Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24. júní

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24. júní

Postby HelvitisMaddi » Wed Jun 15, 2011 6:01 pm

Image
Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum síðan, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari Metallica, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion tvenna veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Seinni tónleikarnir hefjast á miðnætti.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Dagskrá beggja tónleika verður sú að hitað verður upp með efni eftir Metallica áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Orion var stofnuð sérstaklega í tilefni 25 ára afmælis Master of Puppets, en hljómsveitina skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Hljómsveitina Orion skipa þeir Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð í gegnum tíðina m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

Forsala aðgöngumiða er á midi.is.
Facebook síða tónleikana er hér

Staður: Sódóma Reykjavík
Dagsetning: 24. júní 2011
Tími: 20:00 (fyrri tónleikarnir) / 23:59 (seinni tónleikarnir)
Aðgangseyrir: 2.000kr
Last edited by HelvitisMaddi on Mon Jun 20, 2011 2:04 pm, edited 1 time in total.
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HelvitisMaddi » Sun Jun 19, 2011 10:15 pm

Hvernig er annars stemmarinn hjá többlungum fyrir þessu?

Ég segi fyrir mitt leyti að maður er örugglega búinn að vera að plana svona gigg í hausnum í tæplega tuttugu ár, þannig að ég er farinn að hlakka verulega mikið til... :perri
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
gudny
12. stigs nörd
Posts: 12409
Joined: Thu May 26, 2011 3:40 pm
Location: United Kingdom
Contact:

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby gudny » Sun Jun 19, 2011 10:17 pm

STANGER!

Þetta hljómar mjög vel, ég ætla mér að mæta á aðra hvora tónleikana!
Smoke crack, worship satan

User avatar
badash
Töflubarn
Posts: 21
Joined: Sat Jun 27, 2009 12:25 pm
Location: Hafnarfjörður

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby badash » Sun Jun 19, 2011 10:26 pm

Væri gaman að kíkja á þetta

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HelvitisMaddi » Mon Jun 20, 2011 2:06 pm

Gott mál. Ég er að vona að það verði góð mæting, því mig langar að taka fleiri plötur fyrir seinna - a.m.k. af þessu gamla góða stuffi þeirra :cute
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby valli » Mon Jun 20, 2011 4:22 pm

ég heimta reload kvöld!

ég stefni á fyrri tónleikana (ef veður og börn leyfa)

valli
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HelvitisMaddi » Fri Jun 24, 2011 9:41 am

Þetta er í kvöld. Fokkit hvað ég get ekki beðið!

http://midi.is/tonleikar/1/6524
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
HelvitisMaddi
1. stigs nörd
Posts: 1641
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:15 pm
Location: 800

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HelvitisMaddi » Fri Jun 24, 2011 6:10 pm

ATH aldurstakmarkið á Sódómu er 18 ára fyrir þessa tónleika! Ekki 20, eins og stendur á miði.is
[i]"your dream world is a very scary place"[/i]
[url]http://reverbnation.com/darkharvestonline[/url]
[url]http://forgardur.helviti.com[/url]

User avatar
Ernirinn
7. stigs nörd
Posts: 7442
Joined: Fri Feb 07, 2003 12:05 pm
Location: Ég man það ekki.

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby Ernirinn » Fri Jun 24, 2011 7:09 pm

Úff.. Þetta langar mig að sjá... En 2000 kjéll faaaakk.

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HöddiDarko » Fri Jun 24, 2011 8:31 pm

Var eimmitt sjálfur að spá í þessu verði. Miðað við að þetta sé bara eitt band, er þá 2000 ekkert mikið? Svona ef maður er að borga sama verð fyrir erlend bönd :/

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby ThorsteinnK » Fri Jun 24, 2011 11:27 pm

Ég er að segja ykkur það gott fólk að þessir tónleikar í kvöld (fór á fyrri) voru alveg bandbrjálaðir! Alveg geggjaðir!

Ég hef aldrei á lífi mínu séð Magnús Halldór Pálsson spila jafnflott á bassa og í kvöld. Sólóin... bassalínurnar... Maddi :bow :bow

Ég hef aldrei séð Kristján breytara jafn villtan og geggjaðan á trommunum. :bow :bow

Besta performance þessara manna hingað til by far!

Magni... var frábær og spilaði á gítar mestallan tímann, þannig að það voru 3 gítarar sem var mjög ljúft. Þegar Rúnar var í sólói voru Bjössi og Magni kannski saman að spila harmoníu dauðans. Þéttleiki þessa bands var mikilfenginn.

Ég hef aldrei verið neitt fyrir Metallica, kunni ekki öll lögin þarna í kvöld, á ekki Master of Puppets.... en man, þetta kvöld held ég bara að hafi breytt einhverju hjá mér.

Þeir sem munu missa af þessu eru fools!

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HreSS » Sat Jun 25, 2011 2:42 am

Ég hef aldrei séð Kristján breytara jafn villtan og geggjaðan á trommunum. :bow :bow
Shit sko, það hlýtur að hafa erfitt að feta í fótspor hjá besta trommara ever!!
http://www.last.fm/user/Spreggur

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HöddiDarko » Sat Jun 25, 2011 12:38 pm

Þetta var mjög flott, fyrir utan það að gítarleikarinn var með annað hvort ömurlegan, bilaðan eða vitlaust tengdann wah pedal. Er ekki frá því að hann hafi rústað næstum öllum sólóunum. Magni passaði bara vel inní þetta og þeir voru nokkuð þéttir, örfáir hnökrar við og við en overall var þetta nokkuð þétt tribute. Væri allveg til í að sjá kauða taka Ride the lightning einhverntímann.
Myndbönd coming up auðvitað.

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby Breytarinn » Sat Jun 25, 2011 6:56 pm

Það var eitthvað bilerí í gangi hjá Rúnari. Gæti vel hafa orsakað þetta sólóarúst. Þetta heyrðist samt ekki uppi á sviði.

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby haffeh » Sat Jun 25, 2011 11:55 pm

Magni var betri en ég þorði að vona. Allt mjög þétt og flott - nema þarna gæjinn og sólóin. Það fór allt í eitthvað shred þarna á seinni tónleikunum.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Hafliði
2. stigs nörd
Posts: 2333
Joined: Sun Apr 29, 2007 2:29 am
Location: Kópavogur vestur

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby Hafliði » Mon Jun 27, 2011 3:45 am

Leiðinlegt að hafa verið blankur akkurat þetta kvöld og hafa ekki komist, en vonandi spilið þið aftur og þá mæti ég galvaskur :)

abh
Töflubarn
Posts: 49
Joined: Mon Jun 21, 2010 8:13 pm

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby abh » Tue Jun 28, 2011 9:45 pm

Myndbönd coming up auðvitað.
Drífa sig!!! :)

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HöddiDarko » Tue Jun 28, 2011 10:13 pm

Eugh, skal reyna að koma einhverju inn.

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby ThorsteinnK » Tue Jun 28, 2011 11:27 pm

Þessi á skilinn alveg sérstakan:

BÚRRUMMTISSS!

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HreSS » Wed Jun 29, 2011 12:56 am

Myndbönd coming up auðvitað.
Drífa sig!!! :)
http://ja.is/hradleit/?q=5622355
Ég facepalmaði og hló. Gott lol.
http://www.last.fm/user/Spreggur

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby HöddiDarko » Sun Jul 03, 2011 2:58 pmKv. geðveikt seini gæjinn.

Og já, er btw kominn með allveg yfir 100 myndbönd á rásina mína. Fínn árangur það finnst mér.

Trassi
Töflunotandi
Posts: 217
Joined: Wed Jul 26, 2006 9:49 pm

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby Trassi » Sun Jul 03, 2011 11:03 pm

Frábært framtak hjá þér Höddi :thumbsup
http://www.myspace.com/inmemoriamthrash
http://www.myspace.com/trassar

runirokk
Töflubarn
Posts: 1
Joined: Mon Jul 04, 2011 3:16 am

Re: Metallica Tribute - Master of Puppets í heild sinni 24.

Postby runirokk » Mon Jul 04, 2011 3:27 am

Takk fyrir videóin!! Þú heyrir frá okkur bráðlega Höddi.

Já, Wah-Wah pedallinn grillaðist eitthvað á seinni tónleikunum, fór að haga sér eins og Volume pedall, en hinsvegar var það ekki nógu greinilegt uppi á sviði - Það var svo geðveikur hávaði þar, Sódóma er svo erfið með svona massa sett og alla þessa diska, að það drukknaði.

Ég mun garanterað finna hvað þessir kappar eru að nota og henda þessum andsk. pedal fyrir næsta gigg. Synd, því seinna giggið var betra að öllu öðru leyti :P


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron