VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Kobbi Maiden » Fri Jan 01, 2010 9:58 pm

Öðru hvoru undanfarið hafa sprottið hér upp þræðir um vískí og fannst mér tilvalið að opna hér hinn eiginlega, aðal-viskíþráð, og hananú. Ætla að hripa niður nokkur orð um þau viskí sem ég á hér heima í augnablikinu sem og sitthvað annað, sé fyrir því áhugi. Vanti einnig einhvern ráð um viskí eða slíkt, þá látið vaða. Ég hef undanfarið eitt og hálft ár starfað í einni virtustu viskíverslun Bretlandseyja og þó víðar væri leitað, Royal Mile Whiskies, og hef því vafið trantinum um ansi mörg viskíglös á því tímabili og viðað að mér mikilli þekkingu á viðfangsefninu.


Einmöltungar, eða "single malt" eru yfirleitt í hærri vegum hafðir hjá mér en blönduð viskí, eins og raunin er hjá flestum sem eru í þessum bransa. Einmöltungur þýðir einfaldlega að viskíið kemur frá einni ákveðinni verksmiðju og inniheldur eingöngu maltviskí, þ.e.a.s. gert úr möltuðu byggi. Frægustu tegundir einmöltunga eru til að mynda Glenfiddich, Laphroaig, Talisker, Glenlivet os.frv. og eru nefnd eftir viðkomandi verksmiðjum. Blönduð viskí eru viskí sem koma frá mörgum mismundandi verksmiðjum og innihalda einnig kornviskí, sem er ódýrara í framleiðslu. Því fara blönduð viskí oft neðar á verðlistanum en einmöltungar. Kornviskí eru oftast gerð úr hveiti eða maís. Fræg blandviskí eru t.d. Johnnie Walker, Chivas og Dimple. Vissulega eru til dýrar blöndur, eins og t.d. Johnnie Walker Blue, sem fer á um 161 pund í búllunni minni. Það er vegna þess að í JWB eru afar gömul viskí í bland við yngri. Sé aldur tekinn fram á flösku, þá þarf að taka fram yngsta dropann sem flaskan inniheldur. Samanstandi tiltekin viskíblanda af 99% 80 ára gömlu viskí, og 1% af fjögurra ára, þarf aldurstilgreiningin að segja 4 ára. Því eru blönduð viskí oft án aldurstilgreiningar. Til eru vissulega afar góðar viskíblöndur sem standa einmöltungum síst að baki enda er misjafn sauður í mörgu fé.

Auk blandaðas viskís, sem er á enskunni "blended Whisky" eru til blönduð maltviskí og eru þau í dag oftast nefnd "blended malt". Áður fyrr var þetta fyrirbæri nefnt "vatted malt". Þetta þýðir að viskíið er blanda af maltviskíum frá nokkrum verksmiðjum og inniheldur ekkert kornviskí., eingöngu maltviskí. Mér áskotnaðist einmitt flaska af blönduðu maltviskíi um daginn og ætla ég að hripa niður smá fróðleik um þá bokku.

Skepnan heitir Big Peat.
Image
Peat er mór, og nóg af honum finnst í jarðvegi Skotlands, aðallega á Islay (borið fram "Æla") sem er við suð-vestur horn Skotlands. Þar eru, á tiltölulega litlu svæði, anski margar og margar þekktustu viskíverksmiðjur Skotlands. Þar ber hæst að nefna Laphroaig. Einnig eru þar Bowmore, Ardbeg, Caol Ila, Bunnahabhain, Bruichladdich, Lagavulin og Kilchoman sem er ný. Ein sú frægasta meðal lokaðra verksmiðja var þar einnig, Port Ellen sem nú er eingöngu byggmöltunarverksmiðja og sér flestum hinna fyrir byggi.
Í hinu langa og afar flókna ferli sem tilheyrir viskíframleiðslu, þá þarf á ákveðnum tímapunkti að þurrka byggið, sem fyrr í ferlinu var bleytt til að láta það spíra. Víðast hvar er það gert yfir kolaeldi, en á Islay er hefð fyrir því að nota mór sem eldsneyti. Það er þaðan sem þessi ákveðni reykjarkeimur kemur sem einkennir flest viskí frá eynni.

Big Peat er blanda af viskíum frá Bowmore, Ardbeg, Caol Ila og hinni sögufrægu Port Ellen, sem lokaði árið 1983 og inniheldur eingöngu maltviskí eins og áður hefur komið fram. Það angar af reyk, mór og mold og er einnig með mikinn saltkeim. Ég er með ungt, reykt Bunnahabhain hér til samanburðar, og Big Peat er ögn mildara, og leðurkenndara sem er einkenni sem eflaust á ættir að rekja til Bowmore. Port Ellen er verksmiðja sem erfitt er að finna viskí frá, enda hefur hún verið lokuð síðan 1983. Ég hef þó verið það heppinn að prófa nokkrar tegundir þaðan og er það eitthvað það besta sem ég hef tungu minni vafið. Afar margslungið og kemur það fram finnst mér , í Stóra Pésa. Langt og gott reykt eftirbragð, skilur mikið eftir sig. Ég er mikill aðdáandi reyktra Islay viskía, og þetta gersamlega steinliggur. Einkunn? 92/100

User avatar
AnthraX
Töflunotandi
Posts: 828
Joined: Wed Feb 15, 2006 10:42 pm
Location: Að pota í pabba þinn

Postby AnthraX » Fri Jan 01, 2010 11:37 pm

eriggi til svona þráður eftir atla eða eitthvað?
[img]http://img34.imageshack.us/img34/1097/goatpriestbigcopy.jpg[/img]

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Postby ThorsteinnK » Sat Jan 02, 2010 5:22 am

Metnaðarfullur þráður! Fær mig næstum því til að vilja smakka, þó ég gjörsamlega hati viskí.

Meira af svona skrifum!

User avatar
BloodJunkie
2. stigs nörd
Posts: 2441
Joined: Sat Sep 08, 2007 10:40 am
Location: Roskilde

Postby BloodJunkie » Sat Jan 02, 2010 8:48 am

Eg versladi mer Highland Park 12 ara i frihofninni og tetta er enta laaaangbesta viskyid sem eg hef smakkad.

Er nuna fluttur til DK tannig nu fer madur ad tima ad kaupa ser almennileg visky, og thigg eg allar abendingar med thokkum!
Hef drukkid macallan 12 ara, highland park 12 ara og glenfiddich 12 ara, og vil endilega fa tips um fleiri svona edalvisky.

Svo hef eg drukkid slatta af blended whisky en er meira fyrir single malt.
Just because i dont care, doesn´t mean i dont understand

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sat Jan 02, 2010 12:49 pm

eriggi til svona þráður eftir atla eða eitthvað?
Lestu upphafslínu þráðarins. Langaði bara í minn eigin

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sat Jan 02, 2010 12:52 pm

Eg versladi mer Highland Park 12 ara i frihofninni og tetta er enta laaaangbesta viskyid sem eg hef smakkad.

Er nuna fluttur til DK tannig nu fer madur ad tima ad kaupa ser almennileg visky, og thigg eg allar abendingar med thokkum!
Hef drukkid macallan 12 ara, highland park 12 ara og glenfiddich 12 ara, og vil endilega fa tips um fleiri svona edalvisky.

Svo hef eg drukkid slatta af blended whisky en er meira fyrir single malt.
Ég er það líka, eins og fram kom. Var bara með Stóra Pésa í glasinu og fatt í hug að hripa niður nokkur orð um kauða. Verslaði mer þessa flösku um daginn aðallega vegna myndarinnar á henni (minnir óneitanlega á Egils ólafs hér í denn), jú og vegna þess að þetta er blanda nokkurra af mínum uppáhalds viskíum og inniheldur auk þess Port Ellen, sem er ógissla kúl.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sat Jan 02, 2010 12:59 pm

Auk skoskra einmöltunga er ég líka farinn að kunna virkilega að meta búrbon og er einmitt með 10 ára Eagle Rare hér við höndina. Eagel Rare er framleitt í Buffalo Trace verksmiðjunni, og er í raun eldri útgáfa af þeim eðalelixír. Það er meira varið í búrbon en ég hélt hér áður fyrr, þegar ég hélt að Jim Beam væri upphaf og endir alls búrbons. Sú er sko ekki raunin.

Hér er flaskan at arna:
Image
Hripa kannski niður smá um hana við tækifæri.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sat Jan 02, 2010 1:02 pm

Metnaðarfullur þráður! Fær mig næstum því til að vilja smakka, þó ég gjörsamlega hati viskí.

Meira af svona skrifum!
Takk takk. Það er til viskí fyrir alla, þú hefur bara ekki smakkað þitt ennþá.

User avatar
a sun that never sets
2. stigs nörd
Posts: 2056
Joined: Mon Jan 13, 2003 7:46 pm
Contact:

Postby a sun that never sets » Fri Jan 15, 2010 9:12 am

splæsti í eina Laphroaig Single Malt 10 ára. búinn að hlakka til lengi að eignast eina svona fyrir sjálfan mig. yndislegt að drekka þetta! set smá vatnsdreitil í það, finnst svo leiðinlegt að drekka úr glasi ef í því eru klakar.
klukkan er núna níu að morgni eeeen það er föstudagur svo ég ætla að fá mér í eitt svona til að kickstarta deginum.
Image
punk rock is a word used by dillitante's and heartless manipulators about music that takes up the energies and the bodies and the hearts and the souls and the time and the minds of young men who give what they have to it.

User avatar
Bara og aðeins fyrir þig
1. stigs nörd
Posts: 1950
Joined: Tue Aug 05, 2008 5:43 pm

Postby Bara og aðeins fyrir þig » Fri Jan 15, 2010 12:27 pm

Image


ágætur gaur.
Travelling trough time
space and time
:fridur

Smurf it to me big papa.

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Fri Feb 05, 2010 10:46 pm

Ekki er ég hrifinn af viskí. En ég myndi þó dreypa á þessu:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/scotland/8499931.stm

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sat Feb 06, 2010 12:42 am

Þetta er almennilegur þráður. Þetta mó-viskí ætti náttúrlega að heita á íslensku Stóri-Móri.

Mér var einu sinni gefin Highland Park 18 ára, og hún kemur sterk inn sem það besta sem ég hef smakkað. Hlakka þó til að smakka Highland Park 21 árs sem ég keypti um daginn.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
BloodJunkie
2. stigs nörd
Posts: 2441
Joined: Sat Sep 08, 2007 10:40 am
Location: Roskilde

Postby BloodJunkie » Sat Feb 06, 2010 9:05 am

<object width="560" height="340"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/HG4F0NmGpg4&hl ... ram><param name="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/HG4F0NmGpg4&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="560" height="340"></embed></object>

60þús pund flaskan...
Just because i dont care, doesn´t mean i dont understand

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Postby Mr.Orange » Tue Feb 09, 2010 7:53 pm

flottur þráður,
of lítið að gerast á honum,
ég hef ekkert að segja


KOMA SVO!!!!
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Maddi
3. stigs nörd
Posts: 3055
Joined: Sat Jan 29, 2005 12:21 am
Location: Kópavogur

Postby Maddi » Sun Feb 21, 2010 8:47 pm

Image

Málið.
Fæst bara ekki hérna, sem er mjög lame.
[url=http://www.myspace.com/disintegrateiceland][img]http://i46.photobucket.com/albums/f133/Maphogant/Bannercopy.jpg[/img][/url]

User avatar
birkirFMC
28. stigs nörd
Posts: 28411
Joined: Fri Jul 19, 2002 10:25 am
Location: Halifax, Nova Scotia

Postby birkirFMC » Thu Feb 25, 2010 11:58 pm

Þegar ég nostra við mig með sterku þá er það yfirleitt dökkt romm. Það ás alveg ótrúlega vel við mig.

Hins vegar hef ég undanfarið verið að detta inn í single malt. Einn til tveir klakar í glas og svo þessi....

Image

Mjög notalegt. Einhverjar skoðanir á þessum tiltekna drykk?
A.K.A. Svartbakinsky og Let_It_All_Go
"I won't change my true self just so that we can be friends"
*..the harder one tries to look punk, the more they're compensating for the total failure as one.*
Image
http://www.halifaxcollect.blogspot.com
http://kaninka.net/birkirfjalar
http://www.dordingull.com/gagnaugad

User avatar
Meinfret
Töflubarn
Posts: 39
Joined: Sun Oct 19, 2008 8:44 pm

Postby Meinfret » Thu Apr 08, 2010 12:13 am

Eigiði einhver uppáhalds ódýr viskí sem fást í átvr? Í svipuðum verðflokki og jameson, kannski aðeins meira.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Thu Apr 08, 2010 11:38 am

Þegar ég nostra við mig með sterku þá er það yfirleitt dökkt romm. Það ás alveg ótrúlega vel við mig.

Hins vegar hef ég undanfarið verið að detta inn í single malt. Einn til tveir klakar í glas og svo þessi....

Image

Mjög notalegt. Einhverjar skoðanir á þessum tiltekna drykk?
Mín skoðun er sú að þú steindrepur viskíið með því að setja klaka út í! EN vissulega drekka menn viskí eins og þeim finnst best að drekka það. Klaka set ég aldrei út í. Mæli frekar með nokkrum dropum af vatni.
Ég er ekki mikill aðdáandi Glenmorangie. Finnst það full þunnt. Hef smakkað allar nýju átappanirnar; standard 10 ára, Astar sem er ungt og "cask strength", LaSanta sem er "finished" í tunnu sem fyrr innihélt Oloroso sérrí, Nectar D'or sem er úr sauternes tunnu, 18 ára, 25 ára og Signet, sem er gert úr allskonar malti, þ.á.m. súkkulaðimalti. Allt saman helþunnt sull.Svo er sú nýjasta sem er þroskað í Pedro Ximenez sérrítunnu og er stórgott. PX er afar þykkt og sætt sérrí.
Quinta Ruban er "finished" í púrtvínstunnu og kemur djöfull vel út. Sætt, þykkt, "creamy", ber og eik. Margslungið. Einna skárst. Myndi þó aldrei kaupa það.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Thu Apr 08, 2010 11:40 am

Eigiði einhver uppáhalds ódýr viskí sem fást í átvr? Í svipuðum verðflokki og jameson, kannski aðeins meira.
Hvaða viskí drekkur þú venjulega. Hvaða stíll hentar þér best?

User avatar
Maddi
3. stigs nörd
Posts: 3055
Joined: Sat Jan 29, 2005 12:21 am
Location: Kópavogur

Postby Maddi » Thu Apr 08, 2010 6:38 pm

Kobbi komdu með fleiri viskí review. :)
[url=http://www.myspace.com/disintegrateiceland][img]http://i46.photobucket.com/albums/f133/Maphogant/Bannercopy.jpg[/img][/url]

User avatar
Meinfret
Töflubarn
Posts: 39
Joined: Sun Oct 19, 2008 8:44 pm

Postby Meinfret » Thu Apr 08, 2010 11:59 pm

Hvaða viskí drekkur þú venjulega. Hvaða stíll hentar þér best?
Ég er algjör byrjandi. Hef bara keypt mér Jameson, drukkið það við stofuhita og líkað nokkuð. Líka Famous Grouse með klökum. Fannst það ekki jafn gott.

User avatar
Whiplash
Töflunotandi
Posts: 165
Joined: Tue Jan 08, 2008 1:02 pm

Postby Whiplash » Fri Apr 09, 2010 1:33 am

Hvaða viskí drekkur þú venjulega. Hvaða stíll hentar þér best?
Ég er algjör byrjandi. Hef bara keypt mér Jameson, drukkið það við stofuhita og líkað nokkuð. Líka Famous Grouse með klökum. Fannst það ekki jafn gott.
það er ekki mikið úrval í ríkinu, en ég mæli með chivas regal 12 ára (5.399) til að byrja með. fæst í 500ml þannig að þú þarft ekki að kaupa of mikið í einu ef þú fílar það ekki. Glenfiddich 12 ára klikkar seint ef þú ert til í að borga aðeins meira (7.755 fyrir 700ml).
[url=http://www.myspace.com/infectedice]KONFECTED[/url]

User avatar
Hafliði
2. stigs nörd
Posts: 2333
Joined: Sun Apr 29, 2007 2:29 am
Location: Kópavogur vestur

Postby Hafliði » Wed Apr 28, 2010 11:08 pm

Ég fæ alveg hrikalega í magann af viskíi. En annars þykir mér Glenfiddich mjög gott á bragðið, tími bara ekki að kaupa það.


Er mikill munur á amerísku viskíi t.d. Jack Daniels og þessu írska/skoska sírópi?

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sun May 09, 2010 9:06 pm

Já, þetta eru tvær mismundandi tegundir af viskíi....afar mikill munur þar á milli. Jack Daniels er frábrugðið flestum bandarískum viskíum, og enn frábrugðnara írskum og skoskum. Allt afar mismunandi stílar, enda er viskí einhver fjölbreyttasti drykkur sem völ er á
Last edited by Kobbi Maiden on Sun May 09, 2010 9:12 pm, edited 1 time in total.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sun May 09, 2010 9:09 pm

Er að prófa smá viskíblogg....ef þið tékkið á því þá er um að gera að kvitta í gestabókina, gaman að sjá hverjir skoða os.frv. Líka ef þið hafið einhverjar óskir um umfjallanir t.d. ...ég hef aðgang að ansi miklu magni af viskíi og get því skellt inn umfjöllunum eftir óskum. Eins ef einhverjar spurningar um þennan lífsins elixír brenna á vörum ...
http://viskiblogg.wordpress.com/

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sun May 09, 2010 9:24 pm

Eg versladi mer Highland Park 12 ara i frihofninni og tetta er enta laaaangbesta viskyid sem eg hef smakkad.

Er nuna fluttur til DK tannig nu fer madur ad tima ad kaupa ser almennileg visky, og thigg eg allar abendingar med thokkum!
Hef drukkid macallan 12 ara, highland park 12 ara og glenfiddich 12 ara, og vil endilega fa tips um fleiri svona edalvisky.

Svo hef eg drukkid slatta af blended whisky en er meira fyrir single malt.
Hvernig gengur þér að feta viskíveginn? Kominn með ný eftirlæti? Eitthvað að frétta?

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Sun May 09, 2010 9:27 pm

splæsti í eina Laphroaig Single Malt 10 ára. búinn að hlakka til lengi að eignast eina svona fyrir sjálfan mig. yndislegt að drekka þetta! set smá vatnsdreitil í það, finnst svo leiðinlegt að drekka úr glasi ef í því eru klakar.
klukkan er núna níu að morgni eeeen það er föstudagur svo ég ætla að fá mér í eitt svona til að kickstarta deginum.
Image
Þú ert í góðum málum með Laphroaig, bara sorglegt hvað þetta er dýrt heima á Íslandi. Unaðslegt viskí, yndislega reykt og "árásargjarnt", reynir á, ágengt og unaðslegt.

User avatar
Maddi
3. stigs nörd
Posts: 3055
Joined: Sat Jan 29, 2005 12:21 am
Location: Kópavogur

Postby Maddi » Mon May 10, 2010 11:31 pm

Mér áskotnaðist Jack Daniels flaska um daginn... vissi að þetta væri nú ekki merkilegt viskí, en damn. Þetta er bara alveg vont. Hehe.

Laphroaig og Lagavulin eru viskí sem eru alveg að ná til mín, hvað er fleira sniðugt í þeim dúr?
[url=http://www.myspace.com/disintegrateiceland][img]http://i46.photobucket.com/albums/f133/Maphogant/Bannercopy.jpg[/img][/url]

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Tue May 11, 2010 12:26 pm

Já JD er nú ekki merkilegur pappír....ágætt í kók! (Nú tryllist Atli!)

Ef Lagavulin og Laphroaig höfða til þín þá ættirðu að prófa Ardbeg (fæst í fríhöfninni, en held það fáist venjulega ekki í ríkinu). Mæli með Caol Ila líka, en gæti verið erfitt að fá það heima. Talisker fæst í ríkinu, sá 10 ára þ.e.a.s. Það er ekki eins mikið reykt og Lagavulin og Laphroaig þó. Einnig Bowmore.
Svo ef þú kemst í alvöru úrval þá er um að gera að prófa Longrow (frá Springbank verksmiðjunni í Campbeltown), reykta útgáfu af Bunnahabhain, Kilchoman, Octomore,

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Tue May 11, 2010 12:41 pm

Hér er listi yfir reykbombur sem fást venjulega í Ríkinu, eitthvað sem Lgavulin og Laphroaig aðdáendur gætu nýtt sér:

Black Bottle 10: Þetta er blandað viskí, ekki einmöltungur. Blanda þýðir að það er blanda frá nokkru verksmiðjum og gert úr bæði möltuðu byggi og annars konar korni. Einmöltungar eru frá einni verksmiðju og eingöngu gerðir úr möltuðu byggi.
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=05380

Bruichladdich Peat. Vissi ekki að þetta fengist heima. Um að gera að prófa þetta, fellur flestum aðdáendum reyktra viskía vel í geð:
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=17636

Talisker 10 ára: Eins og ég sagði hér að ofan, þá er þetta minna reykt en Laph og Laga, en þó ert töluverður reykjarkeimur af því. Svolítip pipraður kryddkeimur. Svolítið árásargjarnt og hvasst. Verulega gott.
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=02089

The Black Grouse. Blandað. Reykt útgáfa af Famous Grouse. Ágætt, ekkert meiriháttar, en á góðu verði miðað við það sem gengur og gertist í Ríkinu.
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=11421

Þá er það eiginlega upptalið. Til skammar að Ríkið selji ekki t.d. Bowmore! Líka Ardbeg.

HeavyMetalBastard
Töflunotandi
Posts: 811
Joined: Sat Aug 10, 2002 5:52 pm
Location: Glasgow Murder City

Postby HeavyMetalBastard » Wed May 12, 2010 11:20 am

hér vaða allir í villu, þó sérlega Jakob Járnfrú !
Image
Only Death is Real !!!

User avatar
skinkuorgel
8. stigs nörd
Posts: 8848
Joined: Wed Jul 17, 2002 5:39 pm

Postby skinkuorgel » Sat May 22, 2010 6:54 pm

Image
Langaði í viskí. Vildi ekki borga handlegg og fót.
Keypti þetta og kunni vel að meta. Besta í ríkinu miðað við verð a.m.m.
www.myspace.com/mordingjarnir

User avatar
Legion
Töflunotandi
Posts: 176
Joined: Wed May 20, 2009 9:22 pm
Location: hlíðar

Postby Legion » Sat May 22, 2010 7:16 pm

Image
Langaði í viskí. Vildi ekki borga handlegg og fót.
Keypti þetta og kunni vel að meta. Besta í ríkinu miðað við verð a.m.m.
þetta er alveg skuggalega gott miðað við verð
Drink the Devil’s Blood and become
One of His million hands; One of His million eyes
One of His million brains shining with utmost devotion
A molecule of The One with many faces
While of thy soul remains but ashes cold..

User avatar
Maddi
3. stigs nörd
Posts: 3055
Joined: Sat Jan 29, 2005 12:21 am
Location: Kópavogur

Postby Maddi » Sat May 22, 2010 8:17 pm

Keypti svona um daginn og líkaði ágætlega. Mjög gott miðað við verð.
[url=http://www.myspace.com/disintegrateiceland][img]http://i46.photobucket.com/albums/f133/Maphogant/Bannercopy.jpg[/img][/url]

User avatar
Jökull
7. stigs nörd
Posts: 7836
Joined: Thu Nov 03, 2005 5:19 pm
Location: Stokkseyringur í Reykjavík

Postby Jökull » Wed May 26, 2010 9:25 pm

Jack Daniels er hræðilegt, það er já, gott í kók hahah.
Scottish Leader finnst mér ekki heldur mikið varið í dry..

En þessi þráður gleður. Kannski er til gott viskí haha
facebook.com/litli.jokull

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Thu May 27, 2010 10:25 pm

Aðalbjörn...steinþegiðu!
Scottish Leader er alveg ótrúlega vont viskí! Í guðanna bænum ekki dæma allt viskí út frá þeim óþverra!! Það er gildra sem allt of margir falla í.
Annars er komið slatti af nýju efni á viskíbloggið mitt fyrir þá sem hafa áhuga:
http://viskiblogg.wordpress.com/

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Thu Jun 03, 2010 12:01 pm

Hefur einhver hérna prófað þetta?

Image
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Postby Dagur » Thu Jun 03, 2010 12:33 pm

Þetta viskíblogg hjá Kobba er snilld!
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Thu Jun 03, 2010 5:07 pm

Hefur einhver hérna prófað þetta?

Image
Já, þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi, skömm að því að þetta fái að heita viskí.
Og takk Dagur

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Thu Jun 03, 2010 5:13 pm

Ég er virkilega hrifinn af þessum skrifum hjá þér Kobbi. Bloggið fer beint í bookmarks. Maður hlakkar nánast til að kaupa eitthvað til að tékka á því.


Tek annars undir það að scottish leader og grouse viskíin eru vibbi ... hvernig stendur á því að þau eru svona algeng hérna á Íslandi?
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Postby Kobbi Maiden » Thu Jun 03, 2010 5:16 pm

Það er nú það...tiltölulega ódýr í innkaupum erlendis...gæti skýrt það að e-u leyti.
Þakka fögru örðin um bloggið...fer að henda inn meiru bráðum. Er að fara í þriggja daga ferð upp til Skotlands á mánudaginn, heimsæki nokkrar verksimðjur o.fl.

daron
Töflunotandi
Posts: 920
Joined: Sun Jul 21, 2002 9:32 pm
Contact:

Postby daron » Thu Jun 03, 2010 5:40 pm

Hefur einhver hérna prófað þetta?

Image
Já, þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi, skömm að því að þetta fái að heita viskí.
Og takk Dagur
heyrðu já þá sleppi ég þessu bara, takk fyrir það :)
GO FUCK YOURSELF!
I´m an asshole and I approve this message.

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Kobbi Maiden » Tue Jun 22, 2010 6:35 pm

Langaði að halda þessu lifandi...nýjar færslur á blogginu.
http://viskiblogg.wordpress.com/

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Kobbi Maiden » Fri May 27, 2011 5:22 pm


User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Fenrisúlfur » Fri May 27, 2011 7:07 pm

Gleður mig að sjá þetta :D

Er tiltölulega ný farinn að drekka viskí og líkar vel.

Glenlivet 12 ára, Caol Ila og Chivas Regal 12 ára finnst mér allt voðalega gott.

Caol Ila er samt alveg roooosalega reykt. Drekk ekki mikið af því í einu.

Kobbi hver er helsti munurinn á Glenlivet 12 ára, 15ára & 18 ára. Bragðlega séð.

iTunes get music on

Quantcast

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Kobbi Maiden » Tue May 31, 2011 7:40 pm

Gleður mig að sjá þetta :D

Er tiltölulega ný farinn að drekka viskí og líkar vel.

Glenlivet 12 ára, Caol Ila og Chivas Regal 12 ára finnst mér allt voðalega gott.

Caol Ila er samt alveg roooosalega reykt. Drekk ekki mikið af því í einu.

Kobbi hver er helsti munurinn á Glenlivet 12 ára, 15ára & 18 ára. Bragðlega séð.
Meginmunurinn á viskíum eftir aldri er sá að því eldri sem þau eru, því meiri viðarkeimur er af þeim, þau eru almennt mýkri, þyngri og flóknari.
12 ára er ofsalega létt og ávaxtakennt, 15 ögn þyngra og flóknara, meiri tunna og svo er 18 ára margslungnast, þyngst og bragðmest. Hvað er svo best af þeim, er svo einstaklingsbundið að ómögulegt er að dæma um það.

Mér finnst 18 bragðbest, 12 er ferskt og gott en 15 hálfmisheppnað.

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Alex » Mon Jun 06, 2011 1:18 pm

Image

Image
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby haffeh » Mon Jun 06, 2011 1:33 pm

Ég trúi því ekki að þú sért að hampa famous grouse?
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re:

Postby Birta » Mon Aug 01, 2011 7:51 pm

splæsti í eina Laphroaig Single Malt 10 ára. búinn að hlakka til lengi að eignast eina svona fyrir sjálfan mig. yndislegt að drekka þetta! set smá vatnsdreitil í það, finnst svo leiðinlegt að drekka úr glasi ef í því eru klakar.
klukkan er núna níu að morgni eeeen það er föstudagur svo ég ætla að fá mér í eitt svona til að kickstarta deginum.
Image
Þú ert í góðum málum með Laphroaig, bara sorglegt hvað þetta er dýrt heima á Íslandi. Unaðslegt viskí, yndislega reykt og "árásargjarnt", reynir á, ágengt og unaðslegt.
Mér finnst viskí viðbjóður, við-bjóð-ur. En þessi gaur með smá sódavatnsdreitli í er bara argasta snilld.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
warhead
7. stigs nörd
Posts: 7846
Joined: Sun Jan 09, 2005 1:27 pm
Location: 105

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby warhead » Thu Aug 04, 2011 1:15 pm

ég hef verið að kaupa eina flösku á mánuði upp á síðkastið. búinn að fara í gegnum Laphroaig 10 ára (snilld, elska mórbragðið en mætti vera ágengari fyrir minn smekk), Macallan 12 ára (bestur, mikil karamella og ávextir, skarpt og ágengt bragð) og er núna að vinna í Highland Park 12 ára - hann er alveg fínn en hann mætti vera bragðmeiri. Hef líka smakkað Glenlivet 12 ára og hann er fjandi góður í minningunni.
MANSLAUGHTER

Time does nothing but work against me. I wake alone and walk alone between the walls that insecurity has built around me. Forced into circuits, into circles, into cycles. I find all my refuge in corners. It's the only place where things meet.

User avatar
Hjörtur
Bulletproof tiger
Posts: 4051
Joined: Wed Jul 17, 2002 3:52 pm
Location: Vesturbær

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Hjörtur » Thu Aug 04, 2011 3:16 pm

búinn að fara í gegnum Laphroaig 10 ára (snilld, elska mórbragðið en mætti vera ágengari fyrir minn smekk)
prófaðu þá quarter cask...
I WIN TEH INTERNETZ!!!1

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Fenrisúlfur » Thu Aug 04, 2011 11:32 pm

Ég er einmitt búinn að vera ca. í einni flösku á mánuði

keypti mér núna síðast
Old Pulteney Single Malt 12 ára

Ágætt viskí finnst mér, töluvert mildara en Glenlivet og Caol Ila hehe. Finnst ég finna nettan vanillukeim af því.
.

Kobbi er eitthvað varið í eftirfarandi viskí (eru töluvert ódýrari en ofangreind):

Glen Ellis Rare Old Reserve
Black Bottle

iTunes get music on

Quantcast

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby haffeh » Fri Aug 05, 2011 7:11 pm

Keypti mér Bruichladdich Wave, þar sem það var ódýrara en Laphroaig. Hvað er málið að Laphroaig kosti tæpan 10þús kall á flösku? Allavega, kunni vel að meta Wave flöskuna. Er það kannski svona "signature" bragð frá Islay að viskíin þar séu svona reykt? Hef ekki mikla reynslu til að dæma, hef fengið Laphroaig og Highland Park, þar sem HP er heldur mýkra en hin tvö. Kann þó að meta þau öll.

Síðan fær Kobbi Maidin plús fyrir að kynna muninn á glösunum og þennan Hollywood miskilning með Collins glösin.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Birta » Sun Aug 07, 2011 10:01 pm

Keypti mér Bruichladdich Wave, þar sem það var ódýrara en Laphroaig. Hvað er málið að Laphroaig kosti tæpan 10þús kall á flösku? Allavega, kunni vel að meta Wave flöskuna. Er það kannski svona "signature" bragð frá Islay að viskíin þar séu svona reykt? Hef ekki mikla reynslu til að dæma, hef fengið Laphroaig og Highland Park, þar sem HP er heldur mýkra en hin tvö. Kann þó að meta þau öll.

Síðan fær Kobbi Maidin plús fyrir að kynna muninn á glösunum og þennan Hollywood miskilning með Collins glösin.
10 ára Laphroaig kostar rúmlega tíu þúsund kall í Toronto allavega, svo verðið er svipað.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

Kobbi Maiden
1. stigs nörd
Posts: 1702
Joined: Thu Jul 25, 2002 8:53 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Kobbi Maiden » Sun Nov 13, 2011 8:12 pm

Ég hef ekki farið inn á töfluna afar lengi og fannst gaman að sjá umræðuna hér. Ég stunda töfluna sama og ekkert lengur, en er nokkuð aktívur á blogginu. Til að svara spurningu hér ögn ofar, þá veit ég ekki mikið um Glen Ellis. Það virðist eingöngu vera fyrir markaði utan Bretlands. Grunar að ekki sé mikið varið í dropann. Black Bottle er ok, blanda af kornviskíi og reyktu maltviskíi. Ekkert spes, ekki peninganna virði í ÁTVR. Hræódýrt hér úti.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Fenrisúlfur » Sat Nov 19, 2011 5:06 pm

Keypti svona um daginn Image

Blandað. 15 ára. Ágætis stöff en þó full sætt fyrir mig, eiginlega of mikill ávaxtakeimur. Hrifnari af reyktara viskí.
Glenlivet 12 ára er betri kaup fyrir sama pening.

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
Vzt1
Töflubarn
Posts: 3
Joined: Mon Mar 05, 2012 11:30 am
Location: Kleppur
Contact:

Re: VISKÍÞRÁÐURINN og hananú

Postby Vzt1 » Sat Mar 10, 2012 8:20 pm

Ég er að sötra 10 ára Talisker þessa dagana. Ekki amalegt, verð ég að segja.
Lestu Eggin.is, alvöru vefrit sem fjallar um alvöru málefni.


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: versac and 6 guests

cron