Afsökunarbeiðni

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Afsökunarbeiðni

Postby Andskotinn Sixxx » Sun May 05, 2013 9:02 pm

Afsökunarbeiðni.

Blómin
þau neituðu að blómstra,
og grasið
það vildi ekki vaxa meir,
Fjöllin
földu sig bakvið þokuna
og áin
hún var flúin á haf út
ásamt jöklunum og stöðuvötnunum.
Sandurinn
leyfði sér að þyrlast upp
með vindinum
á andarslitrum hans.

og það datt í dauðalogn

Þegar ég stóð á molnandi klettinum
og hrópaði seinbúnar afsakanir fyrir hönd
mannskepnunar.
Fyrirgefðu hvernig við migum á þig móðir náttúra!
Fyrirgefðu hvernig við kæfðum þig
með eitruðum útblæstri neysluhyggju okkar!
Á sama tíma og við hjuggum niður lungu yðar!
Fyrirgefðu allt blóðið sem við höfum atað þig í...
Fyrirgefðu byssukúlurnar.... atómsprengjurnar..... og útrýmingu barna þinna.....
Fyrirgefðu fjöllin sem við höfum fletjað fyrir kol og öll þau göt sem við höfum borað niður í olíubornar æðar þínar.
Fyrirgefðu gljúfrin sem við höfum virkjað.
Fyrirgefðu alla vegina sem við lögðum.
Fyrirgefðu plastið.
Fyrirgefðu mér,
því ég er ekki saklaus
sagði ég
kveikti mér í sígarettu
og dæsti.

User avatar
Hilmar
Töflunotandi
Posts: 604
Joined: Mon May 14, 2007 12:57 am

Re: Afsökunarbeiðni

Postby Hilmar » Tue May 14, 2013 1:18 pm

Já, þetta er næs.

Mickel Jacson
Töflubarn
Posts: 1
Joined: Fri Jan 02, 2015 12:33 pm

Re: Afsökunarbeiðni

Postby Mickel Jacson » Fri Jan 02, 2015 12:35 pm

Gott. Vantar framhald. Halda afram!

____________________
You can check out our latest 640-878 and testking exams written by our ccna wireless pdf to help you pass ccnp switch 300-115.You can also purchase mines.edu. Our northwood is simply excellent in quality.


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: Sonjawisee, versac and 6 guests

cron