Ég reikna með að við gerum það vanalega, með einhverjum hætti. Er það ekki bara kurteisi?Þið látið höfunda póstanna þó vita, ekki satt?þá áskilja umsjónarmenn sér rétt til að eyða innihaldslausum póstum
Ef það er umræða í gangi og það kemur eitt og eitt innlegg sem fjallar ekki um neitt, þá er það kannski saklaust. Þegar það byrjar að spilla umræðunni -- að mati umsjónarmanna -- þá getur verið kominn tími til að aðhafast. Ef annars málefnalegur þráður leysist upp í skítkast eða vitleysu, þá má reikna með því að skítkastið eða vitleysan verið látin fara fram annars staðar.Hvað er að tala um ekki neitt?
Já eigum við ekki að eyða þeim bara.. fyrst þau eru ekki um neitt og því tilgangslaus?Spurðu Snoolla, Birki, Evu og fleiri sem eru með meira en tíu þúsund innlegg en maður man samt ekki eftir neinu einasta.Hvað er að tala um ekki neitt?
...áskilja umsjónarmenn sér rétt til að eyða innihaldslausum póstum, skítkasti eða ástæðulausu persónulegu drulli...
*ræskj*Að gefnu tilefni vil ég minna á umgengnisreglurnar. Næstu vikur stefni ég að því -- og bið aðra umsjónarmenn um að vera með í því líka -- að framfylgja þessari sérstaklega grimmt:
...áskilja umsjónarmenn sér rétt til að eyða innihaldslausum póstum, skítkasti eða ástæðulausu persónulegu drulli...
- - - - - - - - -
Svo ég svari áður en spurningin er borin upp: Já, það ber að skoða þessa áminningu sem stefnuyfirlýsingu fyrir sjálfs mín hönd. Þessi regla gildir ekki síður um sjálfan mig en aðra.
Users browsing this forum: No registered users and 1 guest