REGLUR TÖFLUNNAR!

Málefni töflunnar, harðkjarna og dordinguls: tilkynningar, ábendingar ofl. (All issues regarding the website)
User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9862
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

REGLUR TÖFLUNNAR!

Postby valli » Sun Jun 20, 2010 12:52 am

Almennar reglur

Regla 1 - Hverjir?
Aðeins skráðir notendur geta póstað.

Regla 2 - Hvernig?
Notendur skulu virða góða netsiði. Ekki má birta móðgandi, ærumeiðandi, særandi, dónalegt, hótanir, hatursfullt, kynferðislegt eða annað efni sem getur verið bannað samkvæmt lögum. Ekkert klám, eða myndir sem ekki eru við hæfi. Slíkir póstar verða hugsanlega fjarlægðir af umsjónarmönnum, og í kjölfarið verður refsing (áminning eða bann) ákveðin.

Regla 3 - Auglýsingar
Óheimilt er að auglýsa beint vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana nema með fengnu samþykki (frá eigenda töflunnar). Notendur skulu taka það fram ef þeir hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta í umræðum sem þeir taka þátt í.

Regla 4 - Notendanöfn
Hver einstaklingur má aðeins hafa eitt notendanafn. Ef þið viljið breyta um notendanafn sendið þá einkapóst á eigenda töflunnar.

Regla 5 - Almenn notkun
Ekki pósta óþarfa póstum eða efni sem ekki á skilt við umræðuna. Notkun hástafa, upphrópunarmerkja, broskarla og þess háttar skal stilla í hóf. Spjallverjar skulu ekki safna upp fjölda pósta með innsendingu af óþarfapóstum. Slíkir póstar verða hugsanlega fjarlægðir af umsjónarmönnum.

Regla 6 - Breytingar
Notaðu breyta hnappinn aðeins ef þú þarft að lagfæra innlegg í stað þess að skrifa nýjan póst strax á eftir hinum.

Regla 7 - Avatar
Gæta þarf að mynd (Avatar) notenda sé ekki breiðari en 200 pixlar og hærri en 250 pixlar, myndir sem eru breiðari/hærri en það verða fjarlægðar án skýringa. Myndir eru leyfðar í undirskriftum en þær mega ekki breiðari en 400 pixlar og hærri en 200 pixlar. Séu myndir stærri eða hafa stjórnendur réttindi til að fjarlægja myndirnar tafarlaust. Reglur um efnishald myndanna má sjá nánar í notendareglum 2.

Regla 8 - Óvirkir
Notendum sem hafa verið óvirkir í meira en 1 ár verður eytt, hægt er að sækja um sérstakar undanþágur, ef þess er óskað hafið samband við eigenda töflunnar. Notendur sem skráðir eru með 0 svör eða skrif á töflunni verður eytt innan 3 daga.

Regla 9 - Undirtitlar
Notendur geta fengið sérstakan undirtitil (í viðbót við smámynd) ef þeir hafa stutt töfluna fjárhagslega (styrtktaraðili töflunnar), þessi réttindi gilda einungis í 1 ár.

Hlutverk Stjórnenda

Regla 1 - Hlutverk
Hlutverk stjórnenda er að möguleg rifrildi og illdeilur magnist ekki og skulu notendur virða tilmæli og ábendingar stjórnenda og umsjónarmanna. Stjórnendur geta meinað aðgang að þessu borði ef reglum er ekki fylgt.

Regla 2 - Áminningar/bönn
Til að framfylgja reglum spjallsins gefa stjórnendur: Áminningar eða Bann

Ef notandi er ósátt/ósáttur við áminninguna / Bannið, getur hann vísað málinu til eiganda spjallsins til endurskoðunar. Banni verður aldrei sjálfkrafa aflétt, biðja þarf sérstaklega um að banni verði aflétt. Hverju spjaldi/banni þarf að liggja fyrir skýring á sérstöku svæði stjórnenda.'),

Regla 3 - Ágreiningsmál
Komi upp ágreiningsmál vegna málefna tengri töflunni, skal hafa samband við eigenda síðunnar.

Regla 4 - Tilkynningar
Þegar skrif eru fjarlægð skal tilkynna það þeim notendum sem við á, ástæðu fyrir spjaldi á að senda í einkapósti, en ástæðu fyrir banni skal senda á netfang notenda. Allt þarf þetta einnig að koma fram á vefsvæði stjórenda. Vísa skal í reglur töflunnar þegar gefa á spjald eða bann.

Regla 5 - Áminningar
Stjórnandi missir réttindi sín ef hann hefur fengið meira en 1 aðvörun/spjald.

Reglur um áminningar
3 áminningar = bann.
Alvarleg brot á reglum síðunnar getur þýtt tafarlaust bann, án áminninga.
Fjöldi áminninga vegna brota verður ákveðið við hvert brot, sum brot eiga skilið meira en eina áminningu.'),


Aðrar Upplýsingar

Eigandi
Eigandi síðunnar, rekstraraðili og yfirumsjónarmaður spjallsins er Sigvaldi Jónsson. (Valli)

Notkun upplýsinga um notendur
Spjallkerfið getur skráð og/eða birt margskonar upplýsingar um notkun skráðra og óskráðra notenda á spjallinu, þar á meðal IP-tölur notenda. Notendur sem gerast brotlegir við landslög eða reglur spjallborðsins geta átt það á hættu að persónulegar upplýsingarnar verði birtar eða sendar 3. aðila. Ef notendur fara eftir lögum og reglum verða upplýsingarnar ekki gefnar þriðja aðila..

Breytingar á reglum
Reglurnar geta breyst án fyrirvara og verða slíkar breytingar kynntar á spjallborðinu.

Stuðningur
Reiknings númer: 515-26-100121
Kennitala: 051075-5529
Senda kvittun í valli@dordingull.com

Munið að tilkynna styrk í einkapósti á töflunni (til Valla), svo að þið getið fengið titilinn "Styrktaraðili"
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

Return to “Harðkjarni”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron