Bókaormaþráðurinn

Matur, íþróttir, hljóðfæri, kvikmyndir, Ljóð, textar, sögur, teikningar, skissur, grafík, hönnun, Lego, pony, frímerki, barbie, naflakuskssöfnun... (Food, sports, movies, interests, art, poetry and creative shit.)
User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Postby Dr.Whiteface » Sun Feb 14, 2010 10:52 am

Image
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

Linus
Töflunotandi
Posts: 766
Joined: Thu Jun 22, 2006 9:20 am

Postby Linus » Sun Feb 14, 2010 9:20 pm

Ég er ad lesa A Travelers History Of North Africa og Fellowship of The Ring. Bádar alveg stórkostlegar.

Ég kláradi ad lesa True Stories. Samansafn af skrifum um hvernig er ad vera LGBTQ í Líbanon. Thad var mjög merkilegt ad lesa um svo margar ólíkar upplifanir fólks um hvernig thad uppgötvar kyn, kynhneigd og kyngervi sitt. Og hvernig thad er ad hafa non-conformist kyn eda kynhneigd í Mid-Austurlöndum
Michael Horse

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Postby dísa » Mon Feb 15, 2010 12:31 am

Hey Allis. Ef thér líkar vid Blankets thá ættiru ad kíkja á Epileptic.
jebb, hún er á to do listanum mínum
Blankets og Epileptic eru báðar frábærar. Ég mæli líka með því að þú tékkir á Fun Home eftir Alison Bechdel, hún er mjög góð. Epileptic og Fun Home eru báðar til á Aðalbókasafninu.
Save me from ordinary, save me from myself

allis
Töflubarn
Posts: 26
Joined: Tue Dec 02, 2008 1:44 pm
Location: Garðabær
Contact:

Postby allis » Wed Mar 10, 2010 12:47 am

Dry eftir Augusten Burroughs, virkilega góð bók þar sem hann er að lýsa baráttu sinni við alkahólisma.

Death Be Not Proud eftir John Gunther, í þessari bók lýsir hann baráttu 17 ára sonar síns við heilaæxli

Everything is Illuminated eftir Jonathan Safran Foer, var búinn að heyra virkilega góða hluti um þessa bók en varð fyrir vonbrigðum

Var svo að byrja á Lamb: The Gospel According to Biff, Christ´s Childhood Pal

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Wed Mar 10, 2010 9:31 pm

Geisha - The Secret History of a Vanishing World eftir Lesley Downer. Hún fjallar um geishur, þeirra hlutverk, siði og ritúöl í gegnum aldirnar. Þá er t.d. útskýrt hvernig geishur urðu til, af hverju og hvaða sess þær skipa í japanskri menningu.
Bókin er rosa góð og víst eina nútímaheimildin sem virkilega kafar ofan í lífstíl geisha. Hún gefur líka góða mynd af sögu japans og uppruna japanskrar menningar. Mjög skemmtileg og vel skrifuð, mæli með henni.

User avatar
Witchfinder
4. stigs nörd
Posts: 4461
Joined: Fri Nov 16, 2007 8:31 am
Location: Sky Valley

Postby Witchfinder » Thu Mar 11, 2010 12:37 pm

The Dream Cycle of H.P. Lovecraft: Dreams of Terror and Death: Ótrúlega intense bók, með þeim betri sögum sem ég hef lesið. Elska þennan drauma heim sem hann segir frá. Þessi bók safnar 25 smá sögum eftir Lovecraft sem tengjast þessum drauma heimi. t.d. The Doom That Came To Sarnath, The Cats of Ulthar og The Dream Quest of Unknown Kadath. Mæli með þessu.
In a not too distant future, in a throne room just up ahead
the great unfurling shall begin.
Between the second and the third quarter of the Hammerhandle snatch
there will be gnashing of the teeth

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Postby siggi punk » Mon Mar 22, 2010 1:32 am

Gyrðir Elíasson - Steintré, safn smásagna sem virðas skima stuttlega inn í líf ólíkra einstaklinga. Minni drungi og draugagangur en oft áður hjá Gyrði. Kannski meira flæði í sögunum og þá um leið minna áberandi ljóðræna.

Albert Camus - the fastitidious Assassins- meistari Camus veltir fyrir sér hlutverki uppreisnarmannsins og hvað rekur hann áfram.

byrjaði á greinasafninu Patterned ground: entanglements of nature and culture Eftir Stephan Harrison,Steve Pile,N. J. Thrift

einnig Against His-Story, Against Leviathan eftir Fredy Perlman þar sem hann setur fram sína útgáfu af því hvernig sú siðmenning okkar, sem er byggð á misbeitingu valds og ofbeldi, myndaðist.

Glugga alltaf af og til í "Against the Day" eftir Thomas Pynchon og hún heillar en er soddan rosalegur doðrantur.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Postby Darkmundur Fenrir » Mon Mar 22, 2010 9:09 am

Seinast las ég Hrafnhettu eftir Guðmund Daníelsson. Mér fannst hún frekar góð.

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Postby Alex » Sun Mar 28, 2010 1:57 pm

ATTN BÓKMENNTADUDES: Hvaða "gothic" skáldsögur mælið þið með fyrir mann eins og mig sem fannst The Picture of Dorian Gray G.EÐ.V.E.I.K. ?
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Postby Dr.Whiteface » Sun Mar 28, 2010 11:13 pm

ATTN BÓKMENNTADUDES: Hvaða "gothic" skáldsögur mælið þið með fyrir mann eins og mig sem fannst The Picture of Dorian Gray G.EÐ.V.E.I.K. ?
Líklega Dracula og Frankenstein, sonna mandatory gothic bækur sem mér persónulega fannst hundleiðinlegar. Veit ekki um aðrar.


En annars er að lesa þessa:
Image

Join me eftir Danny Wallace var helvíti mögnuð. Einn af skemmtilegri pennum sem ég man eftir.
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
Vitsmunavera
Töflunotandi
Posts: 439
Joined: Tue Jul 01, 2008 1:21 am

Postby Vitsmunavera » Mon Mar 29, 2010 11:00 pm

Veit einhver hvort að einhverjar af bókum H.P Lovecraft hafi verið gefnar út á Íslensku? Gegnir segir mér ekki neitt...

User avatar
Legion
Töflunotandi
Posts: 176
Joined: Wed May 20, 2009 9:22 pm
Location: hlíðar

Postby Legion » Mon Mar 29, 2010 11:25 pm

er að skiptast á að glugga í 2 ansi andstæðar og skemtilegar bækur þessa dagana, Votlendi eftir Charlotte Roche og svo Túristi eftir hann Stefán Mána
Drink the Devil’s Blood and become
One of His million hands; One of His million eyes
One of His million brains shining with utmost devotion
A molecule of The One with many faces
While of thy soul remains but ashes cold..

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Postby Darkmundur Fenrir » Tue Mar 30, 2010 11:06 am

Er að lesa Hater eftir David Moody. Hún er frekar spennandi.

User avatar
Witchfinder
4. stigs nörd
Posts: 4461
Joined: Fri Nov 16, 2007 8:31 am
Location: Sky Valley

Postby Witchfinder » Tue Mar 30, 2010 6:05 pm

Veit einhver hvort að einhverjar af bókum H.P Lovecraft hafi verið gefnar út á Íslensku? Gegnir segir mér ekki neitt...
Mæli stranglega með að lesa lovecraft á ensku. Held það þessar sögur kæmu ekki vel út á öðru túngumáli, allavega ekki eins.
In a not too distant future, in a throne room just up ahead
the great unfurling shall begin.
Between the second and the third quarter of the Hammerhandle snatch
there will be gnashing of the teeth

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Postby siggi punk » Tue Mar 30, 2010 8:56 pm

Minnir einhvernveginn að einhver hafi spurt út í "emo" skáldskap a la "Raunir Werners Unga" (sem er btw fokking væl) en ég var að lesa eina af sögunum úr "Fjórar Sögur" eftir Ivan Turgénev. Hann er líklega þekktastur fyrir "Feður og Synir" en þetta er sterkur texti um mann sem líður eins og tilvera hans sé óþörf.

Gefið út af Hólavallaútgáfunni sem er einn af dúddunum úr Vonbrigði. Fæst hjá Jóa söngvara Vonbrigða í Kolaportinu (og víðar) og mælt með af mér - svona er nú pönkheimurinn lítill.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Postby Bubble boy » Thu Apr 01, 2010 10:31 pm


Ég er að lesa Himnaríki & Helvíti eftir Jón Kalman í ÍSL503.
Er ég sá eini sem finnst þessi bók hræðileg? Álíka tilgerðaleg og heimskuleg og ljóðin aftan á mjólkurfernunum.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Postby siggi punk » Fri Apr 02, 2010 1:54 am


Ég er að lesa Himnaríki & Helvíti eftir Jón Kalman í ÍSL503.
Er ég sá eini sem finnst þessi bók hræðileg? Álíka tilgerðaleg og heimskuleg og ljóðin aftan á mjólkurfernunum.
Já, þú ert sá eini. Jón hefur svo gott vald á íslensku máli og beitir því þannig að ég náði alveg að tengja við helvítis kuldann þegar róið er til fiskjar á opnum bát.

En rómantíkin hans getur nottla verið yfirþyrmandi fyrir einhverja. :)
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Postby Fenrisúlfur » Sat Apr 17, 2010 12:59 pm

The Buddha, Geoff & Me.

Hressileg og skemmtileg bók það sem ég er búinn að lesa af henni svolítið svipuð

The monk who sold his ferrari en samt svona raunverulegri.

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
birkirFMC
28. stigs nörd
Posts: 28411
Joined: Fri Jul 19, 2002 10:25 am
Location: Halifax, Nova Scotia

Postby birkirFMC » Mon Apr 19, 2010 3:56 pm

Fargo Rock City: A Heavy Metal Odyssey in Rural North Dakota

Svo las ég líka söguna um Stubb litla.
A.K.A. Svartbakinsky og Let_It_All_Go
"I won't change my true self just so that we can be friends"
*..the harder one tries to look punk, the more they're compensating for the total failure as one.*
Image
http://www.halifaxcollect.blogspot.com
http://kaninka.net/birkirfjalar
http://www.dordingull.com/gagnaugad

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Postby Bubble boy » Mon Apr 26, 2010 9:13 am


Er ég sá eini sem finnst þessi bók hræðileg? Álíka tilgerðaleg og heimskuleg og ljóðin aftan á mjólkurfernunum.
Já, þú ert sá eini. Jón hefur svo gott vald á íslensku máli og beitir því þannig að ég náði alveg að tengja við helvítis kuldann þegar róið er til fiskjar á opnum bát.

En rómantíkin hans getur nottla verið yfirþyrmandi fyrir einhverja. :)
Fann hana upp í æfingarhúsnæði eftir langa pásu og kláraði í gær. Nú get ég ekki bent nákvæmlega á það hvað gerir skrif góð eða vond. Sumir koma hlutunum bara vel frá sér, aðrir ekki. Jón Kalman rembist og rembis, skítur svo á sig og fær verðlaun fyrir. Það er ekki það að mér finnist allt sem stendur í bókinni drasl, en hún er í heildina mjög neyðarleg. Sérstaklega hvernig hann virðist, stundum í annarri hverri málsgrein, þurfa að taka sér hlé frá sögunni til að ítreka einhverja pælingu, mjög djúpt og andlegt.

Strákurinn gengur í snjónum. Það er aðeins einn dagur síðan hann gekk við hlið Bárðs, en það gætu allt eins verið 100 ár. En hvað er það svo sem í samanburði við sögu jarðarinnar, sem er 4,6 milljarðar ára. Tíminn er eins og fluga sem flýgur. Þangað til hún dettur niður og deyr, þá er heimsendir. Strákurinn gengur inn í húsið. Húsið sem skýlir okkur fyrir vindum heimsins sem annars naga okkur inn að beini, þangað til við verðum úti. En það getur verið einmannalegt í húsunum, þá er betra að vera ekki einn, því tveir er betra en einn. Já, tveir er betra en einn....

:normal

Ég er ekki með bókina með mér en þetta var svona hræðilegt.

Annars byrjaði ég á Fótspor á himnum í gærkvöldi. Sögurnar eru að nokkru leyti svipaðar, en Einar Már kann að skrifa.
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Postby dísa » Mon Apr 26, 2010 12:33 pm

Ég hlakka svo til að klára prófin, þá ætla ég að lesa Njálu.
Save me from ordinary, save me from myself

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Postby Mr.Orange » Tue Apr 27, 2010 12:25 am

Var að byrja á The Soft Machine eftir hann blessaðan Burroughs, stórfurðuleg lesning
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Aidsberi
2. stigs nörd
Posts: 2895
Joined: Tue Sep 18, 2007 10:13 pm
Location: Killer Hill.

Postby Aidsberi » Tue Apr 27, 2010 1:21 am

Byrjaði aftur á brennu njáls sögu fyrir prófin.

Hvernig geta þessar íslendingasögur verið svona ótrúlega drepleiðinlegar?
[u]undirhaka[/u]

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Postby Kaskur » Tue Apr 27, 2010 8:40 am

Byrjaði aftur á brennu njáls sögu fyrir prófin.

Hvernig geta þessar íslendingasögur verið svona ótrúlega drepleiðinlegar?
Kommon maður, þú veist að þetta verður ekki vinsælt innlegg hérna...
Njála er alvöru.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Postby Kaskur » Tue Apr 27, 2010 12:58 pm

Kláraði Rökkurbýsni eftir Sjón í gær. Frábær.
Er kominn langleiðina með Veröld sem var eftir Stefan Zweig, ótrúlega flott bók.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Thu Apr 29, 2010 12:00 pm

Kláraði Rökkurbýsni eftir Sjón í gær. Frábær.
Er kominn langleiðina með Veröld sem var eftir Stefan Zweig, ótrúlega flott bók.
Langar einmitt mjög mikið að lesa hana.Ég er núna að lesa Trainspotting eftir Irvine Welsh.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Fri May 14, 2010 7:32 pm

Eruð þið með einhverjar ábendingar um góðar sumarbækur? Mig langar að víkka sjóndeildarhringinn og prófa eitthvað nýtt og frískandi. Mér finnst eins og ég sé alltaf að lesa bækur eftir sama fólkið.

Komiði með eitthvað gott. Eitthvað skemmtilegt, gróft, skítugt og fyndið. Helst fyndið.
Mig vantar smá kómík í lífið. Jafnvel smá dramatík og hrylling.

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Postby Dr.Whiteface » Fri May 14, 2010 8:44 pm

Eruð þið með einhverjar ábendingar um góðar sumarbækur? Mig langar að víkka sjóndeildarhringinn og prófa eitthvað nýtt og frískandi. Mér finnst eins og ég sé alltaf að lesa bækur eftir sama fólkið.

Komiði með eitthvað gott. Eitthvað skemmtilegt, gróft, skítugt og fyndið. Helst fyndið.
Mig vantar smá kómík í lífið. Jafnvel smá dramatík og hrylling.
Dagon eftir HP Lovecraft , smellpassar.
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Postby Chewbacca » Sat May 15, 2010 3:11 am

Image

Er að lesa Stríð og frið eftir Tolstoy, rúmlega hálfnaður (bls. 764 af 1444 í kilju) í enskri þýðingu Rosemary Edmonds.
Finnst hún mjög góð.
Hvað lengdina varðar, þá er hún alltént styttri en rannsóknarskýrsla Alþingis.

Það kom samt fyrir, sérstaklega í orustulýsingunum að maður gat tapað þræði. Þessi hersveit var þarna og hin þarna, og næsta einhvers staðar annars staðar os.frv., svo er fókuserað nánar á eina og maður er alveg búin að gleyma staðsetningu og eðli hinna.
Þetta hefði verið fínt með Warhammer-köllum. "The third battalion of the Pavlograd hussar joined up with the right flank" Aha! *Skúbb skúbb.* One third of them was wiped out. Aha! *svúpp*

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Postby Chewbacca » Sat May 15, 2010 3:30 am

ATTN BÓKMENNTADUDES: Hvaða "gothic" skáldsögur mælið þið með fyrir mann eins og mig sem fannst The Picture of Dorian Gray G.EÐ.V.E.I.K. ?
Smásögur: The Fall of the House of Usher eftir Poe. The Old Nurse's Story eftir Elizabeth Gaskell. The Yellow Wall-Paper eftir Charlotte Perkins Gilman.

Skáldsögur: The Turning of the Screw eftir Henry James. The Haunting of Hill House eftir Shirley Jackson. Ghost Story eftir Peter Straub. Dr. Jekyll and Mr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson.

User avatar
Cathartic
Töflubarn
Posts: 19
Joined: Wed Apr 28, 2010 3:34 pm

Postby Cathartic » Sat May 15, 2010 5:33 pm

Hef verið að lesa smásögur eftir Edgar Alan Poe, The Metamorphosis eftir Kafka, Narcissus and Goldmund eftir HermanN Hesse og uppáhálds íslensku skáldsöguna mína í heiminum, Fenrisúlf eftir Bjarna Klemenz.

Mæli eindregið með þessu öllu og þá sérstaklega Fenrisúlf, hún er mögnuð

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Sat May 15, 2010 8:46 pm

Þakka ábendingarnar, hef einmitt alltaf ætlað að lesa meira eftir H.P. Lovecraft og Herman Hesse. Takk fyrir að minna mig á það.

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Postby Dr.Whiteface » Sat May 15, 2010 9:35 pm

...Hermann Hesse...
:kafna

Reyndi nokkrar bækur eftir þennan mann. Var nú meira helvítis gubbið. En hey ho, hvað get ég sagt er að lesa þessa í annað skipti:
Image

Einhvern tíman mun ég getað klárað þetta helvítis bókasafn sem ég er með án þess að taka bók með þessum mikla meistara.
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Sun May 23, 2010 12:48 am

Las seinast Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Hún var nokkuð góð en náði reyndar ekki að grípa mig jafn vel og fyrri bækurnar. Ég er mjög hrifinn af þessari mystík sem sem hún hefur verið að þróa með sér í þessari og Yosoy. Mjög heildsteypt og skemmtileg skáldsaga en af öllum verkum hennar gæti ég síst ímyndað mér að lesa þessa aftur (í bráð allavega), en mér finnst bækurnar hennar almennt mjög eigulegar og hef lesið nokkrar þeirra tvisvar.

Hef verið að fikta eitthvað með Blind Willow Sleeping Woman eftir Haruki Murakami, en ekki klárað hana. Margar stórgóðar smásögur en líka slatti sem að mér fannst ekkert sérstakar. Eins mikið og ég kann að meta Murakami þá finnst mér hann verða dálítið þreytandi til lengdar, ekki það að stíllinn hans sé eitthvað uppáþrengjandi en getur verið svolítið yfirmjólkaður. Hans er, held ég, best notið í hófi. Samt sem áður prýðisbók sem ég mæli með.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Postby siggi punk » Fri May 28, 2010 1:18 am

Á ferðalaginu um daginn las ég m.a. "Leviathan" eftir Paul Auster - mæli alls ekki með henni. Á að vera pólitísk skáldsaga en eins og í sumum öðrum seinni skáldsögum sínum blandar Auster svo miklu persónudrama og kjánalegum ástarsögum inn í frásögnina að framvindan verður útundan - hann blaðrar bara að amríkana sið. Lauk reyndar við að lesa hana með herkjum.

"We were orphans" eftir Kazuo Izhiguro. Hann skrifar á háensku og skrifar vel. Hörkufrásögn atarna frá fyrri hluta síðustu aldar, hún gerði mig sagnfræðilega forvitinn um breska heimsveldið og ítök þess í Asíu.

Da masterpiece "Jonathan Strange & Mr. Norrell" eftir Susanna Clarke. 1000 bls í vasabrotinu en það er gott. Mjög ófantasíuleg fantasía að því leyti að stöðugt er vitnað í bækur og menn (sem eru ekki til) í undirmálsgreinum eins og um sé að ræða sagnfræðilegt rit. Málfarið magnað og gálgahúmor áberandi meðan undirliggjandi horror ýtir við manni. Bók sem einnig blandar sér í sagnfræði breska heimsveldisins en blandar skáldaðri sögu galdra inn í hana.

Hálfnaður með "the Man in the High Tower" eftir Philip K Dick. Afar svöl.

Var í New York og Boston og kom með tugi kílóa af bókum heim. Glugga í fantasíur og ljóð Jorge Luis Borges.

Fékk líka inn nokkur tímarit sem ég er áskrifandi að:

Anarchist Studies - mjög fræðilegt anarkistarit.

Anarchy - a journal of desire armed- meira arty og intellectual.

Anarchist Voices - þægilegt með ýmsum félagslegum pælingum og spjalli.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Postby Karitas » Fri Jun 04, 2010 7:25 pm

Karitas, án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur - Ég verð að viðurkenna að ég valdi þessa bók bara út af nafninu. Þetta er söguleg skáldsaga sem á að gerast í byrjun 20. aldar og rekur ævi listakonu sem heitir Karitas. Feminísk ádeila blandað saman við íslenskan drunga eins og hann gerist bestur - sjávarþorp, síldarsöltun, huldufólk, jöklar, kartöflubeð, svuntur á snúru, kleinur og kaffi. Þetta er mjög góð bók ef maður er í stuði fyrir hana.

Ég er síðan við það að klára Óreiða á striga sem er sjálfstætt framhald af Karitas, án titils. Um leið og ég kláraði fyrri bókina varð ég að byrja á þessari. Bækurnar eru frekar ólíkar vegna þess að þær fjalla um tvö ólík lífskeið og gerast á mismunandi stöðum. Sem sjálfstætt verk grípur hún mig ekki jafn vel og fyrri bókin, hún er meira bara til þess að svala forvitni manns um hvað verður um persónurnar og loka sögunni. Þessi er eflaust skrautlegri en sú fyrri, en ég var miklu hrifnari af andrúmsloftinu og niðurbældri spennunni í Karitas, án titils.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Postby Fenrisúlfur » Fri Jun 18, 2010 6:20 pm

Er tiltölulega ný byrjaður á "The Strain" e. Guillermo Del Toro og Chuck Hogan

Lofar góðu allavega þangað sem ég er komin

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Mon Jun 28, 2010 12:44 am

Hús úr húsi eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur. Þessi litla bók kom mér hressilega á óvart. Segir frá konu sem fær starf við að þrífa hús í Þingholtunum og því furðulega fólki sem þar býr. Betra en það hljómar. Frábær, er ennþá að hugsa um hana.

Kryddlegin hjörtu eftir Laura Esquivel. Loksins búin að lesa hana eftir margar ábendingar og var mjög hrifin af henni. Mjög skemmtileg. En díses, af hverju þurfa allar S-Amerískar konur að skrifa eins og Gabriel García Márquez?

Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Annað skiptið sem ég les þessa. Mögnuð bók.

Er nýbyrjuð á Frida eftir Bárbara Mújica. Fjallar um ævi Fridu Kahlo út frá systur hennar, hún er semsé að rekja ævi hennar frá sínu sjónarhorni (þetta er samt skáldsaga). Kannski er það bara út af þýðingunni en sagan er sögð á þannig hátt að ég næ aldrei að detta almennilega inn í bókina. Höfundurinn er svo mikið að fókusera á að persónurnar séu að segja frá sögunni rétt að maður er alltaf súper meðvitaður um að maður sé að lesa bók í stað þess að sökkva bara inn í sögusviðið. Er nú samt ekki komin langt og ætla gefa henni smá séns.

Ég byrjaði áðan á Harry Potter og viskusteinninn, og ætla að einsetja mér að klára þessa blessuðu seríu yfir sumarið. Þið, Harry Potter nördar, er þetta betra á íslensku eða ensku?
Fékk nefnilega allar þýddu bækurnar í láni, en væri alveg til í að lesa á ensku.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Jun 28, 2010 4:30 am

Hálfnaður með " the Dice Man" eftir Luke Rhinehart. Skáldsaga um sálfræðing sem er ömurlega leiður á normal lífi sínu. Hann ákveður að láta teningakast ráða hvernig hann hegðar sér eitt kvöldið og það breytir einhverju, tekur síðan upp á að miða allt líf sitt við útkomu teningsins; hvort hann ætlar að nauðga hjákonu sinni eða vera platónskur, vera góður faðir eða strangur, hlaupa um nakinn eða koma fram eins og jesús kristur við alla eða tala tungum. Algert hegðunaruppbrot. Hollt og gott.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Darkmundur Fenrir » Mon Jun 28, 2010 10:44 am

The Strain eftir Guillermo Del Toro. Hún er ógeðslega spennandi!

User avatar
Gerviskegg
1. stigs nörd
Posts: 1404
Joined: Sat Jul 09, 2005 12:11 am

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Gerviskegg » Fri Jul 02, 2010 6:48 am

Þessa dagana er ég að lesa "Á meðan hann horfir á þig ertu María mey" eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þetta er bara smásagnasafn. Mjög áhugaverðar sögur, margar af þeim.
Of course we graduated, cock. Beer?

[img]http://i9.tinypic.com/3yhu8o2.jpg[/img]

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dr.Whiteface » Fri Jul 02, 2010 8:23 am

Er núna að klára þessa(aftur):
Image

Og er líka að lesa Englar Alheimsins, aftur. Það eru þó orðin þó nokkur ár síðan ég las þessa og hún er ennþá jafngóð, ja eða ef ekki betri þar sem ég sé um gaura einsog þessa.

Svo er næst á dagskrá að lesa Willing Slaves: How the Overwork Culture is ruling our lives.
Image
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Jul 05, 2010 4:09 am

Greip í nýjustu Hellboy bókina mína ..."the Troll Witch & other stories" . Í stuttum sögum þar sem Mike Mignola tekur gamlar goðsagnir einhversstaðar að og býr til Hellboy sögu úr er hann bestur!
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
dísa
7. stigs nörd
Posts: 7556
Joined: Wed Oct 20, 2004 9:14 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby dísa » Mon Jul 05, 2010 2:51 pm

Keypti og las þrjár bækur í BNA

Swallow me whole eftir Nate Powell fjallar um systkini sem upplifa bæði mismunandi einkenni geðklofa og hvernig þau takast á við það, fjölskyldulíf og það að verða unglingur. Mjög áhrifamikil og ótrúlega fallegar teikningar.

Image


Shortcomings eftir Adrian Tomine fjallar um ungan mann af japönskum uppruna sem býr í Berkley í Kaliforníu og samband hans við kærustuna sína sem ásakar hann um að heillast bara af hvítum konum. Bókin fjallar um nútímamenningu, kynhneigð og kynþáttapólitík.

Image


Monsters eftir Ken Dahl fjallar um ungan mann sem greinist með herpes og áhrif sjúkdómsins á líf hans, sérstaklega í samböndum. Þrátt fyrir að fjalla um frekar óskemmtilegt og niðurdrepandi efni er bókin mjög fyndin og skemmtileg, og ekki síst fræðandi.

Image
Save me from ordinary, save me from myself

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Tue Jul 06, 2010 12:46 am

ég er að lesa nafn rósarinnar, hún er aaaaalveg drullu góð

Image
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Orri » Tue Jul 06, 2010 3:38 am

Þessa dagana er ég að lesa "Á meðan hann horfir á þig ertu María mey" eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þetta er bara smásagnasafn. Mjög áhugaverðar sögur, margar af þeim.
Ég las hana einu sinni. Mjög skemmtileg lesning.
Las líka Yosoy eftir hana. Hún var rosalega skemmtileg. Með betri bókum sem ég hef lesið held ég barasta.

Fyrir svona viku síðan kláraði ég Veronica decides to die (eftir paulo cuelho). Ég fílaði hana.
010100111001

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Thu Jul 08, 2010 2:02 am

Lauk við "Dice Man" og mæli með henni fyrir fólk sem hefur áhuga á hegðunaruppbroti.

Byrjaði á "Granny Made me an Anarchist" eftir Stuart Christie. Hann var handtekinn við tilraun til að sprengja einræðisherra Spánar, Generál Franco, í loft upp. Þá var þessi skoski anarkisti ekki nema átján ára! Þetta er ævisaga hans.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Gerviskegg
1. stigs nörd
Posts: 1404
Joined: Sat Jul 09, 2005 12:11 am

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Gerviskegg » Thu Jul 08, 2010 7:56 am

Þessa dagana er ég að lesa "Á meðan hann horfir á þig ertu María mey" eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Þetta er bara smásagnasafn. Mjög áhugaverðar sögur, margar af þeim.
Ég las hana einu sinni. Mjög skemmtileg lesning.
Las líka Yosoy eftir hana. Hún var rosalega skemmtileg. Með betri bókum sem ég hef lesið held ég barasta.
Ég dýrka Yosoy. Hún er bókin sem lét mig langa til að byrja að lesa aftur. Ég las ótrúlega mikið þegar ég var lítil, en svo hætti ég bara, og gat ekki haldið athyglinni. Svo beið ég spennt eftir Skaparanum þegar ég frétti að hún væri að koma, og las hana svo á einum degi eða eitthvað. Sat bara inni í herbergi allan daginn og las.
Of course we graduated, cock. Beer?

[img]http://i9.tinypic.com/3yhu8o2.jpg[/img]

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Villain » Thu Jul 08, 2010 6:13 pm

Um daginn las ég Gangandi Íkorni eftir Gyrði Elíasson og smásagnasafnið Gula Húsið eftir sama höfund. Mjög skemmtilegar bækur. Ég elska andrúmsloftið sem hann nær að skapa með lýsingum sínum á persónum og sögusviði.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
Orri
2. stigs nörd
Posts: 2615
Joined: Sun May 15, 2005 3:08 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Orri » Fri Jul 09, 2010 7:20 am

Um daginn las ég Gangandi Íkorni eftir Gyrði Elíasson og smásagnasafnið Gula Húsið eftir sama höfund. Mjög skemmtilegar bækur. Ég elska andrúmsloftið sem hann nær að skapa með lýsingum sínum á persónum og sögusviði.
Þegar ég sá að Villain hafði skrifað nýjasta innleggið í þennan þráð þá hugsaði ég: „Hann er pottþétt eitthvað að tala um Gyrði Elíasson“. og viti menn... :)
010100111001

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Villain » Fri Jul 09, 2010 1:13 pm

Um daginn las ég Gangandi Íkorni eftir Gyrði Elíasson og smásagnasafnið Gula Húsið eftir sama höfund. Mjög skemmtilegar bækur. Ég elska andrúmsloftið sem hann nær að skapa með lýsingum sínum á persónum og sögusviði.
Þegar ég sá að Villain hafði skrifað nýjasta innleggið í þennan þráð þá hugsaði ég: „Hann er pottþétt eitthvað að tala um Gyrði Elíasson“. og viti menn... :)
Fyndið. Þetta eru fyrstu bækurnar eftir hann sem ég hef klárað.

... En ég er reyndar með fjórar aðrar á láni.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Jul 19, 2010 1:24 pm

Rakst einmitt á smásagnasafn eftir hann sem heitir "Milli trjánna" - held ég hafi þá fullkomnað safnið! Lofar góðu fyrsta sagan.

Las annars "The Walking Dead" i nótt. Ég átti bara 1-4 en náði mér í rest upp í no 11 í Forbidden planet búðinni í NEw York og er núna alveg með ormétinn heila af zombielestri. Afar spennandi sería og mikil harka í tilverunni í post-zombie- apocalypse.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

sveindis
2. stigs nörd
Posts: 2436
Joined: Sun Nov 11, 2007 3:27 pm
Location: island

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby sveindis » Mon Jul 19, 2010 1:57 pm

Kláraði the Historian eftir Elizabeth Kostova í örugglega þriðja sinn um daginn.
Þessi bók er alveg hreint yndisleg lesning.
Mæli eindregið með henni fyrir þá sem vilja lesa almennilega vampírusögu. (þó bókin sé hreint ekki týpísk "vampírusaga") ótrúlega nákvæm blanda sögu og spennu. Langar ósegjanlega að ferðast í hvert sinn sem ég les hana.
In 1972, a 16-year-old American girl living in Amsterdam finds a mysterious book in her diplomat father's library. The book is ancient, blank except for a sinister woodcut of a dragon and the word "Drakulya," but it's the letters tucked inside, dated 1930 and addressed to "My dear and unfortunate successor," that really pique her curiosity. Her widowed father, Paul, reluctantly provides pieces of a chilling story; it seems this ominous little book has a way of forcing itself on its owners, with terrifying results. Paul's former adviser at Oxford, Professor Rossi, became obsessed with researching Dracula (Vlad Tepes the impaler, an inventively cruel ruler of Wallachia in the mid-15th century) and was convinced that he remained alive. When Rossi disappeared, Paul continued his quest with the help of another scholar, Helen, who had her own reasons for seeking the truth. As Paul relates these stories to his daughter, she secretly begins her own research. Kostova builds suspense by revealing the threads of her story as the narrator discovers them: what she's told, what she reads in old letters and, of course, what she discovers directly when the legendary threat of Dracula looms. Along with all the fascinating historical information, there's also a mounting casualty count, and the big showdown amps up the drama by pulling at the heartstrings at the same time it revels in the gruesome. Exotic locales, tantalizing history, a family legacy and a love of the bloodthirsty: it's hard to imagine that readers won't be bitten, too.
er svo að lesa The Lord of the Rings aftur,
var svo að leigja mér Case Histories eftir Kate Atkinson, hljómar ágætlega.

Rut
1. stigs nörd
Posts: 1486
Joined: Fri Jul 26, 2002 6:39 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Rut » Tue Jul 20, 2010 3:29 pm

Rakst einmitt á smásagnasafn eftir hann sem heitir "Milli trjánna" - held ég hafi þá fullkomnað safnið! Lofar góðu fyrsta sagan.
Hann hefur skrifað helling af ljóðum og gefið út margar ljóðabækur held ég, hefuru lesið eitthvað af ljóðunum hans? Ég er forvitin um hvernig ljóðskáld hann er, mér finnst hann mjög góður skáldsagnahöfundur og þýðandi en ég er hinsvegar lítil ljóðakona og hef því ekkert kynnt mér þau hingað til. Kannski það verði bara næsta mál á dagskrá.


Ég er að byrja að lesa Harmur englanna, sem er sjálfstætt framhald af Himnaríki og helvíti. Jón Kalman er fínn penni og mér líst vel á þessa bók þó ég fari hægt af stað, enda lítið lesið nema eitthvað froðusnakk undanfarið.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Wed Jul 21, 2010 3:27 pm

Hef lesið mikið af ljóðum Gyrðis. Þau eru minimalísk og lágstemmd eins og smásögurnar hans. Inn á milli lúmskt pólitísk.

"lömbin
grunar ekki
blóðrautt
haustið"


Er núna einnig að grípa í smásögur eftir Jose Luis Borges - "suðrið" sem Guðbergur Bergsson þýddi.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Wed Jul 21, 2010 6:02 pm

Image

lofar góðu,margfalt hraðlesnara stuff miðaða við það sem ég var að kljást við
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Dr.Whiteface
Töflunotandi
Posts: 912
Joined: Thu Aug 28, 2008 11:24 pm
Location: Ankh-Morpork

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dr.Whiteface » Wed Jul 21, 2010 9:31 pm

Ætlaði að lesa Willing Slaves en er byrjaður í staðinn að lesa The Neverending Story. Sem hefur komið skemmtilega á óvart... og svo er ég að lesa The Book of Three eftir Lloyd Alexander fyrir stelpunna.
Lærisveinn Júdasar

The Mind of A Buddha

The Lord is dead, but he's finger lickin' good.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Fri Jul 23, 2010 2:35 am

Ætlaði að lesa Willing Slaves en er byrjaður í staðinn að lesa The Neverending Story. Sem hefur komið skemmtilega á óvart... og svo er ég að lesa The Book of Three eftir Lloyd Alexander fyrir stelpunna.
Neverending Story er mögnuð. En verður fyrst mögnuð um miðbikið því þá tekur eiginlega við ný saga (sem er mun nihiliskari)!
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sun Jul 25, 2010 3:28 pm

Ég er búin að vera að lesa Kynlíf - Heilbrigði, ást og erótík eftir Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur. Nei, þetta er ekki bók sem kennir manni að ríða. Þetta er nýja íslenska kynfræði bókin (ég held sú fyrsta líka) og fjallar um eiginlega allt sem tengist kynlífi og kynhegðun. Ótrúlega fróðleg og skemmtileg. Mjög vel skrifuð.

Byrjaði á Thirteen stories eftir Eudora Welty fyrir nokkru síðan en fyrsta sagan í bókinni er svo langdregin og þurr að ég hef ekkert nennt að lesa meira. Einhver sem hefur lesið þessa bók eða eitthvað annað eftir Welty?

User avatar
Friday
9. stigs nörd
Posts: 9737
Joined: Mon Nov 10, 2003 10:29 pm
Location: 105 rvk

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Friday » Sat Jul 31, 2010 2:40 pm

er að kljást við the wind up bird chronicles. gengur mun betur en áður. veit ekki ennþá alveg hvernig mér finnst hún
Just sleep girl, just dream well

[quote="Orri"]allir á töflunni drukku kaffi nema haffeh, hann drakk kaffeh.[/quote]

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Tue Aug 03, 2010 12:06 am

Mér finnst Wind up... með því betra sem ég hef lesið eftir Murakami. Dálítið löng, en frábær ef maður er í þannig stuði og hefur þolinmæðina í hana.

Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur - Ekki það besta sem ég hef lesið eftir hana en bókin á sína spretti. Skemmtilegar persónur og áhugaverð framvinda. Vel heppnuð saga en ég veit ekki hvort ég myndi nenna að lesa hana aftur.

Kular af degi
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur - Sísta skáldsagan hennar, að mínu mati. Frábær persónusköpun og skemmtilegt twist. Bókin er ekki nema um 130 bls en nær alveg að fanga mann. Varð dálítið þurr inni á milli og langdregin. En kannski fannst mér það bara af því að ég las hana á einum degi og fékk engan tíma til þess að melta hana inni á milli.

Píkutorfan eftir helling af sænskum konum - Smá femínsimi með kaffinu. Þetta er beisiklí greinasafn. Sumar greinar finnst mér vera tönnlast á gömlum tuggum á meðan aðrar hitta í mark og vekja til umhugsunar.

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Thu Aug 05, 2010 1:11 am

er að lesa
Image

og hún er byrjar mjög vel, fangandi
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Thu Aug 05, 2010 4:06 am

Lauk við að lesa "Granny made me an anarchist" sjá umfjöllun mína um bókina hér :
http://andspyrna.org/umfjollun.php?grein=70

Er annars enn í Gyrði Elíassyni og Borges smásögum ... einnig örsögusafninu "Lakkrísgerðin" :Lakkrísgerðin geymir raunveruleg og ímynduð ferðalög \Óskars Árna Óskarssonar um landabréf bernskunnar og gærdagsins. Siglufjörður, Orkneyjar, Toronto og Árbærinn eru meðal viðkomustaða, fram úr skuggum óminnisins stíga Doris Day, Tómas Guðmundsson og Glenn Miller. Og í Pósthússtrætinu segist Sigurður Pálsson vera á leiðinni á bókmenntahátíð í Galisíu. ,,Það er rigningarbæli, vissara að hafa með sér regnhlíf."

Mjög góðir textar, ekki alveg innan þessa heims :)
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Fri Aug 13, 2010 12:47 pm

Er að lesa Gate of the Sun (Bab el Shams) eftir Elias Khoury
Image

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Fri Aug 13, 2010 8:06 pm

Er að lesa:

Image

Las þessar í ágúst:

Image

(Í annað skiptið)
Image
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
TheTrueGengurAVatni
Töflunotandi
Posts: 519
Joined: Sun Jul 18, 2010 11:16 am
Location: 110 RVK

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby TheTrueGengurAVatni » Fri Aug 13, 2010 11:03 pm

Image
Af hverju er z alltaf skilin eftir uppi?

User avatar
fiðurfé
Töflubarn
Posts: 11
Joined: Tue Apr 14, 2009 12:34 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby fiðurfé » Sat Aug 14, 2010 3:12 am

um daginn fór ég í sunnlenska bókakaffið á Selfossi og keypti þar mjög forvitnilega bók, Ljóð ungra skálda 1944-1954 gefin út 1954. Gefin út af Helgafelli í Unuhúsi. Annars er ég að lesa Pilt og Stúlku eftir Jón Thoroddsen en væri til í að lesa eitthvað rússnenskt þegar þeirri lesningu er lokið eins og til dæmis Meistarann og Margarítu eftir Bulgakov.

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Thu Aug 19, 2010 6:34 am

Er að lesa:

Image

Ég er hálfnaður með hana og hún er ekki eins góð og Post Office og Women.
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Thu Aug 19, 2010 7:55 pm

„Síðan sigldi hún burt eins og skonnorta fyrir fullum seglum og skildi mig eftir í þessum ægilega gangi sem engan enda virtist hafa. Og ég byrjaði að æða fram og aftur eins og vitstola maður. Ég hélt þeirri iðju áfram það sem eftir var dagsins. Gangurinn var 79 skref.“
Kláraði Truntusól eftir Sigurð Guðjónsson nýlega. Í bókinni segir hann frá því þegar hann fór á geðdeild, í bland við þjóðfélagsádeilu og kommaáróður. Ekkert það besta sem ég hef lesið, en ég er mjög ánægður með að hafa lesið þessa bók.
„Svefninn er bróðir dauðans. Báðir veita hvíld. Báðir binda endi á dagdrauma sem aldrei gera rætzt. Báðir færa þreyttum huga frið. Báðir sefa sorg. Annar um milda næturstund, hinn um friðsæla eilífð.“
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Mon Aug 23, 2010 10:24 pm

Er að lesa:

Image

Hún byrjar afskaplega vel.
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Tue Aug 24, 2010 2:52 am

Búinn að lesa nokkrar Dostoyevski (Djöflarnir, Minnisblöð úr Undirdjúpunum) og ætla ekki að lesa fleiri ...

Er að liggja yfir fræðibókum um djúpa vistfræði og anarkisma en langar að hella mér í skáldskap líka.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Mon Aug 30, 2010 6:09 pm

Er að lesa ÞÞ í Fátæktarlandi-Þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson. Hrífandi bók, afbragðs vel skrifuð og skemmtileg aflestrar. Pétur skrifar á ferskan og líflegan hátt.

Las líka Bréf til Láru eftir Þórberg um daginn og var hrifinn af.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Tue Aug 31, 2010 2:35 am

Í tveimur áföngum las ég "Þjófaborg" eftir David Benioff. Er mjög skotinn í Neon Seríunni frá Bjarti og þessi er hluti af henni. Er líka heillaður af umsátrinu um Stalingrad og þessi er helvíti sterk, ljót en stutt í gálgahúmorinn. Eins og ég segi þá las ég hana í tveimur áföngum sem kemur afar sjaldan fyrir. Mæli með henni fyrir áhugafólk um að lifa af ótrúlegar aðstæður. En er skáldsaga.

Önnur sería sem ég ann afar mikið er Syrtlurnar sem komu út hjá Máli og Menningu. Er þar að ljúka "Síðustu minnisblöð Tómasar F fyrir almennings sjónir" eftir Kjell e-h. Afar svartur húmor í bland við kafkaíska noiu!

Er einnig að lesa "Welcome to the Machine - Schience, Surveillance and the Culture of Control" eftir Derrick Jensen og George Saffran. Þeir fara víða í allri mögulegri og raunverulegri tækni til eftirlits og rannsókna á hegðun einstaklinga - virkilega holl lesning til að byggja upp og viðhalda hollri paranoiu gagnvart stofnunum og stórfyrirtækjum http://www.derrickjensen.org/published.html
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Wed Sep 01, 2010 12:30 am

Ég er að spá í að demba mér í Finnegans Wake eftir James Joyce þegar ég klára Crime and Punishment. Er einhver búinn að lesa Finnegans Wake ?
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Rohypnol
5. stigs nörd
Posts: 5736
Joined: Sat Aug 19, 2006 1:47 pm
Location: Riff-filled land
Contact:

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Rohypnol » Fri Sep 03, 2010 11:28 pm

Image

Bara snilld. Langar í meira sci-fi.
ImageImageImageImageImage
Image
ImageImageImageImageImage
just forget it all just forget it all

User avatar
Alex
6. stigs nörd
Posts: 6839
Joined: Wed Jan 07, 2004 12:18 am
Location: Helvete

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Alex » Mon Sep 20, 2010 8:31 pm

Er að lesa Sjálfstætt Fólk í annað skiptið.
[img]http://img339.imageshack.us/img339/6425/tumblrkpfixtmpfp1qz7lxd.jpg[/img]
www.teenagesandwitch.tumblr.com

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Sat Sep 25, 2010 12:16 pm

kláraði drakúla á dögunum, hún var ágæt
[size=84]Garðar Þór[/size]

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Sun Sep 26, 2010 1:57 pm

Kláraði Cat´s Cradle á föstudaginn.
"Beware of the man who works hard to learn something, learns it, and finds himself no wiser than before," Bokonon tells us. "He is full of murderous resentment of people who are ignorant without having come by their ignorance the hard way."
!!!
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Sun Sep 26, 2010 1:59 pm

"People have to talk about something just to keep their voice boxes in working order, so they´ll have good voice boxes in case there´s ever anything really meaningful to say."
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Sun Sep 26, 2010 2:01 pm

"Do you want to take my photograph too?"
"Do you mind?"
"I think, therefore I am, therefore I am photographable."
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Bubble boy » Sun Sep 26, 2010 4:11 pm

After the thing went off, after it was a sure thing that America could wipe out a city with just one bomb, a scientist turned to Father and said, 'Science has now known sin.' And do you know what Father said? He said, 'What is sin?'
"And then 'Papa' said, 'Now I will destroy the whole world.' "
"What did he mean by that?"
"It´s what Bokononists always say when they are about to commit suicide."
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Tue Sep 28, 2010 11:38 am

Image
[size=84]Garðar Þór[/size]

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sun Oct 10, 2010 1:13 am

Whores & Other Feminists -Jill Nagle. Greinasafn eftir femínista úr kynlífsiðnaðinum með ólíkan bakgrunn, klámstjörnur, stripparar, vændiskonur, klámrithöfundar og allt þar á milli. Í greinunum gagnrýna þær anti-klám stefnuna sem sumar femínistahreyfingar boða og segja frá sinni upplifun sem femínistar í klámbransanum, og hvernig þær eru í raun utanvelta þar sem femínistahreyfingar hafna þeim og kynlífsiðnaðurinn lítur niður á femínisma. Þær gagnrýna hart sjónarmið femínista á konuna sem viljalaust tól í höndum karlmanna og leggja áherslu frjálsan vilja, og draga upp 'heilbrigða' mynd af hamingjusömu hórunni.
Þær einblína rosalega mikið á þessa áþreifanlegu hlið málsins og fara kannski ekki mikið út í hugmyndafræðilega pólinn sem einmitt stendur að baki anti-klám sjónarmiðsins. Ég hefði viljað sjá þær tækla það og fá einhver djúsí mótsvör við því.
Öflug og áhugaverð bók. Gaman að bera saman þessi skrif við skrif róttækra femínista og eiginlega nauðsynlegt ef maður ætlar að kynna sér klám umræðuna eitthvað af viti.

User avatar
Fenrisúlfur
6. stigs nörd
Posts: 6409
Joined: Sun Jan 19, 2003 8:47 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Fenrisúlfur » Sun Oct 10, 2010 2:03 pm

Var að klára að lesa Alkemistann e. Paulo Coelho

Hef ekki lesið jafn góða og skemmtilega bók í langan tíma.

Ekki skemmdi fyrir að sitja út á svölum og láta sólina baka sig og hlusta á Pilgrimage með OM á meðan :bow

:thumbsup AWESOME :thumbsup

iTunes get music on

Quantcast

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Mon Oct 11, 2010 2:40 am

Er kominn inn í "Blikktrommuna" eftir Gunther Grass. Afar heillandi skáldsaga sem ég ákvað að lesa eftir að hafa heyrt lesið upp úr henni í útvarpi (ekki á Bylgjunni haha)

Las um daginn "Votlendi" sem Bjartur gaf út. Um unga stúlku sem hefur áhuga á kynlífi, nær einungis, en nálgun hennar á eigin líkama verður mjög likamleg og vessakennd og hefur því hneykslað margan góðborgarann. Hló upphátt af og til þar sem ég er ekki góðborgari. Fannst pælingin góð ádeila á iðnaðinn sem er í kringum okkar "óhreina og illa lyktandi" líkama en sagan sjálf ekki neitt neitt.

Byrjaði á "Úr Fjötrum - baráttusaga íslenskrar alþýðu" eftir Gylfa Gröndal. Sagnfræðiverk sem rekur tilurð íslenskrar verkamannastéttar og upphaf baráttunnar fyrir réttindum verkafólks. Andskoti magnað að árið 1890 skrifuðu menn í blöð alveg sama umkvörtunarefni og fer á bloggið í dag ... að enginn sé af viti á alþingi og s frv.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Chewbacca
Töflunotandi
Posts: 145
Joined: Mon Sep 28, 2009 10:35 am
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Chewbacca » Sat Oct 23, 2010 4:47 pm

Ég er að lesa Vandamenn eftir föðurbróður minn, Egil Egilsson, en hún kemur út hjá Sölku eftir helgi. Virklega góð bók, það sem af er liðið lestri.

Af bakkápu:
Vandamenn - eru það eftirlifendur, fjölskylda og vinir eða eru það menn í vanda? Þessu veltir höfundurinn fyrir sér í magnaðri sakamálasögu - um örlög fjölskyldu í íslensku sjávarplássi. Útgerðarkóngurinn finnst hengdur í fiskverkunarhúsi sínu. Er það sjálfsmorð eða var hann myrtur? Lesandinn er leiddur í gegnum samtvinnaða atburðarás; spillingu og leyndarmál fjölskyldu sem virðist eðlileg á yfirborðinu. Hvað gerist þegar reynt er að leyna blóðskömm?
Skáldsagan Vandamenn er listilega vel skrifuð og höfundurinn er á kostum þegar hann fléttar saman fegurð norðlenskrar tungu og íslenskt talmál. Sagan er að mestu leyti skrifuð fyrir hrun, en fjallar samt um ástandið í íslensku samfélagi í dag: Spillingu, óheiðarleika, svik, vantraust og sorgir fólks.

Egill Egilsson fæddist á Grenivík við Eyjafjörð 25. október 1942 og ólst upp í Hléskógum í Höfðahverfi. Hann lést 13. desember 2009.
Egill nam eðlisfræði við Hafnarháskóla og bjó í Kaupmannahöfn í 13 ár, stundaði þar kennslu - og rannsóknarstörf. Eftir heimkomu árið 1976 annaðist hann kennslustörf bæði við Háskóla Íslands og framhaldsskóla ásamt að sinna skriftum. Síðustu árin kenndi Egill eðlisfræði við Menntaskólann í Reykjavík. Egill sendi frá sér fimm skáldsögur, auk Vandamanna, og var saga hans Spillvirkjar tilnefnd til bókmenntaverðlauna DV árið 1992.

sveindis
2. stigs nörd
Posts: 2436
Joined: Sun Nov 11, 2007 3:27 pm
Location: island

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby sveindis » Sun Oct 24, 2010 8:02 pm

kláraði bókina sólstjakar eftir viktor a. ingólfsson. Frekar þurr og leiðinleg, sem voru vonbrigði þar sem mér fundust engin spor eftir hann mjög góð.

Var svo að klára Óreiða á striga, eftir að hafa lokið við Karitas án titils. Yndislegar bækur.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sun Oct 24, 2010 9:55 pm

Var svo að klára Óreiða á striga, eftir að hafa lokið við Karitas án titils. Yndislegar bækur.
<3

Dead until Dark eftir Charlaine Harris - Ég fékk þessa bók í láni hjá vinkonu minni með von um að ná einhverri átt í þessu vampíruæði. Ég hef ekki enn gert það.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby siggi punk » Tue Oct 26, 2010 10:22 pm

Er mislangt kominn í nokkrum ólíkum doðröntum:

"Úr Fjötrum - baráttusaga íslenskrar alþýðu" eftir Gylfa Gröndal. Mjög fróðlegt að fræðast um aðstæður verkafólks á klakanum fyrir hundrað árum og bera saman við nútímann.

"Gargantúi og Pantagrúll" eftir Rabelais. Magnað hvað þessi munkur á 15. öld gat verið æðislega klúr og ýktur. Heimsbókmenntir sem heilla anarkista og aðra sem fyrirlíta yfirvald.

"In Defense of Lost Causes" eftir Slavoj Sizek. Tók til við þessa aftur og hún heillar þar sem ég tengi..tengi ekki alltaf þar sem ek em eigi maðr heimspekimenttaðr.

"Collected Fictions" eftir Jorge Luis Borges. Magnað magnað.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Sat Oct 30, 2010 12:44 pm

Dætur hafsins eftir Súsönnu Svavarsdóttur - Ég hef ekki verið mikið inni í glæpasögum, en þessi var helvíti fín. Pínu fyrirsjáanleg í lokin en hvaða spennusögur eru það ekki? Mikið af athyglisverðum persónum og þemum, og það hefði alveg verið hægt að gera þessa bók meira djúsí. En hún er nokkuð góð engu að síður.

User avatar
Andskotinn Sixxx
5. stigs nörd
Posts: 5653
Joined: Wed Jan 01, 2003 2:07 pm
Location: 110 Rivertown!

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Andskotinn Sixxx » Thu Dec 02, 2010 3:03 am

Las Mæling Heimsins eftir Daniel Kehlmann um daginn, hún var skemmtileg, frekar auðlesin og þýðingin góð. Söguleg lygasaga um ævi stærðfræðingsins Gauss og landkönnuðinsins Humbfeldt . Skemmti mér vel yfir henni.

Las Skugga-Baldur líka eftir Sjón hún er virkilega góð.

Er að lesa Skuggi Vindsins núna, eftir Carlos Ruiz Zafón hún er rosalega rómantísk, gerist í Barcelona á fyrri part 20 aldar, rétt eftir borgarastryðjöldina og á einræðistímanum.

Hef líka verið sokkinn í Fleurs Du Mal eftir Charles Baudelaire undanfarið.

Næst á dagskrá er Móðirin eftir Maxim Gorky, og alveg hellings hellingur af drasli sem ég er alltof duglegur að sanka að mér.

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Darkmundur Fenrir » Fri Dec 03, 2010 12:09 am

Siggi var svo indæll að lána mér nokkrar Lovecraft bækur um daginn sem ég glugga í á meðan ég hvíli mig á lestri fyrir próf. Er að lesa "At the Mountains of Madness" og finnst hún eiginlega frekar rosaleg, sérstaklega þar sem hún inniheldur frekar grafískar lýsingar á tækniatriðum og viðbjóði, sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við í sögu sem er skrifuð 1931.

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Fri Dec 03, 2010 12:50 am

Talandi um H.P. Lovecraft, veit einhver hvar í fjandanum er hægt að kaupa bækur eftir hann á Íslandi? Mér hefur ekki gengið vel að finna þær í Mál og menningu, Eymundsson og hinum stærri búðunum.

Ætli hann fáist í Nexus? Ég hef ekki þorað þangað síðan þau hækkuðu verðið og minnkuðu DVD úrvalið. :mikilsorg

:scratchchin

Annars er ég að lesa:

Eitruð epli eftir Gerði Kristnýju (smásögur). Skemmtileg lítil bók. Ég fíla hlutina sem hún er að gera. Mínímalískar en súrar sögur. Sögurnar eru samt dálítið misjafnar, sumar eru frekar mje á meðan aðrar eru spot on.

Á meðan hann horfir á þig ertu María mey eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Sagan af sjóreknu píanóunum eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Ég þekki mikið af fólki sem les Harry Potter, og þau tala öll um það að þau verði að lesa Harry Potter mjög reglulega. Helst alltaf. Fólk verður sjúkt í Harry Potter.
Það er alveg eins með mig og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ég verð sjúk í hana. Ég enda alltaf upp með að lesa bækurnar hennar aftur og aftur. Það er að verða vandræðalegt.

User avatar
Dirt
Töflunotandi
Posts: 319
Joined: Sun May 10, 2009 8:08 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Dirt » Fri Dec 03, 2010 12:56 pm

Það er til eitt smásagnasafn eftir hann í Iðu, "the horror at the museum" minnir mig að það heiti og kostar 1198 ef ég er ekki að rugla.
-Hebbi

User avatar
Witchfinder
4. stigs nörd
Posts: 4461
Joined: Fri Nov 16, 2007 8:31 am
Location: Sky Valley

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Witchfinder » Fri Dec 03, 2010 4:25 pm

Siggi var svo indæll að lána mér nokkrar Lovecraft bækur um daginn sem ég glugga í á meðan ég hvíli mig á lestri fyrir próf. Er að lesa "At the Mountains of Madness" og finnst hún eiginlega frekar rosaleg, sérstaklega þar sem hún inniheldur frekar grafískar lýsingar á tækniatriðum og viðbjóði, sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við í sögu sem er skrifuð 1931.
Var að klára hana sjálfur, snilldar bók. Hann er alveg svakalegur í smáatriðum. Mæli einnig með The Dream-Quest of Unknown Kadath, The Dunwich Horror, The Colour Out of Space og The Outsider.

Hef einnig frétt að Guillermo del Toro ætli að gera mynd eftir At The Mountains of Madness.
In a not too distant future, in a throne room just up ahead
the great unfurling shall begin.
Between the second and the third quarter of the Hammerhandle snatch
there will be gnashing of the teeth

User avatar
Karitas
1. stigs nörd
Posts: 1802
Joined: Fri Mar 17, 2006 2:36 pm

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Karitas » Fri Dec 03, 2010 11:39 pm

Takk fyrir ábendingarnar :thumbsup

User avatar
Darkmundur Fenrir
5. stigs nörd
Posts: 5421
Joined: Mon Dec 06, 2004 4:00 pm
Location: Evrópa

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Darkmundur Fenrir » Tue Dec 07, 2010 2:10 am

Hef einnig frétt að Guillermo del Toro ætli að gera mynd eftir At The Mountains of Madness.
ÓMÆLORD! :bow

User avatar
Skvetti ediki á ref
8. stigs nörd
Posts: 8047
Joined: Sun Feb 02, 2003 2:05 am
Location: Að elta ref

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Skvetti ediki á ref » Tue Dec 07, 2010 8:26 pm

Var að klára Ég lifi, ævisögu Martin Gray.

Hann er á mörkum barnæsku og unglingsára þegar fjölskyldu hans er hent í gettó í Varsjá, og hann sleppur við handtökur á ótrúlegan hátt og stjórnar umfangsmyglum smyglhring sem smyglar nauðsynjavörum inní gettóið. Svo sleppur hann úr Treblinka með því að óla sig undir SS-bíl með beltum sem samfangar hans höfðu hengt sig í næturnar áður. Þessi bók er stútfull af ótrúlegum atburðum sem virkilega minna mann á grimmd heimsins. Það sem gerir þessa bók samt svo magnaða er innsæji Martins á mannlegt eðli. Hann áttar sig strax á því þegar rauði herinn vinnur Berlín að nú séu margir af baráttufélögum hans orðnir engu skárri við þjóðverja en SS-menn voru við hans fólk. Hefnd hans er beisk og hann sækist eftir raunverulegum frið. Þessi bók hafði djúp áhrif á mig.

Var svo að byrja á Dætrum Kína. Mjög áhugaverð innsín í kínverskt samfélag og átakanlegar lýsingar á raunum kvenna (og karlmanna ef út í það er farið). Hlakka til að klára.
[img]http://images.hugi.is/punk/150076.jpg[/img]

User avatar
Atli Jarl
Sanctus Diavolos
Posts: 10694
Joined: Mon Jan 20, 2003 7:06 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Atli Jarl » Tue Dec 07, 2010 8:39 pm

Var að klára Ég lifi, ævisögu Martin Gray.

Hann er á mörkum barnæsku og unglingsára þegar fjölskyldu hans er hent í gettó í Varsjá, og hann sleppur við handtökur á ótrúlegan hátt og stjórnar umfangsmyglum smyglhring sem smyglar nauðsynjavörum inní gettóið. Svo sleppur hann úr Treblinka með því að óla sig undir SS-bíl með beltum sem samfangar hans höfðu hengt sig í næturnar áður. Þessi bók er stútfull af ótrúlegum atburðum sem virkilega minna mann á grimmd heimsins. Það sem gerir þessa bók samt svo magnaða er innsæji Martins á mannlegt eðli. Hann áttar sig strax á því þegar rauði herinn vinnur Berlín að nú séu margir af baráttufélögum hans orðnir engu skárri við þjóðverja en SS-menn voru við hans fólk. Hefnd hans er beisk og hann sækist eftir raunverulegum frið. Þessi bók hafði djúp áhrif á mig.
Þá þykir mér leitt að tilkynna þér að þessi ógeðslega mannvera, þessi svikuli óskammfeilni mannhundur og aurasál skáldaði þessa skítasögu upp með aðstoð annarra óskammfeilinna manna.
Worse again are the partial or complete fakes, such as Jean Francois Steiner's Treblinka or Martin Gray's For Those I Loved....

Gray's For Those I Loved was the work of Max Gallo the ghostwriter, who also produced Papillon. During the research for a Sunday Times inquiry into Gray's work, M. Gallo informed me coolly that he "needed" a long chapter on Treblinka because the book required something strong for pulling in readers. When I myself told Gray, the "author," that he had manifestly never been to, nor escaped from Treblinka, he finally asked, despairingly, "But does it matter?" Wasn't the only thing that Treblinka did happen, that it should be written about, and that some Jews should be shown to have been heroic?

http://www.ihr.org/jhr/v06/v06p479_Rollins.html
In 1971, the Polish-born French Jew Martin Gray published a book entitled Au nom de tous les miens[53] (In the name of all of mine), in which he describes, inter alia, an alleged stay in Treblinka. Gray 's ghostwriter was his co-religionist Max Gallo, who interviewed this 'Treblinka survivor' and put his statements down on paper. In his introduction, Gallo wrote:[54]

"We saw each other every day for months. [...] I questioned him; I made tape recordings; I observed him; I verified things; I listened to his voice and to his silences. I discovered the modesty of this man and his indomitable determination. I measured in his flesh the savagery and barbarism of the century that had produced Treblinka. [...] I rewrote, confronted the facts, sketched in the background, attempted to re-create the atmosphere."

As fruit of the collaboration between Gallo and Gray, a book emerged with passages such as the following:[55]

"Sometimes we found living children among the warm bodies. Little children, still alive, clinging to their mothers' bodies. We strangled them with our own hands before throwing them into the grave. And we risked our lives doing it because we were wasting time. The butchers wanted everything to happen fast."

After Gray had survived Treblinka and the war in a miraculous manner, he emigrated to the USA, where, as he relates in his book, he became wealthy by the sale of fake antiques. After the publication of the English version of his book, he was - according to Robert Faurisson - "suspected of fabricating false memoirs, just as he had produced false antiques, in both instances not without the help of others and naturally for money."[56] Even anti-revisionist authors like the French Jew Eric Conan, who speaks of a work "well-known to all historians of this epoch as fraudulent,"[57] have castigated M. Gray 's hackwork as a blatant falsification, but this does not change the fact that this unspeakable piece of trash - exactly like that of J.-F. Steiner - keeps reappearing in new editions in France and Germany.


[53] Editions Robert Laffont, Paris. English translation: For Those I Loved, Boston, Little, Brown 1972. The English edition is cited subsequently.
[54] Ibid., Max Gallo's Foreword, p. ixf;
[55] Ibid., p. 139.
[56] Robert Faurisson, Ecrits révisionnistes (1974-1998), private edition, 1999, Vol. I, p. 376.
[57] L'Express, February 27, 1997. Reference from R. Faurisson.

http://www.vho.org/GB/Books/t/2.html

Martin Gray is a man who actively and with weapon in hand contributed to the communist enslavement of Eastern Europe, peddled forged antiques, and lied about his past and made millions of bucks from it. Perhaps behavior like that could be called, well, villainous and abject?
Viðbjóður og ekkert annað, líkt og flestir aðrir helfararlygarar sem auðgast hafa um milljarða á skáldskap sínum!
HELL IS MY NAME

User avatar
Mr.Orange
3. stigs nörd
Posts: 3188
Joined: Sat Aug 27, 2005 4:59 pm
Location: Reykjavík

Re: Bókaormaþráðurinn

Postby Mr.Orange » Tue Dec 07, 2010 10:16 pm

var að fá Hundrað ár í einsemd í afmælisgjöf, hlakka mikið til að hella mér í hana eftir próf

akkurat núna er eg að lesa Alsæishyggju kaflann úr verki Michel Foucault Alsæi, vald og þekking
[size=84]Garðar Þór[/size]


Return to “Tómstundir & Sköpun”

Who is online

Users browsing this forum: versac and 6 guests

cron