Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
Hudson
Töflunotandi
Posts: 711
Joined: Tue Aug 06, 2002 12:17 pm
Location: heima hjá mér

Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Postby Hudson » Fri Mar 16, 2012 10:57 am

HD hljóðkerfaleiga kynnir með stolti:

Image

Skálmöld og Skurk á Akureyri um páskana

Laugardaginn 7. apríl verður efnt til þungarokkstónleika á Akureyri, nánar tiltekið á Sportvitanum. Þá leiða saman hesta sína tvær stórsveitir í íslenskum þungarokksheimi, Skálmöld og Skurk.
...
Víkingarokksveitin Skálmöld hefur undanfarin misseri gert innrás á íslenskan tónlistarmarkað og farið mikinn. Þannig hefur plata sveitarinnar, Baldur, selst í þúsundum eintaka og fólk á öllum aldri hrifist af þeirra þjóðlega víkingastíl. Væntanleg er ný plata frá Skálmöld og því ekki ólíklegt að nýtt efni komi til með að hljóma í bland við gamalt.

http://www.facebook.com/#!/skalmold

Thrashmetalsveitin Skurk hefur ekki verið alveg jafn sýnileg undanfarin ár enda ekki starfað frá árinu 1993. Nú hafa Akureyringarnir þó blásið rykið af hljóðfærunum og koma hér fram á sínum fyrstu tónleikum í hartnær 20 ár. Skurk átti miklum vinsældum að fagna á gullaldarárum þungarokksins og endurkomunni því beðið með mikilli eftirvæntingu.

http://www.facebook.com/#!/pages/Skurk/52093173527

HD hljóðkerfaleiga sér síðan til þess að allt verði eins stórfenglegt og hugsast getur, hljóð- og ljósakerfi verða með því fullkomnasta sem þekkist í heiminum og ekkert til sparað.

Húsið opnar stundvíslega klukkan 21.00 og hefjast tónleikarnir fljótlega eftir það. Miðaverð er 2.500 krónur og miðasalan verður auglýst síðar.

Sérstakir gestir verða svo Dánarbeð sem starta þessu með stæl.
http://www.facebook.com/#!/danarbed

****EDIT****

Forsala er í Imperial Glerártorgi

Hudson
Töflunotandi
Posts: 711
Joined: Tue Aug 06, 2002 12:17 pm
Location: heima hjá mér

Re: Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Postby Hudson » Wed Mar 28, 2012 2:26 pm

Smá bömp með snilldarlagi frá Skálmöld

http://www.youtube.com/watch?v=pPjJkBWc ... re=related

:sing

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Postby HreSS » Wed Mar 28, 2012 3:31 pm

Gott framtak :thumbsup

Ætla mér þó ekki að mæta.
http://www.last.fm/user/Spreggur

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Postby HöddiDarko » Wed Mar 28, 2012 4:53 pm

Svakalegur póster.

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Norðurhjararokk 7.apríl **Forsala hafin!!!***

Postby Varg » Sat Apr 07, 2012 2:12 pm

Þetta er í kvöld!


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests