Skilgreining á senu

Almennt tónlistarspjall, hvað ertu að hlusta á, fréttir og fleira (All music)
User avatar
sixtynine
Töflubarn
Posts: 40
Joined: Sat May 03, 2014 1:40 pm

Skilgreining á senu

Postby sixtynine » Wed May 28, 2014 7:50 pm

Ég er að vinna rannsóknarvinnu fyrir mastersritgerðina mína og er að lenda í smá vandræðum með hvernig fólk skilgreinir hugtakið sena. Mér þætti afar vænt um ef þið töflungar væruð til í að segja mér ykkar skilgreiningu.

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Skilgreining á senu

Postby valli » Thu May 29, 2014 9:55 am

Sena er lítið annað en samansafn af minni hópum sem mynda ákveðna heild, með svipaðan eða sameiginlegan áhuga á einhverju eins og tildæmis rokktónlist.
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
gudny
12. stigs nörd
Posts: 12409
Joined: Thu May 26, 2011 3:40 pm
Location: United Kingdom
Contact:

Re: Skilgreining á senu

Postby gudny » Thu May 29, 2014 2:00 pm

Frekar spot in hjá Valla. T.d. Hópur / Samansafn af fólki með sameiginlegt áhugamál, síðan er misjafnt hversu samheldin eða virk senan er. Senan sem myndaðist hérna seint á síðustu öld var t.d. mjög virk og samheldin, ég myndi ekki segja að hún hafi lognast út því þrátt fyrir að einhverjir hafi dottið út þá bættist alltaf fólk reglulega við. Aftur á móti er hún mun dreifðari og "stærri" í dag. Áður fyrr þekkti maður nánast alla sem hlustuðu á þungarokk og mættu á tónleika, núna er þetta dreifðara í aldrei og minni hópum.
Smoke crack, worship satan

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Skilgreining á senu

Postby Vést1 » Mon Jun 02, 2014 3:26 pm

Eru Garðyrkjufélag Íslands og Félag frímerkjasafnara þá líka senur? Er hugtakið sena ekki bundið við "ungmenningu" -- þá sér í lagi stefnur innan nútímatónlistar og menningu í kring um þær? Þannig að blackmetalsenan mundi þá líka dekka kirkjubrennur, blóðdrykkju og sódómisma, en hiphop-senan mundi dekka hjólabretti og veggmálverk af blökkumönnum í fötum af pabba sínum, fyrir utan tónlistina.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
krossfari
Töflunotandi
Posts: 147
Joined: Sat Mar 01, 2014 12:41 pm

Re: Skilgreining á senu

Postby krossfari » Mon Jun 02, 2014 6:04 pm

hip hop er, graffiti, Mcing, turntableism, og breakdancing
sem samanstendur af art, poetry, music, and dance
þetteru allaveg hin 4 elements í hip hop og hvað er the realist form of art í þeirri senu
já ég sökk mér oní þetta
Image

User avatar
valli
Kóngurinn!
Posts: 9737
Joined: Tue Jul 16, 2002 12:48 pm
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Skilgreining á senu

Postby valli » Mon Jun 02, 2014 7:16 pm

auðvitað er sena meðal frímerkjasafnara.
"It's always the quiet ones"

Layne Thomas Staley 1967 – 2002
RIP Darrell Lance Abbott (DIMEBAG) 1966 - 2004
RIP Petrus T. Ratajczyk (Peter Steele) 1962 - 2010

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: Skilgreining á senu

Postby Vést1 » Tue Jun 03, 2014 9:33 pm

auðvitað er sena meðal frímerkjasafnara.
Já, í merkingunni "afkimi menningarinnar" -- það sem fólki eins og okkur er tamt að kalla senu -- en er 'sena' samt ekki nk. fagorð eða íðorð bundið við ungmenningu?

Annað: "Sena" er náttúrlega sama og svið, eins og í leikhúsi; ætli líkingin sé ekki upphaflega dregin af þeirri merkingu?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
sixtynine
Töflubarn
Posts: 40
Joined: Sat May 03, 2014 1:40 pm

Re: Skilgreining á senu

Postby sixtynine » Thu Jun 12, 2014 1:28 am

Takk kærlega fyrir hjálpina, öll sömul :bowReturn to “Tónlist”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron