Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby valli » Sun Mar 09, 2014 9:08 pm

Image

Laugardagskvöldið 5. apríl munu hljómsveitirnar Momentum, Angist, Malignant Mist og Future Figment spila á Gamla Gauknum(Gaukur á Stöng)

Húsið opnar 21:00
Happy hour á barnum á milli 21 og 22
Tónleikar hefjast stundvíslega kl 22:30
Aðgangseyrir 1000 kr.

Hljómsveitin Momentum er á leiðinni í stutt ferðalag til Evrópu þar sem hún kemur fram á hinni margrómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Tilburg, Hollandi. Að auki kemur sveitin fram á tvennum tónleikum í Frakklandi með hinni goðsagnakenndu hljómsveit Napalm Death.

Momentum lauk nýverið við upptökur á sinni fjórðu plötu 'The Freak is Alive' og verður nóg af nýju efni í boði á tónleikunum. Momentum til halds og trausts verður tónlistarmaðurinn Ragnar Ólafsson sem hefur gert garðinn frægan með sveitum á borð við Árstíðir, Ask the Slave og In Siren.

Um þessar mundir fagnar sveitin 10 ára starfsafmæli og má til gamans geta að þetta verða fyrstu tónleikar Momentum á árinu.

Hljómsveitin Angist hefur verið mjög áberandi í íslensku þungarokki undanfarin ár. Sveitin er að leggja lokahönd á nýja plötu og verður því um nóg af nýju efni á þessum tónleikum. Angist munu koma fram á SWR Barroselas tónlistarhátíðinni í Portúgal í apríl.

Malignant Mist samanstendur af þrautreyndum dauðarokkurum úr ekki ómerkari sveitum eins og Severed Crotch, Plastic Gods, Ophidian I, Atrum og Gruesome Glory. Malignant Mist gáfu nýverið út frumburð sinn Celestial Doom.

Hljómsveitin Future Figment hefur verið ansi lengi á teikniborðinu en eftir síendurteknar mannabreytingar er sveitin loksins komin á flug en meðlimir sveitarinnar koma frá Reykjavík og Hveragerði. Þrátt fyrir að vera nýkomin á sjónarsviðið þá eru meðlimir sveitarinn ekki óreyndir en þeir koma úr sveitum á borð við Driver Dave, Embrace the Plague og Dormah. Future Figment stefnir á upptöku á sinni fyrstu breiðskífu með sumrinu en tónlistinni verður kannski best lýst sem einhverskonar bræðingi af Deftones, Mastodon og Tool.
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
gudny
12. stigs nörd
Posts: 12409
Joined: Thu May 26, 2011 3:40 pm
Location: United Kingdom
Contact:

Re: Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby gudny » Mon Mar 17, 2014 8:51 am

USSS, djöfull væri ég til í að komast á þessa tónleika!
Smoke crack, worship satan

User avatar
krossfari
Töflunotandi
Posts: 147
Joined: Sat Mar 01, 2014 12:41 pm

Re: Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby krossfari » Mon Mar 17, 2014 12:18 pm

mættur
Image

User avatar
Draugurinn
Bjáni
Posts: 11805
Joined: Tue Jul 30, 2002 3:00 pm
Location: 10437

Re: Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby Draugurinn » Mon Mar 17, 2014 12:49 pm

sjiiiii
http://draugurinn.ismycode.name

[b]„Þetta var heimskulegt af mér. Ég er tannlaus. Hvað var ég að hugsa?“[/b]

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby ThorsteinnK » Mon Mar 17, 2014 6:58 pm

Djúsí lineup!

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Momentum + Angist + Malignant Mist ofl 5. apríl

Postby valli » Mon Mar 17, 2014 7:19 pm

Image
Image
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron