Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Tónleikar á næstunni, tónleikafréttir, tónleikaskipulag & starfsemi (Gigs & concerts)
ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Thu Dec 02, 2010 3:11 am

Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 3. - 6. ágúst 2010. Spilað er á sex sviðum, þar af 4 aðalsvið og tvö minni.

Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin hlaut Live Entertainment Awards verðlaunin í flokknum Festival of the Year í Þýskalandi 2008. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju.

Image

Hópferð á Wacken - Mekka Metalsins!
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð frá 2004 og ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst - Alveg satt!

Um er að ræða hópferð með rútum frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken svæðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér til Danmerkur.

Hátíð með um 120 hljómsveitum - m.a. íslenskum sveitum
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en ballið er bara rétt að byrja, því það verða um 90 sveitir á Wacken og síðustu sveitirnar verða líklega ekki staðfestar fyrr en nokkrum mánuðum fyrir festivalið eins og gengur og gerist með svona festivöl. Við þetta bætast svo 30 sveitir sem taka þátt í Metal Battle hljómsveitakeppninni en margar stórfínar sveitir verða þar á meðal.

ACCUSER - Þýsk hrátt Thrash/Hardcore. Gáfu út fyrstu plötuna 1987.
AIRBOURNE - Áströlsku arftakar AC/DC.
APOCALYPTICA - Finnskur sellómetall. Setja ávallt á svið svakaleg show.
AS I LAY DAYING - Metalcore frá Bandaríkjunum. Ein af stærstu sveitum þess geira þar.
AVANTASIA - Tobias Sammet úr Edguy með Metal Opera projectið sitt.
BATTLE BEAST - Sigurvegarar Wacken Metal Battle 2010. Frá Finnlandi. Söngkona sveitarinnar hljómar eins og UDO endurfæddur.
BLAAS OF GLORY - Heavy Metal Marching band frá Hollandi. Taka gamla metal slagara og flytja í "óhefðbundum" búningi.
BLIND GUARDIAN - Masters of German Heavy Metal. Tolkienmetall.
BLOWSIGHT - Frá Svíþjóð. Popmetalpunk skv. lýsingum...
CHILDREN OF BODOM - Líklega ein stærsta metal sveit Finnlands.
CRADLE OF FILTH - Dani Filth of félagar á Wacken eftir 12 ára fjarveru.
DEVIL DRIVER - Melódískur thrash death metall frá Bandaríkjunum.
EXCREMENTORY GRINDFUCKERS - Grindarar með húmorinn í fyrirrúmi.
EXODUS - Hell yeah! Ein merkasta Thrash metal sveit Bandaríkjanna. Voru geggjaðir á Wacken 2009
HAYSEED DIXIE - Metal goes Bluegrass! Stórskemmtileg sveit sem umturnar rokkslögurum í bluegrass lög. Íslandsvinir.
HEAVEN SHALL BURN - Fremsta melodeath/metalcore sveit Þýskalands punktur. Frábær tónleikasveit
HELLSAW - Black Metal frá Austurríki
HAIL OF BULLETS - Death metal súpergrúppa frá Hollandi. Með meðlimum úr m.a. Pestilence, Asphyx, Houwitser og Gorefest
ICED EARTH - Jon Schaffer og félagar. Bandarískur power/thrash metall eins og hann gerist bestur.
IN SOLITUDE - Frá Uppsala, Svíþjóð. Old school metall með smá doom áhrifum.
JUDAS PRIEST - The legends! Rob Halford og félagar. Hafa gefið út að þetta verði þeirra síðasti túr.
KREATOR - Kóngarnir í þýska thrashinu.
KHOLD - Norskur black metall
KNORKATOR - Þýskir grínmetalhausar. "Mesta" band Þýskalands!
MAYHEM - Norsku black metal goðsagnirnar.
MORBID ANGEL - Goðin sjálf. Ein af upphafsböndum dauðarokksins.
MORGOTH - Legendary death metal / alternative band frá Þýskalandi. Stofnað 85, hætti 98, kom saman aftur 2010.
MOTÖRHEAD - LEMMY!!!
OZZY OSBOURNE - Vonandi kemur Sharon ekki með.
PRIMAL FEAR - Þýskur powermetall, stofnað af upprunalegum söngvara Gamma Ray. Miklir reynsluboltar.
RHAPSODY OF FIRE - Frá Ítalíu, upphafsmenn hinnar svokölluðu Hollywood Metal stefnu. Miklir Lord of the Rings aðdáendur
RUSSKAJA - Austurrísk sveit að spila rússneskt folk rokk.
SALTATIO MORTIS - Folk Metall frá Germaníu með áherslu á miðaldir. Hurdy Gurdy, sekkjarpípur og læti. Syngja á Þýsku.
SEPULTURA - Goðin frá Brasilíu.
SHRAPHEAD - Frá Noregi. Spila Thrashmetal og taldir mikið efni.
SIRENIA - Gothic beauty and the Beast metal band frá Noregi
SKÁLMÖLD - Víkingametall eins og hann gerist allra bestur. Íslenskt víkingablóð á Wacken, Já Takk!
SKI KING - Country Thrash, hvorki meira né minna.
SODOM - Tom Angelripper og félagar í þessari goðsagnakenndu þýsku thrash sveit
STIER - Þýskt pönk sem hljómar pínku eins og Rammstein ef þeir spiluðu pönk. Þýskir textar
STORMZONE - Frá Írlandi. Spila blöndu af klassísku rokki og power metal. Queensryche meets Crimson Glory.
SUBWAY TO SALLY - Þýskir gotharar að spila medieval folk. Syngja á þýsku.
SUICIDAL TENDENCIES - Mike Muir og félagar. Löngu orðnar goðsagnir.
TAUTHR - (einnig skrifað Tauþr) - Death/black metal band frá Þýskalandi með þremur meðlimum úr Endstille.
THE HAUNTED - Björler bræðurnir úr At the Gates. Mikill eðall hérna.
THE PROPHECY 23 - Þýskt thrash/moshcore/death metal.
THE SMACKBALLZ - Tríó sem tekur rokksmelli og flytur þá með flying V, harmonikku og cajun trommu.
TOKYO BLADE - Ein af upphafsböndum NWOBHM að koma saman aftur eftir 15 ára hlé
TRIOSPHERE - Progressive Metal frá Noregi. Hafa virkilega verið að vinna sér inn stóra punkta upp á síðkastið í metalheiminum.
TRIVIUM - Ein vinsælasta thrash/metalcore sveit USA á núverandi áratugi
TSJUDER - Norskt black metal. Stofnað 1993, hættu 2006 og eru því að koma saman aftur.
VISIONS OF ATLANTIS - Svar Austurríkis við Nightwish og Epica. Melódískur metall með bæði karl og kvensöngvara
VOLCANO - Hljóma ekki ólíkt Danzig. Þýskt doomy/stoner/gothic rock/metal. Hliðarband trommarans úr Destruction.
VREID - Black metall frá Noregi.
WARRANT - Ekki bandaríska glysrokksveitin, heldur eldri þýskir speed metal gaurar.

s.s. cirka 1/2 staðfestur af endanlegu lineuppi.Tónleikasvæði, aðbúnaður og markaður
Á Wacken eru 5 stór svið og 2 minni. Tvö aðalsvið sem heita True Metal Stage og Black Stage, eitt aðeins minna: Party Stage, og tvö enn minni: WET Stage og Wackinger Stage. Ennfremur eru svo tvö lítil svið, þar sem óformlegri tónleikasveitir spila og aðrir viðburðir eiga sér stað: Beer Garden stage og Bullhead City Tent.

Aðbúnaður á svæðinu er til mikillar fyrirmyndar. Wacken er útihátíð, þar sem langflestir gista á tjaldsvæði sem er alveg við tónleikasvæðið. Íslendingahópurinn er t.d. vanur að finna sér tjaldstæði í ekki meira en 5-10 mín göngufæri við tónleikasvæðið. Vatnsklósett er að finna á víð og dreif um svæðið, ásamt sturtum.

Fyrir þá sem vita ekki hvað gera á við peningana sína, þá er hægt að versla sér allan þann hugsanlega varning sem gæti tengst þungarokki og útihátíð á einhvern máta: m.a. tónlist, föt og skartgripi

Ferðatilhögun
Lagt er af stað frá Köben að morgni þriðjudagsins 2. ágúst!! Þetta er nauðsynlegt því að tónleikahald byrjar óformlega strax á miðvikudeginum. Áður fyrr, þegar við komum á staðinn á miðvikudeginum var einnig ávalt mikið um langar biðraðir á þjóðvegunum að Wacken og menn þurftu að bíða í rútum í langan tíma af þeim sökum (sem er svosem ekkert slæmt með kaldar veigar við hönd og metal í græjunum).

Þetta þýðir auðvitað að fólk verður að vera komið til Köben á mánudeginum í síðasta lagi! Brottför frá Wacken er á sunnudeginum, 7. ágúst og áætlaður komutími í Köben er um 20-21 leytið.

Wacken Metal Battle Iceland - Íslenskt band á Wacken
5. mars 2011 verður í þriðja skipti haldin Wacken Metal Battle keppni á Íslandi. Þessi keppni er live hljómsveitakeppni, þar sem sigurhljómsveitin fær réttinn til að spila á Wacken og taka þar með þátt í lokakeppni Metal Battle. 30 þjóðir munu taka þátt í Metal Battle 2011, en sigurvegar lokakeppninnar munu hljóta m.a. hljómplötusamning, ásamt hljóðfærum, mögnurum og fleiru. Hljómsveitin Wistaria stóð uppi sem sigurvegari keppninnar á Íslandi 2010, en 2009 var það hljómsveitin Beneath sem gerði það. Frekari upplýsingar um keppnina er að finna á http://www.metal-battle.com

Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Fyrir þá sem þegar hafa tryggt sér miða á festivalið býðst mönnum að panta bara pláss í rútunni. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Livescenen, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunum til og frá Wacken. Athugið að flugið til Kaupmannahöfn er fyrir utan þennan pakka og á ábyrgð hvers og eins fyrir sig, enda flugframboð þangað mikið og ódýrt fyrir og mismunandi hvað fólk vill vera lengi í Köben fyrir/eftir festivalið.

Innifalið í pakkanum er þetta:
* Miði á Wacken hátíðina (augljóslega ekki fyrir þá sem panta bara rútuferðina).
* Rútuferð frá Köben beint á Wacken svæðið og til baka.
* Grillveisla á þriðjudeginum (fólk kemur með sinn eigin mat á grillið, hægt að kaupa á leiðinni í rútuferðinni þegar stoppað er á landamærum Danmerkur og Þýskalands). Livescenen sér um að redda grillum.
* Partýtjald. Síðustu ár hefur verið fjárfest í risa 3 x 9 metra tjöldum sem komu mjög vel að notum. Verður slíkt gert aftur, en þessi tjöld eru himnasending ef það rignir eða sólín skín af of miklum krafti.
* Full Metal Service sem samanstendur m.a. af eftirfarandi:
- Tjaldsvæði og kostnaður vegna rusls.
- Aðgangur að sundsvæði Wacken. Skutla ferjar fólk að Schenefeld sundlauginni.
- Engin takmörkun á þeim mat og drykk sem fólk getur haft með sér á tjaldsvæðið.
- Eingöngu græn svæði fyrir tjaldsvæðin.
- Full Metal Bag, bakpoki sem verður fullur af goodies...

Verðið sem þetta kostar allt saman er 2130 danskar krónur (DKK). Þetta er því miður hærra verð en í fyrra, en hefur hækkað sökum breytinga á skattalögum í Danmörku og Livescenen því skattlagðir meira. Það er kreppa á fleiri stöðum en á Íslandi greinilega... Sem betur fer hefur gengið á dönsku krónunni lækkað talsvert frá því síðast og því ætti ferðin að vera á svipuðu verði íslenskum krónum.

Fyrir þá sem hafa tryggt sér miða, er einnig hægt að panta bara pláss í rútunni og verðið fyrir þann pakka er 1140 DKK!

JÓLATILBOÐ
Það er alltaf gaman að geta komið með svona tilkynningu, en Livescenen hefur sett inn jólatilboð: 1770 DKK fyrir allan pakkann. Einungis eru 15 miðar í boði fyrir íslendingana og greiðsla verður að hafa borist mér 26. des. Hver maður má bara panta miða fyrir sjálfan sig og hér gildir fyrstur kemur, fyrstur fær.

15. des - Jólatilboðið er uppselt!


Afborganir
Fyrir þá sem vilja, þá mun ég bjóða upp á afborganir á pakkanum, 2, 3, eða 4. Heyrið í mér varðandi það! (Ekki í boði fyrir jólatilboð)

Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind "hjá" msn.com
Email: thorsteinnk "hjá" hive.is (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830

Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email).

Og ég svara um hæl með upplýsingum um hvernig er hægt að borga en einungis er hægt að greiða fyrir ferðina í ár með kreditkorti.

Aldurstakmark
Eins merkilegt eins og það hljómar, þá setur Wacken ekkert eiginlegt aldurstakmark á hátíðina sína. Það eru þó nokkrar takmarkanir og eru þær eftirfarandi.
* Eldri en 18: Engar takmarkanir og ekkert vesen.
* 16 - 18 ára: Þurfa að fá leyfi forráðamanns til að fara í ferðina. Þurfa að fylla út einfalt skjal frá Livescenen þess efnis.
* Yngri en 16 ára: Leyfður aðgangur í fylgd með forráðamönnum EÐA með undirskrifaða yfirlýsingu frá forráðamanni um leyfi ungmennisins til að fara á hátíðina þar sem tilgreindur er einstaklingur sem mun bera ábyrgð á ungmenninu á hátíðinni. Yfirlýsingu þessa má finna hér. Þetta er þýskt skjal (á ensku reyndar) og fylgir þýskum lögum.
* Miðað er við afmælisdag varðandi aldurstakmörkin.
* ATH!! Mikilvægt er þó, að einstaklingur sem ekki treystir sér til að standa á eigin fótum, rata um í ókunnugum borgum erlendis og bjarga sér, á ekkert erindi í ferð sem þessa. Ferðin útheimtir að ferðalangar bóki sitt eigið flug og gistingu í Köben og komi sér á brottfararstað rútunnar.

Þorsteinn
Last edited by ThorsteinnK on Mon Jan 17, 2011 12:35 am, edited 13 times in total.

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Varg » Sat Dec 04, 2010 12:36 pm

Það er búið að staðfesta Sepultura :bow :crazy

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby KariP » Sat Dec 04, 2010 1:35 pm

Hvar sérðu það? Stendur ekkert á wacken.com

User avatar
Skaiburz
Töflunotandi
Posts: 491
Joined: Thu Mar 23, 2006 9:45 pm
Location: 108RVK

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Skaiburz » Sat Dec 04, 2010 2:43 pm

Hvar sérðu það? Stendur ekkert á wacken.com
Það stendur hér:
http://xmas.metaltix.com/xmas.php?date=04&lang=eng

Khold eru líka staðfestir, næs. Hellfest eru samt ennþá með besta lineup-ið að mínu mati. Sjáum hvað kemur út úr þessu jóladagatali.

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Varg » Sat Dec 04, 2010 4:18 pm

þetta er komið núna inna wacken .com
http://www.wacken.com/en/woa2011/main-n ... -tuerchen/

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Sat Dec 04, 2010 11:16 pm

Þá er ljóst að Bessi og Ari fara á Wacken 2011.

KNORKATOR staðfestir :)

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Æðsti Strumpur » Mon Dec 06, 2010 8:27 pm

Þetta jóladagatal er ekki að skila inn neinu skemmtilegu.... En sama hvernig line upið verður er alveg víst að ég sé að fara aftur... löngu búinn að fjárfesta í miða....
:strump ...

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Torturekiller » Mon Dec 06, 2010 9:16 pm

BLIND GUARDIAN á WACKEN! WTF?
Image

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Mon Dec 06, 2010 10:16 pm

Þetta jóladagatal er ekki að skila inn neinu skemmtilegu.... En sama hvernig line upið verður er alveg víst að ég sé að fara aftur... löngu búinn að fjárfesta í miða....
Það breytist heldur betur allt saman í kvöld get ég sagt þér!

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Mon Dec 06, 2010 11:06 pm

Og það er með mikilli ánægju að ég vek athygli á eftirfarandi:

SKÁLMÖLD ERU STAÐFESTIR Á WACKEN (og það dugir ekkert minna en hástafir fyrir þetta)

Image

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby KariP » Mon Dec 06, 2010 11:20 pm

Haha vá ég giskaði rétt

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Æðsti Strumpur » Mon Dec 06, 2010 11:33 pm

Þetta jóladagatal er ekki að skila inn neinu skemmtilegu.... En sama hvernig line upið verður er alveg víst að ég sé að fara aftur... löngu búinn að fjárfesta í miða....
Það breytist heldur betur allt saman í kvöld get ég sagt þér!
Uhhhm Já Ekkert lítið!!... Þetta hlakkar mér ekkert lítið til að sjá!!!
:strump ...

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Varg » Mon Dec 06, 2010 11:42 pm

http://xmas.metaltix.com/xmas.php?date=07&lang=eng
holy fucking shit :crazy :crazy
Til Hamingju Drengir :bow
Last edited by Varg on Mon Dec 06, 2010 11:50 pm, edited 1 time in total.

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Mon Dec 06, 2010 11:50 pm

You can say that again.

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Hópferð á Skálmöld á Wacken 2011 - Jólatilboð!

Postby Breytarinn » Tue Dec 07, 2010 7:22 am

Heilagur ríðandi skítur.

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Skálmöld á Wacken 2011 - Jólatilboð!

Postby Æðsti Strumpur » Tue Dec 07, 2010 10:32 am

JUDAS PRIEST!!! :brosandiogsvalur :brosandiogsvalur
:strump ...

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Skálmöld á Wacken 2011 - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Tue Dec 07, 2010 12:11 pm

JUDAS PRIEST!!! :brosandiogsvalur :brosandiogsvalur
Yep, góðar fréttir það. Judas Priest eru líka að hætta og er þetta þeirri síðasti túr...

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Skálmöld á Wacken 2011 - Jólatilboð!

Postby Varg » Tue Dec 07, 2010 4:18 pm

JUDAS PRIEST!!! :brosandiogsvalur :brosandiogsvalur
óboy óboy þetta er nú þegar orðið geggjað lænup. hvað er næst?

User avatar
Xhagen
Töflunotandi
Posts: 117
Joined: Wed May 26, 2004 6:49 pm
Location: helvíti, 3ja hurð til vinstri.

Re: Hópferð á Skálmöld á Wacken 2011 - Jólatilboð!

Postby Xhagen » Tue Dec 07, 2010 5:02 pm

Heilagur ríðandi skítur.
Húrra!
To boldly go where so many have gone before!

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Tue Dec 07, 2010 11:50 pm

SODOM og STIER staðfest á Wacken

DabbiEidason
Töflubarn
Posts: 1
Joined: Sun Dec 05, 2010 4:00 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby DabbiEidason » Thu Dec 09, 2010 11:59 am

Það lítur allt út fyrir það að ég sé að fara á mitt fyrsta Wacken.

Trivium Staðfestir

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Æðsti Strumpur » Thu Dec 09, 2010 12:03 pm

Trivium :mikilsorg

en Primal Fear :brosandiogsvalur :brosandiogsvalur
:strump ...

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Atli Jarl » Thu Dec 09, 2010 12:08 pm

Djöfuls hryllingur er þetta Wacken dæmi orðið. Það mætti halda að markhópurinn þeirra sé EINUNGIS þýzkir karlmenn yfir fertugu með bjórvömb og sköllett! Fokk!:kafna :kafna :kafna
Last edited by Atli Jarl on Thu Dec 09, 2010 9:19 pm, edited 1 time in total.
HELL IS MY NAME

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby KariP » Thu Dec 09, 2010 4:23 pm

Djöfuls hryllingur er þetta Wacken dæmi orðið. Það mætti halda að markhópurinn þeirra sé EINUNGIS þýzkir karlmenn yfir fertugu. Fokk!

:kafna :kafna :kafna

ég er frekar sammála þessu

User avatar
HreSS
5. stigs nörd
Posts: 5248
Joined: Tue Mar 13, 2007 9:00 am
Location: aguriris

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby HreSS » Thu Dec 09, 2010 9:04 pm

Þið dissið ekkert judas sisvona.
http://www.last.fm/user/Spreggur

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Thu Dec 09, 2010 9:18 pm

Djöfuls rugludallur er þessi Atli Jarl...
Það mætti halda að markhópurinn þeirra sé EINUNGIS þýzkir karlmenn yfir fertugu. Fokk!
gleymir að bæta við "með bjórvömb og skullet". Ófyrirgefanlegt yfirsjón hjá honum! Hann er kominn í skammarkrókinn hjá mér.

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Atli Jarl » Thu Dec 09, 2010 9:52 pm

Fix'd!

:thumbsup
HELL IS MY NAME

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby KariP » Thu Dec 09, 2010 11:16 pm

hayseed dixie staðfestir..
æjæj ég verð að segja að hellfest hefur vinninginn ennþá. En ég vona að það rætist úr seinni hlutanum

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Æðsti Strumpur » Fri Dec 10, 2010 4:55 pm

verður örugglega stuð að sjá Hayseed Dixie þegar maður er kominn nokkuð mikið í glas
:strump ...

Herramaður
Töflunotandi
Posts: 255
Joined: Thu Oct 16, 2008 10:20 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Herramaður » Sat Dec 11, 2010 12:35 pm

Ég persónulega gæti ekki verið sáttari með line uppið enn sem komið er :Fork

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Mon Dec 13, 2010 12:32 am

HEAVEN SHALL BURN staðfestir. Einnig: Blaas of Glory - "Heavy Metal Marching Band"... WTF?? hehe

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Breytarinn » Mon Dec 13, 2010 9:51 am

Blargh blargh!
Last edited by Breytarinn on Fri Jan 07, 2011 12:39 am, edited 8 times in total.

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Varg » Mon Dec 13, 2010 4:43 pm

það sem mér finnst varið í þarna er:
Avantasia
Blind Guardian
Judas Priest
Mayhem
Ozzy Osbourne
Sepultura
Skálmöld

og ég hef ekki enn myndað mér skoðunn á nokkrum böndum þarna.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Vést1 » Tue Dec 14, 2010 5:22 pm

Ég er að hugsa um að skella mér á þetta Wachen. Er þetta ekki í Þískalandi?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Stebbi
1. stigs nörd
Posts: 1100
Joined: Mon Jun 20, 2005 10:17 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Stebbi » Tue Dec 14, 2010 11:36 pm

Ég er að hugsa um að skella mér á þetta Wachen. Er þetta ekki í Þískalandi?

:lol ég sá að þú varst að tjá þig hér og langaði að tékka hvað kallinum þú hefðir að segja og hvort þú værir nú ekki á leiðinni, þú ert að spá í að fara :lol
íþróttakennari

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Varg » Tue Dec 14, 2010 11:45 pm

Rhapsody of Fire staðfestir

stórt like á það

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Imprimeur » Wed Dec 15, 2010 12:50 pm

Eitt stórt meeeh.

User avatar
Alfreð Þór
1. stigs nörd
Posts: 1029
Joined: Wed Apr 22, 2009 11:36 am
Location: Breiðholtið

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Alfreð Þór » Wed Dec 15, 2010 12:58 pm

MOTÖRHEAD!!

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby ThorsteinnK » Wed Dec 15, 2010 1:02 pm

Þess má geta að jólatilboðið er löngu uppselt... Gleymdi alveg að nefna það ...

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Vést1 » Thu Dec 16, 2010 10:06 pm

Rob Halford, Lemmy, Ozzy og Tom Angelripper munu örugglega hætta við að spila þegar þeir heyra að Atli og Kurdor séu ekki mættir. Það væri þá ekki nóg metal credibility á svæðinu.

(Afsakið enskuslettuna, en væri "málmverðugleiki" ekki nothæf þýðing? Gæti meira að segja verið virðingartitill: yðar málmverðugleiki)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins - Jólatilboð!

Postby Vést1 » Thu Dec 16, 2010 10:07 pm

Þess má geta að jólatilboðið er löngu uppselt... Gleymdi alveg að nefna það ...
Eins gott að ég sendi þér póst strax og ég sá jólatilboðið. Fékkstu hann ekki örugglega?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby KariP » Thu Dec 16, 2010 11:26 pm

Bódom staðfestir, nú fer að rætast úr þessu :scratchchin

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Fri Dec 17, 2010 1:00 am

Ég slysaðist til að tékka á Blaas of Glory sveitinni. Nú er ég með stórt bros á vör

http://wackentube.com/video/2573/Blaas+ ... +live+2010

Greinilegt að það verður partý á Wacken! Ætli það sé hægt að panta þessa í partýtjaldið?

User avatar
Nökkvi
3. stigs nörd
Posts: 3180
Joined: Sun Sep 04, 2005 1:34 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Nökkvi » Fri Dec 17, 2010 9:44 am

...bububub

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Hernammi » Fri Dec 17, 2010 2:57 pm

Þessar hárkollur eru ekki að gera sig :no
Helgi
Image

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Æðsti Strumpur » Fri Dec 17, 2010 3:17 pm

Partýið er nú góður partur af þessu!!

Eina sem ég hef útá Wacken að setja er að mér finnst bara ALLTOF fjölmennt þarna!
:strump ...

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Imprimeur » Fri Dec 17, 2010 4:30 pm

Það eina sem vantar er Metallica.

User avatar
Ringfinger
1. stigs nörd
Posts: 1447
Joined: Wed Sep 21, 2005 5:21 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Ringfinger » Fri Dec 17, 2010 7:34 pm

JEEEEEE MEEEEN ROKK OG RÓL SKOH!!! :rokkari

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby KariP » Fri Dec 17, 2010 8:05 pm

Fínt dæmi um það að Wacken snýst minna og minna um tónlistina með hverju árinu sem líður og meira og meira um partíið.
Það er svo rétt.. Tónlistin > partýið

Ignathios
Byrjandi á töflunni
Posts: 65
Joined: Sun Aug 24, 2008 3:43 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Ignathios » Fri Dec 17, 2010 8:19 pm

Fínt dæmi um það að Wacken snýst minna og minna um tónlistina með hverju árinu sem líður og meira og meira um partíið.
Bönd eins og þetta eru alveg gott dæmi um það að það er lögð áhersla á svona partí menningu á Wacken, en ég er ekki alveg sammála því að "alvöru" tónlistin eigi undir högg að sækja sökum þess.. Lineöppið í ár finnst mér t.d. besta lineöppið sem ég hef séð mögulega að undantöldu lineöppinu 2008. (enda er ég sköllóttur þjóðverji)

Ástæðan fyrir því að ég kýs Wacken frekar en Hellfest er líklegast af einmitt þessari sömu ástæðu, að Wacken er ekki bara um það að vakna klukkan 9 og skella sér á fyrsta bandið (ekki það að það sé ekki gaman) heldur virkar þetta, að mínu mati, mun frekar eins og nokkurskonar árshátíð metalhausa, enda miklu meira af dóti eins og nördalegum samkomum á wackinger svæðinu og stórum og fjölbreyttum metal búðum með metal dót (og ekki metal dót). Point being að maður er ekki einungis þarna til að sækja tónleika.
When the shit hits the fan

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Fri Dec 17, 2010 11:13 pm

The Haunted og Tsjuder staðfestir

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Breytarinn » Sat Dec 18, 2010 12:16 am

Úff...

Hvar eru góðu böndin??

User avatar
Arnar Forseti
Hinn eini sanni rótari
Posts: 2777
Joined: Wed Jul 17, 2002 9:21 am
Location: reykjavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Arnar Forseti » Sat Dec 18, 2010 9:11 am

Fínt dæmi um það að Wacken snýst minna og minna um tónlistina með hverju árinu sem líður og meira og meira um partíið.
Hvernig verða hlutföllin á Eistnaflugi?

User avatar
Dr.gonzo
Töflunotandi
Posts: 590
Joined: Thu Jan 11, 2007 3:30 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Dr.gonzo » Sat Dec 18, 2010 10:02 am

Fínt dæmi um það að Wacken snýst minna og minna um tónlistina með hverju árinu sem líður og meira og meira um partíið.
Hvernig verða hlutföllin á Eistnaflugi?
Meiri tónlist minna partý eins og það á að vera
Past, Present And The Certain Death That Is Our Future

www.myspace.com/myra313

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby KariP » Sat Dec 18, 2010 2:49 pm

nice, tsjuder er fínasti blackmetall. ég ætla að tékka á þeim :scratchchin

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Breytarinn » Sat Dec 18, 2010 2:50 pm

Eistnaflug hefur með árunum einmitt snúist meira og meira um tónlistina. Fyrstu árin var þetta fyrst og fremst partý. (ekki að það hafi verið slæmt, en hitt er betra)

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Vést1 » Sat Dec 18, 2010 2:56 pm

Það á ekki að vera partí á þungarokkstónleikum. Best væri að hafa alla í kyrra sæti þannig að partídýr væru ekki að trufla alvarlega menn sem eru komnir til þess að hlusta og ekkert annað en hlusta. Nei, partí er lágmenning og sæmir ekki hámenningarviðburðum. Að ógleymdri ölvuninni. Hver flækist heimshorna á milli með tilkostnaði og fyrirhöfn, og smakkar það þegar hann er kominn á staðinn? Það er alkunna að með því að smakka það, þá brenglar maður skynfæri sín og slævir minnið og dómgreindina. Ölvun á því ekki heima á þungarokkstónleikum, og reyndar hvergi annars staðar.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Sun Dec 19, 2010 12:41 am

CRADLE OF FILTH staðfestir, eftir 12 ára fjarveru frá Wacken. Einnig MORBID ANGEL og BLOWSIGHT frá Svíþjóð.

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Sun Dec 19, 2010 2:22 am

Skoska dauðarokkssveitin Achren eru sigurvegarar Wacken Metal Battle í Bretlandi.

Image

http://www.facebook.com/pages/Achren/144377518920428

http://www.myspace.com/achrenmetal/

Hressandi nokkuð. Tékkið á Blood Soaked Banner laginu.

User avatar
Breytarinn
4. stigs nörd
Posts: 4760
Joined: Sun Dec 29, 2002 8:37 pm
Location: Reykjavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Breytarinn » Sun Dec 19, 2010 2:57 am

Cradle Of Filth og Morbid Angel á sama degi - nú eru góðu böndin farin að koma. Meira svona!!

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Sun Dec 19, 2010 11:18 pm

Folk metal sveitin SALTATIO MORTIS staðfest á Wacken.

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Tue Dec 21, 2010 1:49 am

ICED EARTH og VREID staðfestir á Wacken! Gleðifréttir það.

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby haffeh » Tue Dec 21, 2010 3:44 am

ICED EARTH og VREID staðfestir á Wacken! Gleðifréttir það.

Seriously? :normal
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Darkmundur Fenrir » Tue Dec 21, 2010 5:14 am

Einu sinni langaði mig rosalega að upplifa Wacken. Ekki lengur.
Góð saga Kristján.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Vést1 » Wed Dec 22, 2010 1:08 am

Haukur, þín verður sárt saknað.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Wed Dec 22, 2010 2:53 am

MORGOTH, SIRENIA og TAUTHR staðfest

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Wed Dec 22, 2010 3:10 am

Bandið sem vann Metal Battle í fyrra. Battle Beast frá Finnlandi. Hér er nýr singull með þeim. Söngkonan hljómar eins og óskilgetið barn Udo Dirkschneider og Rob Halford... og púllar þetta off live með miklum ágætum.Þetta band er staðfest á Wacken 2011

User avatar
Dirt
Töflunotandi
Posts: 319
Joined: Sun May 10, 2009 8:08 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Dirt » Wed Dec 22, 2010 2:31 pm

Stærsta plebbasamkoma í heimi.
-Hebbi

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Wed Dec 22, 2010 7:22 pm

Þetta er eitt það rosalegasta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt...og það meina ég ekki á góðan hátt. Vann þetta í alvörunni Metal Battle? Sjitt.
Alveg frá því þetta band vann keppnina, þá hef ég verið að tékka á tóndæmum með þeim en aldrei fundið neitt sem hefur komist í hálfkvisti við þá frammistöðu sem þeir sýndu live. Þetta lag er svo nýtt og heyrðist líklega ekki á Wacken...

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Thu Dec 23, 2010 12:36 am

EXODUS, HELLSAW og VOLCANO staðfestar

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Varg » Thu Dec 23, 2010 4:40 pm

Jæja, hvaða band/bönd ættli að leinist á bakvið síðasta gluggan í dagatalainu?


ég giska á Mambo Kurt.

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Æðsti Strumpur » Thu Dec 23, 2010 4:46 pm

Ætla að leyfa mér að giska á að við fáum eitthvað af þessu Korpiklaani, Watain, Volbeat, Gamma Ray, Ensiferum eða Turisas í síðasta glugganum.
ef við fáum 1 stykki stórt band ætla ég að giska á Scorpions

Væri alveg til í að fá Mambo Kurt(fór á hann á ár þegar ekkert annað var í gangi og skemmti mér konunglega), en ég held það sé ekki nokkur spurning hvort að hann verði... er hann ekki árlega?
:strump ...

Ignathios
Byrjandi á töflunni
Posts: 65
Joined: Sun Aug 24, 2008 3:43 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Ignathios » Thu Dec 23, 2010 4:54 pm

Væri alveg til í að fá Mambo Kurt(fór á hann á ár þegar ekkert annað var í gangi og skemmti mér konunglega), en ég held það sé ekki nokkur spurning hvort að hann verði... er hann ekki árlega?
Held að hann sé árlega jú, hann hefur amk verið öll þau skipti sem ég hef farið
When the shit hits the fan

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Fri Dec 24, 2010 1:43 am

KREATOR og AS I LAY DAYING staðfestar

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Fri Jan 07, 2011 12:03 am

DEVIL DRIVER staðfestir

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Mon Jan 17, 2011 12:37 am

Búið að staðfesta:

BATTLE BEAST - Sigurvegarar Wacken Metal Battle 2010. Frá Finnlandi. Söngkona sveitarinnar hljómar eins og UDO endurfæddur.
HAIL OF BULLETS - Death metal súpergrúppa frá Hollandi. Með meðlimum úr m.a. Pestilence, Asphyx, Houwitser og Gorefest
SHRAPHEAD - Frá Noregi. Spila Thrashmetal og taldir mikið efni.
STORMZONE - Frá Írlandi. Spila blöndu af klassísku rokki og power metal. Queensryche meets Crimson Glory.
TRIOSPHERE - Progressive Metal frá Noregi. Hafa virkilega verið að vinna sér inn stóra punkta upp á síðkastið í metalheiminum.

User avatar
Alfreð Þór
1. stigs nörd
Posts: 1029
Joined: Wed Apr 22, 2009 11:36 am
Location: Breiðholtið

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Alfreð Þór » Tue Jan 25, 2011 1:48 pm

Onslaught staðfestir.

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Thu Jan 27, 2011 10:35 pm

ELÄKELÄISET staðfestir!!

Spiluðu síðast 2004 og voru alveg brilliant. Hef verið að bíða eftir endurkomu þeirra alveg síðan og er því mikið glaður núna. Konan er dansandi af gleði hérna í stofunni og I'm about to join her... hehe

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby KariP » Thu Jan 27, 2011 11:00 pm

Fínt dæmi um það að Wacken snýst minna og minna um tónlistina með hverju árinu sem líður og meira og meira um partíið.

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Æðsti Strumpur » Thu Feb 03, 2011 3:40 am

Í gær voru Shining staðfestir... ég var mjög hress með það svo las ég fréttina og hvaða band er þetta? nei þetta er ekki Shining frá svíðþjóð sem flestir hér ættu að þekkja, heldur eitthvað djass, techno, screamo band sem á ekkert heima á Wacken... http://www.shining.no/v2/music úfff prófið að hlusta á þetta..


En þeir bættu vel upp fyrir þetta í dag með Crashdïet!
:strump ...

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Atli Jarl » Thu Feb 03, 2011 7:56 am

Í gær voru Shining staðfestir... ég var mjög hress með það svo las ég fréttina og hvaða band er þetta? nei þetta er ekki Shining frá svíðþjóð sem flestir hér ættu að þekkja, heldur eitthvað djass, techno, screamo band sem á ekkert heima á Wacken... http://www.shining.no/v2/music úfff prófið að hlusta á þetta
Þú ert nú meiri ruglustampurinn. Þetta er frábært band. :ullari
HELL IS MY NAME

User avatar
Subbulegur
Byrjandi á töflunni
Posts: 81
Joined: Mon Oct 04, 2010 11:07 pm
Location: Mordor

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Subbulegur » Mon Feb 07, 2011 11:01 pm

Kataklysm confirmed!? Yeeee

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Mon Feb 07, 2011 11:52 pm

Hvar kemur kataklysm staðfestingin fram? Er ekki á wacken.com

User avatar
Subbulegur
Byrjandi á töflunni
Posts: 81
Joined: Mon Oct 04, 2010 11:07 pm
Location: Mordor

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Subbulegur » Tue Feb 08, 2011 2:58 pm

Official Kataklysm facebook síðunni

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Hernammi » Tue Feb 08, 2011 5:19 pm

Þeir verða líka á Summer Breeze. PARTÝ! :perri
Helgi
Image

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Hernammi » Mon Feb 14, 2011 3:29 pm

Helloween staðfestir :brosandiogsvalur
Helgi
Image

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Mon Feb 14, 2011 10:31 pm

Helloween staðfestir :brosandiogsvalur
Verulega skemmtilegar fréttir það. Helloween hafa ekki spilað á Wacken síðan 2001.

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Varg » Mon Feb 14, 2011 10:36 pm

Helloween staðfestir :brosandiogsvalur
:crazy :bow :crazy

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Varg » Mon Feb 21, 2011 4:21 pm


User avatar
Xhagen
Töflunotandi
Posts: 117
Joined: Wed May 26, 2004 6:49 pm
Location: helvíti, 3ja hurð til vinstri.

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Xhagen » Mon Feb 21, 2011 5:13 pm

Hvað segið þið, er eitthvað varið í þetta Wachhenn?
To boldly go where so many have gone before!

User avatar
Varg
Töflunotandi
Posts: 577
Joined: Mon Feb 16, 2009 6:28 pm
Location: Norðan heiða

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Varg » Fri Mar 04, 2011 4:29 pm


ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Sat Mar 05, 2011 2:22 am

Ekki gleyma heldur Onkel Tom! Vésteinn verður sko glaður!

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Hernammi » Fri Mar 11, 2011 7:36 am

Kvelertak staðfestir.
Helgi
Image

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Vést1 » Thu Mar 17, 2011 11:56 pm

Ekki gleyma heldur Onkel Tom! Vésteinn verður sko glaður!
Svo sannarlega!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Sun Mar 27, 2011 2:51 pm

Gamlar fréttir að vísu en SKELETONWITCH staðfestir.
Image

Æðsti Strumpur
Töflunotandi
Posts: 975
Joined: Fri Apr 13, 2007 8:56 pm
Location: Keflavík

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Æðsti Strumpur » Sun Mar 27, 2011 7:33 pm

Hvað er málið með öll þessi medieval bönd sem enginn þekkir?...
:strump ...

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby ThorsteinnK » Mon Mar 28, 2011 12:03 am

Það er góð spurning... Þeir eru sjálfsagt að gera einhverjar tilraunir...

User avatar
Hernammi
Töflunotandi
Posts: 596
Joined: Thu Aug 13, 2009 12:53 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby Hernammi » Mon Mar 28, 2011 12:48 am

Corvus Corax eða ekki neitt segi ég nú bara. :bla
Helgi
Image

dodzy
Byrjandi á töflunni
Posts: 98
Joined: Sat May 09, 2009 8:25 am

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby dodzy » Mon Mar 28, 2011 3:46 pm

MOONSORROW staðfestir! :thumbsup

Image
http://www.facebook.com/danarbed

KariP
Töflunotandi
Posts: 258
Joined: Fri Mar 09, 2007 4:07 pm

Re: Hópferð á Wacken 2011 - Mekka Metalsins

Postby KariP » Mon Mar 28, 2011 5:33 pm

Virkilega góð frétt. Nýjasta Moonsorrow platan er frábær


Return to “Tónleikar”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests

cron