Hagyrðingamót Vést1s

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Hagyrðingamót Vést1s

Postby Vést1 » Mon Dec 08, 2008 2:32 am

Hér á Töflunni eru einhverjir sem kunna og nenna að berja saman vísur og ljóð. Ég hef því ákveðið að efna til hagyrðingamóts. Reglurnar eru einfaldar: Ég sting upp á yrkisefni og þeir sem vilja vera með setja saman vísu eða ljóð um það, eða eitthvað annað ef þeir vilja það frekar, og pósta því hér að neðan. Bragarhættir eftir smekk hvers og eins.

Ég sting upp á veðrinu sem yrkisefni númer eitt og skal ríða á vaðið með oddhendu:

Nálgast jól, frá Norðurpól
næðir um skjólin manna.
Bílar spóla, sést ei sól,
sitja í stóli fanna.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Mon Dec 08, 2008 2:37 am

Það er á stundum sem þessum að ég vildi að ég kynni að yrkja :mikilsorg
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 08, 2008 2:46 am

Önnur oddhenda:

Um himin bláan lagða lága
lít með gráa slikju ég.
Frysti áa, fenni gjáa
freðinna stráa vist er treg.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 08, 2008 2:47 am

Það er á stundum sem þessum að ég vildi að ég kynni að yrkja :mikilsorg
Það er ekkert mál: http://heimskringla.net/bragur/
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 08, 2008 2:51 am

Hringhenda:

Þegar sólin sig oss felur,
svitna í skólaprófum börn,
Bílar spóla, kinnar kelur,
kann ég að jóla nálgast törn.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

witch
3. stigs nörd
Posts: 3116
Joined: Fri Sep 26, 2003 6:23 pm

Postby witch » Mon Dec 08, 2008 2:58 am

Foreldar þínir búast á brott
báruhjónin til Breiðholts snúa.
Gjaldmiðilinn í ghettoinu er pokatott,
gamla neyðist til að sjúga.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 08, 2008 3:07 am

:lol :lol
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Mon Dec 08, 2008 7:23 pm

Skítakuldi, skelfa bein.
Skrjóðar góðir spóla.
Vetrarskuldir vinna mein
á venjum okkar jóla.
105 youth crew

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Dec 11, 2008 4:26 pm

Glæsilegt!

Keep 'em coming!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Thu Dec 11, 2008 6:39 pm

Stormi spáð, stríð er háð.
Styrjöld óð nú bylur.
Strekkingsfok, regn og rok
ræður. Enginn ylur.
105 youth crew

Bitur Kaldhæðni
9. stigs nörd
Posts: 9117
Joined: Mon Jan 06, 2003 10:23 pm
Location: Plútó
Contact:

Postby Bitur Kaldhæðni » Sun Dec 14, 2008 1:57 pm

kemur vetur, kuldi og snjór
kalinn fingur barna
oft er gott að eiga skrjóð
sem kemst til allra fjalla
LIFE IS NOT A GAME LIFE IS A DEAD ALIEN

i wish i wish wish for death

http://myspace.com/gryttirasvidi

User avatar
Syndri
Töflunotandi
Posts: 318
Joined: Mon Aug 27, 2007 6:59 pm
Location: Martraðalandi

Postby Syndri » Sun Dec 14, 2008 11:07 pm

Djöfuls drullu fokking snjór
Djöfla fokkings bylur
Blautar buxur, blautir skór
Blótsyrðin gumi þylur
www.bid.is

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Dec 17, 2008 2:31 am

Jæja, er ekki kominn tími til að skipta um yrkisefni?

Næst sting ég upp á efnahagsástandinu.

Hringhenda:

Þegar kreppan knýr á dyr
og kaldir jeppar standa,
flýja á hreppinn fátækir,
fer ég á Klepp að vanda.

Ég vinn s.s. á Kleppi.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Dec 17, 2008 2:38 am

Oddhenda, hálfgert hnoð:

Lýðinn svengir, ráðin rengja
rauðmálms drengja-glanna.
Aðeins í þvengjum ætla að lengja
efna-þrenginganna
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Holdsveiki
5. stigs nörd
Posts: 5064
Joined: Sat Nov 03, 2007 3:08 pm
Location: Kópavogur

Postby Holdsveiki » Wed Dec 17, 2008 11:03 am

Ungur drengur fór í búð,
ætlaði þar að kaupa.
agnarsmáan gamlan snúð.
en ákvað að taka og hlaupa.:mikilsorg

User avatar
Perkins
2. stigs nörd
Posts: 2681
Joined: Fri Oct 12, 2007 5:54 pm

Postby Perkins » Wed Dec 17, 2008 11:12 am

Lýðinn svengir, ráðin rengja
rauðmálms drengja-glanna.
Aðeins í þvengjum ætla að lengja
efna-þrenginganna
:upp :upp :upp

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 1:20 am

Jæja, keep'em coming:


Ég er blankur, einnig þú,
okið sankast stóra.
Út á plankann ég vil nú
ýta bankastjóra.

:)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 1:21 am

Segi ég: Út með íhaldið
einnig 'fylkinguna,
gera upp við auðvaldið
og alla spillinguna.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 1:35 am

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 1:41 am

Flýr nú Tryggvi, finnst ei náð,
fram skal múgur ræstur.
Lýður vaknar, drýgir dáð:
Davíð, þú ert næstur!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 2:06 am

Allt um kring nú kreppa er,
kremur og þyngir muna.
Íslendingar orna sér
við elsku hringhenduna.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Dec 22, 2008 2:20 am

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Mitt ljóð er í óhefðbundnum stíl:

Eins fallegt og eðlilegt "bleyja" er
á prenti,
þá er stafsetningin víst bleia.
Ein algengasta villan sem ég verð var við.
Ó, sei sei, já.
-Kurdor
Sorrí, en hér er aðeins tekið við umvöndunum í bundnu máli skv. hefðbundnum bragarháttum, helst dýrt kveðnum.

Ljótt er brot hjá Boðnar þjón,
bent er úr koti Freyju.
Þótt ufsi- kroti kjánar -lón,
Kurdor notar bleiu.

:)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
tender
11. stigs nörd
Posts: 11672
Joined: Fri Mar 19, 2004 6:00 pm
Location: V.eyjar
Contact:

Postby tender » Mon Dec 22, 2008 4:39 am

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Mitt ljóð er í óhefðbundnum stíl:

Eins fallegt og eðlilegt "bleyja" er
á prenti,
þá er stafsetningin víst bleia.
Ein algengasta villan sem ég verð var við.
Ó, sei sei, já.
-Kurdor
Sorrí, en hér er aðeins tekið við umvöndunum í bundnu máli skv. hefðbundnum bragarháttum, helst dýrt kveðnum.

Ljótt er brot hjá Boðnar þjón,
bent er úr koti Freyju.
Þótt ufsi- kroti kjánar -lón,
Kurdor notar bleiu.

:)
:lol

User avatar
Jökull
7. stigs nörd
Posts: 7836
Joined: Thu Nov 03, 2005 5:19 pm
Location: Stokkseyringur í Reykjavík

Postby Jökull » Mon Dec 22, 2008 5:00 am

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Mitt ljóð er í óhefðbundnum stíl:

Eins fallegt og eðlilegt "bleyja" er
á prenti,
þá er stafsetningin víst bleia.
Ein algengasta villan sem ég verð var við.
Ó, sei sei, já.
-Kurdor
Sorrí, en hér er aðeins tekið við umvöndunum í bundnu máli skv. hefðbundnum bragarháttum, helst dýrt kveðnum.

Ljótt er brot hjá Boðnar þjón,
bent er úr koti Freyju.
Þótt ufsi- kroti kjánar -lón,
Kurdor notar bleiu.

:)
Aahahahaha

HartMan

Postby HartMan » Fri Dec 26, 2008 10:45 am

Á bókasafni situr titti
les þar bók um andrés önd
þrýstingur myndast niður að mitti
í nærbrækur myndast gulbrún rönd

svo seinna myndast mikil pressa
í rassi titta mikið hrýn
lekur niður þykk brún klessa
kennir hann sokknum um mistök sín

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Dec 30, 2008 3:23 am

Hei, þetta var ekki um efnahagsástandið!

(Eða var það kannski?)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Dec 30, 2008 7:19 am

Hvað er annars "moðhneri"?
Leirburð leirberi
leirbar.
Minna moðhneri
mótsvar.
Moð, hnerrar moðbásum
moðkvörn.
Vísu spann væltjásum
vitbjörn.

:tunga


Vitbjörninn minn! :fadma
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 01, 2009 12:43 am

Er ekki best að koma með nýtt þema? Hvað með áramótin?


Kneyfum vín og kíkjum út,
kreppu deyfum fárið.
Drekkum burtu sorg og sút,
sökkaði gamla árið.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Analkunta
4. stigs nörd
Posts: 4395
Joined: Thu Jan 02, 2003 5:52 pm
Location: 101 Rvk
Contact:

Postby Analkunta » Thu Jan 01, 2009 12:56 am

Helvítis fokking fokk
okur fokið eigi
Ráðamenn ráða enn ok
við fáum en ei ráðið

Drjeeesllll... sem má slípa.
---Þórður [url=http://blogdodd.maurildi.com/]anarkóbóhedónisti[/url]
Veistu ekki hver ég er?!

Which ones? Who are they? Who the fuck are you talking to? FUCK THEM!

The important thing to remember is that you are dealing with a person who has essentially placed a twig on their head and expects you to believe they are a tree.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 01, 2009 1:00 am

Byltingarsinnuð oddhenda í tilefni atburða dagsins við Hótel Borg:

Drekkum glögg, en Geira skrögg
gína flögg á móti.
Okkur löggan lystir högg:
Launum snögg með grjóti.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 01, 2009 1:07 am

Helvítis fokking fokk
okur fokið eigi
Ráðamenn ráða enn ok
við fáum en ei ráðið

Drjeeesllll... sem má slípa.
Ráða engu ráðamenn,
ráðum öllum lokið.
Fokking helvítis fokkið enn,
fokka oss í kokið.

:)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Analkunta
4. stigs nörd
Posts: 4395
Joined: Thu Jan 02, 2003 5:52 pm
Location: 101 Rvk
Contact:

Postby Analkunta » Thu Jan 01, 2009 1:09 am

Helvítis fokking fokk
okur fokið eigi
Ráðamenn ráða enn ok
við fáum en ei ráðið

Drjeeesllll... sem má slípa.
Ráða engu ráðamenn,
ráðum öllum lokið.
Fokking helvítis fokkið enn,
fokka oss í kokið.

:)
High-Five
---Þórður [url=http://blogdodd.maurildi.com/]anarkóbóhedónisti[/url]
Veistu ekki hver ég er?!

Which ones? Who are they? Who the fuck are you talking to? FUCK THEM!

The important thing to remember is that you are dealing with a person who has essentially placed a twig on their head and expects you to believe they are a tree.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 01, 2009 1:12 am

Önnur um Hótel Borg:

Mót- nú flesta -mælendur
má víst löggan gasa.
Um loftið líða rakettur,
líkt og suður í Gaza.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 01, 2009 2:45 am

tuð
tuð
tuð
Útúrdúr, hringhenda:

Braga snuðið sýgur son,
svarar ruðum hálum.
Lengist tuð, sem var nú von,
víst í stuðlamálum.

(Smá tvíræðni hér á ferð.)
Last edited by Vést1 on Fri Aug 14, 2009 2:13 pm, edited 1 time in total.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Jan 09, 2009 5:21 pm

Jæja, áramótin voru svona gríðarlega gott þema. Hvað eiga menn að yrkja um næst? Einhverjar uppástungur?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Fri Jan 09, 2009 6:32 pm

mér dettur í hug þorrinn en mér dettur lítið í hug til að yrkja um hann :ouch
105 youth crew

User avatar
Deific
1. stigs nörd
Posts: 1435
Joined: Mon Aug 27, 2007 9:08 pm
Location: Að kryfja froskamanninn
Contact:

Postby Deific » Fri Jan 09, 2009 7:34 pm

Á þorrablót ég þramma hart
með bitann minn í trogi
þegar maður drekkur svart
endar það með flogi*svart=brennivín
Pure Icelandic Terror

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Jan 12, 2009 1:30 am

Þrengist okkar þjóðarbú,
þekkja fáir gourmet.
Þorri okkur nálgast nú,
naga mun ég súrmet.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Jan 12, 2009 1:36 am

Engin miskunn auðs frá hyski,
eina giska á flóttaleið:
Eg lep viskí en af diski
et harðfiskinn, mör og skreið.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Postby Dagur » Mon Feb 02, 2009 11:38 pm

Ein um þorrann:

Kaldur og grimmur vetur er
fönnina drífur og vindinn hvín.
Þá er betra að hlýja sér
á þorrablóti með brennivín.

Önnur um efnahagsástandið:

Á þessum tímum kreppir að
jeppar standa auðir.
Vor efnahagur er í spað
farnir eru fjármálasauðir.
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

Bitur Kaldhæðni
9. stigs nörd
Posts: 9117
Joined: Mon Jan 06, 2003 10:23 pm
Location: Plútó
Contact:

Postby Bitur Kaldhæðni » Fri Feb 13, 2009 5:18 pm

á blótið mæti útúrdrukkinn
tilbúinn að skemmta mér
með bjórinn tilbúinn í sukkið
harðfiskinn og líka smjer

ét á mig gat
drekk mig í hel
dauður ég sat
í heljarins él

feitur drengur, mikill matur
þorrablótið kætir landann
illa drukkinn og alltof latur
þekkið þið nú öll þann vanda
LIFE IS NOT A GAME LIFE IS A DEAD ALIEN

i wish i wish wish for death

http://myspace.com/gryttirasvidi

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Feb 24, 2009 1:56 am

Jæja, uppástungur um nýtt þema, anyone?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

Bitur Kaldhæðni
9. stigs nörd
Posts: 9117
Joined: Mon Jan 06, 2003 10:23 pm
Location: Plútó
Contact:

Postby Bitur Kaldhæðni » Tue Feb 24, 2009 1:44 pm

typpaostur

lyktar illa osturinn
undir forhúðinni
alþakinn er kóngurinn
og einnig líka tillinn

osturinn er allstaðar
þekur allan liminn
kominn tími tilað baðann
þrífa litla vininn
LIFE IS NOT A GAME LIFE IS A DEAD ALIEN

i wish i wish wish for death

http://myspace.com/gryttirasvidi

User avatar
Máni
Töflunotandi
Posts: 957
Joined: Sun Jul 11, 2004 10:44 pm
Location: ginnungagap

Postby Máni » Tue Feb 24, 2009 2:46 pm

djöfulsins redneck ertu gunni
"First, they dropped the bomb.."

User avatar
dipshit
3. stigs nörd
Posts: 3273
Joined: Thu Dec 30, 2004 2:44 am
Location: fínt að búa þarsem ég bý

Postby dipshit » Wed Feb 25, 2009 7:39 pm

Gunni gleypir ótt og títt
ógrynni af sæði
Þó það sé nú ekkert nýtt
að brund um munn hans flæðiok sorry þetta var einum of, ekkert persónulegt Gunni :mikilsorg

User avatar
Rohypnol
5. stigs nörd
Posts: 5736
Joined: Sat Aug 19, 2006 1:47 pm
Location: Riff-filled land
Contact:

Postby Rohypnol » Wed Feb 25, 2009 10:47 pm

:lol :thumbsup
ImageImageImageImageImage
Image
ImageImageImageImageImage
just forget it all just forget it all

User avatar
Dedd Schmärt
3. stigs nörd
Posts: 3489
Joined: Wed Jan 05, 2005 2:46 pm
Location: We$$ide

Postby Dedd Schmärt » Mon Mar 02, 2009 12:26 pm

Gunni gleypir ótt og títt
ógrynni af sæði
Þó það sé nú ekkert nýtt
að brund um munn hans flæðiok sorry þetta var einum of, ekkert persónulegt Gunni :mikilsorg
:lol
H.O.B.O. Men Crew

Image

User avatar
babuttons
Töflubarn
Posts: 27
Joined: Tue Feb 17, 2009 11:38 pm

Postby babuttons » Thu Mar 05, 2009 10:45 pm

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Mitt ljóð er í óhefðbundnum stíl:

Eins fallegt og eðlilegt "bleyja" er
á prenti,
þá er stafsetningin víst bleia.
Ein algengasta villan sem ég verð var við.
Ó, sei sei, já.
-Kurdor
mér finnst eins og ég hafi heyrt einhvers staðar að það væri búið að samþykkja "bleyju"... en þá hefur það örugglega verið í sömu bók og "djók" fékk sess í íslensku

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Mar 10, 2009 6:39 pm

Hratt nú kjörin skerðast, sker
skulda-spennitreyja.
Samfylkingin aðeins er
auðvalds skítug bleyja.
Mitt ljóð er í óhefðbundnum stíl:

Eins fallegt og eðlilegt "bleyja" er
á prenti,
þá er stafsetningin víst bleia.
Ein algengasta villan sem ég verð var við.
Ó, sei sei, já.
-Kurdor
mér finnst eins og ég hafi heyrt einhvers staðar að það væri búið að samþykkja "bleyju"... en þá hefur það örugglega verið í sömu bók og "djók" fékk sess í íslensku
Orðabók Menningarsjóðs?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sat Mar 21, 2009 12:15 am

Nýtt þema: Kosningarnar í vor!Hringhenda:

Verður þess minnst, er hægri her
hrundi, með kynstrum sleginn.
Gæfan finnst þó: Grasið er
grænna vinstra megin.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Mar 27, 2009 5:11 pm

Ég sá í veðurfréttum að spáð væri "hægri norðangolu".

Loks er vorið virtumst sjá
vonin gjörist lægri:
Norðangolu nú þeir spá
napurri og hægri.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Apr 01, 2009 5:18 pm

Litlu vil ég lofa um hvað leysa kratar,
formenn þeirra og flokkasnatar.

En bráðum kemur byltingin með blóm í haga
og sósíalíska sumardaga.

:)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Wed Apr 01, 2009 10:37 pm

Lipurlega kveðið Vésteinn.

Lá andvaka enn eitt skiptið:

Andvaka í eigin rúmi,
ekki sofnað fæ
er norðurljós í næturhúmi
næra svartan sæ.
105 youth crew

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Apr 05, 2009 10:23 pm

Vorboðinn ljúfi var snemma á ferðinni heima hjá mér -- fann köngulóarvef utan við klósettgluggann strax á þorranum. Hringhenda:


Fyllast kinnar fögrum roða,
fyrðum brynna meyjarnar.
Á skjá sá vinna vorsins boða,
vefa og spinna -- í febrúar.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Apr 06, 2009 5:53 pm

Um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu:

Blóðugt niðurskurður sker,
skal nú lýðninn flengja.
Hagkvæmast af öllu er
aldna og sjúka að hengja.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Jul 22, 2009 7:13 pm

Auðvald löngum öllu hér
ávallt stjórnar spillta.
Lausnin við því einföld er:
Aðeins þarf að bylta.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vitsmunavera
Töflunotandi
Posts: 439
Joined: Tue Jul 01, 2008 1:21 am

Postby Vitsmunavera » Fri Jul 24, 2009 4:22 am

Litlu vil ég lofa um hvað leysa kratar,
formenn þeirra og flokkasnatar.

En bráðum kemur byltingin með blóm í haga
og sósíalíska sumardaga.


:)
og kommarnir leika við hvurn sinn fingur?

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Jul 24, 2009 2:57 pm

Ég vil fá nýtt yrkisefni!
Ókei, upp á hverju stingurðu?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Jul 24, 2009 6:42 pm

Við tengdó vorum að smíða, tókum okkur pásu og þegar við ætluðum að halda áfram fundum við ekki naglbítinn:

Kjaftatörn á enda er,
ekki er því að neita.
Þetta er hvorki þar né hér,
en þó er ég að leita.

Glæsilegt, ekki satt?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Jul 24, 2009 6:43 pm

Nei, siríuslí, um hvað skal yrkja? Komið með uppástungur.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Postby Orri » Sun Jul 26, 2009 3:49 am

Í Hondúras er heljar krísa
um heimin geisar flensa svína
Úr útsæ fjöllin Íslands rísa
Ó, hve fallegt var í Kína

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Jul 26, 2009 12:20 pm

:)
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Jul 26, 2009 12:35 pm

IceSave bæði og ESB,
undan þeim stynur þjóðin.
Eg vil negla upp á tré
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Aug 13, 2009 4:07 pm

Jæja, ef enginn kemur með neitt, þá legg ég hér með fram næsta yrkisefni, sem eru skipulagsmál í Reykjavík.

Fasteignaspekúlantar, sem hafa meira af peningum heldur en samfélagslegri ábyrgð, stunda það að kaupa gömul hús og láta þau níðast niður til þess að fá að rífa þau og smíða arðbæra lágkúru í staðinn. Okkur íbúum í miðbæ Reykjavíkur, og annars staðar þar sem niðurrotnunarstefnan er viðhöfð, þykir súrt í brotið að sjá svona umgengni um hverfin okkar. Í kvöld er borgarafundur um málið, í Iðnó klukkan 20. Ort af því tilefni:

Ryðgar blikkið, raftar fúna, rúður brotna.
Aumt er að horfa á auðvaldsdrottna
eiga bæinn og lát'ann grotna.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Skvetti ediki á ref
8. stigs nörd
Posts: 8047
Joined: Sun Feb 02, 2003 2:05 am
Location: Að elta ref

Postby Skvetti ediki á ref » Thu Aug 13, 2009 7:01 pm

Vörður laga veitist að
varnarlausum hippa.
Státað getur stöðin ei
af stærð sinna typpa.

:mikilsorg
[img]http://images.hugi.is/punk/150076.jpg[/img]

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Aug 13, 2009 7:15 pm

Varla ýkja létt í lund
löggan stóð í þrasi:
'Kista tóku í kennslustund
með kylfum og táragasi.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Aug 14, 2009 2:17 pm

Sólskin er á himni hlýtt,
höldum gerir fróa.
Drykk Óðreris teyga eg títt
og tíni ber í móa.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
fiðurfé
Töflubarn
Posts: 11
Joined: Tue Apr 14, 2009 12:34 pm

Postby fiðurfé » Wed Aug 19, 2009 1:20 am

Inn á þingi væntum við tíðinda
þess efnis sem bíður oss fríðinda
Baráttan snýst þó aðeins um það
að fá bossahitara og miða í bað

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Aug 19, 2009 1:33 pm

Held ég setji hryggð að mér,
hvers eigum við að gjalda?
Skipulagið alltaf er
auðs í þágu, og valda.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
dipshit
3. stigs nörd
Posts: 3273
Joined: Thu Dec 30, 2004 2:44 am
Location: fínt að búa þarsem ég bý

Postby dipshit » Fri Aug 21, 2009 2:16 am

Ef eitt er víst þá er það að
um kreppu ég nenni ekki að yrkja
Frekar bæði ég bara um það
Að til dauðs myndi Vésteinn mig kyrkja

User avatar
fiðurfé
Töflubarn
Posts: 11
Joined: Tue Apr 14, 2009 12:34 pm

hagyrðingamót vs. leirburðarkeppni

Postby fiðurfé » Thu Oct 29, 2009 11:05 pm

fann ég fagrann fisk í sjó
og yrkja varð ég um hann fagran óð
þó mun hann ey heyra hann fá
fiskurinn fagri, nema hann fái sér lóð

ég var á leirburðakeppni!

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sun Nov 01, 2009 1:07 pm

Hringhenda um Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands:

Gylfi þjónar auðnum enn,
eins og ljón í flagi.
Geri því skóna góðir menn
grenjar dóninn "æi".
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Nov 13, 2009 11:48 pm

Orti í gær, á afmæli mínu:

Ég á bæði flotta frú
og er faðir Eldeyjar Gígju.
Tíma sjö ég tel mig nú,
tuttugu ára og níu.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Nov 20, 2009 10:25 pm

Jæja, við skulum halda geiminu áfram. Næsta yrkisefni: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.IceSave bæði og ESB,
undan þeim stynur þjóðin.
Eg vil negla upp á tré
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

HOFACKER

Postby HOFACKER » Sun Nov 22, 2009 11:35 pm

Sammála öllu saman

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Jan 26, 2010 12:36 am

Jæja, þá er það persónulegur stjórnmálaframi sjálfs mín sem ég sting upp á sem nýju yrkisefni. Ég gef s.s. kost á mér í 2.-3. sæti í forvali VG þann 6. febrúar nk.:

Hreinsum til um borg og bý,
í bláa spyrnum fæti.
Kjósið Véstein annað í
eða þriðja sæti!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Feb 05, 2010 11:33 pm

Ég var á fundi hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni. Hér eru þrjár sem ég orti á staðnum:

Þegar ég lít á þjóðarhag
þannig flétta ég óðinn:
Nú skal höggva, nú er lag,
niður með Gjaldeyrissjóðinn!

-- -- --

Ljótur blettur á oss er,
illsku-grettur Sjóður.
Alþjóð flettir fé og mer,
fáum léttir róður.

-- -- --

Setur hryggð að okkur oft,
auðvald tryggðir seldi.
Höldum dygðum hátt á loft:
Hamri, sigð og eldi!
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hagyrðingamót Vést1s

Postby Vést1 » Thu Sep 05, 2013 2:30 pm

Brostin hnén og blautir skórnir,
vakið og fær nóg.
Miklar þarf að færa fórnir
fyrir berjamó.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Hagyrðingamót Vést1s

Postby Orri » Sat Mar 01, 2014 8:17 am

einu sinni var spjallborð sem hét taflan
sem rímaði við fátt, en þó naflan
þar var oft spjallað
og um tónlist fjallað
endum þessa limru bara á kartaflan
010100111001

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hagyrðingamót Vést1s

Postby valli » Sat Mar 01, 2014 12:05 pm

:tapedshut :cencored
ritskoðað af höfundi.
of lélegt til að vera hér áfram.
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Hagyrðingamót Vést1s

Postby Vést1 » Sun Jun 01, 2014 9:49 pm

Orti þetta í tilefni af óvæntri framsókn Framsóknar í Reykjavík um daginn:

Pranga sora pólitískt,
pota drullusokki,
lenda illa óupplýst
atkvæði í ruslflokki.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: versac and 6 guests

cron