Wacken Metal Battle Iceland 2012 - Opnað fyrir umsóknir

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Wacken Metal Battle Iceland 2012 - Opnað fyrir umsóknir

Postby ThorsteinnK » Fri Dec 30, 2011 5:52 am

Restingmind Concerts kynnir:

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle Iceland - Einn stærsti þungarokksviðburður landsins.

Image

- Opnað fyrir skráningar núna. Allar þungarokkshljómsveitir mega skrá sig.
- Umsóknarfrestur: 22. janúar
- Dagsetning keppninnar: 3. mars 2012 á Nasa við Austurvöll.
- Fjölmörg erlend þungarokkstímarit senda blaðamenn sína.

Það sem er í húfi:

- Að spila á WACKEN OPEN AIR, stærsta metalfestivali heims!
- Að komast á komast á samning hjá NUCLEAR BLAST!

Umsóknarferlið fyrir hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle Iceland er hafið en þetta verður í fjórða sinn sem þessi keppni er haldin á Íslandi. Sigursveitin heldur utan til Þýskalands þar sem lokakeppnin fer fram í ágúst 2012, á Wacken Open Air hátíðinni. Er þetta stærsta þungarokkshátíð veraldar og var orðið uppsellt á hana núna strax í lok nóvember! *

Mikill stígandi hefur verið í þessari keppni síðustu ár sem hefur leitt til þess að í ár verður hún glæsilegri en áður og verður haldin á sjálfum Nasa við Austurvöll 3. mars 2012. Sigurvegarinn er valinn af dómnefnd skipuðum erlendum jafnt sem innlendum metal-fræðingum og er fríður hópur erlendra blaðamanna væntanlegur til þess að fjalla um viðburðinn og taka sæti í dómnefndinni. Núþegar eru staðfestir blaðamenn frá m.a. Terrorizer í Bretlandi og Close Up Magazine, virtasta þungarokkstímariti Svíþjóðar.

VERÐLAUN
Sigurvegari lokakeppninnar á Wacken hlýtur að launum hvorki meira né minna en hljómplötusamning við Nuclear Blast Records, stærsta óháða þungarokkshljómplötufyrirtæki heims! Þar eiga heima risar eins og Sepultura, In Flames, Anthrax, Amorphis, Nightwish, Kataklysm, Fleshgod Apocalypse, Blind Guardian, Biohazard, Dimmu Borgir, Exodus, Meshuggah, Nile, Soilwork, Suffocation, Symphony X og miklu fleiri.

Ennfremur hlýtur sigursveit lokakeppninnar: Samstarfssamning við ICS Festival Service, sem er fyrirtækið sem skipuleggjur Wacken og er ennfremur umsvifamikil umboðs- og bókunarskrifstofa (Sólstafir eru einmitt á mála hjá þeim), Fullt af hljóðfærum og græjum og stuðningssamninga við hljóðfæraframleiðendur.

Fleiri verðlaun verða tilkynnt þegar nær dregur.

ÞÁTTTAKA
Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skrá sig með því að senda kynningarpakka á Restingmind Concerts. Allar nanari upplýsingar um það má sjá á Facebook síðu keppninnar:
http://www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2012!

Nánari upplýsingar má einnig finna á http://www.metal-battle.com/

* Enn eru til miðar í hópferð Íslendinga á þessa hátíð á vegum Restingmind Concerts fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér miða enn.

Atrum á sviðinu á Wet Stage á Wacken 2011

Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron