Játningar - Confesions 2013

Sorg, gleði, grátur hamingja...tilfinningaleg miðja harðkjarna (Other stuff)
User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Játningar - Confesions 2013

Postby valli » Thu Apr 25, 2013 12:05 pm

Tími kominn til að rifja upp gamla takta á töflunni... þetta var á sínum tíma einn skemmtilegasti þráðurinn á töflunni.

Mínar játningar eru eftirfarandi:
* Ég horfi mikið á kökugerðaþætti í sjónvarpinu
* Ég á erfitt með að horfa á spegilmyndina af sjálfum mér
* Mér finnst sonur minn vera svalasta manneskja sem ég hef hitt
* Ég sakna þess að hafa ekki Sigga Pönk til að nördast í og með
* Ég er haldin söfnunaráráttur á tónlist, CD og Vínil.
* Ég er les og skrifblindur en reyni eftir bestu getu að lesa allt eftir Arnald.
* Ég er mikill Harry Potter aðdáandi og væri til í framhaldsbækur um hann.
* Ég er með Sval og Val tengt tattoo á hendinni á mér... óklárað.
* Stundum hlakka ég svo mikið til að fá frið frá krökkunum, senda þau í pössun yfir nótt, en fatta það alltaf eftirá að ég hef ekkert að gera án þeirra og vill þau til baka.
* Ég fíla Die Antwoord
* Ég elska sitcom þætti
* Ég elska standup efni frá Bretlandi en gæti ekki sagt brandara til að bjarga lífi mínu.
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
Draugurinn
Bjáni
Posts: 11805
Joined: Tue Jul 30, 2002 3:00 pm
Location: 10437

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Draugurinn » Thu Apr 25, 2013 5:53 pm

*Die Antwoord er ekkert til að skammast sín fyrir, ég fíla þau
*ég var að fatta að taflan er örugglega eini staðurinn á internetinu sem ég get ennþá notað passwordið sem ég notaði í gaaaaamla daga (engir tölustafir eða rugl)
*ég er örugglega væmnasta manneskja í heiminum
http://draugurinn.ismycode.name

[b]„Þetta var heimskulegt af mér. Ég er tannlaus. Hvað var ég að hugsa?“[/b]

User avatar
Draugurinn
Bjáni
Posts: 11805
Joined: Tue Jul 30, 2002 3:00 pm
Location: 10437

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Draugurinn » Thu Apr 25, 2013 6:08 pm

*þó svo að ég sé tónlistarnörd sem er alltaf að leita af einhverju nýju, þá líða samt vikur þar sem ég hlusta á ekkert nýtt, held bara áfram að hlusta á sömu plötur og ég er búinn að vera að hlusta á seinastu ár
http://draugurinn.ismycode.name

[b]„Þetta var heimskulegt af mér. Ég er tannlaus. Hvað var ég að hugsa?“[/b]

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Birta » Thu Apr 25, 2013 6:33 pm

Eg eignadist barn fyrir threm vikum sidan. Thetta er thad rosalegasta sem eg hef gert a aevi minni. Og ja, hann er mjog liklega fallegasta barn bara ever. Sorri :cute
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
old crone
1. stigs nörd
Posts: 1106
Joined: Thu Feb 17, 2005 9:06 pm
Location: London

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby old crone » Fri Apr 26, 2013 1:52 pm

Æi hvað er heimilislegt að sjá hreyfingu á Töflunni aftur :)

Til hamingju með nýju manneskjuna Birta! :tonlist
*þó svo að ég sé tónlistarnörd sem er alltaf að leita af einhverju nýju, þá líða samt vikur þar sem ég hlusta á ekkert nýtt, held bara áfram að hlusta á sömu plötur og ég er búinn að vera að hlusta á seinastu ár
Ég líka. Stundum sömu plötuna daglega eða oft á dag, undanfarnar vikur er það The Kinks are the Village Green Preservation Society.
www.last.fm/user/Frau56

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby valli » Fri Apr 26, 2013 2:34 pm

Eg eignadist barn fyrir threm vikum sidan. Thetta er thad rosalegasta sem eg hef gert a aevi minni. Og ja, hann er mjog liklega fallegasta barn bara ever. Sorri :cute
Stórkostlegt.

Ég man mjög vel eftir fæðingu barnanna minna. Reyndu að halda fast í minningarnar, þær deyja fljótt.

Ég á það til að festast í tónlist og hlusta á hana mjög mikið og lengi.

annars önnur játning:
* ég hlusta oft á Enter Shikari
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
Veritas
1. stigs nörd
Posts: 1439
Joined: Mon Apr 07, 2003 12:55 am

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Veritas » Fri Apr 26, 2013 5:24 pm

Eg eignadist barn fyrir threm vikum sidan. Thetta er thad rosalegasta sem eg hef gert a aevi minni. Og ja, hann er mjog liklega fallegasta barn bara ever. Sorri :cute

Innilega til hamingju Birta!
"We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars"
-Oscar Wilde

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Birta » Sat Apr 27, 2013 10:51 am

Takk takk takk takk :cute

Annars tek eg undir med Valla; eg horfi langmest a matreidsluthaetti i sjonvarpinu. Horfi a litid annad.

*Eg hef misst allan ahuga a kvikmyndum
*Brodurpartinn af medgongunni hlustadi eg naer eingongu a Iron Maiden. Aetladi ad mata krilid a alls konar tonlist en eg hafdi bara ekki ahuga a ad hlusta a neitt annad. Stod mig svo ad thvi i gaer ad raula fyrir hann Fear of the Dark
*Eg kann engar islenskar barnagaelur
*Eg er vandraedalega spennt ad sja hvort thessi toflutilraun Valla beri arangur og folk fari ad posta i hronnum :bla
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Darkmundur Fenrir » Mon Apr 29, 2013 6:58 pm

*Ég reyni að leiða hjá mér tónlist og tónlistarfólk sem ég fíla ekki en það eru nokkrir sem ég bara get ekki. Þar ber helst að nefna U2 (sérstaklega bara Bono), Die Antwoord, Lil Wayne og Nicki Minaj. Það sem þau gera gerir mig svo ótrúlega reiðan og ég get ekki útskýrt hvers vegna. Mér finnst þetta bara móðgun. Mér þætti svo ósköp indælt ef þau myndu öll gleymast vegna þess að dauðanum fylgir endalaust hype sem sér aldrei fyrir endann á.
*Ég er að verða 26 ára, er að klára framhaldsskólann og stefni á kennaranám í HÍ í haust. Ég veit samt ekkert hvort mig langi í kennaranámið. Þetta er bara hugmynd sem ég fékk þegar ég var 18 ára og hef bara haldið mig við það síðan. Ég hef í rauninni ekki hugmynd um hvað ég vil gera við lífið almennt.
*Ég er rosalegur safnari. Ég á fleiri en 1 eintök af nokkrum plötum, þá með einhverjum mun. Ef ég ætti pening myndi ég kaupa allar mismunandi útgáfurnar af öllu sem mig langar að eiga.
*Ég er rosalega mikið í því að hlusta á sömu sveitirnar og er of latur við að kynna mér nýtt dót. Þess vegna finnst mér ágætt að eiga vini sem hlusta á hljómsveitir sem ég hlusta ekki á í svipuðum stíl og það sem ég fíla svo þeir geti gaukað einhverju að mér. Slíkir vinir eru ástæðan fyrir því að ég nennti að tékka á sumum af uppáhalds hljómsveitunum mínum.

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Darkmundur Fenrir » Tue Apr 30, 2013 12:15 pm

*Ég ákvað einhvern tíman að ég fílaði ekki stoner rokk, bara stoner doom, eftir að hafa heyrt í einhverju bandi sem ég fílaði ekki og hafa gefið einhverjum öðrum séns. Ég er loksins að átta mig á því hversu mikil vitleysa það er og er að hlusta á Dopesmoker með Sleep í fyrsta skipti þrátt fyrir að hafa haft þetta á flakkaranum lengi.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Andskotinn Sixxx » Tue Apr 30, 2013 5:02 pm

Eg eignadist barn fyrir threm vikum sidan.

Innilega til hamingju Birta!


Ég er að öllum líkindum búinn með stúdentsprófin, tók ekki nema 12 ár með nokkrum löngum pásum. :bla
Fór í síðasta prófið í gær, get ekki beðið eftir að byrja í háskólanum.

User avatar
old crone
1. stigs nörd
Posts: 1106
Joined: Thu Feb 17, 2005 9:06 pm
Location: London

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby old crone » Tue Apr 30, 2013 5:14 pm

Mér finnst Dopesmoker einmitt vera meira doom en stoner, ekki að það skipti máli :bla
www.last.fm/user/Frau56

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Darkmundur Fenrir » Tue Apr 30, 2013 6:13 pm

Ég er að öllum líkindum búinn með stúdentsprófin, tók ekki nema 12 ár með nokkrum löngum pásum. :bla
Fór í síðasta prófið í gær, get ekki beðið eftir að byrja í háskólanum.
Sama hér. Það verður ágætt að vera ekki umkringdur börnum sem eru að keppast um að vera svalari en hvert annað. Man ekki hvort ég var búinn að spyrja þig, en í hvaða nám ætlarðu og í hvaða háskóla?

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Andskotinn Sixxx » Tue Apr 30, 2013 11:28 pm

Ég er að öllum líkindum búinn með stúdentsprófin, tók ekki nema 12 ár með nokkrum löngum pásum. :bla
Fór í síðasta prófið í gær, get ekki beðið eftir að byrja í háskólanum.
Sama hér. Það verður ágætt að vera ekki umkringdur börnum sem eru að keppast um að vera svalari en hvert annað. Man ekki hvort ég var búinn að spyrja þig, en í hvaða nám ætlarðu og í hvaða háskóla?
HÍ, bókmenntafræði og ritlist.

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Játningar - Confesions 2013

Postby Darkmundur Fenrir » Wed May 01, 2013 12:04 am

Gott plan. Sjáumst þá líklega eitthvað þar.


Return to “Annað (og á léttu nótunum)”

Who is online

Users browsing this forum: Alanunarm, Google [Bot] and 17 guests

cron