WACKEN OPEN AIR 2014 AFLÝST!!

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

WACKEN OPEN AIR 2014 AFLÝST!!

Postby Vést1 » Mon Jun 02, 2014 3:38 pm

Það hryggir mig að tilkynna það ykkur öllum sem höfðuð hlakkað til að fara á Wacken, en það stefnir í að það verði engin Wacken-hátíð í ár.

Ástæða þessara dapurlegu frétta er að aðalnúmerið, sem hefur verið fastagestur og ómissandi frá árinu 2000, maðurinn sem hefur haldið uppi fjörinu þegar allir aðrir eru brennivínsdauðir eða sofandi, maðurinn sem mætir alltaf með hinn sígilda gunnfána Hins íslenska tröllavinafélags, áritaðan af Finntroll, maðurinn sem veður um með dauðan héra á spjóti, stekkur í gegn um gluggann á partítjaldinu hans Þorsteins, rifbeinsbrýtur sig, týnir veskinu sínu á Alestorm og þarf að betla sér til matar, maðurinn sem er með Wacken-stól gróinn við rassinn á sér og kann alla texta Tom Angelripper, maðurinn með nautshauskúpuna á öxlinni, faðir íslensku Wacken-senunnar, gangandi goðsögn og spámaður í eigin heimalandi (þ.e.a.s. á Wacken) -- veldur aðdáendum sínum vonbrigðum með því að sitja heima í ár.

Ég hef ákveðið að fara í staðinn á prjónahátíðina á Patreksfirði og sjá hvað er að frétta af nýjum íslenskum prjónamunstrum, sem eru nýja áhugamálið mitt.

Þar sem það hefur ekki verið haldið Wacken án mín síðan á síðustu öld, þá þykir ekki við hæfi að halda þetta núna. Þannig að ... þið sem eruð búin að borga Þorsteini, hafið samband við hann og hann endurgreiðir ykkur allt saman.

Skýringar fyrir fólk með skertan lesskilning: Ég fer ekki á Wacken í ár en auðvitað verður hátíðin haldin, nema hvað!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
krossfari
Töflunotandi
Posts: 147
Joined: Sat Mar 01, 2014 12:41 pm

Re: WACKEN OPEN AIR 2014 AFLÝST!!

Postby krossfari » Tue Jun 03, 2014 8:16 pm

ég fer ekki heldur á wacken
Image


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests

cron