Page 1 of 1

Hljóðbókalúðar?

Posted: Fri Apr 26, 2013 3:13 pm
by valli
Ég elska hljóðbækur, enda bæði les og skrifblindur.

Nýveirð hef ég hlustað
Reyjavíkurnætur - Arnaldur - frábærlega lesin,
Röddin - Arnaldur - hef voðalega gaman af þessari hef hlustað á hana svona 10 sinnum
Bossypants - Tina Fey mögnuð bók

er með svona 10 aðrar sem ég er að hlusta á líka.. skipti oft á milli

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Mon Apr 29, 2013 7:37 pm
by Darkmundur Fenrir
Hef hlustað eitthvað á bækur eftir Stefán Mána. Hlustaði seinast á American Gods eftir Neil Gaiman, lesna af George Guidall. Hún er skemmtileg.

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Mon Apr 29, 2013 7:56 pm
by valli
jamm ég er með 4 bækur eftir stefán, ágætar. ég hlusta á yrsu líka nokkuð.
annars hef ég virkilega gaman af kathy Reich, Leonar Nimoy, Lisa Marklung, Max Brook, Michael Mcinyre, Stephen Fry, Uann Martel, William Shatner og svo hlusta ég reglulega alltaf á spjallið hans Henry Rollins.

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Sat May 04, 2013 1:43 pm
by Andskotinn Sixxx
Þegar ég var lítill og var greindur með lesblindu var ég látinn hafa hljóðbækur sem ég átti að hlusta á í stað þess að lesa bækurnar, undantekningarlaust sofnaði ég yfir þeim, sama hvað ég var að gera á meðan eða hvort ég sat eða lá. Ég einfaldlega gat ekki haldið mér vakandi lengur en einsog einn kafla og það var alveg glatað að reyna að spóla þessu framm og til baka til að finna staðinn sem ég var á og ótrúlegt en satt fóru einkunnir mínar lækkandi eftir þessa tilraun. Þetta var þó fyrir mörgum árum og ég hef heyrt að hljóðbækur í dag séu mun skemmtilegra lesnar og áhugaverðari, hef þó ekki enn gefið þessu séns og þegar ég sé hljóðbækur, heyri ég alltaf sifjandi, einradda lestur í hausnum á mér og byrja strax að geyspa.
Ef einhver hefur tekið Hringadróttinssögu á blindrabókasafninu og orðið skelfingu lostinn vegna dauðarokks á miðri spólu einhverstaðar þá, sorry þetta var óvart!

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Thu Oct 04, 2018 8:39 am
by sixtynine
Ef einhver hefur tekið Hringadróttinssögu á blindrabókasafninu og orðið skelfingu lostinn vegna dauðarokks á miðri spólu einhverstaðar þá, sorry þetta var óvart!
hahahhahahahahahahahahahhahahahahahaha :bwahahah

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Thu Nov 01, 2018 2:41 pm
by Vést1
Ég hlustaði nýlega á Brennu-Njálssögu og Gísla sögu á hljóðbók. Góð upplifun. :)

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Fri Nov 02, 2018 8:33 am
by sixtynine
eru hljóðbækur á íslensku almennt skemmtilega lesnar? Yngri dóttir mín er lesblind og ég hef verið að hlusta með henni á hljóðbækur, þetta er yfirleitt svo eintóna og óáhugaverður lestur
Vitiði um einhverja hljóðbók á íslensku sem gæti verið áhugaverð fyrir 12 ára krakka sem er skemmtilega lesin?

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Sat Nov 03, 2018 2:32 pm
by valli
já, bækurnar eftir Gunnar Helgason eru frábærar, ég hlóg mikið af þeim þegar ég hlustaði á þetta með krökkunum.
athugaðu hvort þú getir fengið aðgang að blindrabókasafninu því þar eru bókstaflega allar bækur sem eru gefnar út á íslenski (já barna líka). Held að lesblindir geti fengið aðgang. síðan er áhugavert að athuga www.storytel.is með fleirri bækur.

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Sat Nov 03, 2018 5:07 pm
by sixtynine
já, bækurnar eftir Gunnar Helgason eru frábærar, ég hlóg mikið af þeim þegar ég hlustaði á þetta með krökkunum.
athugaðu hvort þú getir fengið aðgang að blindrabókasafninu því þar eru bókstaflega allar bækur sem eru gefnar út á íslenski (já barna líka). Held að lesblindir geti fengið aðgang. síðan er áhugavert að athuga www.storytel.is með fleirri bækur.
Við erum einmitt búin að vera að nota hljóðbókasafnið, stórfyndið að hlusta á lesturinn á Harry Potter þar sem nöfnin á gjörsamlega öllum persónunum nema Harry eru borin vitlaust fram
Þarf að tékka á storytel, takk :)

Re: Hljóðbókalúðar?

Posted: Sat Nov 03, 2018 5:27 pm
by valli
hljóðbókasafn blindafélagsins er stórfurðulegt - vantar mikið upp á í sumum lestri.