Malneirophrenia í Mengi 23. okt

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
User avatar
gEgg
Töflubarn
Posts: 48
Joined: Mon Apr 03, 2006 11:01 pm

Malneirophrenia í Mengi 23. okt

Postby gEgg » Wed Oct 15, 2014 9:47 am

Frá Mengi:

Malneirophrenia er kammerpönktríó skipað píanói, sellói og rafbassa. Sveitin hefur leikið með hléum í áratug, haldið nokkra kvikmyndatónleika, og gaf út frumburðinn M árið 2011. Tónlistin er frjálsleg blanda af nýrri og gamalli klassík, kvikmyndatónlist, rokki, óhljóðum og melódramatík. „Alfred Hitchcock hefði orðið hrifinn,“ ritaði Morgunblaðið árið 2011, og franska þungarokkssíðan Guts of Darkness kallaði músíkina „undursamlega martraðarkennda“. Sveitin spilar nú í fyrsta sinn á heilum tónleikum síðan snemma árs 2012 og vinnur að nýju efni, ásamt endurhljóðblöndunarverkefni í samstarfi við ólíka raftónlistarmenn.

Tónleikarnir í Mengi 23. október verða tvískiptir. Fyrst mun Malneirophrenia frumflytja nýtt efni ásamt því að leika brot úr verkum eftir Franz Schubert og David Shire. Að því loknu mun sveitin leika efni af plötunni M undir völdum atriðum úr kvikmyndinni Voyage to the Planet of Prehistoric Women frá 1967. Myndin er nokkurs konar b-endurvinnsla framleiðandands Roger Corman og leikstjórans Peter Bogdanovich á sovésku vísindamyndinni Planeta Bur frá 1962 – undarlegt barn síns tíma sem mun hljóta enn undarlegra yfirbragð undir óvægum kammerpönktónum.

Mengi er til húsa við Óðinsgötu 2 og aðgangur er 2000 kr. Hverjum seldum tónleikamiða fylgir rafrænt niðurhal af fyrsta hluta endurhljóðblöndunarverkefnisins, M-Theory #1.

Fésbókarviðburður: https://www.facebook.com/events/513893452047475/?ref=22

Vimeo: http://vimeo.com/user5310640/albums

Bandcamp: https://malneirophrenia.bandcamp.com/

---


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests

cron