Bókaormaþráðurinn

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Wed Dec 08, 2010 6:18 am

Image
Ég var að kaupa þessa.

og

Þessa:

Image

Ég hlakka til að lesa þær.
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dr.Whiteface » Fri Dec 10, 2010 7:30 am

Image
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat Dec 11, 2010 11:40 am

Las Móðirin um daginn eftir Maxim Gorky, sósíalískt áróðursrit með meiru. Fannst hún spes, alveg ágæt, soldið langdregin. En eftiráhyggja fannst mér hún bara helvíti góð lesning og lærdómsrík.

Er að lesa Leikur Engilsins núna eftir Carlos Ruiz Zafrón sem skrifaði Skuggi Vinsins, Skuggi Vindsins var Frábær. Þessi er ekki mikið síðri, grípur mig ekki jafn sterkt en samt mjög góð, og tengdar bækur.

Er líka að lesa í Eitruð Epli eftir Gerði Kristný. Skemmtilegar smásögur framanaf.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Dec 20, 2010 6:13 am

Uppgötvaði rithöfundinn heitna Roberto Bolano um daginn. Las "Nazi literature in the Americas". Þetta er safn af æviágripum rithöfunda sem allir eiga það sameiginlegt að vera frá hinum og þessum löndum S-Ameríku og að vera nasistar og fasistar. Magnaðar en afar ólíkar og mislangar lýsingar á æviferlum, flakki, ástamálum og undarlegum uppátækjum rithöfundanna ásamt umfjöllunum um bækurnar og tímaritin sem þeir gáfu út. Í bókarlok er ítarlegur listi yfir bækur, útgáfur og fólk sem tengist þessu fólki.
Og þetta er alltsaman skáldskapur!!!! (þessi bók er ódýrari í Iðu en Eymundsson og ódýrust í útlöndum :))

"Siberian Education" eftir Nicolai Lilin. Höfundur elst upp innan lítils samfélags síberískra glæpamanna sem halda í gamlar hefðir til að verja sig fyrir ofbeldi sóvetlögreglu auk annara glæpahópa (sem hafa engin gildi utan græðgi og fíknir). Margir myndu grípa þessa bók til að lesa magnaðar frásagnir af sturluðu ofbeldi en ég las hana frekar til að lesa um hvernig samfélagi er haldið saman og það varið með hefðum. Vel skrifuð og frásögnin mikið rakin í sögum af undarlegum karakterum innan síberíska glæpamannasamfélagsins - hugtakið "honest criminal" fékk merkingu í höfði mínu!

Er langt kominn með 1100 bls doðrantinn "Against the Day" eftir meistara Thomas Pynchon. Bók sem fær mann til að langa á flakk og í ævintýri og hata sjónvarp aðra fjölmiðla sem eru fullir af væli og ræpu smáborgara.

"The Russian Anarchists" eftir Paul Avrich. Sagnfræði Anarkista í Rússlandi frá um 1890 til fjöldamorðanna á þeim eftir valdayfirtöku "kommúnistanna" sem breyttu Sovétríkjunum í fáræðisríki. Mögnuð og grípandi bók og afar rómantísk fyrir mig þó að hún sé gagnrýnin á anarkistana einnig. Skrifaði um þessa bók á andspyrna.org
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Mon Dec 20, 2010 3:20 pm

Kláraði Leikur Engilsins, hún var góð í sama anda og Skuggi Vindins, en meiri reifari og mér fannst það skemma örlítið fyrir í lokin þegar flækjurnar voru farnar að vera ögn of fyrirsjáanlegar, fýla hvað hún er samt demonic og jafnvel meira svo en Skuggi Vindsins.

las svo Áferð eftir Ófeig Sigurðsson, fannst hún skemmtileg flökkusaga sem er skrifuð þannig að hún tekur hugan með í ferðalagið sem er ýmist um óljósa staði A-Evrópu eða í syðstu pörtum s-Ameríku, drykkfeld, sjúskuð og hugsandi.

Thus Spake Zarathustra er núna "á náttborðinu" (þótt ég eigi ekkert náttborð reyndar) Höfuðrit Nietzsches og er ákaflega hugvekjandi. Sett upp sem skáldsaga um Zarathustra sem fer upp í fjöllin í 10 ár, kemur til baka og fer að predika um andlát guðs og ofurmennið. Hún er átakanlega mikið þéruð og þessi þýðing sem ég hef er á gamallri ensku. Get ekki sagt að ég fari hratt yfir þetta.
Thou great star! What would be thy happiness if thou hadst not those for whom thou shinest!

Ásamt Nietzsche er svo Don Quixote á náttborðinu.

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Tue Dec 28, 2010 1:59 pm

Las Post Office eftir Charles Bukowski. Fjallar um bréfbera sem er alltaf þunnur, einhverjum fannst hún eiga erindi við mig. Hún er ekkert nema örvænting.

Er að lesa Íslandsklukkuna. Jón Hreggviðsson á tréklossum í Hollandi :lol Ef fólk les ekki Laxness þá þarf það ekkert að lifa.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Witchfinder
4. stigs nörd
Posts: 4461
Joined: Fri Nov 16, 2007 8:31 am
Location: Sky Valley

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Witchfinder » Tue Dec 28, 2010 8:04 pm

Fann tvær Hitchcock bækur í hilluni hans pabba:
Alfred Hitchcock: Tales of Terror og Alfred Hitchcock: The Best of Mystery. Tvær stórar bækur stútfullar af smásögum handvaldar af Hitchcock. Er byrjaður á Tales of Terror og hingað til eru þetta mjög skemmtilegar sögur, voða hitchcock-legar í uppsetningu.
In a not too distant future, in a throne room just up ahead
the great unfurling shall begin.
Between the second and the third quarter of the Hammerhandle snatch
there will be gnashing of the teeth

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Thu Dec 30, 2010 9:44 pm

Er að lesa þessar þrjár. Allar góðar og áhugaverðar:

Image

Image

Image

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Mon Jan 03, 2011 12:00 am

Í jólagjöf fékk ég Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Ágætis bók, en sísta skáldsagan hennar hingað til. Ég var frekar vonsvikin.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Fri Jan 07, 2011 9:17 pm

Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Ég veit að það eru allir búnir að vera að tala um þessa bók, en hún geðveik. Ekki af því að hún fjallar um stríð, nauðganir og kúgun kvenna. Hún er bara rosalega vel skrifuð. Spennandi og áhugaverð.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Sat Jan 08, 2011 12:17 am

Er að lesa núna

The Fall (bók 2 í The Strain trílógíunni) e. Guillermo del Toro & Chuck Hogan

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Jan 10, 2011 4:30 am

Las "The Road" eftir Cormac Mccarthy. Þekkti auðvitað kvikmyndina en bókin gefur meiri dýpt. Las á frummálinu. Sterk bók og ekki horror heldur meira um mannsandann lifandi af í djúpri, stöðugri örvæntingu. Langar núna að næla mér í "No Country For Old Men" eftir kallinn.

"Dispatches" eftir Michael Herr. Höfundur var blaðamaður í Víetnam, var heilt ár í drullunni og blóðbaðinu meðal hermannanna. Lýsir hrikalegum hlutum ódramatískt og blátt áfram. Mikil áhersla á persónulega klikkun þess að vera hluti af þessu stríði. Mæli með henni fyrir allt áhugafólk um stríð.

Kláraði "Pirate Utopias" sem er sagnfræðirit sem fókuserar á hafnarborgina Salé í Marokkó á 17. öld og þá sjóræningja sem áttu þar griðastað. Skrifuð af anarkista sem fókuserar auðvitað á anarkísk viðhorf og lífsstíl margra sjóræningjanna.

Er í miðju smásagnasagni Albert Camus "The Kingdom & Exile". Magnaðar sögur um hina og þessa einstaklinga sem allir eru að brjóta upp hefðir eða berjast gegn félagslegum þrýsting af einhverju tagi. Einfaldur og sterkur ritstíll Camus er magnaður.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Wed Jan 12, 2011 12:46 pm

Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur. Elska þetta.

Eitur fyrir byrjendur eftir Einar Örn Norðdahl. Stórfurðuleg bók, en áhugaverð. Skemmtilegur stíll en dálítið rembingslegur á köflum, eins og hann sé að reyna of mikið.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Wed Jan 12, 2011 3:36 pm

Image

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
Rauður Dauðinn
Töflunotandi
Posts: 811
Joined: Sat Oct 13, 2007 2:20 pm
Location: DLVK

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Rauður Dauðinn » Wed Jan 12, 2011 4:53 pm

Tvær bækur á einum mánuði! Það telst til afreka í mínum bókum! (pön nott intended)

Ég las Gleðileikinn Guðdómlega eftir Dante Alighieri í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Ég hafði mjög gaman af Infernó en varð bara þunglyndur af því að lesa um trúarkenningar og ást guðs í Pörgatoríó og Paradísó. Froða og óvísindi. Samt allt í allt ánægulegur lestur sem að gefur gott innsýni inn í furðuheima trúspekinga fjórtándu aldar. Leit út eins og afbragðs góð þýðing þó ég sé ekki dómbær á það.

Síðan las ég Skugga-Baldur eftir Sjón. Ég hef lesið annað eftir hann svo ég vissi svo sem við hverju var að búast. Söguþráðurinn flakkar mikið til um í tíma og heldur sig nokkurnvegin á jarðnensku plani þó að Sjón orði hluti á stórfurðulegan og skemmtilegan hátt eins og honum er einum lagið. Á síðustu blaðsíðunum tekur sagan algjöra U-beygðu yfir í súrrealískar tilvitnanir í Hamskipti Óvíðs. Góð bók sem er fljótlesin og skilur mikið eftir.
Keep your head down, be faithful to pain and knuckle on through. It will be over before you know it.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Fri Jan 14, 2011 1:27 am

Heví anarkistapólitík í gangi hérna: "Imaginal Machines - Autonomy & Self-Organization in the Revolutions of Everyday Life" eftir Stevphen Shukatitis. Flókin en skemmtileg.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Rauður Dauðinn
Töflunotandi
Posts: 811
Joined: Sat Oct 13, 2007 2:20 pm
Location: DLVK

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Rauður Dauðinn » Tue Jan 18, 2011 11:54 pm

Teljast hljóbækur með?
Ég er að hlusta á God is Not Great: How Religion Poisons Everything, skrifaða og lesna af Christopher Hitchens. Hún fjallar meðal annars um allt það sem trúarbrögð hafa gert síðastliðna öld til að halda aftur af félagslegri þróun. Staða margra þeirra gegn bólusetningum og getnaðarvörnum fara sérstaklega fyrir brjóstið á mér.
Keep your head down, be faithful to pain and knuckle on through. It will be over before you know it.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Wed Jan 19, 2011 4:22 am

Byrjaði á "Survivor" eftir Chuck Palahniuk. Auðvitað er hún nihilisk og hörð.

Lauk "Poems of the Night" sem eru mögnuð ljóð Jose Luis Borges.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Fri Jan 21, 2011 10:14 pm

Las The Prince of the mist í dag eftir Carlos Ruiz Zaffon. Höfund Skugga vindsins. Þetta er fyrsta skáldsaga hans sem var ætluð unglingum. Fannst hún fín, auðlesin og vel skrifuð. Var samt heldur sár út í endalokin, en hann gerði bókina samt sem áður mun eftirminnilegri.

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Sat Jan 22, 2011 12:14 am

er að stauta í Brekkukots Annál eftir hann Laxness, stórgóðbók -hugljúf og drepfyndin
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Kaskur » Sat Jan 22, 2011 2:56 pm

Búinn að vera að lesa mikið upp á síðkastið, bæði fyrir skólann og utan hans.

Fleurs du Mal e. Baudelaire
Skuggabaldur og Rökkurbýsnir e. Sjón
Plötusnúður Rauða hersins e. Wladimir Kaminer
Amadeus e. Peter Shaffer
Glæpur og refsing e. Dostojevskí
Litla stúlkan og sígarettan e. Benoit Duteurtre
Sögur og Ljóð e. Ástu Sigurðardóttur
Siðfræði handa Amador e. Fernando Savater

Næst á dagskrá: (allar þessar eru fyrir skólann)

Veröld sem var e. Stefan Sweig (kláraði hana aldrei)
Góði Dátinn Sveijk e. Jaroslav Hašek (kláraði hana aldrei)
Ofvitinn og Bréf til Láru e. Þórberg Þórðarsson
100 ára einsemd e. Gabríel García Marquez
Fást e. Goethe
Vopnin Kvödd e. Hemingway í þýðingu Laxness
Votlendi e. Charlotte Roche
Er svo líka að spá í Mælingu Heimsins e. Daniel Kehlmann
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat Jan 22, 2011 5:42 pm

Búinn að vera að lesa mikið upp á síðkastið, bæði fyrir skólann og utan hans.

Fleurs du Mal e. Baudelaire
Er reyndar ekki búinn að krafsa gegnum alla Fleurs du Mal en hef líka verið að sanka að mér þýðingum eftir Baudelaire á íslensku, ef þú veist af einhverjm þætti mér það gaman :) Hef fundið 4 þýdd ljóð núna.

Skuggabaldur e. Sjón
Fannst mér frábær í alla staði!

Er svo líka að spá í Mælingu Heimsins e. Daniel Kehlmann

Fannst þessi alveg æðislega góð og fyndin, fannst þýðingin skrítin í byrjun en fattaði fljótt að það stafar af allri þessari þérun.
Ég er að lesa núna

Sjálfstætt fólk e. Laxness (skóli)
Brennu Njálssögu (skóli)
Skáldsaga um Jón e. Ófeig Sigurðsson

Var að klára Educating Rita e. Willy Russel, fannst það skemmtilegt, fljótlesið og væri til í að sjá það uppsett, er ekki svo hrifinn af myndinni.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Sun Jan 23, 2011 2:54 pm

Búinn að vera að lesa mikið upp á síðkastið, bæði fyrir skólann og utan hans.


Næst á dagskrá: (allar þessar eru fyrir skólann)

Veröld sem var e. Stefan Sweig (kláraði hana aldrei)
Góði Dátinn Sveijk e. Jaroslav Hašek (kláraði hana aldrei)
Ofvitinn og Bréf til Láru e. Þórberg Þórðarsson
100 ára einsemd e. Gabríel García Marquez
Fást e. Goethe
Vopnin Kvödd e. Hemingway í þýðingu Laxness
Votlendi e. Charlotte Roche
Er svo líka að spá í Mælingu Heimsins e. Daniel Kehlmann
Hamingjuríkir dagar í vændum hjá þér með þennan stafla sem skyldulesningu! Hef lesið Sveijk oft og mörgum sinnum. Eiinnig hundrað ára einsemd og mæli harkalega með Votlendi og Mæling Heimsins. Er auk þess spenntur fyirr Veröld sem var og Vopnin Kvödd.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Darkmundur Fenrir » Sun Jan 23, 2011 8:33 pm

Ég les of lítið. Ég er núna að lesa bók nr. 2 af 4 af þeim sem Siggi lánaði mér. The Lurking Fear og fleiri sögur í þessari bók.

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Kaskur » Mon Jan 24, 2011 2:41 pm

Andskoti: Ég þekki engar þýðingar því miður, ég er búinn að vera að renna í gegnum eitt og eitt ljóð í einu á http://fleursdumal.org... þar er þetta á mismunandi enskum þýðingum auk frönskunnar. Uppáhalds eru Lesbos og Litanies of Satan. Og já, ég ákvað að slá til á Mælingu Heimsins eftir að hafa lesið það sem þú skrifaðir um hana hér að ofan. Ég er líka alveg kominn yfir þessar endalausu þéranir eftir að klárað Glæp og refsingu...

Sigg: Ég var alveg kominn nokkuð langt með Veröld sem var þegar ég lagði hana frá mér vegna skyldulesturs. Var síðan svo heppinn að finna hana á leslistanum í skólanum svo ég fæ tækifæri til að klára hana. Hún byrjar mjög vel, skemmtilegar svipmyndir og lýsingar, eiginlega sérstaklega þegar höfundurinn talar um eigin hag og hve hógvær og lítillátur hann sé, en er samt alveg hrikalega montinn og sjálfshælinn allan tímann. Hógvær eins og Jesús. Svo er auðvitað endirinn rosalegur, það er búið að segja mér frá honum.

Svo er ég alveg fáránlega spenntur fyrir Þórbergi. Hef lesið brot héðan og þaðan og heimsótt safnið hans þarna á suðurlandi. Finnst snilldin hreinlega fossa út úr honum, honum fannst það reyndar líka sjálfum...

Jamm, ég er alveg fáránlega vel haldinn þessa önnina. Góð hvatning til að lesa meira þessir yndislestursáfangar, og þýddar heimsbókmenntir líka. Og það eitthvað sem maður myndi ekki lesa undir vanalegum kringumstæðum.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Villain » Wed Jan 26, 2011 11:07 pm

Fyrir ykkur sem hafið verið að lesa Karitasar-bækurnar hennar Kristínar Marju, þá er hún með fyrirlestur í HÍ á morgun að tala um bækurnar sínar. Kl. 12 í stofu 105 í HT. Það eru allir velkomnir þangað.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Thu Jan 27, 2011 3:28 pm

Ég var á honum áðan! Mjög skemmtilegur fyrirlestur.

Mig langar að byrja að lesa þessar bækur aftur, strax.

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Thu Feb 10, 2011 5:13 pm

Klaradi Brekkukots Annal i vikunni. Hun var frabaer, bok sem eg a örugglega eftir ad lesa aftur og aftur.

Er nuna ad lesa Philip K. Dick bok i fyrsta skipti.
Image
Sem Blade Runner athdaandi akvad eg ad velja thessa
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Fri Feb 11, 2011 12:39 am

Góð bók. Eintakið á þessu heimili er að detta í sundur, búið að lesa hana sundur og saman.

Skálduð Skinn eftir Svein Eggertsson. Ókei, ég er að lesa hana í skólanum en hún er stórskemmtileg.

Slæðusviptingar eftir Höllu Gunnarsdóttur. Umfjöllun og viðtöl við íranskar konur. Mjög skemmtileg fyrir þá sem vilja kynna sér Íran, Íslam, búrkuna og allt það partý.

Sagnfræðingurinn eftir Elizabeth Kostova. Ég er búin að vera með þessa í láni hjá vinkonu minni síðan í sumar og hef bara verið að lesa smátt í einu. Enda á þykktin það til að draga úr manni kjark. Spennandi bók og ég hef nokkrum sinnum fengið gæsahúð þegar ég var að lesa ein heima, seint á kvöldin. Það er samt eitthvað við hana sem mér finnst hrikalega mikið turn-off, án þess að ég viti nákvæmlega hvað það er. Hún kannski verður svolítið of óraunsæ fyrir minn smekk og "hryllingurinn" dálítið amatörlegur, sem er synd og skömm því hún er að öllu öðru leyti smekklega skrifuð. Kannski virkar hún betur á ensku.

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dr.Whiteface » Tue Feb 15, 2011 11:21 pm

Image

Andskoti áhugaverð bók. Ætla svo að lesa þessa
Image
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Thu Feb 17, 2011 4:50 am

Er m.a. að lesa "Camp Concentration" eftir Thomas Disch. Sci-fi frá '68 sem lýsir fangabúðum þar sem fangarnir taka þátt í tilraun með lyf sem gerir þá úbergáfaða snillinga en dregur þá til dauða á um níu mánuðum. Bókin er skrifuð í dagbókarformi eins fangans. Hann lýsir eigin klikkun. Þekkt bók í þessum geira en ég er ekki alveg í stuði fyrir hana.

Byrjaði á annari sci-fi. "Red Mars" sem er fyrsta úr "mars" trílogíu Kim Stanley Robinson (http://en.wikipedia.org/wiki/Mars_trilogy). Hann skrifar ecologískar og pólitískar skáldsögur. Þekktur innan menningarheima róttæklinga eins og undirritaðs!

Einnig að lesa áskriftir eins og "Anarchist Studies" og "Maximumrocknroll". Nýjasta MRR útskýrði enn á ný fyrir mér muninn á því að fara á tónleika sem maður tekur virkan þátt í og sem hræra í lífi manns og að fara á tónleika sem virka á mann eins og sjónvarpsþáttur.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Thu Feb 17, 2011 6:18 pm

var að byrja á
Image
og fjárfesti um leið í
Image

sci-fi vikur framundan, mjög gott
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat Feb 26, 2011 10:46 am

Kláraði Farwell to arms e. Hemmingway. Fannst hún virkilega góð, minnti mig líka á að klára Hverjum klukkan glymur fljótlega.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Tue Mar 15, 2011 7:50 pm

Var að klára þessa

Image

og var að byrja á þessari

Image

Skemmtileg saga.

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Fri Mar 18, 2011 12:50 pm

Kláraði nýlega Pyramids, 7. bók í Discworldseríunni eftir Terry Pratchett. Æðisleg bók eins og við var að búast.
Image

Er núna að lesa Deadeye Dick eftir Kurt Vonnegut og hún er stórfín það sem af er liðið lestri.
Image

Vomur
Töflunotandi
Posts: 150
Joined: Thu Nov 19, 2009 11:49 am

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Vomur » Thu Apr 21, 2011 11:08 am

Var að klára Handan góðs og ills e. Nietzsche
er síðan hálfnaður með Síðustu dagar Sókratesar
næst er það Ríkið e. Platón :lestrarhestur:
This job would be great if it wasn't for the fucking customers.

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Kaskur » Thu Apr 21, 2011 4:33 pm

Ýmislegt runnið í gegn hjá mér, mest skólatengt eins og vanalega:

Fást, átti erfiðara með bunda málið en ég hélt. Flott lesning samt.
Votlendi, þótti lítið til hennar koma.
Vopnin kvödd, skil núna afhverju mamma kallar mannin alltaf male chauvinist pig.
Mæling Heimsins, hreinasta snilld.
Missir e. Guðberg, óttalega slöpp.

Núna er ég að klára Sveik, loksins, ég flissa yfir nánast hverri einustu síðu...
Kristinhald undir Jökli næst.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Grindfreak
10. stigs nörd
Posts: 10191
Joined: Mon Jun 30, 2003 11:43 pm
Location: Tónlist

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Grindfreak » Thu May 19, 2011 8:43 pm

Minn hlátur er sorg eftir Friðriku Benónýs. Ævisaga Ástu Sigurðardóttur. Merkileg kona en ópersónuleg og leiðinlega unnin ævisaga. Gaman fyrir þá sem kunna að meta Ástu og hafa áhuga á hennar persónu... fyrir aðra er þetta örugglega eins og lesa annál.
"You see control can never be a means to any practical end.... It can never be a means to anything but more control.... Like junk...."
--William S. Burroughs. Naked Lunch.

User avatar
ída
Töflubarn
Posts: 41
Joined: Sat Apr 09, 2011 7:08 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby ída » Fri May 20, 2011 3:20 pm

Er að lesa 'The Shadow Rising', þriðja bókin í Wheel of Time seríuni eftir Robert Jordan.
Æðislegar fantasíubækur, eru 12 talsins.

Image

Síðan langar mér pínu að lesa A Game of Thrones eftir að horfa á þættina.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Sun May 22, 2011 7:08 pm

Er einmitt ný byrjaður á fyrstu Game of Thrones bókinni, virðist gott stöff.

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
BombthrowingCollectivist
Töflunotandi
Posts: 191
Joined: Mon May 18, 2009 9:13 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby BombthrowingCollectivist » Fri May 27, 2011 12:03 am

Image
Iron Council
eftir Breskan karlmann sem heitir China.
Iron Council er fantasíu saga með sósíalískum undirtónum sem gerist í semi-Viktorískum Steampunk heimi sem inniheldur hvorki álfa né dverga en þó aragrúa af allskonar furðulegum og skemmtilegum verum á borð við kaktus fólk og konur með höfuð sem líkjast saurbjöllum.
Sagan fjallar um hóp rótæklinga sem leggja á stað úr borgini New Crobuzon, sem er eins og London á Viktoríu tímanum ef London væri byggð í kringum risastóra og ævaforna beinagrind í tilraun til að finna vin þeirra Judah Low sem er tvíkynhneigður Gólemisti og fyrrverandi elskhugi eins úr hópnum. En Judah hvarf út í óbyggðinar með fasíska herlögreglu New Crobuzon á hælunum. Á sama tíma í borgini er ungur maður að nafni Ori að verða leiður á eintómu tali og vill fara að gera eitthvað en hann hefur um nokkurt skeið sótt á leynilega fundi róttæklinga. Auk þess fjallar hluti bókarinar um Judah sem ungan mann að vinnu við leggja járnbrautarteina yfir ótamdar óbyggðinar og launa- og kjaradeilur verkamannana við spillt járnbrautafyrirtækið.

Voðalega skemmtilegt allt samann og China er greinilega með frekar virkt ímyndunarafl.

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Thu Jun 16, 2011 6:40 pm

Image
Kláraði ég nýlega, ágætisbók, þó það síðsta sem ég hef lesið eftir Dick.

Las tæplega fyrsty 100bls af Women eftir Bukowski og gaf hana svo frá mér, þvílík leiðindi... og vonbrygði
Er núna hálfnaður með Moby Dick, hörku lesning.
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Thu Jun 16, 2011 7:31 pm

Mér fannst Woman einmitt svo helvíti fín þegar ég las hana. Langar að lesa Moby Dick fljótlega en ég er að kafna úr bókum einsog er sem mig langar að lesa. Nýta sumarið ;)

Las Oliver Twist um dagin, fannst hún fín en samt varð ég fyrir vonbrigðum, ég efast um að nenna að lesa hana aftur.

Er að lesa núna Seinna bindið af Don Kíkóta. Er ekki frá því að það slá fyrra bindinu við. Djöfull hvað ég get hlegið yfir þessari sögu og mér finnst alltaf jafn merkilegt að hún hafi komið út 1605 og 1615.

Hreinsun e. Sophiu Oksanen var æðisleg bók!!! Raunsæ og afar lýsandi fyrir Eistland frá heimstyrjaöld og eftir fall Sovétríkjanna. Fannst hún vera köld og hún minnti mig oft á Móðirin eftir Gorky (mér þótti Hreinsun mun betri og þetta eru afar frábrugnar sögur!) en líkindin eru þessir köldu sveitabæjir og aðbúnaðurinn. Skorturinn á lúxus og harðneskja lífsins. Merkilegt miðað við að Móðirin er skrifuð minnir mig 1907 og Hreinsun 2008 (? held ég) að það virðist voðalega lítið hafa breyst á þessum 100 árum. Þessi bók er eiginlega bara svakalega áhrifarík og maður kynnist virkilega ljótum og afar raunsæum heimi sem er samt ótrúlega fjarstæður okkur en líka nálægt.

Búinn að vera að glugga í ljóðaþýðingar frá ýmsum löndum úr ýmsum bókum.
Fann þetta þar meðal annarra gullmola frá Noregi.
Júdas frá Ískaríot e. Nils Collett Vogt þ. Magnús Ásgeirsson.

Ég þjónaði honum ungur, en þroskmeiri ég skildi,
að það var aðeins sundrung og bylting, sem hann vildi,
og ég, sem virti lýðræði og lög, er voru í gildi,
gegn landráðunum snerist, af eðli og skildu í senn.

Þó svikráð fyrir mútur þó sögur af mér fara.
- að silfrið færi í gólfið, og laun mín yrðu snara.
Sá kristilegi rógburður krefst ei langra svara:
Ég kastaði aldrei peningum frá mér, góðir menn!

Ég hlaut að launum glaðning frá valdastjórninni, að vonum,
ég vaxtaði hann með ráðdeild, og blessun fylgdi honum,
Ég dó í hárri elli frá auði, sæmd og sonum.
Mér sárnar mest, að þeir skuli trúa á róginn enn.

Ætla mér að klára Don Kíkóta um helgina og tók á bókasafninu bókina The Room e. Emmu Donoghue. Hún var tilnefnd til Man Booker verðlaunana í fyrra. Bókin er sögð frá sjónarhóli Jack´s sem er fimm ára og býr með mömmu sinni í litlu læstu herbergi. Þau eru fangar og hann hefur aldrei yfirgefið þetta herbergi.

Var að panta mér The midnight palace e. Carlos Ruiz Zaffon sem var að koma út á ensku. (höfund. Skuggi Vindsins)

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Tue Jun 28, 2011 12:36 am

Wuthering Heights eftir Emily Brontë - Ég fékk þessa bók í láni hjá mömmu minni fyrir stuttu og átti ekki von á því að komast fram úr fyrsta kafla. Ég las Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen á síðasta ári og fannst hún afskaplega meh. Ég átti von á svipaðri stemmingu í þessari en djöfull kom hún mér á óvart! Skemmtileg flækja með miklu áhugaverðari og ljótari persónum en Hroki og hleypidómar. Mjög djúsí :Fork

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Wed Jun 29, 2011 8:43 pm

Já þær Bronte systur er miklu dekkri og gotneskari en Austin.


klárið Moby Dick, mögnuð bók - rosalega skömm atburðarás teygð alveg ótrúlega með gríðurlegu miklum útskýringum og pælingum - þá oftast um hvali eða hvalveiðar en þó oft um allt sem sögumanni dettur í hug. En mjög góð.

Var svo að klára:
Image

Sci-fi með anarkískum boðskap skrifuð um miðjan sjötta áratuginn(56) og sækir að mér fannst mikið í óhugnað seinni heimstyrjaldarinnar hvað varðar heimsmynd. Ótrúlega hröð og drifin saga. Aktjónið er sjúklega myndrænt á sama tíma og textinn býður ótal vangaveltum heim.

Er að lesa:
Image
Scifi sem sækir mikið vangaveltur síðstrúktúralisma um tungumálið. Var að byrja en hún er skemmtilega skrifuð og furðuleg.
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sun Jul 31, 2011 11:44 pm

Óbærilegur léttleiki tilverunar eftir Milan Kundera. Ég er búin að eiga í smá ástar/haturs sambandi við þessa bók síðustu tvær vikur. Mig langar að finnast þessi bók æðisleg (og hún er það á vissan hátt) en á sama tíma finnst mér hún svo yfirborðslega djúp og langar að slá aðalsögupersónuna í hausinn. Mér þótti endirinn ófullnægjandi. Samt alveg ágæt bók.

Já og ég er líka að lesa The Master and Margarita... aftur. Sú bók er stórkostleg.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sun Jul 31, 2011 11:44 pm

Óbærilegur léttleiki tilverunar eftir Milan Kundera. Ég er búin að eiga í smá ástar/haturs sambandi við þessa bók síðustu tvær vikur. Mig langar að finnast þessi bók æðisleg (og hún er það á vissan hátt) en á sama tíma finnst mér hún svo yfirborðslega djúp og langar að slá aðalsögupersónuna í hausinn. Mér þótti endirinn ófullnægjandi. Samt alveg ágæt bók.

Já og ég er líka að lesa The Master and Margarita... aftur. Sú bók er stórkostleg.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Tue Aug 02, 2011 8:45 am

Fátækt Fólk.

Fór næstum því að gráta yfir þessari bók sem lýsir lífi fátæklinga á Íslandi í byrjun síðustu aldar. Vel skrifuð og gott mótvægi við venjulegar íslandssögu um stolta þjóð í hreinu landi meh.

Direct Action- a ethnography eftir David Graeber. Mannfræðingur, anarkisti og aktivisti sem tekur mannfræðilega úttekt á aktivistahreyfingunni gegn global kapítalisma. Vel skrifuð og greinargóð en 550 bls eða svo.

Fullt meira ... hef gleymt að pósta hérna
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Birta » Tue Aug 02, 2011 12:15 pm

Er að lesa ævisögu Gunnars Eyjólfssonar - Alvara leiksins. Yndislega gamaldags og skemmtilega skrifuð.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Wed Aug 10, 2011 9:15 pm

Óbærilegur léttleiki tilverunar eftir Milan Kundera. Ég er búin að eiga í smá ástar/haturs sambandi við þessa bók síðustu tvær vikur. Mig langar að finnast þessi bók æðisleg (og hún er það á vissan hátt) en á sama tíma finnst mér hún svo yfirborðslega djúp og langar að slá aðalsögupersónuna í hausinn. Mér þótti endirinn ófullnægjandi. Samt alveg ágæt bók.
Ég er í svipuðum sporum, er að klára hana núna. Ég veit ekki hvort hún sé illa skrifuð eða bara illa þýdd (íslenska þýðingin er eftir frönsku útgáfunni sem er þýdd úr tékknesku væntanlega), en stíllin er svo fáránlega einfeldningslegur. Það er eins og lítill krakki hafi skrifað þetta. En það eru samt inn á milli augnablik sem gera þessa bók þess virði að lesa.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Kaskur » Thu Aug 11, 2011 6:30 pm

Óbærilegur léttleiki tilverunar eftir Milan Kundera. Ég er búin að eiga í smá ástar/haturs sambandi við þessa bók síðustu tvær vikur. Mig langar að finnast þessi bók æðisleg (og hún er það á vissan hátt) en á sama tíma finnst mér hún svo yfirborðslega djúp og langar að slá aðalsögupersónuna í hausinn. Mér þótti endirinn ófullnægjandi. Samt alveg ágæt bók.
Ég er í svipuðum sporum, er að klára hana núna. Ég veit ekki hvort hún sé illa skrifuð eða bara illa þýdd (íslenska þýðingin er eftir frönsku útgáfunni sem er þýdd úr tékknesku væntanlega), en stíllin er svo fáránlega einfeldningslegur. Það er eins og lítill krakki hafi skrifað þetta. En það eru samt inn á milli augnablik sem gera þessa bók þess virði að lesa.
Nákvæmlega. Mér fannst þessi bók á köflum vera eins og rauða serían með pseudointellectual rausi inn á milli, en svo komu gullmolar inn á milli.

Eitt gjörsamlega frábært sem kom fyrir mig þegar ég var að lesa hana:
Ég er að vinna á veitingastað í Noregi, og einn daginn var ég nýbúinn að opna staðinn og var að lesa í þessari bók.
Fyrsti kúnni dagsins var nánast áttræð kona, sem fékk sér kaffi hjá mér og var voða áhugasöm um að ég væri Íslendingur að lesa íslenska bók, svo áhugasöm að hún vildi fá að lesa upphátt fyrir mig. Þetta er nokkurnveginn það sem hún las á mjög bjagaðri íslensku:
"Það er ótrúlegt hvernig hann sýgur á mér gervörtuna eins og ómálga barn fyrir ofan mitti meðan hann ríður mér eins og fullvaxta karlmaður fyrir neðan mitti"
Ég hef sjaldan átt jafn erfitt með að halda andliti.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Kaskur » Thu Aug 11, 2011 6:33 pm

Hér er svo það sem ég er búinn að lesa í Noregi:
Factotum, Post office og The captain is out to lunch and the sailors have taken over the ship eftir Bukowski.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar, Milan Kundera.
Slaughterhouse Five og The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut.
Svo les ég nokkrar smásögur frá H.P. Lovecraft öðru hverju líka.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Thu Aug 11, 2011 8:35 pm

Óbærilegur léttleiki tilverunar eftir Milan Kundera. Ég er búin að eiga í smá ástar/haturs sambandi við þessa bók síðustu tvær vikur. Mig langar að finnast þessi bók æðisleg (og hún er það á vissan hátt) en á sama tíma finnst mér hún svo yfirborðslega djúp og langar að slá aðalsögupersónuna í hausinn. Mér þótti endirinn ófullnægjandi. Samt alveg ágæt bók.
Ég er í svipuðum sporum, er að klára hana núna. Ég veit ekki hvort hún sé illa skrifuð eða bara illa þýdd (íslenska þýðingin er eftir frönsku útgáfunni sem er þýdd úr tékknesku væntanlega), en stíllin er svo fáránlega einfeldningslegur. Það er eins og lítill krakki hafi skrifað þetta. En það eru samt inn á milli augnablik sem gera þessa bók þess virði að lesa.
Nákvæmlega. Mér fannst þessi bók á köflum vera eins og rauða serían með pseudointellectual rausi inn á milli, en svo komu gullmolar inn á milli.

Eitt gjörsamlega frábært sem kom fyrir mig þegar ég var að lesa hana:
Ég er að vinna á veitingastað í Noregi, og einn daginn var ég nýbúinn að opna staðinn og var að lesa í þessari bók.
Fyrsti kúnni dagsins var nánast áttræð kona, sem fékk sér kaffi hjá mér og var voða áhugasöm um að ég væri Íslendingur að lesa íslenska bók, svo áhugasöm að hún vildi fá að lesa upphátt fyrir mig. Þetta er nokkurnveginn það sem hún las á mjög bjagaðri íslensku:
"Það er ótrúlegt hvernig hann sýgur á mér gervörtuna eins og ómálga barn fyrir ofan mitti meðan hann ríður mér eins og fullvaxta karlmaður fyrir neðan mitti"
Ég hef sjaldan átt jafn erfitt með að halda andliti.
:lol

Kvikmyndin er samt þúsund sinnum verri!

Núna er ég að lesa Rökkurbýsnir eftir Sjón. Namm.

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Thu Aug 11, 2011 10:39 pm

Mér fannst ekki nærri því eins mikið til hennar koma og Skugga-Baldur. Samt skemmtilegt viðfangsefni og í stíl við hann. Hvaða tími er betri til að blanda raunsæi og því yfirnáttúrulega saman en 17. öldin. Hafið þið lesið Argóarflísina?
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Mon Aug 15, 2011 10:35 pm

Kláraði síðast Kalevala í myndasöguformi, en hana keypti ég á ensku í Finnlandi fyrir nokkrum árum. Gott stöff. :)
Image
http://en.wikipedia.org/wiki/Kalevala

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Fri Aug 26, 2011 9:59 am

Ég hef hvorki lesið Skugga-Baldur né Argóarflísina.

En vó... vissuð þið að það er búið að kvikmynda Norwegian Wood eftir Murakami. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta.

http://www.imdb.com/title/tt1270842/

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Birta » Fri Aug 26, 2011 3:35 pm

Ég hef hvorki lesið Skugga-Baldur né Argóarflísina.

En vó... vissuð þið að það er búið að kvikmynda Norwegian Wood eftir Murakami. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta.

http://www.imdb.com/title/tt1270842/
Jebb, vissi af þessu. Ég er mjöööööög treg að sjá hana, þrátt fyrir að hún sé japönsk. Mér finnst skrif Murakami ekki eiga erindi í kvikmyndir. Sumar bækur eiga bara að vera bækur og fá að vera í friði.

Annars er ég að klára ævisögu Gunnars Eyjólfssonar. Búin að hlæja og gráta og alveg búin að grafa bókina í hjartað þar til hann fór að froðufellast yfir hversu mikill kaþólikki hann er. Þá lokaði ég bókinni og fór að bölva út í loftið.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

Jormundgand
Byrjandi á töflunni
Posts: 96
Joined: Thu Feb 18, 2010 1:24 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Jormundgand » Sat Aug 27, 2011 12:49 pm

Las Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Hún var ágæt en ég held ég þurfi að lesa hana aftur til að skilja hana almennilega, mjög mikið farið fram og aftur í tímann í henni svo maður þarf að fylgjast vel með.

Annars langar mig bara að skilja þetta eftir hérna: http://www.h.is.
Eða ef þið eigið ekki 30.000 kall í lausu, þetta. Mun breyta lífi ykkar (sem bókaormar í það minnsta).

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Orri » Sat Aug 27, 2011 5:45 pm

Ég er í svipuðum sporum, er að klára hana núna. Ég veit ekki hvort hún sé illa skrifuð eða bara illa þýdd (íslenska þýðingin er eftir frönsku útgáfunni sem er þýdd úr tékknesku væntanlega), en stíllin er svo fáránlega einfeldningslegur. Það er eins og lítill krakki hafi skrifað þetta. En það eru samt inn á milli augnablik sem gera þessa bók þess virði að lesa.
Ef ég man rétt stóð í formála þýðandans (eða einhverstaðar) að Kundera hafi sjálfur þýtt hana yfir á frönsku og því væri franska þýðingin gild sem frumtexti.
(men geta svo sem verið ósammála þeirri fullyrðingu ef þeir vilja).

Stílinn hans Kundera svona fáranlega einfeldningslegur á frummálinu líka skilst mér.
010100111001

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Mon Aug 29, 2011 3:24 pm

Var að gefast upp á Ég man þig eftir Yrsu. Drasl.
Las líka Do Androids Dream of Electric Sheep um daginn. Hún var vonbrigði.
Er að lesa Queer eftir Burroughs. Skrýtinn fílingur í henni, veit samt ekki hvað mér finnst.
Las líka Beðið eftir Godot ásamt einhverju fleira eftir Beckett. Ekkert varið í það.

Ætla að lesa Cat's Cradle aftur. Það verður gaman.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Mon Aug 29, 2011 3:31 pm

Ef ég man rétt stóð í formála þýðandans (eða einhverstaðar) að Kundera hafi sjálfur þýtt hana yfir á frönsku og því væri franska þýðingin gild sem frumtexti.
Þetta er rétt. Eða öllu heldur, franska útgáfan kom út áður. Hann skrifar bæði á frönsku og tékknesku.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Sat Sep 17, 2011 8:41 pm

er að lesa Image

hún er góð, jafnvel mjög góð
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Sat Sep 17, 2011 8:45 pm

[quote="BirtaJebb, vissi af þessu. Ég er mjöööööög treg að sjá hana, þrátt fyrir að hún sé japönsk. Mér finnst skrif Murakami ekki eiga erindi í kvikmyndir. Sumar bækur eiga bara að vera bækur og fá að vera í friði.[/quote]

Bækur verða ekki að kvikmyndum. Kvikmyndir verða ekki að bókum.
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Birta » Sun Sep 18, 2011 2:51 am

[quote="BirtaJebb, vissi af þessu. Ég er mjöööööög treg að sjá hana, þrátt fyrir að hún sé japönsk. Mér finnst skrif Murakami ekki eiga erindi í kvikmyndir. Sumar bækur eiga bara að vera bækur og fá að vera í friði.
Bækur verða ekki að kvikmyndum. Kvikmyndir verða ekki að bókum.[/quote]
Vó. En djúpt.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Sun Sep 18, 2011 3:29 pm

:lol
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby dísa » Mon Sep 19, 2011 1:54 pm

Image
Nauðsynleg pása frá gáfulegum skólabókum
Save me from ordinary, save me from myself

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Mon Sep 19, 2011 2:12 pm

Las Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Hún var ágæt en ég held ég þurfi að lesa hana aftur til að skilja hana almennilega, mjög mikið farið fram og aftur í tímann í henni svo maður þarf að fylgjast vel með.

Annars langar mig bara að skilja þetta eftir hérna: http://www.h.is.
Eða ef þið eigið ekki 30.000 kall í lausu, þetta. Mun breyta lífi ykkar (sem bókaormar í það minnsta).
Kanski bara að lesa hana hægar næst Fannst hún alveg brjálæðislega góð. Hlakka líka MIKIÐ til að sjá uppsetninguna í Þjóðleikhúsinu (minnir að sýningin verði þar)
Ég hef hvorki lesið Skugga-Baldur né Argóarflísina.

En vó... vissuð þið að það er búið að kvikmynda Norwegian Wood eftir Murakami. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta.

http://www.imdb.com/title/tt1270842/
:)

Skugga-Baldur er æðisleg bók, afar fljótlesin, tekur ekki nema svona 1-2 klst að lesa hana minnir mig og þú sérð ekkert eftir þeim tíma.
Var byrjaður á Argóarflísinni og fannst hún fín, datt svo eitthvað úr henni svo ég þarf að byrja aftur. skemmtilegt concept líka um að fá 25 rithöfundar til þess að leika sér með gamla goðsögur.

Jormundgand
Byrjandi á töflunni
Posts: 96
Joined: Thu Feb 18, 2010 1:24 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Jormundgand » Mon Sep 19, 2011 4:28 pm

Kanski bara að lesa hana hægar næst Fannst hún alveg brjálæðislega góð. Hlakka líka MIKIÐ til að sjá uppsetninguna í Þjóðleikhúsinu (minnir að sýningin verði þar)
Algengur misskilningur, en hraðlestur felur í sér aukinn skilning á endanum :) ég notaði bókina hins vegar til æfinga fyrir hraðlesturinn svo skilningurinn var ekki strax farinn að skila sér. Ég les hana aftur við tækifæri eða kannski enn frekar reyni að skella mér á leikritið.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Mon Sep 19, 2011 6:55 pm

Já ég var nú líka bara að grínast :)
Hreinsun var upphaflega skrifað sem leikrit en eftir að það sló í gegn yfirfærði hún verkið í bókina.

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Mon Sep 19, 2011 9:32 pm

Kláraði Queer loksins um helgina. Hún heillaði, en ég get voða fátt sagt um hana.
Er að lesa Frankenstein núna. Djöfulsins drasl. En samt forvitnilegt að lesa þessa hörmung.
Cat's Cradle eftir Vonnegut. Hver einasta setning er gull.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Tue Sep 20, 2011 12:42 am

Ég á allar bækurnar sem komu út í bókflokk fyrrum Máls og Menningar (fyrirtækið sem var) og heita Syrtlur. Hef pikkað þær upp á útsölum. Á síðustu vikum hef ég lesið
"Heimur Feigrar Stéttar" eftir Nadine Gordiner. Gerist í S-Afríku þegar er að byrja að brotna upp úr apartheid. Samt ekki nein pólitík heldur meira hugarheimur hvítrar frjálslyndrar konu. Opinská og skemmtileg.

Úr sömu syrtluröð er smásagnasafnið "Lambið" eftir José Jiménez Lozano. Örstuttar sögur, fullar af gagnrýni á yfirvald og kirkjuvald. Einnig fyndnar eins og sagan um Lazarus eftir að hann er vakinn upp af dauðum. Rotinn o sona :)

Las "the fifth sacred element" eftir Starhawk. Anarkísk vísindafantasía í kaliforníu framtíðarinnar. Samfélag uppreisnarfólks gegn bókstafstrúarríki kristinna notar galdra og iðkar skipulag án yfirvalds en verður fyrir árás yfirvaldssinnanna sem beita nýstárlegri aðferð til að verja sig, verandi vopnlaus. Góð bók og fékk mig til að fá áhuga á göldrum.

Reyndi að byrja á "Idoru" eftir William Gibson. Hann ku vera einhver sci-fi gúrú en ég nenni þessu ekki. Kannski seinna.

Lauk við 500 bls "collected fictions" Jorge Luis Borges. Magnað stöff. Fer víða í umbreyttum veruleika og fer vel með það.

Er í "Fjarri hlýju hjónasængur" sem er öðruvísi íslandssaga. Fer yfir hvernig kóngur, ríki og kirkja stjórnuðu kynhegðun íslendinga. Þessi graði almúgi skoh!

Einnig í "Post-Anarchism, A reader" flókin pólitísk heimspeki. Lesist bara þegar ég er ekki þreyttur.

SKrifaði um pólitíska heimspeki á www.andspyrna.org. Þar er nýjast umfjöllun mín um "Infinitely Demanding" eftir breska heimspekinginn Simon Critchley.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Tue Oct 04, 2011 2:19 am

Er að lesa The Secret Life of Saeed The Pessomptimist eftir Emile Habibi. Mjög góð. Hægt að fá hana á bókhlöðunni.

User avatar
Azaghal^
Töflunotandi
Posts: 164
Joined: Wed May 25, 2005 2:23 am
Location: Kaupmannahöfn, Danmörk

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Azaghal^ » Thu Oct 06, 2011 5:14 am

Ég var að klára að lesa Hann var kallaður þetta. Alveg frekar góð frásögn af ógeðfelldum misþyrmingum á barni sem er sögð frá barninu sjálfu. Ég ætlaði að lesa þessa bók fyrir 10 árum eða eitthvað, fór loksins í það og kláraði hana á 1 degi.
Ég er síðan að lesa Ég man þig sem á víst að vera eitthver svaka spennu tryllir hryllir, er ennþá að koma mér í hana en vona að ég sé ekki með of miklar væntingar.
Mind is like a parasuit, if it doesn´t open it
doesn´t work.

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Fri Dec 02, 2011 6:53 pm

Kláraði þessar nýlega:
Image
Image

Er að lesa þessar:

Image

Image

Allar mjög góðar.

User avatar
Birta
Töflunotandi
Posts: 197
Joined: Thu Jul 14, 2011 1:16 pm
Location: Toronto, Kanada

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Birta » Sat Dec 31, 2011 2:12 pm

Var að lesa Eat Slay Love eftir Jessie Petersen.

Image

...maður kaupir sér ýmislegt heimskulegt þegar manni leiðist á flugvelli. En bókin nýttist mér vel í átta tíma flugi og hún er mátulega bjánaleg og full af aulahúmor til að maður þurfi ekki að þjálfa heilasellurnar.
Through my wounds, through my scars!
Razors be paths within the maze
With each cut deeper, onwards to Kether
To crown the atrocity

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat Feb 11, 2012 10:43 am

Var að klára On the Road í gær eftir Kerouac, æðisleg bók. Las hana reyndar í þýðingu Ólafs Gunnarssonar, hef lesið c.a hálfa söguna áður á ensku og verð að segja að mér þótti þýðingin góð.
Er núna að renna í gegnum Engill, pípuhattur og jarðaber eftir Sjón :)

User avatar
Rohypnol
5. stigs nörd
Posts: 5736
Joined: Sat Aug 19, 2006 1:47 pm
Location: Riff-filled land
Contact:

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Rohypnol » Tue Feb 14, 2012 4:11 am

Heimsljós
ImageImageImageImageImage
Image
ImageImageImageImageImage
just forget it all just forget it all

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Darkmundur Fenrir » Mon Feb 20, 2012 12:02 pm

Búinn að vera að lesa fullt af Lovecraft sögum upp á síðkastið, þar á meðal Hypnos, The Thing on the Doorstep, The Dunwich Horror og The Call of Cthulhu.

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Tue Mar 20, 2012 6:29 pm

Ég er búinn að lesa þessar árið 2012:

Image

Image

Image

Og núna er ég að fara að lesa þessa:

Image
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Wed Apr 18, 2012 1:08 pm

Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Þessi bók gerði mig skíthrædda. Ég hélt ég myndi ekki fíla hana en mér fannst hún svo bara fín.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat Apr 28, 2012 10:28 am

Junky e. W.S.Burroughs meah, fannst hún fín en ekkert æði
Remains of the Day e. Kazzou Ishigúrú, reyndar nennti ég ekki meiru eftir hálfa bók af húmorslausum bryta að væla um þryf, horfi frekar á myndina.

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Tue May 01, 2012 5:09 am

Ég var líka að lesa Junky, kláraði hana í dag, mér fannst hún mjög skemmtileg og fræðandi. Hún sýndi áhugaverða mynd af lífi heróin sjúklings. Ég var að byrja á Farewell to Arms eftir Hemmingway.
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Thu May 03, 2012 7:26 pm

Er kominn langleiðina með The Silmarillion eftir J.R.R. Tolkien. Maður þarf að setja sig í vissar stellingar, og vera viðbúinn að nota kortið og efnisyfirlitið mikið, en þegar maður einu sinni gefur sig bókinni á vald, þá hrífur hún mann með sér.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Sat May 05, 2012 9:45 am

Byrjaði á Clockwork Orange og gafst upp, þetta verk er algjörlega óskiljanlegt og ég nenni ekki að vera að fletta upp orðunum í bókinni, þrátt fyrir að hafa fundið clockwork orðabók á netinu. Horfi frekar á myndina :lol

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Mon May 14, 2012 2:16 pm

Image

var að byrja á henni, lofar mjög góðu, myndin virðist vera alveg ótrúlega "trú" bókinni, sem er skondið
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Mon May 14, 2012 2:22 pm

eða er það skondið, það kom mér allavega á óvart
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Mon May 21, 2012 9:24 am

Image

er að klára þessa, frábær
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Mon Jun 11, 2012 10:47 am

þetta er dottið í hálfgert eintal, ég ætla þráast við

Image
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Ægir tvö
1. stigs nörd
Posts: 1322
Joined: Wed Jul 27, 2005 10:28 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Ægir tvö » Mon Jun 11, 2012 1:16 pm

endilega haltu áfram!
www.myspace.com/lognmusic

witch
3. stigs nörd
Posts: 3116
Joined: Fri Sep 26, 2003 6:23 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby witch » Tue Jun 12, 2012 12:24 am

Flott mynd eftir Jason á The Dharma Bums, hann er rosalegur snillingur í að segja sögur án orða.

User avatar
Witchfinder
4. stigs nörd
Posts: 4461
Joined: Fri Nov 16, 2007 8:31 am
Location: Sky Valley

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Witchfinder » Tue Jun 12, 2012 4:12 pm

hef verið að lesa Hitchikers Guide bækurnar. Er kominn á Life, The Universe And Everything og djöfull er þetta gott stöff, grípur mann algjörlega og skrifað svo vel að hann lætur algjört bull meika fullkomið sense.
In a not too distant future, in a throne room just up ahead
the great unfurling shall begin.
Between the second and the third quarter of the Hammerhandle snatch
there will be gnashing of the teeth

Jormundgand
Byrjandi á töflunni
Posts: 96
Joined: Thu Feb 18, 2010 1:24 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Jormundgand » Tue Jul 24, 2012 12:03 am

Ég er búinn að lesa u.þ.b. 10 bækur það sem af er sumri. Nokkrar þeirra:

Myndin af pabba eftir Gerði Kristnýju. Sönn saga konu sem lenti í hrottalegri kynferðislegri og líkamlegri misnotkun sem barn. Þið mynduð ekki trúa því að þetta hafi gerst bara í næstu götu, ég bjóst ekki við því að þessi bók gæti komið mér á óvart. Hún er meira brutal en Cryptopsy var nokkurn tímann, og ég fílaði Cryptopsy (og geri enn, þær plötur sem eru Cryptopsy plötur. En þessi þráður er ekki um Cryptopsy.)

Paganini samningurinn og Dávaldurinn eftir Lars Kepler. Hörkugóðir sænskir reyfarar sem eru ekki bara froða. Skemmtilega lúmskar pólitískar ádeilur og Entombed tónleikar koma við sögu í annarri bókinni. Gott dót. Þó þær séu hvor um sig á sjötta hundrað blaðsíður fannst mér þær fljúga hjá.

Bókin um veginn eftir Laó Tse. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í grunnskóla, það er svo mikið til í henni. Takið ykkur 10 mínútur og lesið hana í gegn, ykkur mun líða betur eftir á.


Svo er ég byrjaður á Svartur á leik og hún lofar mjög góðu. Hún er strax orðin meira krassandi en kvikmyndin var nokkurn tímann og þótti mér hún samt ekki af verri kantinum.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Tue Jul 24, 2012 1:07 am

Var að klára síðustu Hunger Games bókina. Gott stöff

Er að lesa núna Deception eftir Jonathan Kellerman - ágætis reifari

iTunes get music on

Quantcast

Jormundgand
Byrjandi á töflunni
Posts: 96
Joined: Thu Feb 18, 2010 1:24 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Jormundgand » Sat Aug 04, 2012 11:12 am

Ég er búinn með Svartur á leik og hún er svakaleg. Maður hefur ekkert séð ef maður hefur bara séð myndina, bókin er svo miklu ítarlegri og bara allt öðruvísi en myndin. Sum grundvallaratriði í söguþræðinum eru jafnvel ekki eins. Mér finnst bókin auk þess mun grófari en myndin nokkurn tímann. Mæli sterklega með henni.

Gleymdi svo að minnast á í síðasta innleggi að ég las einnig Swedish Death Metal eftir Daniel Ekeroth. Mjög áhugaverð og skemmtileg bók um uppruna dauðarokks í Svíþjóð undir lok 9. áratugarins. Ógrynni af skemmtilegum sögum sem þessir menn hafa að segja og svo hvernig þróunin varð á 10. áratugnum, m.a. með tilkomu black metal o.fl. Fáránlegt magn af ölvunarljósmyndum og frumstæðum tónleikapósterum auk tilkomumikils lista yfir sænsk dauðarokksbönd frá þessum tíma. Frábært rit.

User avatar
HöddiDarko
2. stigs nörd
Posts: 2237
Joined: Fri Nov 30, 2007 5:30 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby HöddiDarko » Sat Aug 04, 2012 5:22 pm

Jess, spurning um að ég fái þá bókina mína aftur?

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Sun Aug 05, 2012 1:53 pm

Er að lesa In The Footprints of God - annar reifari . Þegar rólegt er að gera í vinnunni

Hugsa ég byrji svo á Cognitive Psychology í nótt.

iTunes get music on

Quantcast

Jormundgand
Byrjandi á töflunni
Posts: 96
Joined: Thu Feb 18, 2010 1:24 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Jormundgand » Sun Aug 05, 2012 10:13 pm

Haha, já Höddi, ég er búinn að vera með hana alltof lengi. Komst loksins í að lesa hana núna í sumar. Skila þér henni við næsta tækifæri :thumbsup

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dr.Whiteface » Mon Aug 27, 2012 8:01 am

Follies and Fallacies in Medicine
Image
Helvíti áhugaverð bók, vel skrifuð og skondin. Margt í þessari bók sem kemur á óvart og sumt sem kemur ekki á óvart í sambandi við læknamistök og læknatrú.

The Dresden Files
Image
Skemmtilegar fantasíur.
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Fri Mar 07, 2014 11:55 pm

Las
The Road um daginn, hún er góð, voða bleak bók, raunsæ á margan hátt og ljóðræn.
Er að byrja að blaða í HHhH, virkar fín, ég er með eitthvað heimstyrjaldablæti og þessi bók virkar einsog ágætis fróun.

User avatar
krossfari
Töflunotandi
Posts: 147
Joined: Sat Mar 01, 2014 12:41 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby krossfari » Sat Mar 08, 2014 4:35 pm

er að lesa svona 4 bækur
er hálfnaður með:
Síðasti Móhíkaninn
Svartur á Leik

og er að byrja lesa Anarchist writings of william godwin, og siðan dansað á öskudaga i 3 skiptið eða eitthvað
Image


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: MarkAcady, versac and 7 guests

cron