Raftónleikar Bakkus 2. ágúst

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Raftónleikar Bakkus 2. ágúst

Postby siggi punk » Mon Aug 01, 2011 12:34 pm

Electric Ethics Kynnir: –– Rafmagnaða Gjörninga á skemmtistaðnum Bakkus við Tryggvagötu 22. (Naustmegin) –– 2. ágúst (þriðjudagskvöldið) n.k. (22:00 til 00:00). Aðgangur er frír.

Þeir listamenn (gjörningarskáld og hljómsveitir) sem koma fram á kvöldinu, hafa markað djúp spor á listar– og tónlistarlífi íslendinga í gegnum árin með frumlegum listflutning.

[Þeir eru] –– Í Dadaískri röð: Jóhann Eiríksson (úr Reptilicus og Gjöll), Snorri Ásmundsson (gjörningarlistamaður og heiðursriddari Akureyrabæjar), Arnljótur (Arnljótur Sigurðsson), Inside Bilderberg (Georg Pétur Sveinbjörnsson), Plasmabell (Bára Kristín) og Epic Rain.

Jóhann Eiríksson, sem ætti að vera flestum kunnugur fyrir ötula raftónlistarsköpun sína s.l. tuttugu ár –– kemur undir sínu eigin nafni, þ.e. sóló. En hann hefur undanfarin misseri verið að vinna að sínu eigin efni í hjáverkum.

Og þær góðu fréttir fyrir unnendur íslenskrar raftónlistar: er að ný plata (7″ tommu vínilll) Reptilicus, með þeim Jóhanni Eiríksyni og Guðmundi Inga Markúsyni innanborðs –– er í vændum! Áætluð útgáfa hennar er í lok október á þessu ári, og mun það vera íslandsvinurinn, tónleikahaldarinn og útgefandinn Praveer (Yatra Arts) frá Torontó í Kanada, sem stendur á bakvið útgáfu hennar. Þýski raftónlistarsnillingurinn: Senking, sem átti eina athyglisverðustu plötu (er ber heitið: ,,Pong”) –– á sviði rafrænnar tónlistar á síðasta ári –– mixar (hljóðblandar) seinni hlið plötunnar.

Sérstakir gestir kvöldins er hljómsveitin Epic Rain. En hún samastendur af tónlistarmönnunum Jóhannesi Pálmasyni, Stefáni Ólafsyni og Braga Jóhannsyni. Tónrætur sveitarinnar er óhætt að rekja til neðanjarðar ,hip––hop’ tónlistar, en síðari árum hefur hljómsveitin leitað í ýmsar tónlistarstefnur, t.d. kabarett, dimma þjóðlagatónlist, kántrí og tregablús. Og þess ber að geta að hljómsveitin gaf út plötu s.l. vor, sem ber heitið ,,Campfire Rumors”, og hlaut hún góðar viðtökur gagnrýnenda fyrir.

Tónleikahaldarinn: ,,Rafsiðaboð” (Electric Ethics) –– ber ábyrgð á flestum þeim mest athyglisverðu og vel siðuðu raftónlistarkvöldum –– og tengdum uppákomum sem haldin hafa verið s.l. fjögur ár. Því er von á þrilluðu kveldi –– er óðfluga færist nær!

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um kvöldið á eftirfarandi vefslóð: http://www.facebook.com/#!/event.php?ei ... 8864255513

Eins og áður kom fram er aðgangur frír.


Sjáumst hress og kát!

Mótsnefnd
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests

cron