mín aukaframlög til veikra barna en fólks sem er búið að koma sér í skítinn vegna eigin heimsku. (og þá er ég ekki að tala um fólk sem fæðist með geðsjúkdóma)
I wish I wish I was a fish

User avatar
AnthraX
Töflunotandi
Posts: 828
Joined: Wed Feb 15, 2006 10:42 pm
Location: Að pota í pabba þinn

Postby AnthraX » Sun Feb 28, 2010 1:02 am

Hraðahindranir eru ömurlegar.
Kv. fúli gaurinn sem hefur ekkert til málanna að leggja.
[img]http://img34.imageshack.us/img34/1097/goatpriestbigcopy.jpg[/img]

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Feb 28, 2010 1:53 am

En að borgin hirði það og noti í bitlinga handa gæðingum Sjálfsætðisflokksins, eins og er óspart gert?

Nei, það vil ég ekki.
Það er það sem gerist ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram við völd í Reykjavík, þannig að ef þú kýst hann, þá styðurðu að einmitt þetta gerist.
En að borgin hirði það og það fari í að bjarga lífum þeirra sem standa verst í samfélaginu?
Það er alveg hægt að reka Reykjavík án þess að hafa útsvarið í botni. Innan "reka Reykjavík" er þá félagslegu þættirnir. Það hjálpar líka fátækum fjölskyldum að greiða minna í skatta eins og þú vonandi veist.
Fátækustu fjölskyldurnar borga litla skatta. Skattarnir sem ætti að lækka eru virðisaukaskattar á nauðsynjavörur og notenda- og komugjöld í nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðis- og menntastofnunum.
Já fjandans frelsið er ömurlegt. Það var nú frjálshyggjan sem leiddi almúgann frá oki auðvaldsvina þinna á 18. öld og fékk einstaklingnum frelsi frá einræðinu. Það að ég og þú getum spjallað um lífið og skítinn á netinu er frjálshyggja annað en sumstaðar í heiminum.
Það að ég geti keypt mér tölvu sem mér líkar við er frjálshyggja.
Það að ég geti kosið þig í kosningum er frjálshyggja.
Það að ég geti farið á Wacken hvenær sem ég vil er frjálshyggja.
Það að ég geti keyrt til Akureyrar er frjálshyggja.
Það að ég vilji ekki versla við Bónusfeðga er frjálshyggja.
Það að ég geti tjáð mig um ýmis málefni er frjálshyggja.
Það að ég geti farið með mál fyrir hlutlausa dómstóla er frjálshyggja.
Það að ég gæti stofnað félag metalhausa er frjálshyggja.
Það að ég geti búið hvar sem ég vil er frjálshyggja.
Það að ég geti hannað einhvern hlut og boðið til sölu er frjálshyggja.
Nei, ekkert af þessu er frjálshyggja.
Þú hefur aldrei séð hreina efnahagslega frjálshyggju nein staðar þannig að þú getur ekki dæmt ástandið sem "frjálshyggju" út frá einhverjum allt öðrum forsendum sem þú gefur þér við núverandi ástand.
Enda er frjálshyggja ekki ástand heldur stefna. Þjóðfélag þar sem reglur frjálshyggjunnar hafa unnið fullan sigur og allt fer eftir markaðinum er ekki bara ógeðsleg tilhugsun, heldur líka gjörsamlega óraunsæ og útilokað að það verði nokkurn tímann til. Stefnan er hins vegar raunveruleg og hún er sterk þegar auðvaldið þarf á henni að halda (eins og á Íslandi undanfarna 2-3 áratugi). Þegar kerfið er komið í ógöngur, þá er svar auðvaldsins hins vegar að taka upp kratíska stefnu til þess að lægja öldurnar. Það er hún sem er í gangi núna.
Það að ég vilji ekki að þú og vinstri vinir þínir segið mér hvernig ég á að hugsa, kaupa ákveðna hluti, ekki kaupa ákveðna hluti sem ykkur finnst "slæmir", ferðast á ákveðinn máta eða banna mér að fara á ákveðna staði því ykkur líkar illa við þá, taka meirihlutann af kaupinu mínu til að dreifa til annarra eftir ykkar vilja og koma almennt í veg fyrir að ég geri hluti sem ykkur líkar ekki við, fordæmi ég.

Mér finnst frelsið skárra.
"Frelsið" -- einmitt. Frelsið til að velja hvort þú vilt keyra einkabíl eða ganga 5 kílómetra í vinnuna. Frelsið til að velja hvort þú ert arðrændur af þessu stórfyrirtækinu eða hinu. Frelsið til að velja hvaða banki okrar á húsnæðisláninu þínu. Frelsið til að vera örbjarga ef þú ert öryrki. Frelsið til að geta ekki menntað þig án þess að steypa þér í skuldir. Frelsið til að veiða fisk -- ef þú átt kvóta og togara. Frelsið til að gefa út blað -- ef þú átt prentsmiðju. Frelsi þeirra ríku. Frelsi peninganna.
Finnst þér í alvörunni að þetta fólk geti bara sjálfu sér um kennt að vera veikt og við eigum frekar að henda peningum í gatnakerfið eða tónlistarhús eða byggingu á fleiri íbúðum þegar það eru þúsundir tómra húsa á höfuðborgarsvæðinu heldur en að hjálpa því? Það myndi ég segja að væri hrein og bein mannvonska og ekkert annað.
Ég mundi hins vegar segja að það væri hrein og bein frjálshyggja, en það er kannski bara orðalagsatriði.
Það eru gistiskýli fyrir þetta fólk. Hvað viltu meira? byggja helvitis hús í breiðholtinu fyrir alla sprautufíkla landsins?
Gistiskýli er ekki heimili.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

Jon Karl
Byrjandi á töflunni
Posts: 69
Joined: Tue Jan 09, 2007 5:50 pm

Postby Jon Karl » Sun Feb 28, 2010 9:47 am

Ef þessu var beint til mín þá var ég að tala um dópista sem dópista. Þeri sem eru að dópa hljóta jú að vera dópistar?

Ég rétti fíklum hjáparhönd með mánaðarlegum verðlaunum í formi skatta.
En frekar kýs ég reyndar að setja mín aukaframlög til veikra barna en fólks sem er búið að koma sér í skítinn vegna eigin heimsku. (og þá er ég ekki að tala um fólk sem fæðist með geðsjúkdóma)
Þeir sem eiga við eiturlyfjavandamál að stríða er gjarnan sama fólkið og ég hitti á geðdeildum. Þau eiga við alvarlega sjúkdóma að stríða sem þau ráða ekki við. Vera má að einhverjir "dópistar" séu ekki með geðsjúkdóma, en ætlar þú að skera úr um, dæma hver er hver? Þetta er gamla skiptingin í þá "deserving" og "undeserving" frá tímum Hobbes. Gott að sitja í dómarasætinu.

Yfir hverju hefurðu svona miklar áhyggjur? Hversu stór hluti af landsframleiðslu heldurðu að fari í að aðstoða heimilislaust fólk? Í fjárlögum Reykjavíkurborgar er talað um 11 milljónir í heimili fyrir heimilislausa (http://www.fjarlog.is/Fjarlagavefur-Hlu ... i_3-07.htm). Það er hundrað kall á mann á ári. Berðu það svo saman við hversu stór hluti landsframleiðslu fer svo til eins einasta kapítalista, t.d. Björgólf Thors. Brennur ekki sama réttlætiskenndin í þér við það? Það sem ég meina er: http://www.eggin.is/index.php?option=co ... 5&Itemid=9

Kannski þú eigir svo eftir að lenda í sömu sporum og þetta fólk einhvern tíman. Ég verð allavega tilbúinn að borga 100 kall á ári til að koma þér til aðstoðar.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Sun Feb 28, 2010 10:40 am

Image

Vel gert Vésteinn!
Allt er betra en íhaldið

User avatar
DESTRUCTOR
Now in color
Posts: 11270
Joined: Fri Jul 19, 2002 2:30 pm
Location: Árbær

Postby DESTRUCTOR » Sun Feb 28, 2010 12:50 pm

Veit ekki hvort ég kýs. Mér hefur samt fundist betra þegar VG er í stjórn í Reykjavík því þeir láta mann í friði þegar maður er að nördast eitthvað án þess að biðja um leyfi (kvikmyndasýningar, tónleikar etc.). Auðveldara að fá að leigja húsnæði og slíkt. Allir flokkar eru saurugir, bara mismikill fnykur. Það hafa undandtekningarlaust verið hægrimenn sem hafa verið staðnir að verki við að njósna um aðra Íslendinga fyrir almannafé.

Annars; þið sem kjósið sjálfstæðisflokkinn og skilgreinið ykkur sem hægrimenn (líka þið sem eruð gríðarlega gáfuð og bjóða fólk í "IQ keppni"), eruð þið alveg viss um að þið vitið hvað hægristefna er?

t.d.

In politics, right-wing, rightist and the Right are generally used to describe support for a stratified society to promote or preserve social order or traditional values.[1][2][3][4][5] The terms Right and Left were coined during the French Revolution, referring to seating arrangements in parliament; those who sat on the right supported preserving the institutions of the Ancien Régime (the monarchy, the aristocracy and the established church).[6][7][8][9]

The concept of a political Right became more prominent after the second restoration of the French monarchy in 1815 with the Ultra-royalists. Today the term the Right is primarily used to refer to political groups that have a historical connection with the traditional Right, including conservatives, reactionaries, monarchists, aristocrats and theocrats. The term is also used to describe those who support free market capitalism, and some forms of nationalism.
Sjálfsstæðisflokkurinn er alls ekki það hægrisinnaður. Annars geta tveir spilað þennan leik hjá þér gamli.


Image
Image

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Feb 28, 2010 12:55 pm

Destructor, hefur þú kynnt þér hvað margir hafa dáið af völdum kapítalisma?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú


Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron